Morgunblaðið - 11.11.2000, Síða 35

Morgunblaðið - 11.11.2000, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 35 NEYTENDUR Selja 50-60.000 rjúpur á ári Markaðseftirlit með persdnuhlífum Líkur á að rjúpur hækki í verði LÍTIÐ framboð virðist vera af rjúpuni í verslunum enn sem kom- ið er. Of fljótl er að segja með vissu hvort verð á rjúpu muni hækka frá því í fyrra enda fyrstu rjúpur að koma í verslanir í nóv- ember. „Sala er ekki byrjuð á rjiípum enn sem koinið er en mun byrja á næstu dögum. Það virðist vera minni rjúpnaveiði í ár en í fyrra, en samt ekkert hrun, en þar af leiðandi er minna framboð," segir Ami Ingvarsson, kaupmaður í Nýkaupi. „Að mínu mati em marg- ir veiðimenn að fara fram á óraun- hæft verð en þess má geta að hæsta verð sem mér hefur verið boðið í heildsölu er 800 krónur stykkið.“ Að sögn Áma kostaði eitt stykki hamflétt ijúpa í fyrra 699 krónur. „Það er erfitt að segja hvert verðið verður í ár en það kæmi mér ekk- ert á óvart að það myndi hækka sem nemur 50 til 100 krónum á rjúpu. Við munum þó að sjálfsögðu leita allra leiða til að halda verðinu óbreyttu frá því í fyrra.“ Ámi segir Islendinga kaupa mikið af ijúpum og álítur í fljótu bragði að stórmarkaðir séu að selja í kringum 50 til 60 þúsund íjúpur á ári. Rjúpurnar komnar í búð eftir viku Að sögn Jóns Kristins Ásmunds- sonar, verslunarstjóra Gallerý Kjöts, er ekki búið að ákveða end- anlegt verð á rjúpum í ár enda þær ekki komnar í sölu ennþá. „Ég er búinn að fá lítið af þeim það sem af er og ekki búinn að sjá markaðs- verðið á þeim ennþá. Ég á von á þvi' að geta byrjað að bjóða við- skiptavinum upp á rjúpur eftir rúma viku,“ segir Jón Kristinn og bætir við að upphaflega hafí hann haldið að rjúpur myndu hækka í verði í ár en útlitið væri þó annað í dag. „Verðið verður að öllum lík- indum svipað og í fyrra en þess má geta að þá kostaði eitt stykki ham- flett rjúpa 790 krónur. Ég hef alla- vega getað keypt þær á fínu verði hingað til og ég sé ekki betur en það líti vel út með framboð. Islendingar borða mjög mikið af rjúpum og þá liefur aukist að ungt fólk komi til okkar og kaupi ijúp- ur. Úrvinnslan á henni liefiir líka Morgunblaðið/Sigurgeir Framboð af ijúpu virðist ekki jafn mikið og í fyrra. breyst og hægt er einnig að kaupa bringurnar úrbeinaðar." „Við erum ekki byijaðir að selja ijúpumar enda er nóvember yfir- leitt innkaupatimi verslunarinnar og salan byijar síðan í byrjun des- ember,“ segir Jón Þorsteinn Jóns- son, markaðsstjóri hjá Nóatúni. „Talað er um að minna sé af fugli í ár en í fyrra en hins vegar er það þannig að þeir sem við kaupum aðallega af hafa ekki sam- band við okkur fyrr en í Iok mán- aðarins." Að sögn Jóns Þorsteins kostaði rjúpan 699 krónur í fyrra og fram- boðið það sem af er nóvember mun ráða verðinu í ár og því ekki tíma- bært að segja til um það ennþá. „Framboðið eykst. oft þegar fer að snjóa. Mér finnst líklegt að verðið niuni hækka eitthvað frá því í fyrra miðað við hvemig staðan er í dag.“ Sigurður Reynaldsson, innkaupastjóri matvöm Hag- kaups, tekur í sama streng, þ.e. að framboðið sé minna í ár en í fyrra. „Kræfustu veiðimennimir em að bjóða íjúpuna á 850 krónur til okkar um þessar mundir. Ég held í framhaldi af þessu að við munum selja mun meira af hamborgar- hryggjum í ár.“ Að sögn Sigurðar kostaði rjúpan 699 krónur í fyrra hamflétt og búast má við 15 til 20% hækkun á þessu verði miðað við stöðuna í dag. „Við byijum að selja ijúpur í byijun desember en þó gæti verið að þær myndust seljast fyrr í ár ef framboðið heldur áfram að vera svona lítið.“ Leiðbeiningar á íslensku vantaði í 91 % til vika Morgunblaðið/Jim Smart Persónuhlífar sem ætlaðar eru til nota á vinnustöðum eiga að vera CE- merktar og íslenskar leiðbeiningar um notkun eiga að fylgja. Þegar Vinnueftirlitið gerði í maí sl. könnun á því hvort persónuhh'far, sem ætlaðar eru til nota á vinnustöð- um, uppfylltu helstu kröfur sem gerð- ar eru til þeirra í reglum kom í Ijós að í 91% tilvika vantaði leiðbeiningar á íslensku með vörunni og í 7% tilvika var varan ekki CE-merkt. Alls voi-u skoðaðar 473 persónuhlíf- ar á 18 sölustöðum. Persónuhlífar eru búnaður eða tæki sem einstaklingur klæðist eða heldur á sér til verndar gegn hættu sem ógnar heilsu eða öryggi. Dæmi um persónuhlífar eru öryggishjálm- ar, öi-yggisskór, heyrnarhlífar, önd- unargrímm-, endurskinsfatnaður og fallvarnarbúnaður. Að sögn Ólafs Haukssonar aðstoð- ardeildai’stjóra og Sigurðar Kai-ls- sonar deildartæknifræðings hjá Vinnueftirlitinu er CE-merkið skil- yrði fyrir mai'kaðssetningu og sala á persónuhlífum sem ekki bera CE- merkið er óheimil. Merkið er jafnframt staðfesting framleiðanda á að vai'an uppfylli lágmarkskröfur um öryggi sem sett- ar eru í Evrópusambandinu og á Evrópska efnahagssvæðinu. Þeir segja að allflestir seljendur persónuhlífa eigi langt í land með að uppfylla ákvæði reglna um gerð pers- ónuhlífa. Hvað snertir notkunarleið- beiningar á íslensku þá eiga þær að tryggja að notandinn velji persónu- hlífar sem hæfa aðstæðum og geti les- ið sér til um rétta notkun og meðferð. Bæti seljendur ekki úr því að vera með fullnægjandi notkunarleiðbein- ingar á íslensku með persónuhlífum verður sala þeÚTar vörutegundar stöðvuð. Ólafur og Sigurður benda þó á að Vinnueftirlitið hafi þegar fengið viðbrögð frá mörgum seljendum og hafi flestir þeirra sýnt jákvæð við- brögð og lýst yfir vilja sínum til að uppfylla ki-öfurnar. Næra þarf leðurskó á veturna Þegai- vetrar borgar sig að hugsa betur um skóna sína en ella, forða þeim frá skemmdum af völdum seltu, vatns og óhrein- inda. Halldór Örn Svansson, skó- smiður í Grímsbæ, segir að mörg af þeim efnum sem verið er að selja fólki til skóhirðu séu óþörf. „Það borgar sig að þrífa kulda- skóna með rakri, volgri tusku og bera síðan næringu á þá, leður- feiti ef um kuldaskó er að ræða en áburð og silikonúða ef þetta eru fínni skór.“ Halldór segir að yfir- leitt sé hægt að velja um áburð með olíu eða jurtafeiti. Hann segist frekar halda sig við áburð með jurta- feiti, það henti leðrinu betur. En hvað með goretex-skó sem margir eni farnir að ganga í á vet- urna? „Þá þarf sérstakan áburð því goretex-efnið hagar sér eins og mannshúðin, hleypfr líkamsraka út í formi vatnsgufu og hindrar að raki utan frá gangi inn í skóna.“ Þegar Morgunblaðið/Kristinn Halldór Örn Svansson segir gott að bursta í lokin yfir skó með ullarsokki. hann er spurður hvernig best sé að haga skóburstuninni segir Halldór að árangursríkast sé að nota þykkan áburð eftfr að búið er að þrífa skóna og bera hann ríkulega á skóna og a.m.k. vikulega. „Þeir eru síðan burstaðir vel með milhgi’ófum bursta og í lokin er gott að nota gamla ráðið að pússa yfir skóna með gömglum ullarsokki eða mjúkri tusku. Með því nær fólk fram fal- legum gljáa." Halldór hefur verið með skó- verkstæði í Grímsbæ í rúman aldarfjórðung. Þegar hann er spurður hvernig íslendingar hirði skóna sína segir hann það vera jafnmisjafnt og mennirnir eru márgir. „Var ekki einhvern tíma sagt: Sýndu mér skóna þína og ég skal segja þér hver þú ert. Sumum líður einfaldlega illa nema þeir séu í vel hirtum og pússuðum skóm. Það skiptir aðra engu máli.“ Skóviðgerðfr hafa ekki dregist saman hjá Halldóri með árunum, nema síður sé. „Það kann að eiga hlut að máli að ég hef komið best út- úr verðkönnunum Samkeppnisstofn- unar undanfarin ár og viðskiptavinir leiti þessvegna til mín. Uppistaðan í vinnu minni er viðgerðir á kvenhæl- um og síðan er nokkuð um að komið sé með leðurstígvél með leðursóla og beðið um slitsóla undir þá.“ Innköllun á skíða- bindingum Eftirfarandi tilkynning barst frá íslenskri útivist, umboðsað- ila franska skíðaframleiða- ndans Rossignol S.A. „Franski skíðaframleiðand- inn Rossignol S.A. hefur ákveð- ið að innkalla eina tegund af skíðabindingum sínum. Ein- göngu er um að ræða skíða- bindingar af gerðinni AXIAL sem voru í sölu veturinn 1999- 2000. Upp hefur komið ákveð- inn veikleiki í festingu brems- unnar við bindinguna og er hætta á að bremsan detti af við vissar aðstæður. Gert verður við bindingarnar til að koma í veg fyrir að þetta geti gerst. Um er að ræða einfalda aðgerð en hún þarf að fara fram á hæfu skíðaverkstæði. Þeim sem hafa keypt bindingu af gerðinni AXIAL er bent á að hafa sam- band við umboðsaðila Rossign- ol hér á landi, íslenska útivist. Gert verður við bindingarnar á skíðaverkstæði verslunarinnar Nanoq. Allur sendingarkostn- aður er að kostnaðarlausu." JVtttffcbúð xn Við höfum opnað Antíkbúðina á horni Laugavegs og Snorrabrautar (Laugaveg 101) 10% opnunartilboð Brjálaða útsalan til vors í Aðalstræti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.