Morgunblaðið - 11.11.2000, Side 39

Morgunblaðið - 11.11.2000, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ IKU m LAUGARDAGUR 11. NOVEMBER 2000 39 nu |L Knattspyrna eykur hættu á gigt hjá stúlkum The New York Times Syndicate. STÚLKUR sem meiða sig í hnjánum í fótbolta eru í talsverðri hættu á að fá snemma gigt, sam- kvæmt niðurstöðum nýrrar rann- sóknar. Sænskir vísindamenn fylgdust með ungum stúlkum, sem iðkuðu knattspyrnu, í tólf ár og komust að því að þær stúlkn- anna sem höfðu slasast á fremra krossbandi voru líklegri til að fá gigt er þær komust á fertugs- aldur. Ekki virtist skipta máli hvort stúlkurnar hefðu gengist undir aðgerð til þess að lagfæra meiðsl- in. Einungis um 7% fólks á aldrin- um 25-34 ára þjáist af gigt, en knattspymukonur kunna að vera þar undantekning. Vísindamennimir skoðuðu tryggingaskýrslur og fundu 106 stúlkur sem höfðu orðið fyrh’ lið- bandatognun 1986 þegar þær vom að meðaltali 19 ára. Voru stúlkurnar skoðaðar 12 árum síð- ar og kváðust 34% þeirra hafa fundið fyrir gigtverkjum síðan þær meiddust. Dr. Harald P. Roos, aðstoðar- prófessor í bæklunarskurðlækn- ingum á sjúkrahúsinu í Helsingja- borg, sagði að frekari rannsókna væri þörf til þess að skera úr um hvort hættan væri sú sama hjá körlum sem spila knattspyrnu, og ennfremur þyrfti að kanna nánar hvert framhaldið yrði hjá konun- um þegar þær yrðu eldri. Associatcd Press Roos segir að iðkendur eigi að hugsa sig um tvisvar áður en þeir- halda áfram að spila knattspyrnu eftir að hafa meiðst. „Ég myndi ekki ráðleggja að hætt yrði að spila, því að líkamleg hreyfing er ákaflega holl fyrir allt ungt fólk. En ef maður hefur meiðst væri ráðlegt að bíða aðeins. Maður ætti að velta því fyrir sér hvort það sé þess virði að fá slæmsku í hnén þegar maður er orðinn 40-45 ára.“ Tímamótatilraunir með stofnfrumur Lömuð dýr fá hreyfigetu á ný Associated Press Rannsóknir fara nú víða fram á þeim möguleikum sem svonefndar stofnfrumur veita á sviði læknavísinda. Myndin sýnir sjúkling tengdan við tækjabúnað sem síar stofnfrumur úr blóði hans vegna mergskipta- aðgerðar. BANDARÍSKIR vísindamenn hafa gert tímamótauppgötvun sem gæti leitt til þess að fólk sem er lamað af völdum mænuskaða geti hreyft sig, að því er breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá. Hópur vísindamanna við Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum hefur veitt lömuðum músum og rott- um hreyfigetu á ný með því að sprauta óþroskuðum stofnfrumum í mænuvökva dýranna. Höfðu þau verið lömuð með því að sett hafði verið í þau veira sem ræðst á hreyfi- taugafrumur, sem samhæfa hreyf- ingar. Undir venjulegum kringumstæð- um glata dýr, sem veiran er sett í, hreyfigetu til frambúðar, þar sem taugafrumur sem flytja boð á milli mænu og vöðva hrörna. Dýrin draga fætur og fótleggi og eru einkennin hliðstæð einkennum hjá fólki sem þjáist af vistu (SMA). En helmingur þeirra dýra sem meðhöndluð voru með stofnfrumum endurheimti getu til að stíga í annan eða báða afturfætur. Einn vísinda- mannanna, dr. Jeffrey Rothstein, sagði að rannsóknin kynni í fyrstu að leiða til bættrar meðferðar fyrir sjúklinga sem þjást af hreyfitauga- lömun á borð við hliðarstrengjavistu (ALS)ogSMA. Dr. Douglas Kerr, sem stjórnaði rannsókninni, sagði hana mikilvæga vegna þess að hún væri ein sú fyrsta sem sýndi fram á að stofnfrumur geti mögulega endurreist virkni í stórum hluta miðtaugakerfisins. í rannsókninni á nagdýiunum bárust stofnfrumurnar, sem sprautað var í dýrin, til skemmdra staða í mæn- unni. Sagði Kerr að frumudauði virt- ist af einhverjum ástæðum virka sem hvati á að stofnfrumurnar færð- ust. „Ef þessar frumur eru settar í heilbrigðar rottur eða mýs berst ekkert til mænunnar," sagði Kerr. Fimm til sjö prósent stofnfrumanna sem sprautað var í lömuðu dýrin urðu að virkum taugafrumum, sem nægði til að dýrin endurheimtu hreyfigetu að hluta innan tveggja mánaða. Vísindamennirnir eru nú að reyna að komast að því hvers vegna svo fáar taugafrumur geta haft svona mikil áhrif á hreyfigetu dýr- anna. TENGLAR ALS-miðstöð Johns Hopkins- háskóla:www.neuro.jhmi.edu/ alscenter/ Reykingar Aldrei of seint að hætta The New York Times Syndicate. ÞAÐ skiptir engu máli hversu gam- all maður er, það er aldrei of seint að hætta að reykja. Þótt maður bæti ekki þann skaða sem þegar kann að hafa orðið er hægt að koma í veg fyr- ir enn meiri skaða, segir dr. David M. Burnsvið læknadeild Háskólans í Kaliforníu, San Diego. Hann er höf- undur rannsóknai' sem birt er í tím- aritinu American Journal of Health Promotion. Samkvæmt niðurstöðunum dreg- ur umtalsvert úr hættunni á lungna- krabba og hjartasjúkdómum hjá þeim sem eldri eru, hætti þeir að reykja. Enn fremur byrja lungun samstundis að bæta skaða sem kann að hafa orðið og öll starfsemi þeirra batnar. Eldri reykingamenn hætta síður Þá kemur fram að eldra reykinga- fólk sé síður líklegt til að reyna að hætta, þótt líklegra sé að þeir sem reyna nái árangri. Ennfremur séu aldraðir reykingamenn líklegri til að leita sér aðstoðar. Sérfræðingar hvetja eldra fólk til að hætta. „Það er einfaldlega ekki rétt að það sé tilgangslaust að draga úr reykingum til að draga úr hættunni á sjúkdóm- um eftir að maður er kominn á ákveðinn aldur. Það skiptir engu hvað maður er gamall, því fyir sem maður hættir, því betra til lengri tíma litið,“ segir Jerry Vaughn við háskólann í Kaliforníu. TENGLAR Heimasíöa Krabbameinsfélagsins: www.krabb.is/ Samtök nikótínfíkla: www. nlcotine- anonymous.org/ Hver á mitt líf? Málþing verður haldið í dag, laugardaginn 11. nóvember kl. 13:00, í Borgarleikhúsinu ,á vegum Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands. Þingið fjallar um siðfræði og gjörgæslu. Pallborðsumræður verða þar sem koma fram fagmenn, aðtandendur og fyrrum sjúklingar gjörgæsludeilda. Dagskrá: 13:15 Myndband - Viðtöl við starfsfólk. 13:30 Fagmennska á tímum hraða og tækni. Ástríður Stefánsdóttir læknir og heimspekingur 13:45 Pallborðsumræður. Stjórnandi dr. Sigrún Stefánsdóttir. 14:30 Kaffiveitingar. 14:45 Leikþáttur. Höf. Felix Bergsson. 15:00 Pallborðsumræður framhaldh. 16:00 Ráðstefnu slitið. Ráðstefnan er opin öllum og aðgangur ókeypis. Fólk hvatt til að mæta þar semmálið snertir alla. fm SVÆFINGA- 06 GJÖRGÆSLÖ- LÆKNAFÉLAG ii.5/ ÍSLANÐS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.