Morgunblaðið - 11.11.2000, Síða 30

Morgunblaðið - 11.11.2000, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT AL Gore yfirgaf á fimmtudagskvöld höfuðstöðvai' kosningabaráttu sinnai' í Nashville í Tennessee-ríki og hélt aftur til Washington. Þar hyggst hann ásamt hluta aðstoðarmanna sinna stjóma „eftirbaráttunni“ og velta fyrir sér næstu skrefum. Um 70 manna hópur undir forystu kosning- astjórans Williams Daleys var hins vegar sendur til Flórída til að fylgjast með endm-talningu atkvæða og hjálpa til við undirbúning málsókna stuðn- ingsmanna Gores í Palm Beach-sýslu, sem telja villandi uppsetningu kjör- seðla hafa orðið til þess að þeir hefðu af misgáningi greitt Pat Buchanan at- kvæði sitt eða gert seðilinn ógildan. Ljóst er að varaforsetinn hyggst ekki lýsa sig sigraðan fyrr en öll kurl eru komin til grafar. Ekki er heldur bilbug að finna á helstu stuðnings- mönnum hans, sem hafa gefið skýrt til kynna að endurtalning atkvæða í Flórída sé aðeins bytjunin og að málshöfðanir fyrir dómstólum í ríkinu muni fylgja í kjölfarið. Sigur á landsvísu veitir demókrötum lögmæti „Ef vilji þjóðarinnar fengi að ráða væri A1 Gore úrskurðaður sigurveg- ari í Flórída og yrði næsti forseti Bandaríkjanna," sagði William Daley á fréttamannafundi á fimmtudags- kvöld. Mark Fabiani, einn talsmanna Gores, íúUyrti að það væri „hámark hræsninnar" þegar liðsmenn Bush „hreyktu" sér af því að vera í þann mund að flytja inn í Hvíta húsið. Sagði hann að kjörseðilsmálið í Palm Beach-sýslu í Flórída hefði hert bar- áttuþrek varaforsetans. Annar talsmaður Gores í kosninga- baráttunni, Chris Lehane, tók í sama streng. „Fyrir þá sem hafa velt því fyrir sér hvemig forseti A1 Gore yrði er hér komin góð vísbending. Hann hefur verið gallharður frá því á kjör- dag. Hann hefur hvergi hvikað. Hann hefur aldrei látið deigan síga.“ Gore hlaut yfir 100 þúsund fleiri atkvæði en George W. Bush á landsvísu og sagði Lehane að sú staðreynd veiti demó- krötum bæði lögmæti og hvatningu til að leita réttar síns í Flórída. Hann lagði áherslu á að stuðningsmenn Gores myndu ekki leggja út í mála- ferli nema vera vissir um að hafa traustan málstað. Framavonir yrðu að engu „Við ætlum ekki að láta Bush stela þessum kosningum," hafði The Wash- ington Post eftir ónafngreindum vini varaforsetans, sem hefui’ að sögn blaðsins verið í nánu sambandi við hann eftir kosningarnar. Þetta viðhorf er varla einsdæmi, því margir af stuðningsmönnum Gores eiga allt sitt undir því að hann flytji inn í hús númer 1600 við Penn- sylvaníu-breiðgötu í Washington í janúar. Bandarískir fjölmiðlar telja að aðstoðarmenn varaforsetans þrýsti fast á hann að fara í hart og reyna að fá úrslitunum í Flórída hnekkt, enda myndu vonir þeirra um að komast til pólitískra metorða í höf- uðborginni verða að engu ef Bush tekur við forsetaembættinu. En það er erfitt íyrir fjölmiðla að ráða í hvað á sér stað bak við tjöldin í herbúðum Gores, því stuðningsmenn hans hafa Mtið látið uppskátt. Þegar blaðamaður The Daily Telegraph í Nashville reyndi að grennslast fyrir um áætlanir stuðningsmanna Bush var þetta svarið sem hann fékk frá starfsmanni kosningamiðstöðvarinn- ar: „Það eina sem ég get sagt um hvað er að gerast hér er að ég hef ekki leyfi til að greina frá því sem er að gerast hér.“ Blaðið hafði þó eftir ónafn- greindum starfsmanni að margt gæti gerst áður en kjörmannasamkundan kemur saman til að kjósa forsetann hinn 18. desember. „Þegar upp verð- ur staðið mun A1 Gore hafa tekið sinn réttmæta sess.“ Að sögn The Washington Post eru starfsmenn Demókrataflokksins þeg- ar famir að safna fé til að fjármagna málshöfðanir og halda hluta af starfs- mönnum kosningabaráttunnar ennþá á launaskrá þar til endanleg niðurs- taða forsetakosninganna liggur fyrir. Það er því ekki útlit fyrir að baráttan sé á enda, þótt verið sé að loka kosn- ingamiðstöðinni í Nashville. Stuðningsmaður repúblikana, með spjald með nöfnum frambjóðendanna Bush og Cheney, rökræðir við stuðn- ingsmann frambjóðenda demókrata í Palm Beach á Flórída í gær. Demókratar segja viðræður um næstu stjórn ótímabærar Gagnrýna Bush fyrir að undirbúa valdatöku Austin. Reuters, AP, The Daily Telegraph. GEORGE W. Bush lætur aðra um að þrefa um kosningarnar í Flór- ída og hefur hafið undirbúning stjórnarmyndunar, eins og hann hafi þegar verið kjörinn næsti for- seti Bandaríkjanna. Hann ræddi í fyrradag við pólitíska ráðgjafa sína og nokkra menn, sem líklegt er að hann tilnefni í mikilvæg embætti verði niðurstaðan sú að hann taki við forsetaembættinu. Demókratar gagnrýndu þessar viðræður, sögðu þær ótímabærar og til marks um hroka og hvatvísi. Don Evans, kosningastjóri Bush, vísaði þessari gagnrýni á bug. „Við höfum vitað hver úrslitin yrðu frá því á kosninganótt, þann- ig að það er aðeins viðeigandi að ríkisstjórinn byrji að hugsa um hvernig hann ætli að stjórna land- inu.“ Bush eyddi deginum í ríkis- stjórabústaðnum í Texas og ræddi THboðsdagar I nóvember Handlaugar Ávegg frákr. 3.512 í borð frá kr. 5.690 Blanco pico 90x43,5 kr. 14.097 WC m/setu Ifð frákr. 16.808 Sphinx frá kr. 16.928 Gustavsberg frá kr. 18.362 Sangrá frákr. 10.876 Hitastillitæki Fyrir sturtu frá kr. 7.094 Fyrir bað frá kr. 8.980 Skolvaskar Plast frá kr. 3.727 Stál frákr. 8.853 fflfM&VJrtXJMJ Bhí ' ^ * Ármúla 21 - Sími 533 2020 Einnar handartæki Fyrlr handlaug frá kr. 4.958 Fyrir eldhús frá kr. 4.544 Baðkör frá kr. 8.785 Sturtubotnar frá kr. 3.556 Blöndunartæki frá kr. 1.951. Stálvaskar frá kr. 4.343 um morguninn við Dick Cheney, varaforsetaefni repúblikana, og Andrew Card, sem er líklegur til að verða skrifstofustjóri Hvíta hússins. Hyg-gst tilnefna Powell Bush ræddi einnig við Condel- eezza Rice, fræðikonu við Stan- ford-háskóla og ráðgjafa ríkis- stjórans í utanríkismálum. Aðstoðarmenn Bush sögðu líklegt að Rice yrði skipuð þjóðaröryggis- ráðgjafi ef ríkisstjórinn hreppti forsetaembættið. Hún starfaði í Hvíta húsinu þegar faðir ríkis- stjórans, George Bush eldri, var forseti. „Hann er bjartsýnn," sagði Kar- en Hughes, fjölmiðlafulltrúi ríkis- stjórans. „Hann hefur verið á fundum í allan dag og er byrjaður að ígrunda vandlega hvernig haga eigi undirbúningnum." Hún bætti við að Bush sinnti einnig skyldustörfum sínum sem ríkisstjóri. Cheney á að stjórna undirbúningi valdatökunnar. Andrew Card var samgöngur- áðherra í forsetatíð Bush eldri og heimildarmenn úr röðum aðstoðar- manna ríkisstjórans sögðu að hann yrði á meðal þeirra fyrstu sem yrðu tilnefndir í embætti í Hvíta húsinu. Bush hygðist tilnefna nokkra hátt setta embættismenn sem fyrst, þeirra á meðal Colin Powell, en líklegt • þykir að hann verði utanríkisráðherra. Powell var forseti bandaríska herráðsins í forsetatíð Bush eldri og hefur not- ið mikillar hylli eftir Persaflóða- stríðið. Gore sagður tapsár Aðstoðarmenn Gore varaforseta sökuðu Bush um að reyna að sann- færa almenning um að hann væri sigurvegari forsetakosninganna þrátt fyrir óvissuna í Flórída. „Að- gerðir þeirra skapa hættu á að bandaríska þjóðin klofni og eru til þess fallnar að valda ruglingi," sagði William Daley, kosninga- stjóri varaforsetans. Fulltrúar Bush sögðu að ekkert væri hæft í þessari gagnrýni og sökuðu Gore um að vera tapsár. Þeir neituðu því einnig að erfitt yrði fyrir Bush að stjórna landinu með færri atkvæði að baki sér en keppinauturinn. Meðan Bush og Cheney undir- bjuggu valdatökuna í embættis- bústaðnum komu Karen Hughes og tveir af helstu ráðgjöfum Bush í kosningabaráttunni, Karl Rove og Joe Allbraught, saman í höfuð- stöðvum ríkisstjórans í Austin til að ræða hvernig bregðast ætti við óvissunni vegna deilunnar um kosningarnar í Flórída. Þau urðu ásátt um þrennskonar úrræði. Fyrsta úrræðið var að leggja fast að Gore að viðurkenna ósigur í annað og síðasta sinn ef endur- talningin í Flórída leiddi í ljós að Bush hefði sigrað í ríkinu. Hughes gaf út yfirlýsingu þar sem skorað var á Gore að „virða vilja íbúanna í Flórída" ef hann fengi minna fylgi en Bush í endurtalningunni. Akveðið var einnig að styrkja smám saman ímynd Bush sem „verðandi forseta" með því meðal annars að veita fjölmiðlum upp- lýsingar um nöfn þeirra sem Bush hyggst tilnefna í embætti. Aðstoðarmenn Bush viður- kenndu þó að þeir myndu að öllum líkindum þurfa að grípa til annarra ráða ef Bush sigraði í endurtaln- ingunni en Gore neitaði að játa sig sigraðan. Þeir sögðu jafnvel hugs- anlegt að demókratar myndu leita til dómstóla til að fresta þess að knýja fram nýjar kosningar í að minnsta kosti einni sýslu Flórída. „Ég vona að Gore geri þetta ekki. Við teljum ekki að hann sé svo heimskur og sjálfselskur. Hann myndi tapa og aðeins verða sjálf- um sér og þjóðinni til skammar," sagði einn starfsmanna kosninga- skrifstofu Bush. Repúblikanar kanna sjálfir hugsanleg málaferli Enginn vildi þó ræða þriðju áætlunina, sem snerist um þá hugsanlegu „martröð" að Bush biði að lokum ósigur. Þótt repúblikanar hafi gagnrýnt demó- krata fyrir að hóta málaferlum vegna 19.000 ógildra atkvæða og villandi uppsetningar kjörseðla í Palm Beach-sýslu hafa þeir rætt þann möguleika að leita sjálfir til dómstólanna. Að sögn The Daily Telegraph kanna þeir nú meðal annars hvaða áhrif ótímabærar fullyrðingar sjónvarpsstöðva kunni að hafa haft á kjósendur í norð- vesturhluta ríkisins þar sem kjör- stöðum hafði ekki verið lokað þeg- ar sjónvarpsstöðvarnar lýstu því yfir að Gore hefði sigrað. Aðstoðarmenn beggja forseta- efnanna sögðu að markmið þeirra væri að tryggja sér stuðning al- mennings áður en að því kæmi að hann fengi nóg af karpinu og krefðist'þess að deilan yrði leidd til lykta._________ Þrýst á Gore að halda barátt- unni til streitu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.