Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mistök leiddu til þess nýlega að kona lést á Landspítalanum við Hringbraut Gefíð verkjalyf sem hún hafði ofnæmi fyrir Eftir að neyðarkall barst frá gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut, þegar sjúkl- ingur hafði fenfflð rangt verkjalyf, reyndist einn læknir með rangt boðtæki og annar var upptekinn. Hliðstæð tilvik hafa áður komið upp þegar sjúklingur deyr á sjúkra- húsi vegna bráðaofnæmis af rangri lyfja- gjöf. Stjórnendur spítalans og embætti landlæknis líta málið alvarlegum augum. Morgunblaðið/Júlíus Stjórnendur Landspítalans - háskólasjúkrahúss fara nú yfir reglur um lyfjagjafír og neyðarútköll, eftir að kona á fimmtugsaldri lést á gjör- gæsludeild við Hi-ingbraut í síðustu viku. Konan hafði fengið verkjalyf sem hún var með ofnæmi fyrir. FJÖRUTÍU og sjö ára kona úr Reykjavík lést á gjörgæsludeild Landspítalans - háskólasjúkrahúss við Hringbraut í síðustu viku vegna mistaka við lyfjagjöf og þeirra við- bragða sem fylgdu í kjölfarið. Kon- unni hafði verið gefið verkjalyf sem hún hafði ofnæmi fyrir, og lágu fyrir skriflegar upplýsingar um það bæði í sjúkraskrá og lyfjafyrirmælum. Lyf- ið er algengt verkjalyf. Málið er reglum samkvæmt til rannsóknar hjá lögreglu og embætti landlæknis og réttarkrufningu er lokið. Stjórn- endur spítalans, sem og embætti landlæknis, líta málið alvarlegum augum og hafa sett vinnu í gang þar sem fara á yfir reglur um lyfjagjöf og skipulag neyðarútkalla að næturlagi. Ailar líkur eru á því að aðstandendur konunnar fari í skaðabótamál við spítalann. Fordæmi eru fyrir hlið- stæðum málum, að sjúklingur hafi látist eftir ranga lyfjagjöf. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum var konan lögð inn á spítalann við Hringbraut til að fai-a í svokallaða hryggspengingu, aðgerð sem heppnaðist ágætlega. Nóttina eftir aðgerðina, um þrjúleytið, kvart- aði konan undan verkjum og óskaði hún eftir verkjalyfi. Hjúki-unarfræð- ingur á vakt gaf henni þá vostar verkjastíl, sem er svipað lyf og volt- aren rapid, verkjalyf sem hún hafði ofnæmi fyrir samkvæmt sjúkraskrá hennar og lyfjafyrirmælum lækna. Um 3-4 mínútum eftir lyfjagjöfina kvartaði konan undan einkennum sem hún vissi að voru vegna bráðaof- næmis og hjúkrunarfræðingurinn kallaði þá eftir hjálp. Aðstoðarlækn- ir á deildinni kom strax til aðstoðar en nokkur bið varð á því að fleiri kæmu, eða um 14 mínútur, sam- kvæmt upplýsingum frá spítalanum. Ekki náðist til allra í neyðarteyminu. Þannig var einn læknir bundinn vegna sjúklings á öðrum stað á spítalanum og ekki náðist í annan þai- sem hann var með rangt boð- tæki. Endurlífgun tókst það seint að konan varð fyrir varanlegum skaða. Hún lá meðvitundarlaus á gjör- gæsludeild í viku, eða þar til hún lést 1. nóvember síðastliðinn. Hún lætur eftir sig eiginmann og fjóra syni á al- drinum 10-27 ára. Sjaldgæft bráðaofnæmi Níels Christian Nielsen, aðstoð- arlækningaforstjóri Landspítalans, sagði við Morgunblaðið um þetta til- vik að um sjaldgæft bráðaofnæmi væri að ræða sem væri mjög hættu- legt og erfitt meðferðar. Helstu ein- kennin væru bráður bjúgur í öndun- arfærum, andnauð og blóðþrýst- ingsfall. Níels sagði það hugsanlegt að bjarga hefði mátt lífi konunnar með skjótari viðbrögðum, en óm- ögulegt væri að segja til um það eft- ir á. Hann sagði að á sjúkraskrá kon- unnar og lyfjafyrirmælaskrá á gjör- gæsludeild hefði staðið að konan væri með ofnæmi fyrir voltaren rap- id. Ekki hefði verið getið um vostar en hjúkrunarfólk ætti að vita að um sams konar lyf væri að ræða. Á lyfja- fyrirmælurn eftir aðgerð hefði staðið að gefa ætti konunni parkódín eða morfín. „Hjúkrunarfræðingurinn kveikti á því strax að hann hafði gefíð rangt lyf og viðbrögð hans eftir það voru á viðeigandi hátt,“ sagði Níels. Hvort reglur hafi verið brotnar við meðferðina sagði Níels það liggja fyrir. Sjúklingur ætti ekki að fá lyf sem hann hefði ofnæmi fyrir. Níels sagði hjúkronarfræðinginn, sem var á vakt, hafa langan og flekklausan feril að baki. Henni sem öðrum sem komu að málinu hefði verið veitt áfallahjálp og annar mögulegur stuðningur. „Eðlilega er þetta afskaplega erf- itt og viðkvæmt mál, sér í lagi þegar þetta kemur fyrir samviskusamt fólk sem vinnur sína vinnu vel,“ sagði Ní- els. Níel sagði að öll óhöpp, stór og smá, væi-u skráð hjá spítalanum. Farið væri yfir þau á fundum með læknum og öðru starfsfólki. „Við reynum að læra af þessu. Óhöpp geta alltaf gerst. Við munum herða allar reglur sem lúta að skrán- ingu óhappa og eftirfylgni. Það sama má segja um tilmæli um lyfjagjafir og lyfjafyrirmæli. Þær reglur verða yfirfarnar og ítrekaðar. Neyð- arkallskerfinu var kippt strax í liðinn eftir þetta tilvik og nefnd vinnur að því hvernig betur má fara í þeim efn- um,“ sagði Níels. Aðspurður hvort tilvik sem þetta hefði áður átt sér stað sagði Níels svo vera. Tilfellin væru sem betur fer fá. „Þetta er það sem við erum alltaf hrædd við að geti gerst. Við lít- um á þetta sem slys og munum gera allt til að reyna að koma í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig,“ sagði Níels Christian. Nútíma sjúkrahús- þjónusta flókin Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir sagði í samtali við Morg- unblaðið að embættið liti þetta tilvik á Landspítalanum alvarlegum aug- um. „Við munum fylgjast vel með framvindu málsins og fá skýringar spítalans og hvað það er sem spítal- inn mun gera til að koma í veg fyrir að svona lagað geti endurtekið sig. Það er í orðsins fyllstu merkingu lífs- nauðsynlegt, að allt sé gert sem unnt er til þess að svo hörmulegur atburð- ur endurtaki sig,“ sagði Matthías. Spurður um fjölda dauðsfalla hjá sjúklingum sem hefðu fengið röng lyf, sagði Matthías tölur ekki liggja fyrir um það nákvæmlega. Hann sagðist þó muna eftir hliðstæðum til- vikum á síðari árum, en það væru fá tilvik, sem betur fer. „Nútíma sjúkrahúsaþjónusta er orðin flókin og margir aðilar sem koma að meðferð hvers sjúklings. Sjúkrahúsin verða stöðugt að fara yfir og endurmeta starfshætti sína og samvinnu milli starfsfólks. Nú orðið eru margar þeirra kvartana sem berast landlækni þess eðlis að það er eitthvað í skipulagi, samvinnu eða uppplýsingaflæði sem bregst á sjúkrastofnunum. Það er ekki eins og á árum áður að kvartað var helst yfir einstökum læknum sem hugsan- lega skorti nægilega kunnáttu, færni eða aðstöðu. Nú er það algengara að eitthvað í skipulagningu, samvinnu og tækni sem veldur því að hlutirnir fara úrskeiðis," sagði Matthías. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, sagði við Morgun- blaðið að stjórnendur spítalans litu málið gi-afalvarlegum augum. „Við höfum fjallað um þetta í stjórnarnefnd og framkvæmda- stjórn spítalans. Við erum að móta okkur skoðun á því hvernig spítalinn bregðist við atvikum sem þessum í framtíðinni. Við viljum gera það þannig að það verði gert með önigg- um hætti og eins skjótt og vel og mögulegt er,“ sagði Magnús. Umhverfis- og heil- brigðisnefnd Reykja- víkurborgar Lagst gegn heræfingum í Bláfjöllum UMHVERFIS- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur tekið til meðferð- ar ósk utanríkisráðuneytisins um að hluti heræfinga á vegum NATO, „Norður-Víkingur árið 2001“, fari fram á Bláfjallasvæðinu og segir Hrannar B. Amarsson formaður nefndarinnar að samþykkt hafi verið einróma að leggjast gegn því að leyf- ið yrði veitt. Hrannar segir að umhverfis- og heilbrigðisnefndin hafi tekið undir umsögn framkvæmdanefndar Vatnsendasvæðisins um að lagst yrði gegn heræfingum á Bláfjallasvæð- inu. --------------- Fundur í kennaradeil- unni í dag FUNDUR verður í kjaradeilu fram- haldsskólakennara og ríkisins í dag. Enginn fundur verður hins vegar á morgun. Elna Katrín Jónsdóttir, for- maður Félags framhaldsskólakenn- ara, sagði að mjög lítið væri að ger- ast í viðræðunum. Ekkert nýtt hefði verið lagt fram í viðræðunum á síð- ustu dögum og staðan væri því óbreytt. Hún sagði að í dag væri ætl- unin að ræða nokkur afmörkuð atriði í sambandi við nýtt launakerfi. Hún reiknaði ekki með löngum fundi. ---------------- Með 90 gr af hassi RANNSÓKNADEILD lögreglunn- ar á Akureyri handtók í fyrrinótt þrjá unga menn skammt norðan Ak- ureyrar, en þeir höfðu í fórum sínum um 90 grömm af hassi. Við yfirheyrslur játuðu þeir að eiga efnið og telst málið upplýst. Það verður sent sýslumanni til afgreiðslu eftir helgi. ------tft------- Fjallað um rafrænar undirskriftir FORSÆTISRÁÐHERRA lagði fram, fyrir hönd utanríkisráðherra, drög að þingsályktunartillögu á rík- isstjórnarfundi í gær er varðar raf- rænai’ undirskriftir. í sameiginlegi-i EES-nefnd eru í hverjum mánuði teknai- ákvarðanir um að taka yfir gerðir, þ.e. tilskipan- ir og reglugerðir, í EES-samning- inn. Gerðirnar fjalla um ólíka þætti Evrópusamstarfsins. Þær sem kalla á lagabreytingar hér á landi þarf að leggja fyrir Alþingi sem þingsálykt- unartillögu. Tilskipunin sem hér um ræðir fjallar um öryggi og ábyrgð vegna rafrænna undirskrifta og ti-yggja að þær njóti viðurkenningar að lögum í löndum evrópska efna- hagssvæðisins. Tilskipunin gerir ráð fyi-ir að ákvörðun hennar verði hrint í framkvæmd af aðildarlöndunum fyrir 19. júlí 2001. ---------------- Ráði$t á mann á Isafírði KARLMAÐUR leitaði aðstoðar lög- reglunnar á Isafirði í fyrrinótt en hann hafði orðið fyrir líkamsárás. Lögi’eglan flutti manninn á sjúkra- húsið á Isafirði þar sem gert var að sárum mannsins. Sauma þurfti nokkur spor í andlit mannsins, ofan við kinnbein. Ríkisstjórnin ræðir um alþjóðlegan samning um losun á þrávirkum lífrænum efnum Stutt við þátttöku þróun- arríkjanna í viðræðunum RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu Sivj- ar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra um að ís- land leggi eina milljón króna í sjóð sem hefur það hlutverk að styi’kja þátttöku þróunarríkjanna í viðræðum um gerð alþjóðlegs samnings sem miðar að því að draga úr losun þrávirkra líf- rænna efna. Siv sagði í samtali við Morgunblaðið að ísland væri eitt þeirra ríkja sem hefðu haft forgöngu um að gerður yrði samningur um notkun þrá- virkra lífrænna efna. Málið hefði verið rætt á Ríó-ráðstefnunni 1992 að fi-umkvæðj Islands. Al- þjóðleg ráðstefna hefði verið haldin um þetta mál hér á landi árið 1995. í kjölfar ráðstefnunnar hefðu hafist viðræður um gerð alþjóðlegs samn- ings um þessi mál. Gerð hans væri nú á lokastigi, en áformað væri að síðasti samningafundurinn yrði í Jóhannesarborg í S-Afríku 3.-9. desember. Stefnt væri að að fullbúinn samningur yrði und- irritaður í Stokkhólmi í maí á næsta ári. Mikið hagsmunamál Islands að mati um- hverfisráðherra „Þessi samningur snertir aðallega 12 þrávirk lífræn efni sem eru mjög mikið notuð í þróunar- löndunum í þeim tilgangi að fá meiri uppskeru. Efnin fara upp í lofthjúpinn og rignir síðan niður norðar og norðar og enda hér á norðurslóðum. Þarna er því á ferðinni mengun sem berst úr suðri hingað á kaldari svæði. Þessi efni safnast fyrir í vefjum dýra og nú er svo komið að dæmi eru um að ísbirnir á Svalbarða séu tvíkynja vegna þessarar mengunar. Við erum sem betur fer með mjög lág gildi í ís- lenskum fiski og reyndar höfum við upp á síð- kastið séð lækkandi gildi í mælingum á sumum þrávirkum lífrænum efnum hjá okkur, sem er mjög ánægjulegt. Það er hins vegar ljóst að það er í umhverfinu á suðlægum slóðum mikið af þessum efnum sem munu skila sér hingað á end- anum. Þetta er því mjög mikið hagsmunamál ís- lendinga að það takist að ná um það alþjóðlegu samkomulagi að dregið verði úr notkun þessara efna og þá er þátttaka þróunarlandanna algjört lykilatriði," sagði Siv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.