Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 73
í
I
i
I
Á myndinni eru frá vinstri Jón Steinar Guðjónsson, deildarstjóri far-
stöðvadeildar, Gustav Bergendal verkefnisstjóri GPRS-væðingar Tals,
Didier Legras, yfirmaður tækniliðs Nortel Networks og Jóakim Reynis-
son, framkvæmdastjóri tæknisviðs Tals.
GSM-kerfi Tals komið í
þráðlaust netsamband
með GPRS-tækninni
Þroskahjálp skorar á stjórnvöld
vegna félagsþjónustu fatlaðra
Frumvarp um
flutning verði af-
greitt á þessu þingi
FYRSTU þráðlausu GPRS-síteng-
ingunni við Internetið var komið á
GSM-kerfi Tals sl. fimmtudag.
Tæknimenn Tals og Nortel
Networks hafa unnið að uppsetn-
ingu GPRS-búnaðar í símkerfi
Tals undanfarna mánuði og var
þetta fyrsta prófunin á búnaðinum.
Þar með er mikilvægum áfanga
náð í uppbyggingu GSM-þjónustu
Tals.
GSM-síminn sem notaður var til
að koma á þessari sítengingu er af
nýrri kynslóð slíkra símtækja.
Búnaður til að nota þráðlausa
GPRS-sítengingu er innbyggður í
símtækið. Með slíkum GSM-síma
er hægt að vafra á Netinu, taka
við tölvupósti og nota WAP-gáttir
svo dæmi séu nefnd.
Tal áætlar að viðskiptavinir fyr-
irtækisins geti verið komnir í sí-
tengt þráðlaust samband við Netið
innan nokkurra vikna.
Tal var eitt af fyrstu fjarskipta-
fyrirtækjum heims sem gerðu
samning við framleiðanda síma-
búnaðarins, Nortel Networks, um
að setja upp GPRS-búnað. Við það
tækifæri sögðu forsvarsmenn Nor-
tel að það væri mikilvægt fyrir
fyrirtækið að GPRS-búnaður þess
væri settur upp við þær einstæðu
aðstæður að hér á landi er jafn-
mikil farsímanotkun og útbreiðsla
Internetsins.
Sítengingin við Internetið er ef
til vill mesta byltingin sem GPRS
færir viðskiptavinum Tals, því þar
með verða þeir alltaf og alls staðar
tengdir Netinu. Gert er ráð fyrir
að á næstu mánuðum verði GSM-
símtæki í vaxandi mæli búin
GPRS-möguleikum. GSM-símtæk-
in verða þar með alhliða sam-
skiptatæki einstaklinga, jafnt fyrir
símtöl og samskipti á Netinu.
Þráðlaus sítenging
með GPRS
Með þráðlausri sítengingu við
Netið verða notendur óháðir stað
og stund til að eiga viðskipti á
Netinu, taka við tölvupósti eða
skoða vefsíður.
Einnig má tengja fartölvur við
nýju GSM-símana til að ná hrað-
virku netsambandi. Hægt verður
að tengjast Netinu með þessum
hætti hvar sem er á þjónustusvæði
Tals, en það nær nú til rúmlega
90% landsmanna.
Fjarskiptafyrirtæki víða um
heim eru að taka GPRS-tæknina í
Dilbert á Netinu
mbl.is
_Al.LTAt= e!TTH\SA£> rJÝTT
notkun um þessar mundir. Þessi
þróun GSM-kerfisins til að bjóða
sítengt hraðvirkt Internet er víða
kölluð kynslóð númer tvö og hálft
(2,5). Þetta er kynslóðin sem brúar
bilið milli upprunalega GSM-kerf-
isins (kynslóð 2) og UMTS-kerfis-
ins (kynslóð 3). Ekki er búist við
að þriðja kynslóð farsímakerfa
komist í gagnið fyrr en eftir tvö
ár.
Öll samskipti sem fara um GSM-
kerfið eru rásatengd. Bandvídd og
gagnahraði hverrar talrásar í
GSM-kerfinu hefur takmarkast við
9,6 kílóbit á sekúndu (kb/s), en
með nýrri mótunartækni hefur
verið hægt að auka hraðann í allt
að 21 kb/s um hverja talrás. Með
GPRS-tækninni er mörgum rásum
fléttað saman samtímis og þannig
margfaldast hraðinn. Ná má ná
allt að 170 kb/s hraða við bestu
möguleg skilyrði með þessari
tækni. Raunhraði í byrjun mun þó
ekki verða meiri en 20-30 kb/s, en
sá gagnaflutningshraði mun fara
eftir tegund símtækis. Hraðinn
vex síðan enn frekar á næstu mán-
uðum og verður að öllum líkindum
nálægt 50 kb/s, sem er svipað og á
ISDN-línu.
LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp
skora á Alþingi að afgreiða frumvarp
til laga um félagsþjónustu sveitarfé-
laga á yfirstandandi þingi, segir m.a.
í ályktun frá nýlegum fulltrúafundi
samtakanna. Segir jafnframt að
spurningin um hvort og þá hvenær
af tilflutningi félagsþjónustu við fatl-
aða verður hafi staðið þróunarstarfi
fyrir þrifum og skapað óvissu sem
hefur komið niður á þjónustuþegum
og starfsfólki.
Þá undirstrikar Þroskahjálp að
forsenda þess að tilflutningur á fé-
lagsþjónustu fatlaðra takist vel sé að
þannig verði búið að sveitarfélögum í
fjárhagslegu tilliti að þau geti með
góðu móti veitt þá þjónustu sem lög-
in kveða á um.
„Landssamtökin Þroskahjálp
horfa til þess, að með þessum nýju
lögum verði hægt að koma á sam-
skipan og heildstæðri þjónustu fyrir
fatlaða. Það væri algjörlega óviðun-
andi að fresta yfu'flutningnum eina
ferðina enn. Ekkert er verra en óvis-
san í þessum efnum.“
Framhaldsskólinn
Þá skora samtökin á menntamál-
aráðherra að bæta fjórða árinu við
þau þrjú sem nemendur með þroska-
hömlun eiga nú kost á.
„Menntamálaráðherra hefur sýnt
mikinn skilning á því að á framhalds-
skólaaldri ei*u öll ungmenni að taka
út mikinn þroska sem gerir þau mót-
tækileg fyrir námi. Verði það tæki-
færi nýtt á réttan hátt kann það að
skipta sköpum um framtíðarmögu-
leika ungmenna með þroskahömlun.
Samtökin hvetja til þess að nú þegar
verði hafinn undirbúningur að því að
fjórða árið verði að veruleika næsta
haust.“
Alþingi fari að eigin lögum
„Landssamtökin Þroskahjálp
skora á Aiþingi að fara að þeim lög-
um sem það setti 1992 um málefni
fatlaðra.
Langir biðlistar eftir búsetu, dag-
þjónustu og skammtímavist sýna
hvernig tekist hefur til að fara eftir
þeim lögum sem Alþingi setti sjálft
af góðum hug og metnaði 1992. A
sama tíma og þessi lögbundna þjón-
usta hefur ekki verið nægjanleg hef-
ur Alþingi skert lögbundin framlög í
framkvæmdasjóð fatlaðra um hátt á
fjórða hundrað milljóna króna á ári á
síðustu ái’um. Samtökin telja að lög-
bundin útgjöld eigi að hafa forgang
þegar að afgreiðslu fjárlaga kemur. I
því góðæri sem nú ríkir er það Al-
þingi mikill álitshnekkir að fara ekki
að lögum hvað varðar fjárframlög til
málefna fatlaðra.
Landssamtökin Þroskahjálp
skora á þingmenn að gera hér brag-
arbót á við afgreiðslu fjárlaga ársins
2001 “
Árshátíðarfatnaður
Mikið úrval
. Verðdæmi: Kjólar frá 3.900
Pi,s frá 2-900,
Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433.
j m
i jjkJ lj í I
Ecco dagar í Kringlunni
Barna-, dömu- og
herraskór
15% afsláttur
D0MUS MEOICA
við Snorrabraut - Reykjavík
Sími 551 8519
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
KRINGLAN
Kringlunni 8-12 - Reykjavík
Sími 568 9212
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
Hvers vegna notar þú
Rautt Eðal Ginseng?
Siguröur Steinþórsson,
eigandi Gull & Silfur:
„Ég býö starfsfólki mínu
alltaf upp á Rautt Eöal
Ginseng á álagstímum. Svo
er það líka frábært fyrir
nákvæmnisvinnu."
Helga Eiríksdóttir
hjúkrunarfræðingur:
„Rautt Eöal Ginseng er án
úrgangsenda og reynist
best á álagstímum."
Hafsteinn Daníelsson
íþróttakennari:
„Þaö eykur snerpu og
úthald."
Blómin: Þroska fræ í
fyllingu tímans.
Laufln:
Eru notuó
í jurtate.
Stórar
hliöarrætur
Smærri
hllöarrætur
Úrgangs-
rótarendar
Rótarbolurinn:
Máttugasti hluti
jurtarinnar
Einungis rótarbolir
6 ára gamalla
kóreskra sérvalinna
ginsengróta besta
gæöaflokks.
Rautt Eðal Ginseng
Skerpir athygli og
eykur þol.