Morgunblaðið - 11.11.2000, Síða 59

Morgunblaðið - 11.11.2000, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 59 FRÉTTIR Harmleikur á veiðum í bíósal MÍR RÚSSNESKA kvikmyndin, sem sýnd verður í bíósal MIR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 12. nóvember kl. 15, nefnist Harmleikur á veiðum og er frá árinu 1978 og byggð á sam- nefndri sögu eftir Anton Tsjekhov. Höfundur tökuritsins og leikstjóri er Emil Loteanu en meðal leikenda eru Galína Bélaéva, Olge Jankovskí, Kirill Lavrov, Leoníd Markov, Svetl- ana Toma og Grígorí Grígoríu. í myndinni segur frá því er lög- fræðingur af aðalsættum kynnist ungri stúlku, Olgu að nafni, en hún er af fátæku fólki komin. Faðir henn- ar er skógarvörður og á við geðveiki að stríða. Olga býr ein með föður sín- um og á ekki alltaf sjö dagana sæla, en lögfræðingurinn verður hrifinn af stúlkunni og er reyndar ekki einn um það. Olga giftist, en ekki lögfræð- ingnum. Einhvers konar samband helst þó milli þeirra. Myndin gerist að mestu á sama greifasetrinu og þar magnast upp mikil spenna vegna ástamála Olgu. Grefinn á setrinu tekur þátt í atburðarásinni sem nær hámarki í veiðiferð einni þar sem voðaverk er unnið. Málarekstur verður út af þessu máli og úrslitin allsérkennileg. Kvikmyndin er sýnd án textaþýð- ingar. ------H-*------ Heimspekifyr- irlestur í Kenn- araháskólanum JÓN Ólafsson, doktor í heimspeki, heldur fyrirlestur á vegum Rann- sóknarstofnunar Kennaraháskóla íslands næstkomandi þriðjudag, 14. nóvemberkl. 16.15. í lok fyrirlestursins mun Gunnar Ragnarsson segja frá tildrögum þýð- ingar sinnar á bókunum Reynsla og menntun og Hugsun og menntun eft- ir John Dewey og ræða um þýðing- arvanda. Fyrirlesturinn verður hald- inn í stofu M 201 í aðalbyggingu Kennaraháskóla Islands við Stakka- hlíð og er öllum opinn. Styrkir til háskólanáms í Noregi NORSK stjórnvöld bjóða fram styrki til háskólanáms í Noregi skólaárið 2000-2001. Styrkirnir eru til 1-10 mánaða námsdvalar. ís- lenskum námsmönnum gefst kostur á að sækja um styrkina en ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þeirra kemur i hlut íslendinga. Styrkimii’ eru ætlaðir námsmönn- um sem eru komnir nokkuð áleiðis í háskólanámi, hafa lokið prófi sam- bærilegu við BA- eða BS-próf, eða- kandídötum til framhaldsnáms. Um- sækjendur um styrkina skulu vera yngri en 40 ára. Styrkfjárhæðin er 7.000 n.kr. á mánuði. Umsóknarfrestur er til 15. desember nk. Umsóknir, ásamt staðfestum af- ritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneyt- inu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. ----------------- Athöfn í minn- ingu látinna hermanna BRESKA og þýska sendiráðið halda sunnudaginn 12. nóvember sameig- inlega athöfn í minningu látinna her- manna. í tilkynningu segir að ákveðið hafi verið að hittast á bílastæðinu við Fossvogskirkju á sunnudaginn klukkan 10.45. Athöfnina annast séra Arngrímur Jónsson. ----------------- Lýst eftir vitnum VITNI óskast að umferðarslysi sem varð á Miklubraut austan ríð Skeið- arvog um kl.17.24 9. nóvember sl. Þar rákust saman þrjár bifreiðar með þeim afleiðingum að ein þein-a, Suzuki Fox jeppabifreið hafnaði á hliðinni. Þeir sem geta gefið upplýsingar- um atburðinn snúi sér rínsamlegast- til lögreglunnar í Reykjavík. BRIDS Umsjón Arnðr G. Ragnarsson Björn Eysteinsson vann keppni meistara og áhugamanna Óvenjuleg bridskeppni fór fram í Rúgbrauðsgerðinni svonefndu í fyrrakvöld. Þar var stefnt saman átta stór- meisturum og átta mönnum sem hafa gaman af spilinu en láta venju- lega sér nægja að spila í góðra vina hópi. I fyrri hópnum var meðal annars Þórarinn Sigþórsson tannlæknir, sem á níunda áratugnum var iangstigahæsti spilari landsins en hefur ekki spilað keppnisbrids lengi. Meðal spilara í hinum hópnum voru Halldór Blöndal forseti Al- þingis, Ragnar Halldórsson fyrr- verandi forstjóri ÍSAL, Baldur Kristjánsson sóknarprestur og Georg Ólafsson forstjóri Sam- keppnisstofnunar. Sigurvegari mótsins var Björn Eysteinsson og Baldur Óskarsson ríðskiptafræðingur, sem átti frum- kvæðið að mótinu, var í 2. sæti. Ragnar Halldórsson var í 3. sæti. Mótið tókst mjög vel í alla staði og er stefnta þrí að hún verði ár- legur ríðburður. Bridsdeild félags eldri borgara í Reykjavík Trímenningskeppni spiluð í As- garði Glæsibæ, fimmtudaginn 2. nóvember sl. 23 pör. Meðalskor 216 stig. N/S Halldór Magnúss. - Þórður Björnss. 254 Þorsteinn Laufdal - Magnús Halldórss. 249 JónStefánss.-SæmundurBjömss. 248 A/V Auðunn Guðm.s. - Albert Þorsteinss. 259 KristjánÓlafss.-EysteinnEinarss. 241 Ólafur Ingvarss. - Sigurleifur Guðjónss. 240 Tvímenningskeppni spiluð mánu- daginn 6. nóvember. 21 par. Meðal- skor 216 stig. N/S Viggó Nordquist - Tómas Jóhannss. 246 Eysteinn Einarss. - Sigurður Pálss. 236 Sigtr. Ellertss. - Olíver Kristóferss. 229 A/V Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss.261 AldaHansen-MargrátMargeirsd. 256 Hannes Ingibergs. - Björn E. Péturss. 251 Morgunblaðið/Sverrir Halldór Blöndal forseti Alþingis og Þórarinn Sigþórsson tannlæknir voru meðal þátttakenda í Rúgbrauðsgerðinni en Þórarinn hefir tekið þátt í keppnisbrids í árafjöld. Tuttugu pör í Gullsmára Tvímenningur var spilaður á tíu borðum hjá Bridsdeild FEBK í Gullsmára fimmtudaginn 9. nóvem- ber. Miðlungur 168. Beztum árangri náðu: NS Dóra Friðleifsd. - Guðjón Ottóss. 205 Sigurpáll Ámas. - Sigurður Gunnlaugss. 198 Guðm. Á Guðmundss. - Jón Andréss. 185 AV Óla Jónsd. - Anna Jónsd. 197 Þórhildur Magnúsd. - Helga Helgad. 184 Kristján Guðm.s. - Sigurður Jóhannss. 181 Úrslitakeppni íslandsmótsins í tvímenningi fer fram um helgina. Spilamennskan hefst í dag kl. 11 en lýkur á morgun og er áætlað að verðlaunaafhendingin verði um kl. 18.50. Sverrir Armannsson og Að- alsteinn Jörgensen unnu undankeppnina í Reykjavík sem fram fór fyrir hálfum mánuði. Þeir hlutu bronsið á Islandsmótinu í fyrra en þá sigruðu Matthias Þorvaldsson og Ásmundur Pálsson. Ð A U G m m Nemendur Onnu Konráðsdóttur í Barnaskóla Austurbæjar, veturna 1941 -'47 (7-12 ára B) Hittumst öll 18. nóvember kl. 12.00 í veitingastofu Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu. TIL SÖLU Lagersala Bíldshöfða 16 (bakhús) í dag, laugardaginn 11. nóv. kl. 10 til 17, sunnudaginn 12. nóv. kl. 13 til 16. Baðherbergisvörur á stórkostlegum aukaafslætti. Hjólbörur og loftdælur m. fylgihlutum á ótrúlegu verdi. Ýmsar plastvörur, leikfangabox, taukörfur, búsáhöld, pizza- og steikarform, hitakönnur og brúsar, vírgrindur og hillur, hjólagrindur, þurrkgrindur, vínrekkar, verkfæri o.fl. o.fl. Mikid úrval á frábæru verði. HÚSNÆÐIÓSKAST 3ja—4ra herb. íb. óskast til leigu í 1 til 2 ár Einhleypur, reyklaus verkfræðingur óskar eftir að taka á leigu 3ja eða 4ra herb. íbúð til 1 —2ja ára. Upplýsingar í síma 895 8921. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Strandarvegur 29—35, Seyðisfirði, þingl. eig. Strandarsíld hf., gerð- arbeiðendur sýslumaðurinn á Seyðisfirði og Þróunarsjóður sjávarút- vegsins, miðvikudaginn 15. nóvember 2000 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 10. nóvember 2000. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu embættisins á Hafnarbraut 36, Höfn, sem hér segir: Vídalín SF-89, skipaskrárnr. 1347, þingl. eig. Vídalín ehf., gerðarbeið- endur Anserna S.L, Avda. San Luis Gonzaga, Sparisjóðabanki (slands hf. og Sparisjóður Hornafjarðar og nágr., þriðjudaginn 21. nóvember 2000 kl. 14.00. Skipið liggur við Ægisgarð í Reykjavík. Sýslumaðurinn á Höfn, 10. nóvember 2000. PJOIMUSTA Raflagnir í fokhelt íbúðarh. Einbýlishús — parhús — raðhús. Vönduð vinnubrögð. Láttu gera tilboð. Rafmagnsverkstæði Birgis ehf., Dofraberg 1, 220 Hafnarfjörður, sími 893 1986, fax 565 3853, netfang rafmagn@islandia.is FÉLAGSLÍF Mánudagur 13. nóv. kl. 20.00 Tunglskinsganga um Setbergs- hlíð. Kjörin fjölskylduganga. Áð í helli við kertaljós. Verð 600 kr. f. félaga og 800 kr. f. aðra. Brottför frá BSÍ. (Stansað við kirkjug. Hafnarfirði). Frítt f. börn með fullorðnum. Aðventuferðin i Bása (Þórsmörk) er 24.-26. nóv. Pantið strax. Búið ykkur undir aðventuna og jólin með þessari góðu ferð. Aðventuferð Jeppadeildar 2.-3. des. Staðfestið pantanir. Skrif- stofan Hallveigarstíg 1 er opin frá kl. 12 — 17. Sjá heimasíðu: uti- vist.is . KROSSINN Curtis Silcox predikar á sam- komu í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. FERÐAFELAG # ÍSLANDS MÖfíKlNNI 6 - SÍMI 568-2533 Næstu ferdir: Dagsferð 12. nóvember kl. 13.00: Vífilsfell. 3-4 klst. ganga, hækkun um 400 m. Far- arstjóri Finnur Fróðason. Verð 1.400 kr. Brottför frá BSÍ og Mörkinni 6, allir velkomnir. Aðventuferð i Þórsmörk 2.-3. desember. Göngur, leikir, föndur, varðeldur. y. Sækið jólastemninguna út í nátt- úruna. Fararstjórar: Ólafía Aðal- steinsdóttir og Guðmundur Hall- varðsson. Áramótaferð í Þórsmörk 31. des.—2. jan. Bókið tíman- lega í Þórsmerkurferðirnar. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. Fréttagetraun á Netinu mbl.is -AL.L.7>Kf= /W7T
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.