Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 13 FRÉTTIR Franskra físki- manna minnst Forstjóri ESSO um áform LÍÚ um kaup á olíu utan hafna Athugun leiddi í ljós aukinn kostnað SENDIHERRA Frakka á íslandi, Louis Bardollet, lagði blómsveig að minnisvarðanum um franska sjó- menn í kirkjugarðinum við Suður- götu 2. nóvember sl. Einnig voru við- staddir athöfnina Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kii’kjugarða Reykjavíkm-, Bjöm Sveinsson skrif- stofustjón kirkjugarða Reykjavíkur, Guðjón Annann Eyjólfsson, skóla- meistari Stýrimannaskólans, Denis Bouclon, framkvæmdastjóri Alliance Francaise, Jacques Roland, prestur kaþólskra á Islandi, Steinþór Péturs- son, sveitarstjóri Búðahrepps auk starfsfólks sendiráðsins og fulltrúar Frakka á íslandi. Minnismerkið í kh'kjugarðinum við Suðurgötu var reist 1952 af íslend- ingum til minningar um hin miklu samskipti við frönsku fiskimennina sem komu hér í áratugi á skútum til þorskveiða og margir sneru ekki aft- ur. Eitt homið á kirkjugarðinum í Reykjavík var þakið leiðum franskra fiskimanna. Þegar trékrossamir fóru að týna tölunni var þeim safnað sam- an og minnismerki reist. Fmmkvæðið átti fyrsti forseti ís- lands, Sveinn Bjömsson. Lét hann í ljós ósk þar að lútandi við ríkisstjóm- ina 1951. Og stjómin tók vel í eina af síðustu óskum þessa fyrsta forseta okkai-. Minnismerkið er há granítsúla með áletmðum upphafsorðum hinnar frægu skáldsögu Piemes Lotis, Morgunblaðið/Ásdís Louis Bardollet sendiherra Frakklands á íslands við minnis- varðann um franska sjómenn í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Pecheur d’Islande, á íslensku öðram megin og á frönsku hinum megin, einnig hugmynd Sveins Bjömssonar forseta. I steininn er ennfremur klöppuð áletran um að þetta minnis- merld sé reist af Islendingum sem vináttu- og virðingarvottur við Frakka. GEIR Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins - Essó, segir athugun olíufé- laganna í sumar hafa leitt í ljós að kostnaðarsamara yrði að þjónusta fiskiskipin utan hafna en í landi. Veður séu jafnframt oft válynd á miðunum við Island, sem geri þenn- an kost varhugaverðan og auki mjög hættuna á mengun á landgranni ís- lands. Greint var frá því í gær að Lands- samband íslenskra útvegsmanna hefði undanfarna mánuði kannað hagkvæmni þess að kauþa olíu utan hafna og vonast menn til þess að með þeim hætti geti lítrinn af olíu orðið um fjórum krónum ódýrari en listaverðið hjá olíufélögunum. Útvegsmenn hyggja á viðskipti við erlend olíusöluskip en þeir komu að máli við innlend olíufélög í sumar sem leið vegna þessa máls. Sameig- inlega reka Skeljungur, Olís og Esso slík skip í ígripum í nafni Út- hafsolíu ehf. og Geir segir að því hafi verið eðlilegt að útvegsmenn ræddu málið fyrst við þau, enda þekktu þau íslenskar aðstæður betur en aðrir. „Okkar niðurstaða var hins vegar sú að það væri ívið dýrara að þjón- usta fiskiskipin úti á sjó,“ sagði Geir. Hann sagði menn hafa verið að miða við meðaldælingu á um 170 rúmmetram af olíu og slík dæling tæki um fimm klukkustundir og kostaði því sitt, auk þess sem dælt yrði á stími. Hitt tæki einnig mikinn tíma - og hefði þar af leiðandi í för með sér kostnað - að sigla fiskiskip- um í olíudælingu og síðan aftur út á miðin. Ennfremur væra veður hér þann- ig að ekki sé hægt að dæla olíu á milli skipa nema í mesta lagi í fjög- urra metra ölduhæð. Oft sé síðan einfaldlega ekki hægt að dæla vegna veðurs. Finni einhver ódýrari leið munu olíufélögin nýta sér það Geir nefnir að nú ræði menn um að dregið verði úr siglingum olíu- skipa um verðmæt fiskimið. Það skjóti því skökku við ef stefnt sé að því að fara að dæla olíu í meirihluta íslenska ílotans úti á hafi og við alls konar aðstæður. Hann bendir einnig á að ef aukn- ing yrði á olíudælingu úti á sjó myndi á móti draga úr landaf- greiðslu. Við það myndi fastakostn- aður í dreifikerfi olíufélaganna dreifast á færri lítra en áður sem valda myndi hækkun á afgreiðslu ol- íunnar í landi. Segir hann að við athugun á kostnaði vegna þessarar hugmynd- ar LIÚ hafi menn síðan einnig gefið sér að ef það hefði verið ódýrari lausn að dæla olíunni úti á sjó í stað þess að byggja upp þjónustustöðvar í hverju einasta sjávarplássi á land- inu þá hefði sú leið öragglega verið farin. Myndum nýta okkur þessa leið sjálfír „Þetta er því margslungið mál og það er engan veginn fullrannsakað," segir Geir. „Ef einhverjir hins vegar finna ódýi’ari leið til að dæla olíu á íslenska flotann en olíufélögin hafa verið að gera í gegnum áratugina þá munum við að sjálfsögðu nýta okkur það sjálfir í samkeppni við aðra.“ Geir kvaðst aðspurður nokkuð viss um að þessa hugmynd hefði áð- ur borið á góma. „Ég er alveg klár á því að þessi hugmynd hefur verið rædd áður meðal LÍÚ-manna. Og hún hefur öragglega verið rædd í einstökum olíufélögum án þess að ég viti beinlínis af því,“ sagði hann. Stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Hannes Hlífar Stefánsson að tafli á Olympiuskákmótiuu í Istanbul í Tyrklandi. Morgunblaðið/Áskell Örn Ein af úrslitaviðureignumÓIympíuskákinótsins var viðureign þýsku og úkraínsku sveitanna. Á fyrsta borði áttust við Jusupov (til hægri) og Ivantsjúk. Erfitt að sætta sig • >C •• i •• / •• X við fjogur top i roð SKAK Istanbúl, Tj'rklandi Ólympíuskákmótið ÞEGAR þetta er skrifað stendur 13. og næstsíðasta umferðin yfir á ólympíuskákmótinu í Istanbúl. Það hefur gengið á ýmsu hjá íslensku sveitunum. Karlasveitin byrjaði vel og náði góðum úrslitum gegn sterk- um sveitum, m.a. sætum sigri á Svíum, 3-1. Sveitin hefur nú tapað fjóram viðureignum í röð og þó að andstæðingarnir hafi verið sterkir, mun stigahæm en okkar menn, er erfitt að sætta sig við úrslitin. í tveim síðustu umferðunum hefur sveitin mátt þola 1-3 töp, fyrst fyrir Frökkum og síðan gegn Slóvenum. Nú er ekki annað að gera en að reyna að bæta stöðuna í þeim 8 skákum, sem eftir era. Sveitin hef- ur 2414 v. af 48 og teflir í dag í fjórða skiptið á mótinu við sveit, sem hefur hærra rásnúmer en okkar menn, lið Bangladesh. Þeii' hafa þó þrjá al- þjóðlega meistara í liðinu og keppn- in verður vafalaust hörð. Kvennasveitin byrjaði illa, en bætti sig mjög í seinni hluta móts- ins. Sveitin hefur 16 v. af 35 og teflir í 13. umferð við lið frá Indónesíu. Staðan í opna ílokknum er þessi: 1. Rússland, 34 v. af 48; 2. Þýska- land, 32 v.; 3.-4. Úkraína og Ungverjaland, 3014 v. hvor; 5.-8. England, Bosnía, ísrael og Búlgar- ía, 2914 v. hver. Viðureign Rússa og Englendinga á efsta borði í 13. um- ferð er lokið með fjóram stuttum jafntefium. Annað á efstu borðum er enn í gangi: Þýskaland-Bosnía; Ísrael-Úkra- ína; Holland-Ungverjaland; Georg- ía-Búlgaría; Kína-Armenía. I kvennaflokki er staðan þessi við upphaf 13. umferðar: 1. Kína, 28 v. af 36; 2. Georgía, 2514 v.; 3. Rússland, 24 v. Við skulum nú sjá tvær skemmti- legar skákir frá hendi íslensku sveitanna. 10. umferð. 3. borð: Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson Svart: Jean-Marc Degraeve (Frakklandi) Nimzovitsjvörn 1. e4 b6 2. d4 Bb7 3. Rc3 e6 4. Rf3 Bb4 5. Bd3 Rf6 6. De2 d5 7. e5 Re4 8.0-0 - Jón Viktor ákveður að fórna peði, sem mun vera þekkt leið í stöðunni. Hin leiðin er 8. Bd2 Bxc3 9. bxc3 c5 10. Bb5 Bc6 11. dxc5 bxc5 12. 0-0 a6 13. Bd3 Dc7 14. c4 Rxd2 15. Rxd2 o.s.írv. 8. - Bxc3 9. bxc3 Rxc3 10. De3 Rc6 11. Rg5 Dd7 12. f3- Tekur útgönguleiðina á e4 af svarta riddaranum á c3. 12. - h6 13. Rh3 Re7 14. Rf4 h5 15. Ba3 Da4! 16. Bxe7 Ef hvítur leikur 16. Bb2, svarar svartur með 16. - Rb5 , ásamt 17. - c5 og 18. - Rc7 o.s.frv. 16.... Kxe7 17. g4!- Hvítur verður að sækja strax að Stöðuinynd 2. svarta kóngnum til ná spili fyrir peðið, sem hann fórnaði. 17.... hxg4 18. fxg4 Haf8 19. Rh5 Kd7 20. Hf4 g6 21. Hafl!?- Eftir 21. Rg3 Ke8 22. Hafl Db4 23. Df2 De7 er erfitt að sjá, hvernig hvítur á að halda sókninni áfram. Sjá stöðumynd 1. 21. - gxh5 22. Hxf7+ Hxf7 23. Hxf7+ Kc8 24. g5 Bc6 25. g6 Be8 26. g7 Hg8 27. He7 Db4?! Betra virðist að leika 27. - Kd8. Þá virðist hvítur ekki eiga betri leið Stöðumynd 3. en 28. Bh7 Db4 29. Hxe8+ Hxe8, ásamt g7-g8D síðar, og svartur á peði meira. 28. Dg5 Kb7?! Eki verður annað séð, en að svartur hefði geta leikið 28. - Dxd4+ 29. Kg2 Bb5, t.d. 30. Dg6 Bxd3 31. Dxe6+ Kb7 32. cxd3 Dg4+ 33. Dxg4 hxg4 34. Hf7 d4 35. e6 Rb5 36. e7 Rd6 og svarti riddar- inn kemst í vörnina. 29. Df6 Re4 30. Dxe6 - Sjá stöðumynd 2. 30. - Del+ 31. Kg2 Df2+ 32. Khl Df3+ 33. Kgl De3+ Báðh- keppendur vora í tíma- hraki og Frakkinn átti minni tíma. Það gæti vh'st sem svartur geti leik- ið 33. - Df8, en svo er ekki: 34. Bxe4 dxe4 (34. - Hxg7 + 35. Hxg7 Dxg7+ 36. Bg2) 35. Df6! og hvítur vinnur. Önnur leið er 33. - Dg4+ 34. Dxg4 hxg4 35. c4 Kc8 36. cxd5 Kd8 37. d6 cxd6 38. Hxa7 Bc6 39. e6 Bd5 40. Bxe4 Bxe4 41. Hd7+ Ke8 42. Hxd6 og það er svartur, sem þarf að berjast fyrir jafnteflinu. Lokin þai'fnast ekki skýringa, því að svartur á ekki um annað að velja en að taka þráskákina. 34. Kg2 Dg5+ 35. Kfl Dcl 36. Kg2 Dd2 37. Kgl De3 38. Kg2 Df2 39. Khl Df3 40. Kgl Bc6 41. Dxg8 Dg4 42. Kfl Dh3 43. Kgl De3 44. Kg2 Dg5 45. Kfl Df4, jafntefli. 11. umferð, 2. borð: Hvítt: E. Mikhailik (Nýja-Sjá- landi) Svart: Harpa Ingólfsdóttir Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4. Rgf3 cxd4 5. exd5 Dxd5 6. Bc4 Dd6 7. Rb3 Rc6 8. 0-0 Rf6 9. Rbxd4 Rxd4 10. Rxd4 a6 11. c3 Dc7 12. Bd3 Bd6 13. Rf3 - Betra er að leika hér 13. h3 o.s.frv. 13. - 0-0 14. h3 b5 15. Bg5 Rd5 16. Dc2?! - Drottningin stendur ekki vel á c2, betra væri að leika henni til e2, t.d. 16. a4 h6 17. Bd2 Bd7 18. De2 Db7 19. axb5 axb5 20. Rd4 o.s.frv. 16. - h6 17. Bd2 Bb7 18. Be4?! Hac8 19. Dcl? - Sjá stöðumynd 3. Hvítur hefur teflt byrjunina ómarkvisst og leikur nú illa af sér. Líklega hefði verið skást að flytja drottninguna yfir á e2, þótt það kosti tvo leiki: 19. Dd3 Hfd8 20. De2 O.S.fl’V. 19. - Rxc3! 20. Bxc3 - Ekki er annað gera, vegna hótun- arinnar 20. - Re2+, ásamt 21. - Rxcl o.s.frv. 20. - Bxe4 21. De3 Bd5 22. Dd4 f6 23. Ddl Hfd8 24. Hcl Bc4 25. Bd2 Db6 26. Be3 - Eða 26. Hel Bc5 27. He4 Bxf2+ 28. Khl f5 29. He5 Bd4 og svartur vinnur. 26. - Db8 27. Rd4 Bxfl 28. Rxe6?? Bh2+ og hvítur gafst upp þvi að drottn- ingin fellur. Bragi Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.