Morgunblaðið - 11.11.2000, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 11.11.2000, Qupperneq 50
MORGUNBLAÐIÐ »50 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAF J. EYLAND, Munkaþverárstræti 16, Akureyri, lést á heimili sínu miðvikudaginn 8. r Erna María Eyland, Tómas Ingi Þorgrímsson, Jóhann Gísli Eyiand, Valrós Tryggvadóttir, Kristín Rósa Jóhannsdóttir. Við þökkum af alhug öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, GUÐBJARGAR S. GUÐMUNDSDÓTTUR, Sólbakka, Bíldudal. Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Patreksfjarðar fyrir góða umönnun. Einnig þökkum við kvenfélaginu Framsókn, Bíldudal, fyrir hlýju og virðingu í hennar garð. Erla Sigurmundsdóttir, Guðmundur Einarsson, Steinunn Sigurmundsdóttir, Sigríður Þ. Sigurmundsdóttir, Bjarni Sigurmundsson, Þuríður Sigurmundsdóttir, Ástvaldur H. Jónsson, Jórunn Sigurmundsdóttir, Kristberg Finnbogason, Freyja Sigurmundsdóttir, Karl Þór Þórisson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FINNS FINNSSONAR kennara frá ísafirði, Árskógum 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítala, Hringbraut, starfsfóiks líknar- deildar Landspítala, Landakoti, Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins og starfsfólks hjúkrunarheimilisins Eirar. María Gunnarsdóttir, Auðunn Finnsson, Rita Evensen, Finnur Magni Finnsson, Ingibjörg Baldursdóttir, Viðar Finnsson, Katrín Þorkelsdóttir, Valdís Finnsdóttir, Ólafur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Alúðarþakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR SIGVALDADÓTTUR frá Borgarnesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hrafn- istu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun. Guðbjörg Aradóttir, Sigurður Eyjólfsson, Sigvaldi Arason, Halldís Gunnarsdóttir, Guðmundur Arason, Lilja Ólafsdóttir, Unnsteinn Arason, Hólmsteinn Arason, Ómar Arason, Anna Kristófersdóttir, Jón Arason, barnabörn og barnabarnabörn. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- ^ uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfílegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takm- arkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírn- « amöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ODDNÝ EDDA SIG URJÓNSDÓTTIR + Oddný Edda Sig- urjónsdóttir fæddist í Snæ- hvammi í Breiðdal 28. maí 1939. Hún lést á líknardeild Landspítala sunnu- daginn 5. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- urjón Jónsson, bóndi í Snæhvammi, f. 29.1 1896, d. 10.11 1981, og Oddný Elín Vig- fúsdóttir, f. 9.1. 1899, d. 29. 1 1971. Systkini hennar voru: Þórður Sigfús, bóndi í Snæhvammi, f. 20.12 1927, d. 13.11 1986; Jón Snær, fv. sjómað- ur Reykjavík, f. 23.3 1929; Sigur- björg Áslaug, húsfreyja, Stöðvar- fírði, f. 23.8 1930; Solveig Guðlaug, húsfreyja, Stöðvarfirði, f. 2.9 1932. Edda giftist 11.1 1959 Baldri Pálssyni frá Gilsárstekk í Breiðdal og bjuggu þau sér heimili að Laufási á Breiðdals- vík. Börn þeirra eru: Elín Inga, f. 2.3. 1962, sambýlismað- ur Gunnar Valdi- marsson, dóttir þeirra er María Björg; Hlíf Brynja, f. 25.10 1967, sambýl- ismaður Eiríkur Már Hansson, börn þeirra Karitas Björt Oskarsdóttir og Marteinn Eiríksson; Aðal- björg, f. 25.3 1971; Páll, f. 19.5 1974. Útför Oddnýjar Eddu fer fram frá Eydalakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hún mamma talaði alltaf með hlýju um uppvaxtarár sín í Snæhvammi. Hún var náttúrabam, fannst gott að vera úti, ganga í fjöranni, hlusta á lækinn og vera hjá fjöllunum. Hún bar virðingu fyrir náttúranni og vildi leggja sitt að mörkum til að viðhalda henni hreinni. Mömmu þótti mjög vænt um sveitina sína og hún tók það næi-ri sér þegar fólk fór að flytja burt og trúði því að þessir flutningar myndu fara að snúast við. Árið 1987-88 fékk mamma brjósta- krabbamein og fór í meðferð og að- gerð í sambandi við það. Þegar hún var farin að jafna sig aftur þá fór hún að bera út póstinn heima á Breiðdals- vík. Henni fannst gott að ganga með póstinn, þá fengi hún reglulega hreyf- ingu og útivera á hverjum degi. Mamma var mannvinur, henni leiddist frekja og yfirgangur, hún sagði að ábyggilega liði slíku fólki ekki vel. Eg man eftir atviki þai' sem ég var reið út í einhvern og var að tala um það við eldhúsborðið heima og þegar mamma var búin að hlusta á mig svolitla stund þá leit hún á mig og sagði: „Hefur þú prófað að biðja fyrir honum?“ Mamma hafði gaman af tónlist og Ijóðum og ég á margar minningar þar sem við systumar og mamma voram að syngja heima í Laufási. Mamma var búin að vera mörg ár í kórnum heima, hún hafði unun af kórstarfinu, fannst gaman að vera með fólkinu, læra ný lög og syngja önnur sem henni þótti vænt um. Ljóð áttu sérstakan sess í huga hennar, það lágu alltaf ljóðabækur á náttborðinu hennar sem hún gluggaði í þó oft væri mikið að gera. Þegai’ ég var barn og unglingur þá las mamma oft Ijóð fyrir mig og stundum nennti ég varla að hlusta. En eftir að ég varð fullorðin og er að fietta ljóðabókum þá leita ég eftir ljóðunum sem mamma las og finnst þau fallegust og hafa mest að segja. Þegar ég sit hér og hugsa um mömmu og hvernig hún var, þá er fyrsta tilfinningin sem kemur hversu góð hún var, einhvernvegin óendan- lega góð. Ég hugsa um það þegar við Karitas komum tvær heim í Laufás þegar hún var nýfædd, hversu vel mamma tók á móti okkur. Með allri sinni hlýju bauð hún okkur heim. Hún ætlaði aldrei að ala Karitas upp fyrir mig en hún skyldi hjálpa mér eins mikið og hún gæti og hún vissi hvar línan þarna á milli var. Karitas mín átti góða daga í Laufási, þar var hún elskuð á rólegan hátt alla daga. Ég held að það sé mikilvægasta fólkið sem elskar mann alltaf, hvernig svo sem dagarnir era, og þannig var mamma. Þegar ég sagði Karitas í vor að amma hennar væri með krabba- mein þá sagði hún; Af hverju amma, hún er alltaf svo góð? í dag er ég döpur af því að mig langaði til að hafa hana lengur hjá okkur, döpur af því að égvissi að hana langaði til að vera hraust og heilbrigð hjá okkur lengur. En ég er þakklát fyrir hvað ég átti góða manneskju fyrir mömmu, sem kenndi mér svo margt sem skiptir mestu máli. Ég ætla að gera eins og hún hefði gert og kenndi mér, það að biðja guð um að hjálpa mér að sætta mig við orðinn hlut. Ég veit að hún er komin á góðan stað, ég sé hana fyrir mér sitja í björtu herbergi, það heyrast falleg lög og hún er að vefa fallega sumar- mynd. Brynja Baldursdóttir. Ég man eftir því þegar amma fór með mig út í Snæhvammsfjörar og við löbbuðum saman í fjöranni og tíndum skeljar og steina. Hún sagði mér að passa mig á sandbleytunni. Hún sagði mér sögu frá því þegar hún var lítil af hesti sem festist í sand- bleytunni. Ég man eftir þegar ég bakaði kleinur með henni ogvið buðum upp á heitar kleinur og mjólk. Ég man eftir myndunum sem við teiknuðum saman við eldhúsborðið. Elsku amma, takk fyrir góðu stundirnar. Láttu nú ljósið þitt logaviðrúmiðmitt. Hafðuþai'sessogsæti, signaðiJesúsmæti. (Höf. ók) Karitas Björt Óskarsdóttir. Hvert örstutt spor var auðnu spor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (Halldór Laxness.) Það vora margar stundirnar sem ég tafði sem barn hjá Eddu í Laufási. Þar var alltaf pláss fyrir okkur krakk- ana, utan- sem innanhúss. Þó slettist upp á vinskapinn í herberginu við leik, þá trítluðu vonsviknir fram til Eddu, fengu heimabakað og mjólk með hughreystandi umræðum. Eftir svoleiðis hressingu gat maður tekist á við allar heimsins ráðgátur og var sáttur í kaupbæti. Þessar minningai- koma upp í hugann í sorginni, allar stundh’nar sem þessi hægláta, fágaða en jafnframt glaðlega kona gaf af sér til allra bamanna og ég get ekki ann- að en þakkað Guði fyrir að hafa fengið að njóta. Edda var alveg einstaklega lagin við böm og umgekkst þau á sama kurteisa háttinn og hún um- gekkst fullorðna. Ég fann aldrei breytingu á þótt árin liðu. Édda vai- einstakur náttúraunn- andi og umgekkst náttúrana á sama hátt og menn og dýr, með virðingu. Þegar Breiðdalurinn skartaði sínu fegursta, ljómaði Edda enda vildi hún hvergi annars staðar vera en í fallegu sveitinni sinni. Edda vai' tráuð kona, hún starfaði alla tíð mikið við kirkjuna og var ég svo heppin að starfa með henni í kirkjukórnum og Samkór Suðurfjarða. Eddu var hópstarf í blóð borið og blómstraði í kórstarfinu, mikill söng- og tónlistar- unnandi enda mikið sungið og spilað í Laufási. Alveg var það hrein unun á að líta hvað Eddu fannst gaman þeg- ar Baldur spilaði á harmonikkuna. „Eigi leyna augu er ann kona manni.“ Svo sannarlega leyndi það sér ekki hversu kært var á milli þeirra hjóna, miklir vinir og samstiga við lífsins þraut. Ég votta Baldri mínar dýpstu sam- úðarkveðjur og bið algóðan Guð að hugga hann og styrkja. Elsku amma mín, Elín, Bi"ynja, Alla, Palli, Gunnar, Eiríkur og barna- börn, sorgin er mikil og mikils að sakna. Stórt er skarðið svo fá era orð- in. Guð blessi ykkur öll. Hrefna Magnúsdóttir. Kærleikurinn einnerfærumað sameina lifendur, og með krafti sínum fullkomnaog fullnægja þöifum þeiira, sameina þá íinnstuoghelgustu innum þeiiTa. (Pierre TeOhard De Chardin.) Kærleikur, það dettur mér helst í hug þegar ég hugsa um Eddu í Lauf- ási. Alltaf var nóg af kærleik og þolin- mæði í kringum hana. Hugurinn leitar aftur til bai’n- æskunnar og það var ekki sjaldan sem ailur barnaskarinn var inni í Laufási eða í garðinum þar. Það var alltaf pláss hjá Eddu þó Laufás væri ekki stórt hús. Ég man aldrei eftir því að Edda hafi skammað okkur krakk- ana þótt við væram með læti inni. Stundum kom hún þó og sussaði á okkm- og það var helst þegar Baldur var að leggja sig eftir langar ferðir til Reykjavfloir á vöraflutningabílnum. Édda og Baldui’ vora einstaklega samrýnd hjón og miklir vinir. Ég man ekki eftir öðra en þau hafi alltaf talað hvort til annai’s með mikilli einlægni og virðingu. Edda var sannur Breið- dælingur og aldrei datt henni í hug að fara úr Breiðdal þótt illa gengi í at- vinnumálum í þorpinu og flestir hennai’ ættingjar væra farnir. Það verður tómlegt að koma við í Laufási núna og fá ekki kaffið og kök- urnar hennar Eddu. Elsku Baldur frændi minn, ég veit að það verður þú sem missir mest, þinn besta vin og lífsföranaut. Amma, Baldm’, Elín, Gunnar og María, Biynja, Eiríkur og böm, Alla og Palli. Megi algóður guð vera með ykkur í þessari miklu sorg. Hlíf Magnúsdóttir og fjölskylda. Breiðdalurinn bjartur, fagur, blessuðsólátindaskín. Nú er vorsins dýrðardagur, dásamlegustfjallasýn. Ljóðið hennar Ingu minnar frá Kleif í Breiðdal, sem hún orti um Breiðdalinn okkar, kom í huga mér, þegar ég hugsaði um þig, Edda mín, áður en ég hringdi á Líkn og mér bár- ust þau tíðindi að þú hefðir látist tveimum mínútum áður en ég hringdi, sunnudaginn 5. nóvember sl. Ég kynntist þér fyrst aðeins sex- tán ára, þá varst þú hjá bróður þínum og mágkonu, Jóni og Hlíf. Þá varst þú búin að eignast Elínu dóttur þína sem var á spítala. Þú varst að bíða eftir að hún dafnaði og yrði nógu stór til að þú gætir farið með hana heim í Breiðdal. Hún fæddist fyrir tímann. Ég vissi það ekki þá að þú yrðir svilkona mín. Við ólum börnin okkar upp hlið við hlið og komum þeim til manns. Alltaf voru börnin mín velkomin í Laufás, húsið þitt og Baldurs. Síðast þegai’ ég sá þig inni á Líkn fór ég með ljóðið hennai’ Ingu fyrii- þig, þá sagðir þú með þinni veiku rödd, og brostir til mín: „Það var sól þegar ég fæddist." Þú elskaðir Breiðdalinn og fjöllin og allt sem lifði, blómin og fjalldi’ap- ann, menn og dýr. Ég minnti þig á þegar við voram að hugsa um börnin á leikskólanum á Breiðdalsvík. Þá sagðir þú: „Það voru góðir dagar, Gerða mín.“ Já, það var sól þegar þú fæddist, Edda mín, það var alltaf maí- sól kringum þig. Það veit Guð, sem stýrir öllu, og ljósið hans mun lýsa þér. Og mér meðan ég lifi. Elsku Baldur og fjölskylda, ég votta ykkur innilega samúð mína. Megi almáttugur Guð styrkja ykkur öll og blessa í sorg ykkar. Minningin um góðu eiginkonu, tengdadóttur,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.