Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 78
78 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Nýtt Bítlasafn kemur út á mánudaginn Bítlabörnin? Bítlarnir eru skilgetin börn sjöunda áratugarins, eru tákn fyrir vonir þær og hugsjónir sem þá komu fram - auk þess að vera almennt taldir besta dægurhljóm- ^sveit allra tíma. En skipta þeir einhverju máli fyrir unga fólkið í dag, afkvæmi þess fólks sem upplifði bítla- æðið frá fyrstu hendi? Arnar Eggert Thoroddsen sett- ist niður með fjórum ungum tónlistarmönnum til að ræða þessi mál. ÞAÐ er fimmtudagseftirmiðdegi og á leiðinni til mín eru fjórir ungir framlínumenn íslenskrar tónlistar- flóru, þau Heiða Eiríksdóttir, sem nýlega gaf út sína fyrstu sólóskífu, Samúel J. Samúelsson, básúnuleikari hrynhita- sveitarinnar Jagúar og einnig útsetjari og upp- ‘tökustjóri, Vilhelm Anton Jónsson, söngvari og gítarleikari hinnar norðlensku rokk/poppsveitar 200.000 naglbítar og Hreimur Heimisson, söngvari og helsti lagasmiður hljómsveitarinnar Land og synir. Tilefnið er útkoma plötunnar 1, nýrrar safn- plötu Bítlanna sem inniheldur 27 lög sem komust á topp vinsældalista á sínum tírna, allt frá „Love Me Do“ til „The Long and Winding Road“. Af rokkurum að vera eru allir í stundvísara lagi og ég býð þeim inn í stofu. Nýjasti hljóm- diskur Bítlanna tekur að rúlla, menn eru af- slappaðir og umræðumar fara í gang. Engir aðdáendur? Það kemur strax í ljós að ekki nema eitt þess- ara fjögurra baráttusystkina er harðkjama- bítlaaðdáandi - Heiða Eiríksdóttir. „Emð þið allir sem sagt ekki bítlaaðdáend- ur?“ spyr hún, dulítið hissa á þessu hlutskipti sínu sem eina sjúka bítlaaðdáandans við borðið (ásamt reyndar umræðustjóra). „Can’t Buy Me Love“ ómar úr hátölurunum. Strákamir banda brjálæðiskenndri bítlaaðdáun frá sér en segjast þó, sem tónlistarmenn, allir hafa heilnæman áhuga á sveitinni. „Eg byijaði að hlusta á Bítlana fyrir svona tveimur árum,“ staðhæfir Hreimur. „Ég var svona tveggja ára,“ segir Heiða og Vilhelm, eða Villi eins og hann er jafnan kallaður, tekur undir með Heiðu. Samúel, Sammi, þegir. Spumingunni um hvort tónltst Bítlanna skipti '“nílk eins og þau einhverju máli í dag er nú varp- að upp á borðið. Villi verður fyrir svömm. „Þetta er risanafn. Gerðu alveg óendanlega mikið. En núna em alltaf ægilegar endurkomur hjá þeim, voða mikið verið að blása þá upp og setja þá á stall. En ég meina, margt af þessu er alveg drallugott og það er líka gaman að spá í hvemig þetta var gert. Upptökutæknina og slíkt.“ Ekki vinsælir fyrir ekki neitt Heiða kemur með athugasemdir varðandi bættu stafrænu hljómgæðin sem piýða diskinn nýja í framhaldi af þessu. „Hljómurinn er „digit- ally remastered" en það breytir hljómnum pínu- lítið. Ungt fólk í dag þarf einfaldlega meira á því að halda. Fólk kann ekki að meta þennan gamla „analogue“-hljóm (ísl. hliðrænn hljómur). Það er verið að nálgast markaðinn í dag með þessu. En persónulega finnst mér öll lögin tapa á þessu. Analogue-hljómurinn hefur alltaf yfirhöndina yfir þann stafræna að mínu mati.“ Hreimur mótmælir þessu og segir meirihluta fólks ekki þekkja þennan mun sem Heiða talar um en snýr sér svo að öðm. „Hvað varðar áhrif Bítlanna á unga fólkið í dag kynntist ég til dæmis ekki Bítl- unum fyrr en eftir mínar lagasmíðar. Ég held þó að það sé mjög mikilvægt fyrir alla að kynnast Bítlunum einhvem tímann því að þeir em ekki vinsælasta og stærsta hljómsveit sem nokkum tíma hefur komið fram í heiminum fyrir ekki neitt." Lennon út úr kú Villi kemur með þá kenningu að ef Bítlamir kæmu fram í dag yrðu ekki eins mikil læti en Heiða er ekki sammála og fyllist eldmóði. „Nei, ég er ekki sammála þessu. Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að þeir urðu svona stór- ir. Það er ekld bara að þeir hafi verið réttir menn á réttum stað á réttum tíma heldur em þessar lagasmíðar... það er alveg augljóst að það er geð- veikt mikið í gangi. Þetta em frábærar laga- smíðar. Það þarf ákveðna snilligáfu..." Villi gríp- ur fram í: „Ég er ekkert að segja að þetta séu fjórar breskar fyllibyttur. Ég vil bara vekja at- hygli á því að það era markaðslögmálin sem ráða þessu (að þeir urðu svona stórir).“ Talið berst að einstökum meðlimum sveitar- innar og Heiða lýsir því yfir að það sem Lennon gerði eftir Bítlana sé alger snilld og tiltekur sér- staklega plötuna Imagine. Hreimur kemur með Morgunblaðið/Þorkell Bítlaráðstefnan mikla: Heiða, Sammi, Villi og Hreimur í stofunni. i annan vinkil sem vonlegt er: „Þessi plata er svo rosalega mikið út úr kú (Villi skellii- upp úr). Það er engin stefna á þessari plötu. Og þegai' maður les textana... segðu mér, hvað vai' hann að gera? Hver er snilldin við þessa plötu?“ Það er skemmtilegur hiti í gangi og Heiða hlær mikið. Sammi kemur loksins inn og það sterkur. „Mér finnst þessi hljómsveit vera frekar ofmetin í tónlistarsögunni, ég verð nú bara að segja það. Þetta er frábært band en það er fullt af öðmm böndum sem era í sama flokki." Fyrir féð eða fólkið? Hreimur segir þessa nýjustu afurð Bítlana af- ar hentuga fyrir þá sem eiga allar gömlu Bítla- plötumar á výnilformi. Sammi segist hafa viljað sjá meiri upplýsingar um einstök lög og allir em sammála um að umslagið sé ljótt - furða sig á því af hverju sé ekki mynd af hetjunum framan áþví. Hitna tekur undir sætum er menn fara að spá í til hvers þessi plata var gefm út. „Heldurðu að þeir hafi hugsað sem svo að þessi útgáfa væri fyrir „fólkið“?“ spyr Samúel í nettum hæðnistón og beinir orðum sínum að Heiðu. „Þetta er bara fyrir peningana," segir hann rólegri, en ákveð- inni, röddu. Heiða tekur upp hanskann fyrir hina fjóra fræknu. „Auðvitað vilja þeir peninga en þetta er líka hugsað fyrir aðdáenduma. Unga fólkið sem á ekki gömlu výnilplöturnar og þekk- ir kannski ekki Bítlana fær á einu bretti öll vin- sælustu lögin og það gæti komið því (unga fólk- inu) meira inn í þetta.“ Bítlamir gáfu út tvöfalda diska fyiir nokkrum ámm í þremur bindum, Anthology-diskana svokölluðu, en á þeim vom óútgefin lög og upp- tökur. Og líka tvö ný lög. „Freeeee-eee-ee as a bird,“ syngja allh' í kór með vísvitandi fólskum röddum. Gestum mínum er greinilega ekkert sérstaklega um þessar tilraunir Bítlanna til að gefa út „ný“ lög gefið. „Mér fannst þetta alveg ömurlegt," segir Samúel beinskeyttri röddu. ,Að grafa upp þennan gaur úr ELO... (á hér við Jeff Lynne, en hann stýrði upptökum á þessum tveimur lögum „Free As a Bird“ og „Real Love“)“ Samúel stynur. Lagið „Éleanor Rigby“ hljómar blítt undir látunum. Algerlega/Alls ekki Ég spyr fólkið hvort það hafi nokkum tíma á tilfinningunni að „bítlakynslóðin" geri tilkall til Bítlanna umfram okkur. Sem er í sjálfu sér eðli- legt. Hreimur svarar: „Algeriega." Heiða segir á nákvæmlega sömu stundu: „Alls ekki.“ Hreimur útskýrir sitt mál: „Það er sama hvern ég tala við í minni fjölskyldu. Það er alltaf: „Hreimur minn. Ætlar þú nú ekki að fara að hætta þessu bulli og fara að gera almennilega músík?“ Svo segja þau mér hvað Bítlamir gerðu yndislegar melódíur." Menn era sammála um að um hreina og beina byltingu hafi verið að ræða er Bítlamir komu fram á sínum tíma. Villi á orðið: „Á þeirra tíma var virkilegt svigrúm til að gera eitthvað nýtt. í dag er þetta orðinn svo mikill iðnaður, það er orðið svo erfitt að gera eitthvað nýtt, orðið svo erfitt að hneyksla." Sammi gagnrýnir þetta hjá Villa og sér ekki að það sé einhver frumforsenda sköpunar að þurfa alltaf að leita logandi ljósi að einhveiju nýju. Hreimur bakkar Samma upp og nefnir Sigur Rós sem dæmi, þeir séu ekki að gera neina nýja hluti en þeir geri þá hins vegar stórvel. Heiða bendir á að Bítlarnir hafi ekki heldur verið að gera neitt nýtt, alla vega ekki í blábyrjuninni. Hins vegar hafi hljómurinn og afstaðan verið glæný af nálinni. Umræðumar em orðnar líflegar í meira lagi, undir niðri hljómar hin angurværa og dramatíska ballaða Paul McCartney „Hey Jude“. Villi og Sammi ljúka svo umræðunni á snyrti- legan hátt. „Þetta er ein af betri hljómsveitum sem hafa komið fram,“ segir Villi hraðmæltur. „En nú er bara kominn tími til að gefa öðmm sjens og hætta þessu rugli. Ég meina, hvað fær þetta stórt pláss í Mogganum?" Sammi hirðir lokaorðin og kveður fast að: „Ég vona að þessi grein verði síðasta greinin um Bítl- ana í Morgunblaðinu. Punktur."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.