Morgunblaðið - 11.11.2000, Side 2

Morgunblaðið - 11.11.2000, Side 2
2 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lýst eftir Einari Erni Birgissyni Leit haldið áfram í dag Morgunblaðið/Ásdís Islandssími býður upp á þjónustu vegna heimilissíma 5-11% lægri gjöld vegna heimilissímtala Nemend- ur Húsa- skóla sýna list- ir sínar FORELDRAR og aðrir velunnarar nemenda Ilúsaskóla fjölmenntu f skólann í gær til að skoða afrakst- ur vinnu nemendanna á þemadög- um um Grafarvoginn, sem stóðu yfir alla þessa viku. Þar Qölluðu nemendur um Grafarvoginn með ýmsu móti, meðal annars með því að mála myndir, útbúa ýmiss konar listaverk, skrifa sögur og sýna leikrit. Fánar voru málaðir og þeim flaggað fyrir utan skólann, teikn- aðar voru myndir af Grafarvogin- um fyrr og nú og myndir sem sýna hvernig Grafarvogurinn mun líta út í framtíðinni ef vel er gengið um hann og einnig myndir sem sýna hvernig verður umhorfs ef um- gengni er slæm. Nemendur í fyrsta til fjórða bekk sömdu sögu um orminn í Grafarvogi, en létu ekki þar við sitja heldur bjuggu orminn til og hengdu upp til sýnis í anddyri skól- ans, gestum og gangandi til mikill- ar hriftiingar. ÍSLANDSSÍMI hefur ákveðið að bjóða heimilum síma- og netþjónustu og verða gjöldin lægri en þau gjöld sem Landssíminn hefur innheimt samkvæmt upplýsingum Eyþórs Arnalds, framkvæmdastjóra ís- landssíma. Þessi nýja þjónusta fyrirtækisins verður auglýst um helgina og geta notendur nýtt sér hana án þess að FÓLKSBIFREIÐ fór í sjóinn við bryggjuna í Garðinum í gærdag og náðu ökumaður og farþegi bílsins, 18 og 19 ára piltar, að koma sér út úr bifreiðinni og aftur upp á bryggjuna áður en bifreiðin sökk. Að sögn lögreglu var hvasst og mikill öldugangur þegar óhappið varð, en bifreiðin var úti á bryggj- unni þegar alda skall yfir hana og gera þurfi einhverjar breytingar á búnaði eða símanúmeri viðkomandi. Mínútugjald Islandssíma verður 1,43 kr. á daginn og 0,69 kr. á kvöldin og nóttunni, sem er 5-11% verð- lækkun strax í byrjun á venjulegum símtölum eftir því hvenær hringt er, að sögn Eyþórs. Hann sagði að einnig væri um að ræða mun lægri gjöld vegna net- hrifsaði hana út í sjóinn. Piltarnir voru snöggir að koma sér út og klifruðu upp á bryggjuna, blautir og kaldir, en að öðru leyti sakaði þá ekki. Bifreiðin mun hafa sokkið til botns, en að sögn lögreglunnar þótti ekki vænlegt að reyna að ná henni upp úr sjónum því aðstæður væru erfiðar sökum mikils öldu- gangs. notkunar. Til dæmis kostaði ekki nema 1,20 kr. að hringja inn á Netið á daginn og 0,62 kr. á kvöldin. Loks væru millilandasímtölin meira en 20% ódýrari hjá Islandssíma, þannig að verðið væri í öllum tilfellum lægra en það verð sem Landssíminn byði upp á. Lækkunin væri frá 5% og allt upp í 60% í þeim tilvikum sem net- notkun væri mjög mikil. Ekki þarf að breyta si'manúmeri „Við erum að bjóða öllum íslend- ingum þessa þjónustu,“ sagði Eyþór. Samkvæmt ákvæðum fjarskipta- laga, sem gildi tóku 1. október síð- astliðinn er öllum tryggður jafn að- gangur að fastanetinu. Eyþór sagði að þeir hefðu unnið að því undan- farna mánuði að bjóða upp á þessa þjónustu. Engu þyrfti að breyta hjá viðskiptavininum þótt fólk ákvæði að taka upp viðskipti við Islandssíma og það héldi einnig sama símanúmeri. Það eina sem fólk þyrfti að gera væri að skrá sig með rafrænum hætti, annaðhvort í gegnum síma eða á Netinu. EKKERT hefur spurst til Einars Arnar Birgisson- ar sem hefur ver- ið saknað frá því á miðvikudag. Fé- lagar í Slysa- vamafélaginu Landsbjörgu munu í dag leita Einars á Reykja- nesi, einkum í Vogum og á Vatnsleysuströnd samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar í Kópavogi. Þá mun hópur vina og aðstandenda Einars leita hans á Reykjanesi. Lögreglan segir að allnokkrar vís- bendingar hafi borist en þær hafi þó ekki leitt menn á slóð Einars. Engar vísbendingar hafa komið fram sem benda til þess að hann hafi farið af landi brott. Einar Örn er 27 ára gamall. Hann er um 190 sentímetrar á hæð, um 90 kíló að þyngd, stuttklipptur með dökkt, liðað hár. Síðast þegar sást til hans var hann klæddur dökkbláum gallabuxum, dökkblámi peysu með rennilás, millisíðum svörtum leður- jakka og svörtum leðurskóm. Síðast spurðist til Einars skömmu „Notandinn finnur engan mun nema að það fara að lækka hjá hon- um símagjöldin og því verður mjög áhugavert að sjá hvaða viðbrögð við fáum í þessum efnum,“ sagði Eyþór. Hann sagði að samkvæmt tölum Hagstofunnar væri símakostnaður heimilanna um 6 milljarðar kr. á ári og ef öll heimili færu yfir til íslands- síma gæti sparnaðurinn numið allt að 500 milljónum kr. samkvæmt þessu. Þegar Netið væri einnig tekið með í reikninginn gæti sparnaðurinn orðið mun meiri. Eyþór bætti því við aðspurður að það væri fyllilega raunhæft að bjóða upp á þetta lægra verð íyrir heimilis- síma en Landssíminn hefði boðið. „Við erum ekki að reka þetta með tapi. Þetta er tilraun og auðvitað fylgir henni ákveðinn kostnaður. Ef ekki verða margir í viðskiptum við okkur er þetta kannski ekki skynsamlegt en ef þátttakan verður góð þá stendur þessi þjónusta full- komlega undir sér og mun verða byrjunin á alvörusamkeppni á sviði heimilisþjónustu," sagði Eyþór enn- fremur. fyrir hádegi á miðvikdaginn en leit hófst að honum á fimmtudaginn. Um hádegið fannst bíll hans við Hótel Loftleiðir. Þá leituðu björgunar- sveitarmenn hans og farið var með sporhunda um Öskjuhlíð. Fjölskylda og vinir Einars Arnar Birgissonar komu saman til bæna- stundar í Hjallakirkju í Kópavogi í gærkvöldi. I undirbúningi er um- fangsmikil leit að honum og hefur tölvupóstur gengið á milli og viðtak- endur enj hvattir til að taka þátt í leitinni. I dag mun leitarfólkið koma saman kl. 10 í Vatnagörðum 10. Að sögn eins aðstandenda Einars hafa þeir fengið til liðs við sig menn vana leitar- og björgunaraðgerðum. í gær var leitað á Heiðmerkursvæðinu en í dag er fyrirhugað að hefja leit á Reykjanesskaga. 101 Reykja- vík valin á Sundance- hátíðina KVIKMYNDIN 101 Reykjavik hefur verið valin til þátttöku í Sundance-kvikmyndahátíðinni sem fram fer í Utah í Banda- ríkjunum í janúar næstkom- andi. Að sögn Baltasars Kor- máks, leikstjóra myndarinnar, er Sundance-hátíðin helsta kvikmyndahátíð Bandaríkj- anna. Hann segir hátíðina jafn- framt einn af hápunktunum í kvikmyndaheiminum. „Hátíðin nýtur gríðai’legrar virðingar í kvikmyndaiðnaðin- um,“ segir Baltasar. Hann seg- ir heiðurinn mikinn sem íylgi þátttöku í hátíðinni og tækifær- ið til að kynna myndina á Bandaríkjamarkaði ómetan- legt. 20.000 manns sækja háti'ðina Þar til gerð dómnefnd velur hverju sinni 100 kvikmyndir í fullri lengd til þátttöku í hátíð- inni og 60 stuttmyndir. Þar af eru 27 í flokki erlendra mynda. Á ári hverju berast dómnefnd- inni um 3.000 kvikmyndir. Talið er að 20.000 manns sæki hátíðina árlega hvaðan- æva úr heiminum. Á heimasíðu Sundance-stofn- unarinnar er tekið fram að stofnunin sé ekki rekin í gróða- skyni. Hún var stofnuð árið 1981 fyrir tilstuðlan leikarans Roberts Redfords. Tilgangur stofnunarinnar er að styðja við bakið á sjálfstæðu kvikmynda- gerðarfólki, handritshöfundum og öðrum þeim sem koma að kvikmyndagerð. Fólksbíll í sjóinn í Garðinum Einar Örn Birgisson 1 Sérblðð í dag____ m I.ISTIH ’Wr. m ÉT M6mR4.ni f :JL i i i 4SUMR : IÞRffífíR ÁLAUGARDÖGUM • Keilir höggi á eftir efstu : sveitunum / B1 ■ ; Örn á fimmta besta : tíma á ársins / B4 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.