Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Tillögur um veigamiklar skipulagsbreytingar meginmál 39. þings Alþýðusambandsins Afrakstur víðtæks sam- ráðs og málamiðlana Þing Alþýðusambandsins eru fjölmennar samkomur eins og sjá má á myndinni sem tekin var á þingi ASÍ, sem haldið var á Akureyri 1992. Búist er við á sjötta hundrað þátttakcndum á 39. þingi ASÍ, sem hefst á mánudag, en það verður í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Miklar breytingar verða á skipulagi og starfsháttum ASI ef tillögur miðstjórnar að frumvarpi til nýrra laga og samstarfssamningi aðildar- félaga verða samþykktar á 39. þingi ASI sem hefst á mánu- daginn. Omar Friðriksson kynnti sér skipulagstillögurnar og drög að samstarfssamningi aðildarfélaganna. BÚIST er við miklum umræðum um skipulagsmálin á þingi ASÍ í næstu viku, sem er jafnframt seinasta stóra þing sambandsins ef skipulags- breytingarnar verða afgreiddar sem lög, þar sem í stað þinga á fjögurra ára fresti er lagt til í frumvarpi að nýjum lögum sambandsins að haldnir verði ársfundir í stað þings á fjögurra ára fresti. Jafnframt verða sambandsstjórnar- fundir lagðir niður verði tillögurnar að lögum. Skipulagstillögurnar eiga sér langan að- draganda enda hafa skipulagsmál ASI verið of- arlega á baugi á öllum sambandsstjórnarfund- um ASÍ sem haldnir hafa verið frá seinasta þingi ASÍ 1996. Forsetar sambandsins heim- sóttu m.a. nær öll aðildarfélög sambandsins við undirbúning að gerð tillagnanna og hópur verkalýðsforingja fór til Danmerkur og Nor- egs í janúar sl. til að kynna sér skipulag verka- lýðshreyfíngarinnar í þessum löndum. Fjölmennur fundur sambandsstjórnar ASÍ og formanna aðildarfélaga lýsti stuðningi við tillögurnar gegn einu mótatkvæði á fundi í maí sl. og hafa þær svo verið ræddar frekar og full- unnar í sumar og haust. í greinargerð með lagafrumvarpinu segir að tillögurnar séu af- rakstur mikillar vinnu, víðtæks samráðs og málamiðlana milli ólíkra sjónarmiða. Mai-kmið breytinganna er að gera stjórn- skipulag verkalýðssamtakanna einfaldara, skilvirkara og sveigjanlegra. Ein meginbreyt- ingin sem felst í tillögunum er sú að í stað þinga, sem haldin hafa verið á fjögurra ára fresti, komi ársfundir, sem hafi æðsta vald í öll- um málum ASÍ. Þar verði forysta og miðstjórn sambandsins kjörin. Fækkað verður í miðstjóm ASÍ frá því sem verið hefur ef tillögurnar verða að lögum á þinginu en í þeim er lagt til að í stað 20 fulltrúa sem skipa miðstjórn í dag sitji 15 fulltrúar í miðstjórn hverju sinni, sem kosin verður til tveggja ára í senn. Forseti og einn varaforseti kjörnir annað hvert ár í dag stýra forseti Alþýðusambandsins og 1. og 2. varaforseti sambandinu á milli þinga en skv. lagafrumvarpinu verður sú breyting gerð að á ársfundi annað hvert ár skal kjósa forseta ASÍ sérstaklega. þ.e. til tveggja ára í senn og sex meðstjórnendur en hitt árið skal varafor- seti kosinn sérstaklega og sjö meðstjórnendur. Mynda þessir fulltrúar að forseta og varafor- seta meðtöldum hina 15 manna miðstjórn sam- bandsins. Þá er reiknað með því að í fyrsta skipti verði kosið eftir þessum nýju reglum á þinginu í næstu viku þannig að forseti og sex meðstjómendur verði kjömir til næstu tveggja ára en varaforseti og sjö meðstjórnendur til eins árs. Gert er ráð fyrir að skipulag ASÍ og starfshættir hvíli á tveimur stoð- um: Annars vegar lögum ASÍ og hins vegar samstarfssamningi milli aðildarfélag- anna. í samstarfssamningnum er m.a. kveðið á um skyldu aðildarfélaganna til að semja sín á milli þegar samningssvið tveggja eða fleiri fé- laga skarast. Tekið er fram í greinargerð mið- stjórnar ASÍ með tillögunum, að á milli lag- anna og samstarfssamningsins séu gagnvirk tengsl þannig að án samstarfssamningsins geti lögin ekki staðið óbreytt. Sum verkefni sem fram að þessu hafa samkvæmt lögum sam- bandsins og venjum um starfsemi þess lent á borði miðstjórnar, eiga ekki að vera þar leng- ur, skv. tillögum miðstjórnar. Mörg ágreiningsmál hafa komið uppinnan ASÍ á undanfömum misserum og er litið svo á að með skipulagsbreytingunum og gerð sam- starfssamnings milli aðildarfélaganna verði komið í veg fyrir að ASÍ verði notað sem eins- konar „ruslakista“ fyrir allan ágreining sem kann að koma upp á milli aðildarfélaganna, eins og einn viðmælandi orðaði það. Allt of al- gengt sé að þegar félög hafí ekki getað eða vilj- að leysa mál sín á milli hafi vandinn verið send- ur inn á borð ASI. í greinargerð miðstjómar með tillögunum segir um þetta: „Með samstarfssamningum er meðal annars lögð til ný leið til að leysa úr ým- isskonar ágreiningi sem upp kann að koma milli aðildarfélaganna. í samningnum á meðal annars að kveða á um samningssvið félaga inn- an sambandsins og þar sem sviðin skarast er gert ráð fyrir að viðkomandi félög semji sín á milli um mörk og meðferð mála, sem og um ný samningssvið sem kunna að verða til. Kveðið er á um að ágreiningsmál sem upp kunna að koma meðal aðildarfélaga eða lands- sambanda innan ASÍ skuli meðhöndluð sam- kvæmt því sem um verður samið í samstarfs- samningi aðildarfélaga og er tekið fram að niðurstaða slíkrar meðferðar skuli vera bind- andi fyrir öll aðildarfélög og samtök sam- bandsins hvort sem þau hafa undirritað sam- starfssamninginn eða ekki. „Með þessu er horfið frá því að miðstjórn sambandsins eigi úrskurðarvald um ágrein- ingsmál milli félaga. Það fyrirkomulag hefur ekki gefist vel og áhöld hafa verið um hversu bindandi niðurstöður miðstjómar hafi verið fyrir aðildarsamtök. Hér er stefnt að því að meginaðferð við úrlausn ágreiningsmála verði með samskiptum á milli aðildarfélaganna beint en horfið frá þeirri aðferð að gefa þeim tæki- færi til að kasta vandamálum sínum til mið- stjómar sem svo hefur haft takmarkaða mögu- leika til að ráða framúr þeim. Aðilar beri þannig sjálfir ábyrgð á að leysa úr ágreiningsmálum sínum. Að- ildarsamtök sem ekki hafa undir- ritað samstarfssamning verða bundin við að beita aðferðum samningsins um lausn ágrein- ingsmála á þann hátt að þau geta ekki fengið niðurstöður um sín mál með öðmm aðferðum en þar era ákveðnar," segir í skýr- ingum með þessari grein frumvarpsins. „Réttarverkan samstarfssamnings er hugs- uð þannig að aðildarsamtök, sem ekki hafa undirritað samstarfssamning, verða bundin við að beita aðferðum samningsins um lausn ágreiningsmála. Þau geta því ekki fengið nið- urstöður í sínum mál með öðram aðferðum en þeim sem þar era ákveðnar. Sambandið lög- festir tilveru samningsins í lögum sínum og bíður aðildarsamtökum sínum ekki aðrar fé- lagslegar leiðir en þær sem þar eru mótaðar til að leysa úr ágreiningsefnum sín á milli Til að samstarfssamningsleiðin geti talist fær verða öll stærri aðildarfélög sambandsins að eiga aðild að samningnum. Takist ekki að koma saman slíkum samningi er þessi nýja leið ekki fær.Við þær aðstæður yrði að fela mið- stjórninni sum þeirra verkefna sem gert er ráð fyrir að félögin leysi sameiginlega með sam- starfssamningi eða finna enn aðrar leiðir til lausnar verkefnunum. Það yrði með öðrum orðum að gera breytingar á lögum Alþýðu- sambandsins fljótlega aftur til að tryggja framkvæmd þeirra atriða sem gert er ráð fyrir að tekið sé á í samstarfssamningnum sam- kvæmd lagafrumvarpinu," segir í greinargerð miðstjórnar. Landsfélög geta átt beina aðild að Alþýðusambandinu Gert er ráð fyrir að landssambönd eigi áfram aðild að ASÍ, svo og landsfélög sem skipulögð era í samræmi við samþykktir ASI. Síðustu þrjá áratugi hefur þróunin innan verkalýðshreyfingarinnar verið í átt til þess að aðild að ASÍ eigi að vera gegnum landssam- bönd stéttarfélaga. A seinasta ASI-þingi var stigið enn eitt skref í þá átt að öll aðildarfélög ættu aðild að landssambandi. I skipulagstillög- unum er þó þeim kosti haldið opnum að auk landssambanda geti landsfélög sem uppfylla ákveðin skilyrði átt aðild að ASI, eins og fyrr segir. I 9. grein lagafrumvarpsins er kveðið á um að með aðild sinni að ASI gangast aðildarfélög og sambönd undir það að samningsréttur um sameiginleg mál sé í höndum samninganefndar sem kjörin er af miðstjórn. Tekið er fram að sameiginleg mál séu þau sem kveðið er á um hverju sinni í samstarfs- samningi aðildarfélaganna og varða gildistöku reglna m.a. í tengslum við kjarasamninga og samningsforsendur aðalkj arasamninga. I drögum að samstarfssamningi aðildarfélaganna er sett fram ítarleg lýsing á hvaða störf falla undir samn- ingssvið hvers sambands og aðildar- félags, en hún var unnin var af hverju félagi eða sambandi fyrir sig. Tekið er fram að víða sé um skörun samningssviða að ræða og þurfi sambönd og félög því að leita samkomulags um hvernig leyst verði úr því. í samningsdrögunum er einnig að finna lýsingu á samningssviði Bif- reiðastjórafélagsins Sleipnis en tekið er fram að áhöld séu um hvort félagið fullnægi áskiln- aði frumvarpsins til að geta talist landsfélag. í drögunum segir að þegar fram komi nýjar reglur á sviði vinnuréttar á grandvelli EES- samningsins, sem ætlað sé að hafi almenn rétt- aráhrif, skuli miðstjórn ASI senda aðildarfé- lögunum greinargerð um efni málsins. Mið- stjórnin hafi umboð, skv. því sem aðilar samningsins ákveða hverju sinni, til að ganga til samninga við samtök atvinnurekenda og stjórnvöld um gildistöku Evrópureglna. I drögum samstarfssamningsins er einnig fjallað um sameiginlegt umboð samninga- nefndar ASÍ varðandi sameiginlega kröfugerð og samninga fyrir hönd aðildarfélaganna. „Samningsaðilar eru sammála um að þeim sé nauðsynlegt að samræma aðgerðir sínar og aðkomu að kjarasamningum við atvinnurek- endur og að því leyti sem þau mál kunna að snúa að stjórnvöldum. í þessu skyni skuld- binda samningsaðilar sig til að veita samninga- nefnd samkvæmt. 9. gr. laga ASÍ umboð til að koma fram fyrir sína hönd við gerð samninga um tryggingarákvæði og aðkomu stjórnvalda að aðalkjarasamningum. Slíkt umboð er háð því skilyrði að samninganefndin starfi innan þess ramma sem samkomulag er um hverju sinni. Sex mánuðum áður en fyrstu aðalkjara: samningar verða lausir skal miðstjórn ASI kalla saman aðila samnings þessa til viðræðna | um samningsforsendur væntanlegra aðal- kjarasamninga. Miðstjórnin skal leggja fram r tillögu að fyrirvara sem aðildarfélögin gætu sett við undirritun kjarasamninga til að tryggja sameiginlega aðkomu að tryggingar- ákvæðum. Þá skal miðstjóm leggja fram upp- kast að kröfugerð gagnvart stjómvöldum ef ástæða þykir til,“ segir þar. Geta ekki treyst á ákvæði um skylduaðild að stéttarfélögum í núgildandi ákvæði laga ASÍ er að finna L bann við því að aðildarfélög setji sér ákvæði um félagsskyldu eða ákvæði sem takmarka að- " ild að félögum með tilliti til búsetu eða lög- heimilisfesti. Var þessi regla lögfest á þingi ASÍ 1996 í kjölfar mikillar umræðu varðandi félagafrelsi. Þessi greinin er nú að mestu sett óbreytt inn í framvarpsdrögin sem lögð verða fyrir þing ASÍ á mánudaginn. I athugasemdum með greininni segir um þetta: „Hér er gert ráð fyrir að ákvæðið standi óbreytt að þessu leyti enda ljóst að áfram mun | verða uppi þróun í átt til virkara félagafrelsis. Þetta hlýtur að leiða til þess að stéttarfélögin verða í auknum mæli að tryggja fjöldaaðild að 9 félögunum án þess að geta treyst á ákvæði um skylduaðild hvort sem er í lögum sínum eða samningum. Ýmislegt bendir til þess að í náinni framtíð kunni einnig að verða sótt að þeirri sterku stöðu sem forgangsréttarákvæði kjara- samninga hafa haft. Einnig það gerir stéttar- félögunum nauðsynlegt að leita nýrra leiða til að tryggja áframhaldandi almenna aðild.“ Loks er gert ráð fyrir að skattakei'fi sam- | bandsins verði óbreytt frá því sem ákveðið var á fundi sambandsstjórnar ASÍ vorið 1997 en skattar aðildarfélaga og sambanda til ASÍ hafa 1 verið viðkvæmt deilumál innan hreyfingarinn- ar um árabil. í greinargerð miðstjórnar segir m.a. um þetta: „Mjög hefur skipt í tvö hom með viðhorf aðildarfélaganna til þess hvaða leið þau hafa talið réttast að fara í skattamálunum: Annars vegar era þeir sem telja að skattar til sambandsins eigi alfarið að vei’a nefskattur þ.e. ákveðið gjald fyrir hvern félagsmann aðildar- félags skv. félagaskrá. Þetta er sú aðferð sem | er hvað almennust meðal systursamtaka á Norðurlöndum. Þeir sem gagnrýna þessa leið benda á að niðurstaða slíkrar skattlagningai’ I komi mjög ójafnt niður eftir tekjum félags- manna og fjölda hlutavinnustarfsfólks. Þannig gætu t.d. félög sem era með marga tekjulága einstaklinga eða fjölda fólks í hlutastörfum, lent í því að greiða mjög hátt hlutfall allra tekna sinna til Alþýðusambandsins á meðan önnur félög greiddu einungis óveralegan skatt. Hins vegar eru þeir sem telja að skatturinn eigi að vera hreinn hlutfallsskattur, þ.e. að að- ildarfélögin greiði skatta sem er ákveðið hlut- jj fall af félagsgjaldatekjum. Þessi aðferð hefur I einnig verið gagnrýnd og m.a. bent á að út- | koman gæti orðið sú að tiltölulega fámenn fé- lög með hærra launaða félagsmenn gætu lent í því að standa undir mjög ríflegum hluta af öll- um rekstri og starfsemi heildarsamtakanna en hefðu samt sem áður lítið um stefnu eða starfshætti að segja sökum lítils vægis. Með þeirri lausn á skattamálun- um sem valin er í framvarpinu er , leitast við að sætta þessi sjónar- mið og fara bil beggja. Skattkerfið | virkar þannig að lagður er nefskattur á reikn- aðan fjölda „fullgreiðandi félagsmanna". Fjöldi „fullgreiðandi félagsmanna“ er fenginn með því að deila með meðallaunum félagsmanna upp í heildar félagsgjaldatekjur félagsins og þannig fæst reiknuð tala félagsmanna miðað við að þeir séu í fullu starfi og hafi meðaltekjur í viðkomandi starfs- eða atvinnugrein. Gert er ráð fyrir að upplýsingar um meðaltekjur í starfs- eða atvinnugreinum innan ASI verði fengnar frá kjararannsóknarnefnd eða að byggt verði á öðram þeim sambærilegum upp- | lýsingum sem gefa réttasta mynd af meðal- tekjum.1 Stef nt að einfaldara og virkara stjórn- skipulagi Miðstjórn semji um gild- istöku Evrópu- reglna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.