Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 11. NÓYEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Mjólkin blandar sér í málið Mjólkursamsalan hefur frá árinu 1994 stað- --------------------------------------7-- ið fyrir málfarsátaki undir kjörorðinu Is- lenska er okkar mál. Hefur átakið tekið á sig ýmsar myndir. Orri Páli Ormarsson ræddi við Guðlaug Björgvinsson, forstjóra fyrirtækisins, um tildrög, framkvæmd og markmið átaksins en í dag er efnt til mál- ----------------------------7------------ ræktarþings í Háskóla Islands. SAGT er að börn drekki í sig málið með móðurmjólkinni. Það er vísast rétt þó flest séum við komin af spena þegar við förum að mæla af einhverju viti. En það er ekki nóg að læra málið. Það þarf að halda því við, þroska og efla. Þar gegna fjöl- skyldan og vitaskuld skólarnir lyk- ilhlutverki. En það eru fleiri aðilar sem láta sig málið varða. Einn þeirra er Mjólkursamsalan sem á undanförnum sex árum hefur geng- ist fyrir málfarsátakinu íslenska er okkar mál. Angi af þessu átaki eru málfarsábendingar á mjólkurum- búðum, sem flestir ættu að vera farnir að kannast við. Þannig drekka börn - og fullorðnir - í sig betri málvitund með kúamjólkinni - í bókstaflegri merkingu. „Þegar við ákváðum að fara út í þetta átak, 1994, höfðu mörg stór fyrirtæki rutt brautina með stuðn- ingi við ýmis málefni, eins og ung- menna- og íþróttastarf, náttúru- vernd, skógrækt og margt fleira. Ekkert þeirra hafði þó valið sér jafnalmennt málefni og okkur datt í hug - að styðja íslenska tungu. En það er auðvitað málefni sem snertir alla landsmenn," segir Guðlaugur Björgvinsson forstjóri Mjólkur- samsölunnar um tildrög átaksins. Segir hann átakið hafa komið á hárréttum tíma. „Það hefur aldrei verið brýnna að grípa til aðgerða, Með aukinni alþjóðavæðingu steðjar að tungunni ákveðin ógn og við finnum að fólk vill vernda hana. Þetta er okkar framlag.“ Segir Guðlaugur tilganginn að öðru leyti tvíþættan. Annars vegar vilji Mjólkursamsalan, eins og önn- ur fyrirtæki, eiga góð samskipti við landsmenn og hins vegar hafi þarna gefist tækifæri til að undirstrika sérstöðu Mjólkursamsölunnar sem íslensks framleiðslufyrirtækis sem vinnur úr íslensku hráefni sem verður til í umhverfi þar sem tung- an hefur þróast gegnum tíðina. Samstarf við íslenska málstöð Þetta varð til þess að Mjólkur- samsalan tók upp samstarf við Is- lenska málstöð. Gerður var sam- starfssamningur til fimm ára sem síðan hefur verið endurnýjaður. Er þar kveðið á um ýmis atriði sem Mjólkursamsalan heitir að hrinda í framkvæmd. „Fyrirferðarmesti þáttur þessa samnings og sá sem almenningur hefur orðið mest var við eru málfarsábendingar á mjólkurum- búðum. Það er mjög viðamikið verkefni. Við höfum líka ráðist í mörg smærri verkefni, eins og stuðning við Málstöðina. Við keypt- um tölvubúnað fyrir hana og höfum kostað fundi, ráðstefnur og fleira sem ekki hefur farið eins hátt. Þá létum við gera sjónvarpsauglýs- ingu þar sem íslenskan er lofsung- in. Hún hefur aðallega verið sýnd á tyllidögum, um jól, á páskum og Degi íslenskrar tungu. í þessari mynd syngur ung söngkona, Alex- andra Guðjónsdóttir, ljóð Þórarins Eldjárn „A íslensku má alltaf finna svar“ við lag Atla Heimis Sveins- sonar. Ljóðið var einmitt samið af þessu tilefni og við vitum til þess að það hefur heilmikið verið notað í Morgunblaðið/Golli Guðlaugur Björgvinsson forstjóri Mjólkursamsölunnar. skólum landsins. Loks má geta þess að við létum gera mjög skemmtilegt veggspjald þar sem myndir af 625 Islendingum, ungum og gömlum, frægum og ófrægum, lifandi og liðnum, mynda andlit Jóns Sigurðssonar forseta. Þetta veggspjald var sent í alla skóla landsins með aðstoð Námsgagna- stofnunar,“ segir Guðlaugur. Mjólkursamsalan var á þessum tíma komin í samstarf við GSP al- mannatengsl, nú Mekkano, og Guð- laugur segir á engan hallað þótt fullyrt sé að Gunnar Steinn Pálsson og hans fólk hjá GSP hafi komið fram með fjölmargar hugmyndir sem tengjast átakinu, þar á meðal málfarsábendingarnar. „Þessar ábendingar hafa vakið mikla athygli. Fyrfi- það erum við þakklátir. Mjólkursamsalan hefur meðal annars hlotið viður- kenningu Lýð- veldissjóðs en það er í fyrsta sinn sem sjóð- urinn veitir við- urkenningu af þeim toga. Þetta hefur hvatt okkur til dáða.“ Ábending- arnar hafa tek- ið breytingum annað veifið enda segir Guð- laugur brýnt að brydda upp á nýjungum viðhalda fersk- leika átaksins. Fyrst voru ábendingar um málfar, síðan komu glefsur úr íslenskum bókmenntum og nú nýlega leit nýjasta efn- ið dagsins ljós, þrír textaflokk- ar sem nánar er fjallað um ann- arsstaðar á síð- unni. Þegar er búið að birta um helming þess efnis. Hinn helm- ingurinn kemur fyrir augu mjólk- urneytenda eftir áramót. Áfram á sömu braut Á þessu má sjá að Mjólkursam- salan er síður en svo að rifa seglin, þvert á móti að herða róðurinn. „Meðan almenningur tekur þessum ábendingum eins vel og raun ber vitni viljum við að sjálfsögðu halda áfram á sömu braut. Öllum má vera ljóst að við erum alls ekki að kenna Islendingum að tala íslensku. Það er og verður verkefni kennslustofn- ana og heimila. Við erum fyrst og fremst að vekja landsmenn til um- hugsunar um þýðingu tungunnur og benda á hversu stór hluti hún er af okkar sögu og menningu.11 Guðlaugur segir viðbrögðin ekki hafa látið á sér standa. „Við höfum afskaplega oft fengið þakkir fyrir framtakið, ekki síst frá þeim sem eru að kenna íslensku í skólum. Allt efni sem unnið hefur verið í átakinu hefur nefnilega staðið skólunum til boða og við vitum til þess að kenn- arar hafa notað þetta heilmikið. Það er mjög ánægjulegt. Hinn almenni neytandi hefur líka margoft látið í sér heyra, þakkað framtakið og í sumum tilvikum komið með tillögur að efni og bent á það sem betur má fara. Það er nefnilega með þetta eins og annað, sitt sýnist hverjum.“ Guðlaugur segir starfsmenn Mjólkursamsölunnar jafnframt hafa sýnt málfarsátakinu mikinn áhuga. „Við finnum að starfsfólkið er meðvitað um átakið og vandar sig sem best það getur við allt það efni sem við sendum frá okkur, svo sem bréf og vörulýsingar. Þá velj- um við jafnan rammíslensk heiti á vörunýjungar, svo sem Smámál og Engjaþykkni. Það er auðvitað mik- ilvægt að við sýnum sjálf gott for- dæmi.“ Það er, að sögn Guðlaugs, orðinn fastur liður að Mjólkursamsalan styðji við málræktarþing sem Is- lensk málnefnd gengst fyrir í tengslum við Dag íslenskrar tungu. Á þessu ári kostar fyrirtækið líka að hluta málstefnu um stöðu ís- lenskrar tungu sem haldin verður á Akureyri um næstu helgi. Styrkur til háskólanema Á málræktarþinginu sem haldið er í Hátíðarsal Háskóla íslands í dag, mun Mjólkursamsalan í fyrsta sinn veita styrk til háskólanema í íslensku til að sinna rannsóknar- verkefni á sviði tungunnar. Styrk- urinn var auglýstur í vor og hafa fjölmargar umsóknir borist. Björn Bjarnason menntamálaráðheiTa mun afhenda styrkinn á þinginu. „Þetta er liður í útvíkkun verk- j efnisins. Við erum sífellt að leita ! leiða til að endurnýja það að ein- hverju leyti. Geri maður það ekki er hætt við að verkefni af þessu tagi fari að virka öfugt - fólk fái leið á þeim,“ segir Guðlaugur. En hvaða þýðingu hefur mál- ræktarátakið haft fyrir Mjólkusam- söluna? „Við látum reglulega gera fyrir okkur ímyndarmælingu og merkj- ! um þar að fólk kann að meta margt j af því sem við erum að gera á þessu I sviði. Það er ekkert launungarmál Morgunbiaðið/Kristinn Maður og asni. Ein af myndum Aðalbjargar Aðalbjörg Þórðardóttir grafískur hönnuður er höfundur teikninga á mjólkurumbúðum. Þórðardóttur. Otæm- andi brunnur SKIPTA má nýjustu textunum sem prýtt hafa mjólkurumbúðir frá 1. september síðastliðnum í þrjá flokka: 1. flokkur - Bamabækur. Valdir textar úr bamabókum, íslenskum og þýddum. Markmiðið er að glæða áhuga bama á lestri með því að sýna lifandi og skemmtilega texta með myndum, gjarnan með persónum sem hafa unnið hug og hjarta eldri kynslóða. Jón Karl Helgason bók- menntafræðingur valdi textana. 2. flokkur - Sagan á bak við orðið Dregin era fram orð og orðtök í ís- lensku sem eru eftirtektarverð vegna þess að orðin sjálf eru skrýtin eða að baki þeim liggur skemmtileg saga. Þá skiptir miklu að þau bjóði upp á myndskreytingu. Forðast er að leggja áherslu á rétta eða ranga notkun heldur einkanlega vakin at- hygli á skemmtilegheitum í tungu- málinu. Guðmundur Erlingsson ís- lenskufræðingur skrifaði textana. 3. flokkur - Skrýtið og skemmti- legt á íslensku. Þessi flokkur rúmar töluverða fjölbreytni. Hér verða dregnir fram og myndskreyttir text- ar eða textabrot sem era sniðug iyrir ýmissa hluta sakii'. Sem dæmi má nefna fyndnar fyrirsagnir, undarleg- ar íréttir úr dagblöðum, galdra, hjá- trú, gamlai' auglýsingar o.s.frv. Jón Hallur Stefánsson og Ragnheiður Gyða Jónsdóttir dagskrárgerðar- menn völdu textana. Alls era textamir 64 talsins. Þar af hefur helmingur birst mjólkumeyt- endum en hinn helmingunnn nær augum þeirra eftir ái'amót. Áætlað er að birta efnið í eitt ár. Langt ferli Myndir leika stórt hlutverk á um- búðunum en höfundur þeirra er Að- albjörg Þórðardóttir, grafiskui' hönnuður hjá Mekkano. Segir hún verkefnið mikið vöxtum og að langt ferli búi að baki hverri myndskreyt- ingu. „Það er mun meiri vinna á bak við hverja fernu en fólk gerir sér grein fyrir. Við vorum upp undir ár að vinna að þessari útgáfu og ótrúlega mai'gii' komu að málinu,“ segir Aðal- björg. Hún segir verkefnið ákaflega fjöl- breytt og skemmtilegt og dregur ekki dul á að hún hafi mest yndi af því að teikna myndir við textana úr bamabókunum. En hvernig gengur svona ferli fyr- ir sig? „Ferlið hefst á því að fulltrúar Mekkano og Mjólkursamsölunnar hittast á fundi og reifa sínar hug- myndir. Því næst er leitað til ís- lensku- og bókmenntafræðinga og fundnir textar. Þá fyrst get ég sest niður og byrjað að myndgera text- ana. íslensk málstöð gegnir svo lykil- hlutverki í lokin, gerir athugasemdir og breytingar við textana og les próf- arkir. Loks er efnið sent til Svíþjóð- ar, þar sem það er prentað." Áðalbjörg segir markmiðið að þessu sinni hafa verið að Iaða fram skemmtilegt og skondið efni, fram- hefja húmorinn. Á það ekki síst við um teikningamar. Sérstaka athygli blaðamanns vek- ur þriðji flokkurinn, Skrýtið og skemmtilegt á íslensku, en þar era meðal annars til umfjöllunar fýndnar fyrirsagnir og undarlegar fréttir úr dagblöðum. Getur maður átt von á því að verða afhjúpaður á mjólkur- fernum á næstu misseram? „Já, passið ykkur bara,“ segir Að- albjörg og skellir upp úr. „Nei, nei, flestir þessh' textar eru úr blöðum frá því á fyrii hluta aldarinnar. Eg held að yngsti textinn sé frá 1962. Það hefur verið mjög skemmtilegt að hverfa aftur í tímann og reyna að endurspegla þær breytingar sem orðið hafa í þjóðfélaginu. Hugsunin í málinu hefur breyst. Það sem fólki er tamt í dag var það alls ekki fyrir fimmtíu áram.“ Handskrifuð fréttablöð Meðal þess sem starfsmenn Mekk- ano hafa leitað uppi era gömul hand- skrifuð fréttablöð, sem á áram áður gengu á milli bæja. „Þetta er fjár- ’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.