Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 60
J*sO LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Þátttaka þín skiptir máli
ÞAÐ skiptir miklu
máli að fólk taki þátt í
starfi verkalýðsfélaga
sinna. . Aðstæður í
þjóðfélaginu ráðast að
miklu leyti af styrk
verkalýðsfélaganna á
hverjum tíma til að
móta þjóðfélagið í átt
að meira réttlæti.
Við sem einstakling-
ar eigum að standa
saman um bætt lífs-
kjör og meiri lífsgæði
- og það getum við
sannarlega gert með
öflugri þátttöku innan
verkaiýðshreyfingar-
innai'.
Metum samfélags-
þjónustuna
Kjör fólks sem starfar við samfé-
lagsþjónustu eru heldur bágborin.
Margir gera sér ekki grein fyrir
hversu mikilvægum störfum er
gegnt innan þessa málaflokks og
gildir einu hvort um ræðir skrif-
stofustörf eða störf í umönnunar-
og uppeldisgeiranum.
Þrátt fyrir fögur áform með
^•stofnun sambýla fyrir þann hóp,
sem ekki getur séð um sig sjálfur
sökum fötlunar af einhverju tagi og
þarf umönnun allan sólarhringinn,
virðist hafa gleymst að gera ráð fyr-
ir að heimili þessi yrðu einnig
vinnustaðir. A þenslutímum sem
þessum eru þetta ekki eftirsóttir
vinnustaðir. Neyðarástand ríkir á
nánast öllum stofnunum sem annast
sjúka og aldraða. Nú sárvantar
starfsfólk og það sem fyrir er starf-
ar við óhóflegt álag. Þrátt fyrir að
þessar staðreyndir ættu að vera
"Tjosar öllum þeim sem vilja vita ger-
ist lítið í kjaramálum
þessara hópa. Það er
löngu kominn tími til
að samfélagsstörfin
verði betur metin í
launalegu tilliti. Það
þarf að gera lýðum
íjóst að vinna með fólki
og umönnun aldraðra
og sjúkra er ekki síður
mikilvæg en vinna með
vélar og eða peninga.
Til þess að svo geti
orðið þarf meiri kraft í
okkar hreyfingu. Það
gerist ekki öðruvísi en
að fleiri láti sig hlutina
varða og taki þátt í
starfinu. Það þarf að
hvetja unga fólkið sem er að hefja
lífið á vinnumarkaðinum til að taka
virkan þátt í störfum stéttarfélag-
Verkalýðsbarátta
Til að lífvænlegra verði í
íslensku þjóðfélagi, seg-
ir Ina H. Jónasdóttir,
þurfa sjónarmið jafn-
ræðis og jafnréttis að
vera í öndvegi.
anna og gera því grein fyrir að
stéttarfélög gegna mikilvægu hlut-
verki ekki aðeins til að semja um
kaup og kjör heldur ekki síður að
standa vörð um þau réttindi sem
forverar okkar í verkalýðshreyfing-
unni fengu í gegn með þrotlausri
baráttu. Þetta á ekki aðeins við um
starfsemi míns verkalýðsfélags,
SFR, heldur þai'f að blása til sóknar
innan verkalýðshreyfingarinnar í
heild.
A síðustu misserum hefur félags-
hyggja átt undir högg að sækja
meðan alls konar sérgæska og
græðgi örfárra hópa hefur haft mót-
andi áhrif á samfélagið. Sinnuleysi
einkennir samfélagið. íslenskt þjóð-
félag þarfnast meiri félagshyggju,
minni einstaklingshyggju. Til þess
að svo geti orðið þarf verkalýðs-
hreyfingin í heild að taka betur á.
Góðar forsendur
fyrir þátttöku
Við sem skipum forystu SFR höf-
um að undanförnu reynt að skapa
betri forsendur fyrir einstaklinga til
þátttöku í stefnumótandi starfi okk-
ar félags. Það höfum við til dæmis
gert með uppbyggingu öflugs trún-
aðarmannakerfis, með því að reka
góða þjónustuskrifstofu og reyna að
skapa hlýlegt andrúmsloft í félag-
inu. Félagsstarfsemin hefur verið
gerð víðtækari, þannig að í ríkari
mæli er hugað að menntunarmálum
félagsmanna, orlofsmálum og ýmiss
konar afþreyingu. Jafnframt vill fé-
lagið láta sig varða allt sem snertir
lífskjör félagsmanna og þar með
alls almennings í landinu. Til að líf-
vænlegra verði í íslensku þjóðfélagi
þurfa sjónarmið jafnræðis og jafn-
réttis að vera í öndvegi í öllu starfi
innan verkalýðshreyfingar og
stjórnmálahreyfinga. Við berum öll
ábyrgð og þurfum öll að axla hana.
Við viljum hafa áhrif á það samfélag
sem við lifum í.
Þátttaka þín skiptir máli.
Höfundur er varaformaður SFR,
Starfsmannafélags ríkisstofnana.
ínaH.
Jónasdóttir
Bombardier DS 650
Fjórhjólið DS 650 er einstakt
i sinni röð. Fiöðrun og kraftur
eru með ólikindum og
stöðugleiki hreint afbragð.
Betur útbúið fjórhjol
er vandfundio.
Ski-doo MXZ 800
Nýr sleði:
Meirí stöðugleiki.
Ný vél. Meira afl.
Betri fjöðrun.
Minni þyngd.
Betri Ijósabúnaður.
Meiri sparneytni.
Minni hávaði.
í dag er sýning á vélsleðum og fjórhjólum í sal
Gísla Jónssonar að Bíldshöfða 14. KÍktu við.
Umboðsmenn: Brimborg. Akureyri
og Bílasalan Fell, Egilsstooum
PrISLI JÓNSSON ehf
Bíldshöfða 14 Sími: 587 6644
s/ci-cfoo
BOMBAROIER Æk
REcmnom pmucrs
Ferðir - í tilefni
dagsins
FOXTERÍER-hund-
ur leikur sér við refi í
skógi í Póllandi í byrjun
níunda áratugarins.
Hann er bitinn. Eigandi
hundsins, dósent í dýra-
fræðum við Háskólann í
Wroclaw, ákveður gá-
leysislega að fylgjast
sjálfur með því hvort
hundurinn sýnir ein-
kenni hundaæðis.
(Samkvæmt lögum á
ákveðin læknastofa að
gera það.) Hann tekur
hundinn með sér í vinn-
una. Starfsfólk og nem-
endur klappa krúttinu.
Afleiðingamar eru alvarlegar. Hund-
urinn veikist og helmingur dýra-
fræðadeildarinnar þarf að fara í
margar sársaukafullar sprautur. Stór
skandall. Guði sér lof, enginn deyr en
dósentinn er í mikilli klípu. Dag einn
situr hann fyrir framan dyr í Hér-
aðsdýralæknastofunni sem merktar
eru Forstjóri, þar sem ég vinn, og
nagar neglur. Kannski til að hug-
hreysta sjálfan sig fer hann í hugan-
um í langa, framandi ferð. Hann segir
okkur stelpunum á stofunni frá Is-
landi. Á áttunda áratugnum hafði
hann gengið þvert yfir þessa eyju í
norðri. Hann segir okkur frá ótrúlegu
landslaginu, um gestrisni fólksins, um
himininn yfir landinu og kristaltært
loftið. Næsta dag kaupi ég mína
fyrstu bók um ísland.
Svona óvenjuleg óbein landkynn-
ing, eins og í mínu tilviki, getur haft
áhrif á ferðir einstaklinga. Til að
höfða til margra þarf hins vegar stóra
kynningai'herferð.
í dag er sjálfstæðisdagur Póllands
og það geíúr mér tækifæii að skrifa
um mál sem ég haf lengi hugsað um,
þ.e. að markaðssetja Island sem
ferðaland iyrir Pólveija. (Reyndar
þyrfti að gera það í allri Mið- og Aust-
ur-Evrópu.)
Hinn 11. nóvember 1918 fékk Pól-
land sjálfstæði eftir mai'ga áratuga
skiptingu landsins milli Rússlands,
Prússlands og Austurríkis. Sumir
segja að 1989 hafi Pólland fengið
sjálfstæði í annað skiptið á þessari
öld, en það fer eftir pólitískum skoð-
unum. Það er hins vegar staðreynd að
merkilegar breytingar hafa átt sér
stað í Póllandi frá árinu 1989 og þeim
hefur fjölgað hratt sem hafa auknar
tekjur og áhuga á að ferðast.
Pólverjar eru núna mikilvægt
vinnuafl á ísiandi. Þeir geta einnig
verið mikilvægir viðskiptavinir ferða-
þjónustunnar. Blöð í Póllandi eru full
af ferðaauglýsingum, sérstök ferða-
blöð eru fagleg og boðið er upp á
ferðalög til allra heimshorna. Fyrii'
Pólverja sem eru leiðir á að kafa í
Karíba-hafinu, fara í Afríkusafarí eða
funda með kóalabjörnum væri
kannski skemmtilegt og fræðandi að
koma til Islands.
Að mínu mati ætti markaðsráð
ferðaþjónustunnar hér á landi að gera
ráð fyrir vaxandi mörkuðum í Mið- og
Austur-Evrópu í áætlunum sínum
fyrir næsta tímabil, sér-
staklega Póllandi, þeg-
ar tekið er mið af mann-
fjölda.
Þeir fáu pólsku ferða-
menn sem þegar koma
til Islands eru flestir á
eigin vegum. Almenn
ferðasala í gegnum
ferðaskrifstofur er rétt
á byrjunarstigi. Það er
kannski ekki hægt að
ætlast til þess að Pól-
verjar byiji almennt að
eyða heilu sumarfríi
hér, því þeir þrá hin
þrjú S (sól, sjó, strönd)
jafn mikið og íslending-
ar. En stuttar hópferðir gætu hins
vegar selst eins og heitar lummur. Til
þess þarf að markaðssetja Island vel.
Stofnun skrifstofu ferðamálaráðs í
Póllandi væri auðvitað besti kostur-
Pólland
Markaðsráð ferðaþjón-
ustunnar hér á landi
ætti, að mati Katrínar
Guðmundsson, að gera
ráð fyrir vaxandi
mörkuðum í Mið- og
Austur-Evrópu.
inn og vonandi kemui' til þess í fram-
tíðinni. En til að byija með væri ágætt
að hafa góða opinbera ferðasíðu á
pólsku. Netáhrif magnast með hveiju
ári og netvæðing í Póllandi vex hratt.
Á þessu ári eru haldnar samtals 22
ferðasýningar í Póllandi. Af þeim eru
10 alþjóðlegar. Á TT Warsaw
Tour+Travel 2000 í september tóku
t.d. 265 fyrirtæki frá útlöndum þátt
ásamt jafn mörgum fyrirtækjum
heimamanna. Það gæti borgað sig
fyrir Island að nota svona tækifæri til
að kynna land og þióð.
Ferðamennska er ekki ný tíska hjá
Pólverjum. Þeir hafa ferðast mikið í
gegnum tíðina. Þegai' afi minn fædd-
ist sögðu læknar að hann væri svo
veiklulegur að hann myndi ekki lifa
lengi. Fjölskyldan fór þá í heilsuferðir
um Evrópu þvera og endilanga. Og
strákurinn náði 93ja ára aldri sem
sýnir vel kosti heilsuferða. Kona
hans, amma mín, var vön ferðalögum
til Frakklands og Ítalíu fyrir giftingu
þeirra. Hinn afi minn og amma, for-
eldrar pabba míns, ferðuðust jafnvel
enn lengra og pabba mínum tókst að
fæðast á Súmatra-eyju í núverandi
Indónesíu.
Margir Pólveijai' bíða eftir því að
geta eytt peningum sínum. Það þarf
bara að benda þeim á að hægt sé að
gera það á skemmtilegan hátt á ís-
landi.
Höfundur er nemandi í Ferðamála-
skólanum íKópavogi.
Katrín
Guðmundsson
Vandaðar og vel skipu-
lagðar 4ra-5 herbergja
íbúðir á góðum stað í
Reykjavík til sölu.
íbúðirnar eru með stór-
um svölum á móti
suðri, þvottahús í íbúð-
inni, rúmgott baðher-
bergi, stór barnaher-
bergi, rúmgott eldhús
og fallegt útsýni.
Upplýsingar t síma
896 1606 og 557 7060