Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 5&
þú eigir ekki eftir að taka á móti okk-
ur oftai- þegar komið er í heimsókn,
þú sem ég leit á að yrðir alltaf hér hjá
okkur. En það er minningin um þig
sem verður alltaf hluti af okkur, eilíf.
Það var yndislegt að koma til þín í
spjall þegar áhyggjur heimsins voru
orðnar of þungar á ungar herðar.
Tárin þurrkuð, vanginn strokinn og
faðmlag. Eða bai'a að fá að vera í
kringum þig við þína iðju, það er líka
gott að geta þagað saman, finnast
maður ekki alltaf þurfa að segja eitt-
hvað gáfulegt. í seinni tíð, eftir að við
fluttum norður, var samt eins og við
hefðum hist síðast í gær - mesta lagi í
fyrradag. Alltaf áttir þú tíma til að
kenna mér og aðstoða með prjónana
eða þegar saumavélin lét ekki að
stjórn. Síðast nú í haust þegar ég
hafði litla trú á kunnáttu minni til að
hekla stóð ekki á svari hjá þér;
„komdu ég skal kenna þér“.
Þegar ég kom til þín í síðasta sinn
sá ég bók sem ber titilinn Ljóðmæli
Ólínu og Herdísar. Bókina opnaði ég
og við mér blöstu erindin sem á eftir
fara, þau segja allt sem ég vildi segja
við þig.
Þökk fyrir allar yndis stundir
alt, sem bætti og gladdi mig;
mínai' græðir opnu undir
aðeins minning helg um þig.
Þegar yfir djúpum dölum
dýrstur ljómar stjama her,
þær frá háum himin sölum
heilsunþínafæramér.
Vertu sæl! mér svífur yfir
sífelt blessuð minning þín.
Vertu sæl! ég veit, þú lifir,
veit, þú hugsar enn til mín.
Elsku amma, hafðu hjartans þakk-
ir fyrir allt sem þú varst og gerðir
fyrir mig og mína. Við kveðjum þig í
sorg en líka í gleði.
Hvíl í friði.
Þín
Ingunn.
Það var snemma að morgni 3. nóv.
sl. sem okkur bárust þau tíðindi að
Ingunn amma hefði látist þá um nótt-
ina. Þessai-a tíðinda hafði verið vænst
um nokkra hríð, þó kom þetta óvænt
enda menn sjaldnast undirbúnir þeg-
ar dauðinn þer að dyrum, allra síst
ungii' ömmudrengir sem skilja ekki
gang lífsins til fullnustu.
Allir vissu þó að hverju stefndi,
mamma vai' búin að vera fyrir sunnan
hjá ömmu í nokkum tíma og pabbi
með aðstoð stóru systur að hugsa um
drengina, skólagönguna og heimilið
fyrir vestan. Þessi tími var öllum erf-
iður.
Það er fjársjóður hvers einstakl-
ings að eiga góða að. Margir ættingj-
ar og vinir komu að því með einum
eða öðrum hætti að létta undir síð-
ustu vikurnar. Að öðrum ólöstuðum
má sérstaklega geta um Heima-
hlynningu Krabbameinsfélagsins.
Starfsfólkið þar á heiður skilið fyrir
frábæra þjónustu, ljúft og þægilegt
viðmót.
Að morgni dags hinn 3. nóvember,
áður en haldið var til vinnu spurði sex
ára drengur pabba sinn, „pabbi er
amma dáin?“ Þetta var það fyrsta
sem drengurinn sagði þann daginn.
Þeirri spurningu var ekki svarað þá,
heldur síðdegis þann dag. Það var
erfiður fostudagur hjá ungum
drengjum.
Nú er Ingunn amma komin til Guð-
jóns afa og líður vel. Ungir drengh'
sætta sig við þessa útskýringu, a.m.k.
að einhverju leyti. Það ríkir þó mikill
söknuðm- meðal þeirra. Það vantar
einhvern fastan punkt í tilveruna, það
vantar hana ömmu.
Þessa dagana er grátið, spurt
spurninga um Ingunni ömmu, Guðjón
afa og Guð og gamlar myndir eru
skoðaðar. Það er líka hlegið þegai'
hinii' ýmsu atburðir eru rifjaðir upp
þegar amma var meðal okkar. Hug-
urinn er hjá ömmu sem von er.
Amma bjó hjá drengjunum í um
fimm ár. Þeir njóta þess svo sannar-
lega í dag enda nánast forréttindi að
fá að alast upp með ömmu á heimil-
inu. Dvöl ömmu á heimilinu þroskaði
drengina og gaf þeim gott veganesti í
framtíðina.
Amma huggaði drengina sína,
leyfði þeim að kúra hjá sér, sagði
þeim sögur, spilaði við þá og siðaði þá
til eins og vera ber. Amma var hluti af
daglegu lífi ömmudrengjanna sinna
sem þeir munu alla tíð njóta góðs af.
Það eru þrír drengir á ísafirði sem
sakna ömmu sinnai', þeir hafa misst
mikið, þeir eiga góðar og hlýjar minn-
ingar sem munu fylgja þeim alla tíð,
góðar minningar sem Úna sársauk-
ann til lengri tíma litið.
Þegar fram í sækir mun gleði- og
ánægjustundh' fyrri ára bera hærra í
endurminningunni en nýtilkominn
söknuður og missh-. Það gerist þegar
drengirnh' opna augu sín fyrir hverf-
ulleik lífsins.
Elsku Ingunn amma, við þökkum
þér fyrir árin okkar saman. Við þökk-
um þér aUt sem þú gafst okkur með
nærveru þinni og væntumþykju.
Jón Ingi, Fannar Már og
Sindri Þór Skarphéðinssynir.
Elsku amma og langamma. Okkur
langar til að senda þér fáein kveðju-
orð. Við vUjum byija á því að þakka
þér fyrir öll árin okkar saman.
Mai'gir atburðir í lífi okkar hafa
tvinnast saman en það ætla ég ekki að
rekja hér. Við þökkum þér fyrir allar
góðu stundirnar og alla hjálpina. Það
vai' gott að eiga þig og við fundum
líka að þér þótti gott að eiga okkur að.
Þín er sárt saknað hjá okkur Bent
Gauta en við vitum að þér líður vel
núna þar sem þú ert komin til afa
Guðjóns og einnig vitum við vel að þú
munt áfram fylgjast með okkur. Við
munum vai'ðveita minninguna um
þig, elsku amma okkar. Guð gejnni
þig-
Þín
Kristín Lóa og Bent Gauti.
Elsku Inga amma.
Það er erfitt að hugsa um að þú
sért farinn, en það að hugsa um
hvernig þú kvaddir fyllir mann í raun
stolti. Þú lést okkur aldrei sjá að þú
kviðir fyrh' ferðalaginu og að okkar
mati lýsir það hugrekki þínu í hnot-
skum. Húmorinn var til staðar allan
tímann og það eitt reyndist okkur
ómetanlegt á þeim ei'fiðu stundum
þegar enginn gat gert neitt fyrir þig
nema bíða með þér. Núna þegar þú
ert farinn er gott að geta hugsað til
þess að móttökunefndin sem þú
fékkst var ekki af verra taginu en þar
fór fremstur í flokki Guðjón afi. Við
vitum að núna ert þú í rómantískri
siglingu með honum og ykkur líður
vel. Elsku Inga amma, minning þín
lifii' í hjörtum okkar um alla eilífð.
Takk kærlega fyrh' samverustund-
irnar.
Guðjón Om , Anna Lea og
Alexandra Osk,
Kristján Helgi og Iris,
Þröstur Leó.
Kæra frænka. Nú er ströngum
veikindum þínum lokið og þú hefur
fengið hvíldina. Dugnaður þinn og
æðruleysi í veikindum þínum var
mikill enda á ferðinni dugleg og
kraftmikil kona.
Eg varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að vera alltaf í góðu sambandi við þig,
þótt oft væru kílómetrarnir margir á
milli okkar.
Utgeislun þín og hjartahlýja gerðu
það að verkum að böm og fullorðnir
löðuðust að þér og ég sem barn og
seinna fullorðin gat leitað til þín með
hvað sem var. Oftar en ekki aðstoðað-
h' þú mig við saumaskap þegar ég var
unglingur og þegar ég veiktist nú í
sumar varst þú sú sem studdir mig
hvað mest og fylgdist náið með bata
mínum.
Kæra frænka, ég og fjölskylda mín
geymum í hjarta okkar Ijúfa minn-
ingu um þig þangað til við hittumst að
nýju, hafðu þökk fyrir allt.
Aðstandendum sendum við inni-
legar samúðarkveðjur.
Gréta og íjölskylda.
Elsku frænka mín
Þökk fyrir að vera alltaf til staðar
þegar ég var barn.
Þökk fyrh’ að tala mínu máli þegar
þér þótti þess þurfa.
Þökk fyrir að hugga og þerra tárin
þegar telpunni fannst á sig hallað.
Þökk fyrh' að hafa mátt alast upp
með þig nálægt mér.
Þökk fyrir það mikla og góða sem
ég naut í uppvextinum frá þér.
Þökk fyrii’ að efla sjálfstæði mitt
og öryggi í ýmsum verkum sem þú
kenndh' mér.
Þökk fyrh' þína góðu lund og þinn
glettna húmor.
Guð blessi þig og beri að friðarlaugum
þín bjarta stjama prýði himinhvel.
Brosið sem að lifnar innst í augum
ævinlega flytur kærleiksþel.
(Brynja Bjamadóttir.)
Helga Soffía.
OSKARJORUNDUR
ENGILBERTSSON
+ Óskar Jörundur
Engilbertsson
fæddist í Litlabæ,
Vestmannaeyjum 24.
desember 1940.
Hann lést á heimili
sfnu 1. nóvember síð-
astliðinn. Hann var
sonur lvjónanna
Kristfnar Astgeirs-
dóttur og Engilberts
Ágústar Guðmunds-
sonar. Eiginkona
hans er Ólafía Magn-
úsdóttir og börn
þeirra eru Kristín, f.
27.1. 1963, Berta, f.
24.5. 1964, Ester, f. 9.6. 1966, og
Engilbert Ágúst, f. 8.5. 1975. Að
ósk hins látna fór útfor hans fram
í kyrrþey frá Fossvogskapellu
hinn 10. nóveinber.
Faðir Óskars lést þegar Óskai' var
ungur drengur. Ólst hann upp með
móður sinni og fósturföður, Kristni
Guðmundssyni, í Hafnarfirði.
Óskar var yngstur sex systkina og
á eftirlifandi tvær systur, Ástu og
Ágústu. Við sem eftir lifum minn-
umst Óskars sem atorkumanns sem
aldrei féll verk úr hendi. Hjartahlýj-
um og úrræðagóðum, ávallt tilbúinn
til að fara nýjar og ótroðnar slóðir.
Tuttugu og sex ára gamall, _ ekki
mælandi á enska tungu, fór Óskar
ásamt eiginkonu sinni Olu, með dæt-
ur sínar þrjár til Suður-Kaliforníu í
Bandaríkjunum. Vann þar við sína
iðn, bifvélavirkjun, og sá mjög vel
fyrir fjölskyldunni. Vegna loforðs
við móður sína komu
Óskar og fjölskylda
heim aftur innan fjög-
urra ára. Alltaf kallaði
Kalifornía á hann og
árið 1979 fór fjölskyld-
an, nú voru börnin orð-
in fjögur, aftur á sömu
slóðir. Vann þar við
eigið fyrirtæki þar til
1987, þegar hann heils-
unnar vegna, kom
alfarinn heim til ís-
lands, ásamt Ólu,
Kristínu og Engilbert.
Ári seinna fylgdi Ester
fjölskyldunni eftir
heim, en næstelsta barnið, Berta,
var þá gift og er enn búsett í Suður-
Kaliforníu.
Elsku Skari, pabbi, afi og tengda-
pabbi, við munum ávallt minnast þín
með ást og hlýjum hug og þín er sárt
saknað.
Við vitum að við lok þinnar síð-
ustu ferðar verður tekið á móti þér
af ástvinum.
Hvíl þú í friði.
Ölafía Magnúsdóttir,
K ristín Óskarsdótti r,
Rakel Ósk Ólafsdóttir,
Berta Óskarsdóttir Potts,
Michael Simon Potts,
Alexandra Elín Potts,
Daniel JKjartan Potts,
Ester Óskarsdóttir,
Þórir Hálfdánarson,
Óla María Þórisdóttir,
Vilborg Þórisdóttjr,
Engilbert Ágúst Óskarsson,
Ellen Mjöll Ronaldsdóttir.
EGILL
BJÖRGÚLFSSON
+ EgilI Björgúlfs-
son fæddist í
Púlú Sambú, Austur-
Indíúm, 7. ágúst
1924. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 31. októ-
ber síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Lágafellskirkju
9. nóvember.
Ég kveð mág minn,
Egil, í síðasta sinn og
hugsa til hans með
þessum glöðu línum úr
Ésúsarrímum tengda-
föður hans, Tiyggva Magnússonar
listamanns:
Er þeir kómu á öðlings setur
allirsaman,
Herrann gjörðist heldur betur
hýríframan
Ég ímynda mér að hann hafi verið
spozkur í framan, þegar hann orti
þetta og Egill lesið á sama hátt. Það
hafði hann úr móðurættinni.
Hann var fæddur eins langt frá ís-
landi sem verða má á eyjunni Pula
Sampu við Singapore í Austurlöndum
fjær árið 1924. Þar var faðir hanns
lengi herlæknir hjá Hollendingum og
síðar hjá Shell-olíufélaginu.
Hann kom heim með foreldrum
sínum þremur árum seinna og gerði
ekki víðreist síðan, ekki sami kosmo-
politaninn og foreldramir. Honum
fannst ávallt, að lítið væri að sækja til
útlandanna góðu og heimabagginn
jafngóður.
Þau hjón, Þórunn og Björgúlfur,
bjuggu síðan á Bessastöðum í ein 12
ár og þar ólst ungi prinsinn upp ásamt
fjórum systkinum í grænu túni og
gekk sín fyrstu skólaskref í Bjama-
staðarskóla á Álftanesi. Á stríðsámn-
um fylgdi hann MR undir stjóm
Pálma rektors, sem öllum kom til
nokkurs þroska.
Saman unnum við ungir í Shell-fyr-
irtæki foður hans nokkur ár og þótti
báðum jafn leiðinlegt. Egill var ein-
lægur maður, en kunni aldrei á
heimsins prjál né yfirlæti og þess
vegna var hann kannski nokkuð á
skjön við mið aldarinnar, en það gerði
auðvitað ekkert til; menn hafa sinn
háttinn á.
Hann kvæntist ungur Þórdísi, dótt-
ur Tryggva og Sigríðar portréttmál-
ara. Áttu þau saman fjögur böm, sem
öll em föðurbetrungar eins og vera
ber, náðu góðum þroska í sínum störf-
um og gengur þeim flest að sólu með
þeirri heimspeki Björgúlfs gamla, að
ekkert væri skapað forgefins.
Meginstarf Égils um dagana var
kennsla unglinga, fyrst á Patró, en
síðar fyrir austan fjall. Hingað suður
til Spánar hafa rekizt nemendui’ hans
að vestan, sem segja hann frábæran
kennara, íhugulan og góðsaman og
fjarri öllum yfirgangi,
fáskiptinn, en þó glaður
og löðuðust menn að
honum.
Agli er svo lýst, að
hann var hár vexti,
grannur, skolhærður og
bláeygður, fríður á
yngri ámm, sem við em
reyndar öll. Enginn var
hann íþróttamaður, fór
aldrei í veiðiferðir, sum-
arbústaði eða annað
þvílíkt. Söng ekki.
Cato gamli segh’ á
einum stað að vesæll sé
sá öldungur sem hafi
ekki gert sér grein fyrir því á langri
ævi að engin ástæða sé að óttast dauð-
ann; þeir sem trúi því að vitundinni sé
búið eilift líf beri að fagna honum.
Og þótt ekki hafi ellin orðið Agli að
fjörtjóni hafði hann lifað langa ævi og
gott að hafa lifað í sátt við þá, er sam-
an sitja.
Já, syngja hvítir svanir eins og
svanir em vanir; öll emm við hvít fyr-
ir Herranum og hann verður hýr í
framan.
Fai’ðu vel mágur og vinur.
Hreggviður Stefánsson. f
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina 4
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Það
eykm- öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er,
að símanúmer höfundar/send-
anda fylgi.
Um hvem látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðu-
grein af hæfilegri lengd, en aðr-
ar greinar um sama einstakling >'
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og hæfi-
lega línulengd, - eða 2.200 slög
(um 25 dálksentimetra í blað-
inu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð
takmarkast við eitt til þrjú er-
indi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skímamöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
Baldur
Frederiksen
útfararstjðri,
stmi 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi,
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is