Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 63 UMRÆÐAN Forysta - framkvæmdir ÉG BEINI sjónum mínum nú að hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi og byggingu þess á sínum tíma. Þar var Soffía Eygló Jóns- dóttir meðal foringja og oft réttnefndur gullmoli samtak- anna. Hún spurði sig þess sem við getum öll spurt: „Viljum við vera einmana og hjálparvana þegar við erum orðin öldruð og sjúk, og eygja ekki betra líf fyrir kveðjustundina?" Nei. Þetta viljum við ekki. Soffía Eygló svaraði spurn- ingunni á einstakan hátt. Hún bauð fram krafta sína án launa til þess að heimsækja alla aldraða í Kópavogi, kanna með eigin augum og skynja líf þessa aldr- aða fólks. Það var umfangsmikið að fara um allan Kópavog, og spurði ég hana eitt sinn hvort hún hefði ekki bíl, hún svaraði með sínu létta gamni: - Nei, nei; ekki einn sinni jeppa. Eg fór stundum með hana í bíl þeg- ar vegalengdirnar voru að mínu mati ófærar gangandi fólki. Hún di-ap á dyr - og oft var opnað með hikandi hendi. Hún kynnti sig og sagði að hana langaði til þess að spjalla við fólkið. Þegar hún hafði rétt fram hönd sína og fallega brosið hennar var meðtekið opnaðist hurðin léttilega og gjarnan sagt - komdu inn góða mín, hér koma nú ekki margir. Auðvitað var aðkoman misjöfn, en víða var neyðin nöpur og sár, og ein- manaleikinn var orðinn að andlegu sári. Hún hafði þann gullna eiginleika að geta á sama tíma komið að alvöi-u málsins en um leið verið hlý og gleðj- andi. Hún var gjarnan kvödd af þessu aldraða fólki með þessum orð- um: Þakka þér fyrir, góða mín - Guð veri með þér. Hún setti sig í spor þessara ein- staklinga eða hjóna sem hafa skerta möguleika til sjálfsbjargar vegna aldurs og sjúkleika og eygja ekki neina úrlausn. Henni fannst sárt að vita fólk við þessar kringumstæður bíða í hundraðatali á höfuðborgar- svæðinu eftir að komast á hjúkrunar- heimili. Mörg voru sporin hennar Soffíu Eyglóar í þessum könnunarferðum, farsæl og merk fyrirmynd. Hún skilaði gi-einargerð um þessar heimsóknir sínar. Þetta frumkvæði hennar sannaði þörfina og hafði án efa mikil áhrif því nokkru síðar mynduðu félög í Kópavogi samtök um byggingu hjúkrunarheimilis sem Soffía Eygló Jónsdóttir Steinunn Finnbogadóttir Sunnuhlíð Stækkun hjúkrunar- heimilis í Kópavogi mun bæta úr brýnni þörf aldraðra. Steinunn Finnbogadóttir minnist eins af frumkvöðlum Sunnuhlíðar. reis og fékk nafnið Sunnuhlíð. Þess hafa margir notið. Forsvarsmönnum Sunnuhlíðar- samtakanna tókst það sem var svo mikilvægt, að hrífa fólkið með sér þannig að Kópavogsbúum fannst þeir persónulega hafa byggt hjúkr- unarheimilið sitt. Þessi framkvæmd var bæði sérstök og lærdómsrík. Samstaðan var slík að segja má að hjörtun hafi slegið í takt. Allir lögðu málinu lið hver á sinn hátt. AUar gjaf- ir voru stórar. Þær mældust í gleði gefandans. Börn og fullorðnir söfnuðu saman í bauka, og börnin komu oft með bauk- ana á skrifstofuna og sögðu svo fal- lega: „Þetta er frá okkur heima.“ Þessi framlög urðu því meira en framlag til þess að byggja hjúkrun- arheimiii aldraðra, þau sáðu án efa fræjum í ungar sálir til góðra verka. Þarna var Soffía Eygló í eldlínunni. Hjúkrunai-heimilið hefur leyst margra vanda. Forlögin höguðu því svo að Soffía Eygló, sem var að vinna fyrir aðra, naut þess sín síðustu ár að dvelja á Sunnuhlíð umvafin virðingu oghlýju. Það var stór áfangi og sigur fyrir 20 árum að byggja þetta góða heimili. En lögmálið er - nýir tímar - ný kynslóð - ný verkefni. Enn hafa myndast biðlistar aldr- aðra og sjúkra, eftir öryggi og umönnun, en þeir eru sannar- lega þyrnum stráðir. Það kallar á virðingu og þökk að nú hefur fulltrúaráð Sunnuhlíðarsamtakanna stigið fram og ákveðið að stækka hjúkrunarheimilið og stefna að því að útrýma biðlistum. Forsvarsmenn Sunnuhlíðar- samtakanna hafa verið stór- huga og farsælir í störfum. Og nú þegar hafa bæði opinberir aðilar og fjöldi félagasamtaka heitið þeim að vera sterk stoð á bak við stækkun heimilisins. Að ógleymdum Kópavogsbúum sem þekkja þörfina og meta framkvæmd- ina. Soffía Eygló var greind kona, mannvinur, vel til forystu fallin og studdi hvert það mál sem til heilla horfði. Síst má gleyma því hve mikill gleðigjafi hún var. Um langan tíma kom hún reglulega á Sunnuhlíð og stóð fyrir samverustundum um miðj- an daginn. Það var eðlilega fólk úr ýmsum starfsgreinum, hæfileikaríkt fólk sem bjó yfir miklum fróðleik og lagði sitt af mörkum í samverunni enda mikilvægt að aldrað fólk geti notið sín með reisn. Hún sá til þess að hljóðfæri væru fyrir hendi á heimilinu. Á þessum stundum ríkti söngur og gleði. Vinátta og samfylgd með svo góðu fólki sem Soffía Eygló var verður ekki aðeins minning heldur eign sem styður mann alla ævi. Ég átti vináttu hennar frá fyrstu kynnum, samvinna okkai’ í félags- málum var mikil, vönduð og heil, og ég vildi geta þakkað fyrir mig með því að leggja góðum málum lið í hennar anda. Hún hafði verið formaður kvenfé- lags Kópavogs um langan tima, for- maðui- orlofsnefndai' húsmæðra, gegnt nefndarstörfum fyrir bæjarfé- lagið o.fl. o.fl. Hún var sjúkravinur og fyrir henn- ar tilstilli myndaðist sjúkravinahóp- ur sem starfar enn. Soffía Eygló naut mikillar virðing- ar meðal samferðafólksins og var sýndur margvíslegur sómi. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu. Heill fylgi framkvæmdum þessum og starfsemi Sunnuhlíðar- samtakanna. Höfundur er fv. Ijósmóðir. Þróun - þekk- ing - þóknun ÁRIÐ 1904 markar túnamót í íslandssög- unni fyrir margra hluta sakir. I Öldinni okkar má lesa að hinn 1. janúar gekk ný stjórnskipan í gildi, landshöfðingja- embættið hvarf úr sög- unni og Hannes Haf- stein tók við ráð- herraembætti. Fyrsta bifreiðin var keypt til landsins. Samningar komust á um lagningu ritsíma til landsins og íslands- banki tók til starfa. í Öldinni okkar er þess aftur á móti ekki getið að það ár var tekin í notkun fyrsta vatnsaflsvirkjun á íslandi er Jóhannes Reykdal virkjaði Hamra- Kennsla Það er kannske stefnan á nýrri öld, segir Ás- grímur Jónasson, að flytja inn kennara frá erlendum láglauna- svæðum. kotslæk í Hafnarfirði. Þess er heldur ekki getið að það ár var Iðnskólinn í Reykjavík stofnsettur. En að ofantöldu má vera ljóst að árið 1904 hefur verið tímamótaái' í ís- lenskri sögu. íslenskt stjórnarráð er skipað, stjórn peningamála færist heim, grunnur er lagður að íslenskri tækni- væðingu og íslensk verkmenntun, sem að stórum hluta er undirstaða tækniþróunar á öldinni, færist á skipulega og markvissa braut. Síðan er liðin ein öld. Tækniþróun þeirri sem við búum nú við og byggir á virkjun vatnsafls og jarðhita, á notkun fjarsMptasam- bands og á bættum samgöngum eig- um við fyrst og fremst að þakka alda- mótakynslóðinni sem með framsýni og dugnaði lagði gi-unninn að þessari þróun. Líklegt er að hún hafi metið fræðslu á annan hátt en núverandi aldamótakynslóð. Tækniþróun verður ekM til af engu og ef til vill er það engin tilviljun að reykvískir iðnaðarmenn stofnuðu Iðnskólann í Reykjavík einmitt þetta ár, 1904. Frumkvöðlar þeirrar þróunar sem átti sér stað á liðinni öld skildu það að í skólastarfi eru það kennarar sem miðla þekkingu og stýra námi. Þeir eru því lyk- illinn að viðhaldi fram- fara og þróunar. r Og hvemig skyldi nú- tíminn, eftir aldar þró- un sem allir geta virt fyrir sér, hvar sem er, meta þennan lykil? Kennari við Iðnskól- ann í Reykjavík, með skólamenntun sem rafmagns- iðnfræðingur, kennsluréttindi sem framhaldskólakennari, 25 ára reynslu við kennslu og endur- menntun, er metinn á kr. 131.473,00 fyrir fullt starf. Þetta er ekM hátt mat. Raunar ótrúlegt vanmat. Mat sem hefur leitt það af sér að endurnýjun á sér ekki lengur stað í stétt framhaldsskóla- kennara. Hjúkrunarfræðingur með Ijósmóð- urmenntun og 10 ára starfsreynslu er metinn á u.þ.b kr. 180.000.00 fyrir sama vinnuframlag. Meðalaldur kennara í framhalds- deild rafvirkja við Iðnskólann í Reykjavík er 53 ár og í öllum raf- magnsdeildunum 50 ár. Það er viðurkennd staðreynd að vinnuvikan er 40 stundir. Það kallast dagvinna og er vinnuframlag sem telst fullt starf. Um það snúast samn- ingar um kaup og kjör og ekkert ann- að. Kennari í tæknigreinum þarf að leggja á sig töluvert meiri vinnu held- ur en flestir gera sér í hugarlund. Þróunin er ör og mörg fög eru þess eðlis að ekki er hægt um vik að afla endurmenntunar í þeim þrátt fyrir auMð framboð. Kennarar í tækni- greinum þurfa því oft að stunda miMð sjálfsnám sem er tímafrek vinna, heima með handbækur og kennslu- bækur á ýmsum tungumálum. Nú er dagskipanin - innflutningur á erlendu vinnuafli. Það er kannske stefnan á nýrri öld að slá tvær flugur í einu höggi, flytja inn kennara frá erlendum láglauna- svæðum og efla í leiðinni markað fyr- ir orðabækur? Höfundur er kennari við Iðnskólnnn í Reykjavík. Ásgrímur Jónasson NVITÚNLISTAR OG MYNDBANDAMARKAOURINN Cesaria Evora Best of Okkarverð 1799 Bjðrk Oancer in the dark Almenntverð 2199 Okkar verð 1699 Ýmsir drinking songs Okkar verð 499 Delta Rhythm Boys U2 L_______, All you can 't leave behind Ory bones Okkar verð 1999 Okkar verð 699 Eric Clapton & B.B. King Ríding with the klng Okkar verð 1699 Golden Gate Quartet Frank Sinatra Chante Noei New York. New york Okkar verð 999 Okkar verð 1499 Barry White Let the muslc play Okkar verð 1499 Led Zeppelin Remasters 2 CD verð 2299 James Brown Se* Machlne Okkarverði499 Cat Stevens Morning has broken Okkar verð 1499 markaðstorgið 0PID flLLfl DflGfl UIKDNNAR FRfl 12 18.30 I HDSI FALKANS SDÐDRLANDSBRADT 8 SÍMI: 533 5090 i 7S SL'* s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.