Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 56
^>6 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Guðrún fæddist á Merkigili í Eyja- firði hinn 20. mai 1919. Hún lést á Kristnesspítala 2. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Jón Rósin- berg Sigurðsson, f. 11 júlí 1888, d. 11. apríl 1954, bóndi á Merkigili og Rósa Sigurðardóttir, f. 1. júlí 1893, d. 19. sept- ember 1987, hús- freyja á Merkigili. Systkini Guðrúnar: Gunnar, f. 1921, d. 1997, kvæntur Geirþrúði Júhusdóttur; Þorgerður Jóhanna, f. 1924, gift Gesti Sæ- mundssyni; Hólmfríður, f. 1926 var gift Krisljáni Margeiri Jóns- syni sem nú er látinn; Páll, f. 1931, kvæntur Sigurveigu B. Sigurgeirs- dóttur. Guðrún giftist 11. júlí 1945 Jóakim Guðlaugssyni, f. 19. janúar Mig langar að minnast tengda- móður minnar með fáeinum orðum. * Leiðir okkar lágu saman fyrir liðlega tuttugu árum og því eru minningar- brotin mörg henni tengd. Guðrún var sjálfstæð, dugmikil en um leið hlédræg kona. Hún var ást- rík og traust og ávann sér því fljótt virðingu mína og væntumþykju. Lífsfylling hennar fólst í að „rækta garðinn sinn“. Heimilið og fjölskyld- an áttu hug hennar allan og hún lagði ómælda alúð í hvunndagsverkin sín. Það er mér og e.t.v. fleirum af minni kynslóð þarft að leiða hugann annað ,<yeifið að konum sem henni. Þegar ég hugsa til Guðrúnar finnst mér eins og ég hafi stöðugt verið að læra af henni; hún að kenna mér að prjóna dúka, útbúa krem- marengs, hita sykurvatn til að slá á magakveisu frumburðarins. Ég, ár- angurslaust, að keppast við að verða á undan henni að fylla berjadallinn eða berjafötuna. Við, hlæjandi yfir 1915, bónda á Bárðar- tjörn í Höfðahverfí. Hann er sonur Guð- laugs Jóakimssonar bónda og Emelíu Sig- urbjargar Halldórs- dóttur, húsfreyju á Bárðartjörn. Börn Guðrúnar og Jóakims: 1) Júlíus Unnar, f. 6.11. 1942, vélsijóri á Grenivík, kvæntur Sigurlaugu Svövu Krisfjánsdótt- ur, f. 1.1. 1952, starfs- manni á sambýli aldr- aðra. Synir þeirra eru Ómar Þór og Jóakim Kristján. Þau eiga tvö barnaböm. 2) Rósa Jóna, f. 27.2. 1946, húsfreyja og bóndi á Bárðartjörn, gift Þórsteini Arnari Jóhannessyni, f. 18.7. 1941, bónda á Bárðartjörn. Börn þeirra eru Guðjón Arnar, Guðrún Rósa, Sig- rún Magna og Heiðrún Harpa. Þau eiga tvö barnabörn. 3) Guðlaugur Emil, f. 24.11. 1949, atvinnurek- kaffibolla. Það eru raunar stundirn- ar í eldhúsinu hjá henni sem eru mér dýrmætastar. í tímalausum veruleik eldhússins helst kvika mannlífsins við því í takt við hjartslátt landsins er lifað samkvæmt lögmálinu þar sem kaffið og spaugið ylja innvortis þeim...semvita að hinumegin við borðið er...klettur með hlýja, vinnusama hönd oggóðaugu. (Eb'sabet Þorgeirsdóttir.) Elsku Guðrún mín, margs er að minnast og margs er að sakna. Hafðu þökk fyrir allt og allt, ekki síst tímann sem þú virtist alltaf eiga nóg af. Þar gæti ég sitthvað af þér lært, það vitum við báðar. Þin Þórunn. andi í Grindavík, kvæntur Elsý Sigurðardóttur, f. 16.8. 1949, hús- móður og verkakonu í Grindavík. Börn þeirra eru Jóakim Ragnar, Sigríður Gerða og Óskar Freyr. Þau eiga sex barnaböm. 4) Jenný, f. 27.2. 1955, bankastarfsmaður á Grenivík, gift Arna Dan Armanns- syni, f. 5.6. 1953, veiðieftirlits- manni. Börn þeirra eru Hólmfríð- ur, Guðrún, Armann Dan og Gyða Dröfn. Þau eiga fjögur barnabörn. 5) Rúnar Jóakim, f. 8.9. 1960, bóndi í Sólvangi Fnjóskadal, kvæntur Þórunni Jónsdóttur, f. 1.11.1961, kennara og bónda í Sól- vangi. Börn þeirra eru Arnar Geir, Hrönn, Silja og Líney. Guðrún ólst upp á Merkigili í Eyjafirði. Eftir skyldunám stund- aði Guðrún nám við Húsmæðra- skólann á Laugalandi og var við vinnukonustörf á Akureyri og í Reykjavík. Guðrún var húsfreyja á Bárðartjörn frá 1945, er hún og Jóakim tóku þar við búi, til ársins 1972 en þá fluttu þau hjónin til Grenivíkur. Guðrún dvaldi á Kristnesspítala frá 1996 og lést þar 2. nóvember síðastliðinn. Utför Guðrúnar fer fram frá Grenivíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Ég vil minnast ömmu minnar í fá- um orðum þótt það sé erfitt því hún var stór partur í lífi mínu. Að hugsa um að hún sé farin frá okkur finnst mér hræðilegt. En ég veit að henni líður vel þarna uppi hjá skyldfólkinu sínu og ég hitti hana einhvern tím- ann þarna uppi. Amma var yndisleg persóna, hún vildi allt fyrir mann gera hvað sem bjátaði á. Aður en ég byrjaði í grunnskóla var ég oft í pössun hjá henni, það voru einu bestu dagarnir í lífi mínu með henni. Ég á svo margar góðar minningar um hana, t.d þegar við sátum á stofu- gólfinu heima hjá henni og hún kenndi mér ólsen, ólsen og blindtrú. Ég man þegar hún gaf mér spear- mint-tyggjóið í löngu bréfunum og ég tók það úr bréfinu og setti það upp í mig en setti tyggjóbréfið sam- an aftur og gaf henni það. Hún opn- aði það og var alltaf jafn hissa af því að þar var aldrei tyggjó, þetta fannst mér rosalega gaman. Alltaf þegar ég kom til hennar og afa klikkaði hún aldrei á kandísmolunum sem hún bauð mér. Það var toppurinn að koma til þeirra að fá nammi og kök- ur. Hennar kökur voru þær lang- bestu sem maður fékk. En afi gefur mér áfram alltaf eitthvað góðgæti þegai' ég kem í heimsókn. Ég var alltaf velkomin til þeirra og ég lít á þau sem besta fólk í heimi. Eg var aðeins 10 ára þegar hún fékk þennan sjúkdóm svo ég gat lítið talað við hana um mín persónuleg mál en ég á þó góðar minningar um hana. Mér hefur aldrei liðið jafn illa og þegar ég hringdi í mömmu og hún sagði mér að hún amma væri farin. Ég ætlaði varla að trúa því, mér fannst eins og hluti af hjarta mínu væri rifið úr mér, en ég á svo margar góðar minn- ingar um hana í hjarta mínu og ég gleymi þeim aldrei. Ég ætla að segja börnunum mínum frá henni, hvað hún var yndisleg persóna. Ég vor- kenni svo afa, honum þykir svo vænt um hana, ég fæ alltaf tár í augun þegar ég horfi á hann því hann er svo dapur. Maður verður bara að vera góður við hann, taka utan um hann og hjálpa honum í gegnum þetta því ekkert er verra en að missa ástvin og sérstaklega ekki hana ömmu mína. Ég gleymi þér aldrei, elsku amma mín, þín verður sárt saknað. Þín Gyða Dröfn. Þær eru margar minningarnar sem við systumar eiga um hana ömmu okkar. Það eru okkar forrétt- indi að hafa fengið að umgangast hana svona lengi, ekki aðeins vegna þess að hún var amma okkar heldur einnig vegna þess að hún bjó nánast í næsta húsi. Það urðu því tíðar ferðir okkar systra til ömmu sérstaklega ef hungrið sverfði áð því amma átti allt- af bakkelsi og það oftast nýbakað. Amma var líka mikil hannyrðakona og notalegar stundir áttum við með ömmu er hún kenndi okkur að prjóna eða hekía og aðstoða okkur við handavinnu þó við höfum lítið dundað við slíkt síðan. Einu sinni sem oftar erum við hjá ömmu og önnur okkar er að spá í nöfn okkar systra því báðar heitum við í höfuðið á ömmum okkar. Fannst okkur að sú amma sem við hétum í höfuðið á væri meiri amma okkar en hin. Þetta fannst ömmu meiri vitleysan og sagði að öll barnabörn ættu ömmur sínar jafnt sama hvað þau hétu, lýsir þetta henni vel því aldrei gerði hún upp á milli eins né neins. Amma var ekki aðeins réttlát, hún var einnig ráðagóð. Eitt sinn þegar við gistum hjá henni pissaði önnur okkar undir. Amma var ekki lengi að skipta á rúminu og lánaði svo „pissaranum" nærbrók af sér. En þar sem kropp- urinn var lítill en brókin stór fóru brátt að læðast tár niður kinnar á lánþeganum. Vorkunnsemin helltist yfir hina systurina og þar sem við vildum ekki vera vanþakklátar skipt- um við um nærbuxur. Já, hún amma var réttlát og ráðagóð en ekki er allt upptalið enn og verður ekki nema heil bók komi til, hún amma var nefnilega dugleg líka. Á hverju sumri fórum við fjölskyldan í sumar- bústað og amma og afi auðvitað líka. Þetta voru skemmtilegar stundir og gott frí fyrir alla, eða það héldum við þar til við sjálfar stofnuðum fjöl- skyldur og fórum í sumarbústað. Það nefnilega hætti að vaskast upp af sjálfu sér, gólfin urðu skítug og þvotturinn óhreinn. Síðustu árin var amma reyndar orðin svo veik að erf- itt var að eiga samskipti við hana en missirinn er samt sem áður mikill fyrir fjölskylduna. Eg sendi þér kæra kveðju, nú er komin lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þínverölderbjörtáný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir oglýsirumókomnatíð. (Þórunn Sig.) Elsku afi okkar, nú er hún amma komin á betri stað og hefur vafalaust öðlast heilsuna aftur. Guð veri með þér og börnunum ykkar ömmu. Ykkar Guðrún og Hólmfríður. GUÐRÚN RÓSA - JÓNSDÓTTIR Birting afmælis- og minningargreina , MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takm- arkast við eitt til þrjú erindi. Greinai-höfundar eru beðnir að hafa skírn- amöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan y sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja % UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. + Anna Björnsdótt- ir fæddist á Brekku, Seyluhreppi í Skagafírði, 23. febrúar 1903. Hún Iést á dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi 13. október síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Borgarneskirkju 28. október. Nú hefur elskuleg langamma okkar, Anna Björnsdóttir, kvatt þennan heim og gengið inn í þann næsta. En við sitjum eftir með sorg í hjarta en margar góðar minn- ingar um hana ömmu okkar, sem var okkur svo kær. Anna amma í Borgarnesi átti heima á Dvalarheimili aldraðra þar í bæ. Hún var lítil, glaðvær kona, sem við munum eftir sitjandi með bros á vör í herberginu sínu, með prjónana í höndum sér. Við litum gjarnan við hjá henni með mömmu og pabba á leiðinni í eða úr Mývatnssveitinni. Okkur krökkunum þótti alltaf gott að heimsækja Önnu ömmu í litla, sæta herbergið hennar, skrýtt fjölmörg- um myndum af öllum afkomendun- um, sem alltaf var jafn gaman að skoða. Og hún amma átti litla dós á litla borðinu við hliðina á rúminu sínu, sem var alltaf áhugaverð fyrir okkur krakkana. Það var dósin með namminu, sem amma benti fljótlega brosandi á og sagði: „Þið megið fá ykkur, krakkar mínir“. Það var hins vegar alltaf jafn erfitt að opna dós- ina, en það tókst nú samt alltaf að lokum með þrjósku og vitn- eskju um innihald dós- arinnar. Þegar amma kvaddi okkur svo í anddyrinu á Dvalar- heimilinu, þá laumaði hún svo oft að okkur handavinnunni sinni, vettlingum eða ullar- sokkum. Við krakk- arnir dáðumst alltaf jafnmikið að þessum hlutum, sem voru svo fallegir og hlýlegir. Það eru einmitt lýs- ingarorðin sem okkur krökkunum dettur í hug þegar við hugsum til Önnu ömmu. Hún var falleg og hlýl- eg- Elsku Anna amma. Við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Við vitum að þér líður vel þar sem þú ert núna. Þú munt alltaf eiga þér stað í hjarta okkar. Við kveðjum þig með með er- indi úr litlu ljóði: Móðir mín Nú er of seint að þakka þér og þungu létta sporin, þú svífur fyrir sjónum mér sem sólargeisli á vorin. Þú barst i örmum bömin þín og baðst þau guð að leiða, ég veit þú munir vitja mín og veg minn áfram greiða. (Eiríkur Einarsson frá Réttarholti) Helga Sif, Gunnar Freyr og Andri Björn Róbertsbörn Senn er lokið langri ferð lífs á jarðarsviðinu. Afram halda enn þó verð upp að Gullna hliðinu. Þessa vísu gerði amma fyrir nokkrum árum, hún var fyrir löngu tilbúin í þessa ferð. Þó hún hafi tal- að um það í mörg ár að hún væri til- búin að kveðja þá var hún lífsglöð, hún vildi bara fara að hitta sinn heittelskaða, hann afa, sem fór rúm- um 30 árum á undan henni. Minning okkar um ömmu nær aftur til heim- sókna að Lækjarmótum og síðan í Borgarnes. Amma var hafsjór af fróðleik og naut þess að miðla til okkar sögum og minningum frá sín- um yngri árum. Hún greindi okkur frá hinni hörðu lífsbaráttu sem Is- lendingar áttu í frostaveturinn mikla og hversu ótrúlegt væri að fólk skyldi lifa af þessi harðindi. Ekki síður minnumst við allra kvæðanna og ferskeytlanna sem hún svo auðveldlega gat slegið fram við hin ýmsu tækifæri. Hún átti einnig mjög auðvelt með að setja saman vísu sjálf og fengum við stundum vísu frá henni við hátíðleg tækifæri. Fyrir ári fórum við með hana í Hvalfjarðargöngin, þegar við komum að göngunum fór hún með vísu sem fjallaði um það að enginn færi ofan í jörðina fyrr en hann færi þangað alfarinn, þegar við komum upp úr göngunum aftur sagði hún að nú væri búið að afsanna þetta. Sterkast þó í minningunni er kær- leikur hennar til afa og kom það fram hjá henni alveg fram á síðasta dag. Það fallegasta sem amma hef- ur ort er ljóð sem hún orti þegar þau áttu silfurbrúðkaupsafmæli. Nú er amma sæl, hún er komin til afa og við samgleðjumst henni. Takk, elsku amma, fyrir árin sem við átt- um með þér. Svava, Eiður, Gísli, Anna og Sigríður Birna. ANNA BJÖRNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.