Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 VIKU m Neyðargetnaðarvörn er ann- að en fóstureyðingarpilla Ótti heilbrigðisyfirvalda um að gott aðgengi að neyðargetnaðarvörn hvetji konur til kærulausrar kynhegðunar er ástæðulaus, segir Sóley S. Bender lektor í hjúkrunar- fræði. Hún segir einnig að afar brýnt sé að heilbrigðisstarfsfólk taki fordómalaust á móti stúlkum sem þurfa á neyðargetnaðar- vörn að halda. Presslink Ncyðai’getnaðarvörn er notuð til að koma í veg fyrir þungun. í RAUN hefur verið mögulegt að nota neyðargetnaðarvörn til að koma í veg fyrir óvelkomna þungun allar götur frá því að getnaðarvarn- arpillan kom fyrst á markað fyrir um 40 árum. Aukaverkanir af notkun hennar eru fáar og alla jafna skammvinnar. Öryggi hennar er aft- ur á móti mikið. Þrátt fyrir það hefur aðgengi að henni ekki verið sem skyldi og hefur hún jafnvel verið kölluð best geymda leyndarmál okk- ar tíma um getnaðarvarnir vegna þess hve lengi hún hefur verið þekkt en lítið notuð. „Þessi litla notkun stafar m.a. af þekkingarskorti, bæði heilbrigðis- starfsfólks og almennings," segh' Sóley S. Bender, lektor í hjúkrunar- fræði og ráðgjafi hjá Fræðslu- samtökum um kynlíf og barneignir. Hún segir það mjög brýnt að stúlkur og pör þekki þetta neyðarúrræði þannig að þau geti gert raunhæfar fjölskylduáætlanir. Strákar sýna mun meiri ábyrgð nú Neyðargetnaðarvörn er hormóna- meðferð sem kona á kost á til að koma í veg fyrir þungun ef hún hefur óvarðar samfarir. Hún tekur inn tvær hormónatöflur innan 72 stunda eftir að samfarimar áttu sér stað og aðrar tvær 12 stundum síðar. Því fyrr sem fyrri skammturinn er tek- inn, þeim mun betra. Hér á landi er sérpakkning lyfsins seld í apótekum undir nafninu Tetra- gynon. Það er lyfseðilsskylt og þarf kona því að leita til heimilislæknis eða kvensjúkdómalæknis til að fá lyfseðil. Hún getur einnig haft sam- band við læknavaktina eða vakt- lækni á kvennadeild Landspítalans. Þá hafa Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir veitt ráðgjöf á vegum Hins hússins í miðbæ Reykjavíkur um nokkurra ára skeið og þar geta stúlkur einnig fengið lyfíð án tafar. A síðasta ári fengu 76 stúlkur neyðar- getnaðarvörn á vegum fræðslusam- takanna, flestar á aldrinum 14-16 ára. „Stundum hringir kærasti stúlku og hefur áhyggjur af að hún gæti orðið ófrísk. Ef þau hafa verið saman í einhvern tíma hvetjum við hann til að koma með henni í ráðgjöf. Strák- ar eru farnir að sýna mun meiri ábyrgð en áður og við verðum að taka þá meira inn í þessa umræðu. Stundum kemur líka vinkona eða vinkonur með stúlkunni og það finnst okkur mjög gott. Þá nær fræðslan til fleira fólks. Við hvetjum einnig ungar stúlkur til að ræða um þetta við foreldra sína. Langflestir foreldrar vilja fá tækifæri til að styðja börnin sín í erfiðleikum þeirra." Auk þessa hafa lyfjafræðingar í apótekum heimild til að afgreiða lyf í neyðartilvikum. Stúlkur og konur sem ekki tekst að ná í lækni eða ráð- gjafa fræðslusamtakanna geta því farið í apótek og fengið aðstoð þar. Fordómalaus ráðgjöf Önnur ástæða þess að neyðar- getnaðarvörn hefur lítið sem ekkert verið kynnt hérlendis sem og víða erlendis, er að heilbrigðisyfirvöld hafa óttast að gott aðgengi að henni yrði til þess að konur yrðu kærulaus- ari og að þær myndu nota hana í stað annarra getnaðarvarna. Sóley segir að slíkur ótti eigi ekki við nein rök að styðjast og nefnir hún reynslu Hol- lendinga því til vitnis. „Hollendingar fóru að nota neyð- argetnaðarvörn i kringum 1964,“ segir Sóley. „Þar í landi er mjög lág tíðni fóstureyðinga meðal ungra stúlkna." í Hollandi er einnig mun sjald- gæfara en hér á landi að stúlkur inn- an við tvítugt eignist barn eða um 4 stúlkur af hveijum 1000 á móti 22 stúlkum hér. Jafnvægi hefur komist á notkun hennar og þykir hún síður en svo vera notuð í óhófi. Kynlíf er viðkvæmt umræðuefni og flestar konur skammast sín fyrir að hafa stundað óvarið kynlíf, að sögn Sóleyjar. Þeim þykir óþægilegt að ræða um það við ókunnuga að getnaðarvarnir hafi brugðist og þær fá sektarkennd. „Við verðum að muna að það er engri konu þægileg reynsla að þurfa að leita sér aðstoðar vegna ótta um ótímabæra þungun. Við verðum að taka fordómalaust á móti fólki með svona erfið erindi. Það er ekki okkar að setja okkur í hlutverk dómara enda væri það and- stætt hugmyndafræði ráðgjafar, sem gengur út á að veita upplýsing- ar fordómalaust og á hlutlægan hátt þ.annig að fólk geti sjálft tekið sjálf- stæða ákvörðun.“ Ekki það sama og fóstureyðingarpilla Sóley segir enn fremur að mikil- vægt sé að gerður sé skýr greinar- munur á svokallaðri fóstureyðingar- pillu og neyðai'getnaðarvörn sem notuð er innan þriggja sólarhringa. Fóstureyðingarpillan, eða RU 486 eins og hún er oft kölluð, framkallar lyfjafræðilega fóstureyðingu og kemur í stað aðgerðar á sjúkrahúsi. Henni er ætlað að binda enda á þungun snemma á meðgöngutíman- um. RU 486 hefur hlotið opinbera viðurkenningu í Frakklandi, þar sem hún var þróuð, Kína, Bretlandi og Svíþjóð en samkvæmt rannsóknum hafa konur í nálega 20 löndum víðs- vegar um heiminn notað lyfið. Þessi aðferð hefur valdið heitum pólitísk- um deilum víða um heim. Neyðar- getnaðarvörn á borð við Tetragynon er aftur á móti notuð til að koma í veg fyrir þungun, sem samkvæmt skilgreiningu hefst ekki fyrr en egg hefur tekið sér bólfestu í legveggn- um. Það gerist u.þ.b. 7 dögum eftir að samfarirnar áttu sér stað. Neyð- argetnaðarvöm virkar ekki eftir að eggið hefur náð bólfestu í leginu. Fóstureyðingar eru nú mun tíðari meðal ungra stúlkna hér á landi en í nági-annalöndum okkar. Tíðni þeirra meðal finnskra kvenna yngri en 20 ára var t.d. 10,2 á hverjar 1000 stúlk- ur árið 1997 en voru 24,1 á íslandi árið 1998. Það er trú heilbrigðis- starfsfólks, m.a. innan Fræðslusam- taka um kynlíf og barneignir, að með því að auka þekkingu og aðgengi að neyðargetnaðarvörnum megi draga verulega úr ótímabærum þungunum og fóstureyðingum. Hátíðnitækni gegn krabba Washington. AP. VICKI Freeman lá grafkyrr inni í vél sem var eins og rör í laginu á meðan hátíðnigeislar bárust djúpt inn í krabbameinssýkt brjóst hennar. Litlar hitabylgjur gáfu til kynna að hátíðnigeislarnir væru að sjóða tóruna úr krabbameinsæxl- inu - án þess að nokkur merki sæjust á húð hennar. Freeman er ein af fyrstu konun- um sem gangast undir nýstárlega læknismeðferð sem mun leiða í ljós hvort þessi „nákvæma hátíðni- meðferð" geti, er fram líða stund- ir, komið í staðinn fyrir skurðað- gerð til þess að nema burtu krabbamein í brjósti. Það mun þurfa margra ára rannsóknir til að komast að því hvort þessi nýstárlega aðferð, að sjóða æxlið, virkar. En konur gera sífellt háværari kröfur um að brjóstaskurðaðgerðir verði til sem minnstra lýta og tilraunir sem gerðar hafa verið við M.D. And- erson-krabbameinsmiðstöðina í Houston í Bandaríkjunum og Brigham & Women’s-sjúkrahúsið í Boston, eru til marks um aukna áherslu á rannsóknir er miða að því að draga úr þörf á skurðað- gerðum við meðferð á krabba- meini. „Ef maður veltir því fyrir sér, þá eru skurðaðgerðir eins og eitt- hvað ft'á því á miðöldum," segir dr. Darrell Smith, geislafræðingur við Harvard-háskóla, en hann stjórnar rannsókninni er fram fer á Brigh- am & Women’s-sjúkrahúsinu. „Við erum að reyna að gera þetta með fágaðri hætti. Þetta er á vissan hátt dálítið eins og í [vísindaskáld- sögum].“ En þetta vekur alvarleg- ar spurningar um árangur. Eru læknar að reyna að fjarlægja æxl- ið með of einföldum hætti og þá sérstaklega þegar um er að ræða sjúkdóm á borð við brjóstakrabba- mein þar sem skurðaðgerð getur verið mjög árangursrík? Læknar vita, að þegar sumar ungar konur gangast undir brjóstakrabba- meinsaðgerð er ekki nógu mikið af vef numið á brott fyrir útlits sakir, en af þessum völdum er meiri hætta á að krabbameinið skjóti aftur upp kollinum en ef meira af vef hefði verið numið á brott. Auk þess krefst meðferð, sem ekki er fólgin í skurðaðgerð, flóknari tækja og er þar af leiðandi dýrari en einföld skurðaðgerð. Sumir geislafræðingar fullyrða að geislameðferð eigi að geta fjar- lægt alveg jafn mikið af krabba- meini og skurðlæknir getur með hníf sínum. Lítil rannsókn, sem gerð var við Harvard, bendir til þess að nákvæm hátíðnitækni geti soðið í burtu góðkynja æxli í brjóstum og eykur það vonir um að árangur náist með þessari nýju tækni. Gegn öðrum krabbameinum Þótt brjóstakrabbi bjóði upp á góð tækifæri til rannsókna er end- anlegt markmið að nýta tæknina gegn öðrum tegundum krabba- meins sem eru erfiðari viðfangs, eins og til dæmis heila-, lifrar- eða mjúkvefjarkrabbameini þar sem skurðaðgerðir eru ekki góður kost- ur. „Það hafa verið gerðar tilraun- ir á dýrum sem leiða í ljós að þetta er hægt. Nú þurfum við bara að sýna fram á að þetta sé góður kostur,“ sagði dr. Marc Fenster- macher, við M.D. Anderston-mið- stöðina, sem stjórnaði meðferðinni á Freeman. Gerðar verða tilraunir á 30 kon- um sem gangast eiga undir skurð- aðgerð þar sem numin verða á brott lítil krabbameinsæxli í brjósti. Sjúklingarnir liggja inni í sérútbúinni segulómsmyndavél (MRI). Læknar styðjast síðan við myndina, sem tækið gefur af æxl- inu, og miða hátíðnitækinu, sem er innbyggt í MRI-vélina, til þess að senda geisla inn í æxlið. 1 MRI- vélinni lýsist æxlið upp þegar tíu sekúndna geislaskot hitar það. Um það bil viku síðar gangast konurnar, sem taka þátt í tilraun- inni, undir venjulega skurðaðgerð þar sem athugað er hvort æxlið sé í raun og veru dautt og hvort nógu mikið af vef umhverfis það er laust við krabbameinsfrumur. Er þetta mikilvægur öryggisþáttur í fyrstu tilrauninni. Ef árangurinn reynist góður munu læknar innan tíðar leita leyfis bandaríska lyfja- og matvælaeftirlitsins til að fá að gera samskonar tilraun án þess að framkvæma skurðaðgerð. Hátíðni drepur æxlið ekki með því að brenna frumur, heldur með því að breyta prótíninu í þeim, á sama hátt og ungi hættir að þrosk- ast þegar egg er soðið. Þetta er ekki eina aðferðin við krabba- meinsmeðferð án skurðaðgerðar sem verið er að rannsaka, en þetta er sú eina sem ekki krefst þess að á nokkurn hátt sé farið inn í líkamann. Við Háskólann í Kaliforníu í Los Angeles er verið að leita að sjálf- boðaliðum til að taka þátt í tilraun með að frysta brjóstakrabba- meinsæxli, en það á að gera með því að stinga nál inn í æxlið. Er ætlunin að æxlið verði fryst og lát- ið þiðna til skiptis þangað til himna krabbameinsfrumnanna springur. Aðrir vísindamenn eru að gera tilraunir með að nota út- varpsbylgjur til að brenna æxli í lifur eða brjósti, og einnig standa yfir tilraunir með að sprauta lyfj- um sem gera tiltekin æxli næm fyrir ljósgeislum sem eiga á drepa þau. Grundvallarspurningin er sú hvaða aðferð reynist best við að drepa krabbameinsæxli, leiði til minnstra lýta og sé fjárhagslega hagkvæmust, að sögn dr. Helenu Chang, sem stjórnar tilrauninni með frystinguna. Læknar taka fram, að jafnvel þótt einhver að- ferðanna reynist nothæf dugi það einungis til að fjarlægja æxlið, en muni ekki koma í staðinn fyrir lyfja- og geislameðferð sem marg- ir sjúklingar þurfa á að halda eftir að æxli hefur verið fjarlægt. TENGLAR Brigham & Women’s- sjúkrahúsiö: www.partners.org/bwh/home.html. Associated Press Útlit er fyrir að nýir möguleikar skapist á næstu árum á sviði krabba- meinslækninga þar sem hátiðnibúnaði er beitt. Myndin sýnir tæki sem notað er við greiningu á bijóstakrabba.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.