Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ T LANDIÐ Morgunblaðið/Onundur Bjömsson Kirkjugestir þökkuðu presti fyrir eftir hátiðarmessu í Krosskirkju. Að messu lokinni var boðið til hátiðardagskrár í fálagsheimilið. í forgrunni er prófastur Rangæinga, Halldóra J. Þorvarðardóttir, sr. Sváfnir Sveinbjamarson, fyrrverandi prófastur, og kona hans, Ingibjörg Halldórsdóttir. 150 ára afmælis kirkjunnar að Krossi hátíðlega minnst Breiðabólstað í Fljótshlíð - Haldið var upp á 150 ára afmæli Kross- kirkju í Austur-Landeyjum með messu og veglegum veitingum síð- astliðinn sunnudag. Vitað er um kirkju þar frá því um 1100 og var hún helguð Guði, Maríu drottn- ingu, Jóni postula og Ólafi kon- ungi. Prestssetur hefur aldrei ver- ið á Krossi því jörðin hefur alla tíð verið í meirihlutaeigu kirkju- bænda, samkvæmt upplýsingum sr. Halldórs Gunnarssonar, sókn- arprests í Holtsprestakalli í Rang- árvallaprófastsdæmi. Við messuna þjónaði fyrir altari sóknarpresturinn, sr. Halldór Gunnarsson. Sóknarnefndarfólkið Guðrún Aradóttir á Skíðbakka og Þráinn Þorvaldsson í Oddakoti lásu ritningarlestra og sr. Hall- dóra J. Þorvarðardóttir las guð- spjall. Vígslubiskup Skálholtsstift- is, hr. Sigurður Sigurðarson predikaði. Kirkjukór Landeyja söng undir stjórn Haraldar Júl- íussonar organista, bónda í Akur- ey. Meðal annarra sálma frum- flutti kórinn sálminn „1000 ára þjóðarkirkja" við lag eftir sr. Gunnar Björnsson á Berþórshvoli og texta eftir sr. Halldór Gunnars- son. Meðhjálpari við athöfnina var Sigurður Óli Sveinbjörnsson, bóndi á Krossi. Vígslubiskup lagði út af texta dagsins sem voru „sæluboðin", en þau liggja gjarnan til grundvallar á þessum sunnudegi kirkjunnar, sem var Allra heilagra messa, en þá er minnst látinna. Vígslubiskup tengdi á afar táknrænan hátt þús- und ára sögu, svið og sæluboðun kirkjunnar þeim atburði sem verið var að minnast. I predikun sinni fór hann orðum um hlutverk kirkjunnar fyrr og síðar, menning- argildi hennar í fortíð og samtíð og fór sterkum orðum um þá þjón- ustu sem kirkjan hefur staðið fyrir og gerir enn. Systkinahús fyrir safnaðarheimili Fyrr á þessu áru eða annan í páskum var vígt safnaðarheimili við kirkjuna á Krossi sem nefnt er Systkinahús. Það var síðasta eftirlifandi systkinið af fjórum frá Gulási í A- Landeyjum sem vildi minnast sóknarkirkju sinnar með því að arfleiða hana öllum veraldlegum eigum systkinanna, en þau voru öll einhleyp. Húsið, sem er hið glæsilegasta að allri gerð, var reist fyrir arfínn sem nam 7 milljónum króna. Þar sem margir utanhéraðsmenn voru á ferð var sérstaklega boðið upp á skoðun þess. Að messu lokinni var boðið til hátíðardagskrár í félagsheimilið Gunnarshólma þar sem borið var fram kaffi og meðlæti. Dagskráin hófst með því að Þorsteinn Þórð- arson, formaður sóknarnefndar, bóndi á Sléttubóli, ávarpaði hátíð- argesti og fól sr. Halldóri Gunn- arssyni veislustjórn. Að því loknu kynnti veislustjóri Guðrúnu Maríu Guðmundsdóttur 11 ára frá Búlandi sem síðan lék eitt lag á fiðlu. Þórður Tómasson á Skógum hélt lærða tölu um Krosskirkju og reytur hennar við vísitasíur biskupa. Margt fróðlegt kom fram í máli Þórðar sem m.a. gat þess að núverandi kirkja hefði verið byggð árið 1850 en yfir- smiður var Halldór Guðmundsson í Strandarhjáleigu. Altaristaflan er ein hin elsta hérlendis eða frá árinu 1650. Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir, prófastur Rangæinga, afhenti Krosssöfnuði 20 áritaðar sálma- bækur að gjöf frá prófastsdæminu. Magnús Finnbogason, bóndi og fræðimaður á Lágafelli í A-Land- eyjum, ávarpaði gesti og minntist ára sinna sem ungs manns og þeirra unaðsstunda sem hann oft átti í Krosskirkju og kaffinu sem á eftir fylgdi. Dagskránni lauk með söng kirkjukórsins við stjórn og undirleik organista. Að sögn sr. Halldórs tókust há- tíðarhöldin vel og gerðu gestir góð- an róm að. Þess má til fróðleiks geta að um 1850 bjuggu 4.305 manns í Rangár- vallasýslu. Þá voru Krossþing (nú Krosssókn) fjölmennasta presta- kall Rangárvallaprófastsdæmis (um 600 manns) og 14 prestaköll í prófastsdæminu með jafnmörgum prestum. Nú búa í sýslunni tæp- lega 1.000 færri en fjórir sóknar- prestar að störfum. A Ármúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033 Opið hús Opið hús verður í dag, laugardag, hjá Einari og Ingu Ástúni 10, (íbúð 4-A), Kópavogi á milli kl. 14 og 17. íbúðin er mjög góð og vel staðsett 80 fm íbúð á 4. hæð með glæsilegu útsýni. Áhv. ca 4,2 millj. í lang- tímalánum. Ákveðin sala. Mögu- leiki á stuttum afhendingartíma (2- 3 vikur). FASTEIGNA ÞING KRINGLUNNI 4-12, s. 800 6000 ÁLFALAND - FOSSVOGUR Vorum að fá í sölu glæsilega 114fm íbúð í tvíbýli með innbyggðum 31 fm bíl- skúr. íbúðin er á 2.hæð en inngangur inn í hana er beint inn af götu - engir þröskuldar. Tvö svefnherb. og stór stofa.Stórar suðursvalir. Verð 16,9 millj. í SKIPTUM FYRIR GOTT EIN- BÝLIS / FtAÐHÚS í FOSSVOGII SMÁRARIMI - GRAFARVOGUR Sérhannað hús fyrir fatlaða! Engir þröskuldar! Til sölu fallegt einbýlish- ús sem er á EINNI HÆÐ með bílskúr í rólegu hverfi. Þrjú rúmgóö svefnherb., stórt baðherb. og rúm- góð stofa..Parket og flísar á gólfum. Húsið getur losnað fljótlega ! Verð 19.9 millj. Vesturberg Vorum að fá í einka- sölu fallegt 131fm parhús sem er á EINNI hæð, auk 27fm bílskúrs. Þrjú svefnherb, rúmgóð stofa og borðstofa.Parket og teppi á gólfum. Verð 16,8 millj. ÓSKALISTI STAÐGREIÐSLA í BOÐI !! Leitum að 20 íbúðum - 2ja, 3ja og 4ra herb. á höfuðborgarsvæðinu. Erna leitar að einbýlishúsi nálægt Kringlunni - verð allt að 30 millj. Birna leitar að rað-eða parhúsi eða sérhæð allt að 16.millj - er með íbúð í Foldahverfi. Elín er með 5.herb. íbúð í Árbænum og óskar eftir einbýli í Grafarvogi. Ágústa leitar að 2-3ja herb.íbúð ná- lægt Melaskóla allt að 10 milij. OPIÐ í DAG FRÁ KL. 12-14 Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson Yfir djúpinu Flatcyri - Flug til ísaQarðar hefur löngum haft orð á sér fyrir að vera með eindæmum erfítt fyrir flugmenn og óþægilegt fyrir farþega. Hins vegar hefur alltaf þótt enn erfiðara að koma þeirri tilfinningu í orð sem fylgir því að fljuga norður yfir Isafjarðardjúp á góðum degi og horfa út um gluggann yfír vogskornustu strandlengju Iandsins. Á flugi mcð Fokker 50 yfir ísaf jarðardjúpi. Skötufjörður teygist inn Iengst til vinstri. Fyrir iniðju er sólbaðaður Hestfjörður og lengst til hægri handan við fjallið Hest og nesið Folafót glittir í Seyðisfjörð. Fyrstu íbúar í Fosshverfið Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Orn og Sesselja bera eldhússtólana inn í hús sitt að Þóristúni 24. Selfossi - Fyrstu íbúarnir í nýjasta íbúðahverfinu á Selfossi, Foss-_ hverfi, eru fluttir inn. Hjónin Örn Grétarsson prentsmiðjustjóri og Sesselja Sigurðardóttir snyrti- fræðingur fluttu miðvikudaginn 8. nóvember inn í hús sitt í Þóristúni 24. Fyrsti áfangi hins nýja hverfis hefur byggst hratt upp, þar rís hvert húsið af öðru og vitað er að nokkrir til viðbótar munu flytja inn fyrir jól. I öðrum áfanga eru stórar fyrirtækjalóðir við Eyra- veg þar sem framkvæmdir eru hafnar og þriðji áfangi hverfisins er í undirbúningi en þiir er gert, ráð fyrir 116 íbúðum og er þegar búið að ráðstafa lóðum í þeim áfanga. Það er fyrirtækið Fossmenn ehf. sem stendur að frainkvæmd- um og sölu lóða í Fosshverfinu á Selfossi. D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.