Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 61
 MORGUNBLAÐIÐ \r LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 6T** UMRÆÐAN Um félagslegft húsnæði EINS og upplýst hefur verið vantar leiguíbúðir eða félags- legar íbúðir handa um tvö þúsund heimilum hér í Reykjavik og þar af eru á fjórða hundrað húsnæðislausir. Lítið hefur frést af ráðum til úrbóta og varla að mál- in fáist rædd með eðli- legum hætti. Nýlega skrifaði Soffía Gísla- dóttir grein í Morgun- blaðið undir fyrirsögn- inni: „Þeir eru að græða á fátæka fólk- inu“. Hún telur borg- ina hafa af sér um 3 milljónir kr. með því að leyfa sér ekki að selja félagslega íbúð sína á frjálsum markaði. Magnús B. Jónsson bætir um betur í sama blaði 3. nóv. sl. Hann segir ráðamenn borgarinnai' „snuða Soffíu Gísladóttur og fara í hennar vasa og taka þaðan þrjár milljónir." Helgi Hjörvar, formaður fé- lagsmálaráðs, og Amaldur Bjarna- son, forstjóri Húsnæðisski'ifstofu Reykjavíkur, hafa báðir svarað þessu. Ég vil þó bæta við af gefnum tilefnum: Dagsbrúnannenn luku verkfalli árið 1965 með því að sam- þykkja félagslegt húsnæðiskerfi í stað kauphækkana. Sett var á fót Framkvæmdanefnd byggingaáætl- unar er reisti félagslegar íbúðir sem seldar voru á sérkjörum. Með þessu var braggahverfunum loks útrýmt og öðru skúradrasli sem gert hafði Reykjavík að stærsta fátækrahverfi á Norðurlöndum. Strangar reglur giltu varðandi úthlutun íbúðanna, sem eðlilegt var, enda markmiðið að leysa alvarlegan húsnæðisvanda. Oft hefur verið hringl- að með þetta kerfi síð- an, vexti, lánstíma og jafnvel nafn fyrirtæk- isins, en grundvelli þess og markmiðum hefur ekki verið breytt. Ég hef oft gagnrýnt þetta kerfí, fyrst og fremst eigna- formið og matið á íbúðum við endursölu. Það er rétt hjá Magn- úsi að gengið hafa dómar í slíkum mál- um. En það er eitt að gagnrýna kerfi og annað að leggja það niður. Það var alvarlegt slys að leggja niður félagslega húsnæðis- Húsnæðismál Búsetufjötrarnir sem kvartað er undan og kaupskylda sveitarfé- laga, segir Jón Kjart- ansson, eru afleiðing eignarformsins. kerfið hér í borginni og afleiðingar þess blasa við. Ég þekki ekkert til Soffíu og Magnúsar en ætla að þau hafi fengið íbúð með ofangreindum hætti því þau hafi þurft á því að halda. Þau hafa því aldrei greitt markaðsverð fyrir íbúðir sínar og eiga því engan rétt á því að krefjast þess þegar þau fara. Það er því al- rangt að ráðamenn séu að „fara of- an í vasa“ Soffíu og ræna af henni þremur milljónum króna. Þurfi hún að skipta um íbúð ber henni greiðsla samkvæmt réttu mati. Kerfið á að kaupa af henni íbúðina og afhenda svo öðrum sem eru í vandræðum. Soffía stendur þá í sömu sporum og aðrir sem vilja kaupa eða leigja íbúðir. Búsetufjötrarnir sem kvartað er undan og kaupskylda sveitarfélaga (sem áður þóttu kostur) eru afleið- ing eignarformsins og þess vegna meðal annars hef ég ki'afist þess að kerfinu væri breytt í leigu- eða bú- setuíbúðir. Vandinn hefur lengi blasað við þeim sem vildu sjá hann. Félags- lega húsnæðiskerfinu vai' ekki kom- ið á fót til þess að menn græddu á því að öðru leyti en því að fá sæmi- lega íbúð á viðráðanlegu verði. Nú er hér fjöldi fólks sem þarf á að halda íbúðum á sama hátt og aðrir áður og þess vegna er rangt að selja íbúðirnar útúr kerfinu. Þarna dugir ekki hentistefna. Heimilishúsnæði er ekki fjárfesting til að spila með líkt og verðbréf eða hlutabréf, það er aðeins nauðsynlegar umbúðir ut- an um heimilið. I Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 30. janúar sl. segir meðal annars: „Margir sem dvalist hafa erlendis í nokkur ár og kynnst húsnæðismálum þar, eru búnir að gleyma því hvers konar átak þetta er hér og spyrja sjálfa sig og aðra hvers vegna það þurfi að vera svo.“ Það þarf ekki að vera svo. Við höf- um allt sem þarf til að breyta þessu nema viljann hjá þeim sem ráða. Þeir vilja vera talsmenn gi'æðginn- ar sem gerir aðra að fórnarlömbum. Höfundur er formadur Leigjeuda- samtakanna og kenndur við Pálmholt. Jón Kjartansson (Panettone Fræga Ítalska jólakakan sem farið HEFUR SIGURFÖR UM HEIMINN 1 Panettone kakan hefur verið bökuð í bakarium á Norður-Ítalíu frá þvl á 15. ötd og er gjarnan borðuð á aðventunni. Sagan segir að ungur bakarasveinn hafi fyrst bakað þessa gómsætu köku til aó þóknast meistara sínum Toni sem átti ákaflega fallega dóttur sem bakarasveinninn var ástfanginn af. Hin bragðgóða ávaxtakaka varð feikna vinsæl hjá viðskiptavinum bakarans sem þyrptust í bakariið til að kaupa kökuna eða „Brauðið hans Toni" - Panettone. Fyrír þá sem ekki vilja kökur með ávöxtum í er til hliðstæð kaka án ávaxta >|/S| Náttúru I___Ihalsu Náttúrulega ihúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi Frá fimmtudegi til sunnudags veitum vi& gestum Kringlunnar afslátt af vörutegundum í miklu úrvali mán,- mið.10:00 til 18:30 fim. 10:00 til fös. 10:00 til 19:00 lau, 10:00 til 18:00 sun. Krlt\a(csj\ Ml SÍHfHIRfllBS S L R R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.