Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ IÍIKI i—— Djúpt í draumi DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mýnd/Kristján Kristjánsson Það rís úr djúpinu. Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað, og ljóðin, er þutu um þitt blóð frá draumi til draums, hvar urðu þau veðrinu að bráð, ó barn, er þig hugðir borið með undursamleikans eigin þrotlausan brunn þér í brjósti, hvar? (Jóhann Jónsson.) Vökunni má líkja við svaml í grunnu lauginni meðan djúpa laugin er svefninn og þegar yf- ir rauðu línuna kemur sem skilur á milli tveggja heima köfum við í djúpið að grunna drauma okkar. Sálinni hefur löngum verið líkt við vatn og í draumi birtist hún oftast í vatnslíki eða tengir sig vatni meðan vitundin sem umlykur hana er hafið þar sem þangið rótlausa (hugsanabelti) vafrar eilíflega um. Þegar við drögum djúpt andann og sökkvum mætum við myndgerðum efnis- eindum af tilurð okkar, tilgangi og tilfinningavökum en þær eru ekki alltaf skýrar eða skil- merkilegar og því syndum við hjá án frekari skoðunar. En á skilunum milli birtu og myrkurs (svefns og vöku) birtast oft ákveðnar draummyndir, skýrar senur sem skilja eftir hugann í uppnámi um stund en týnast svo eða gleymast. Slíkar senur tengjast oft ákveðnum af- gerandi atburðum eins og dauða, lífi, fortíð og framtíð. Þegar við þyngjum blýið og færum okkur neðar og dýpra verða myndirnar ógreinilegri líkt og flöktandi snjóflygsur um birtulitla nótt. Þar spyrnum við vel í, enda lítið að græða á flygsunum og við líð- um inn í gegnum biksvart myrk- ur og inn í drauminn. Þegar við lendum í óhöppum, áraunum eða öðrum erfiðleikum og silfurstrengur lífs og dauða trosnar eða slitnar, skýrast allar þessar myndir og svið svo við verðum „upplýst“ og „meðvituð" um þá duldu þætti sem í and- rúminu liggja. „Dreymdi lækna“ I „Daglegu lífi“ Morgunblaðsins 28. júní 1996 var þessi frásögn (hér örlítið stytt) konu af reynslu sinni af læknamiðli og tímabundnum dauða á skurð- stofu. „Hún veiktist skyndilega og var lögð inn á spítala, blóð var í eggjastokkum og var um innvortis blæðingu að ræða. Hún var send heim, en daginn eftir sprakk annar eggjastokk- urinn. Hún fór aftur á spítalann og hafði lífhimnubólga myndast. „Ég fékk svo morfín og mátti ekki hreyfa mig í sólarhring," segir hún. „Síðan var ég skorin og annar eggjastokkurinn fjar- lægður og líka leiðari." A meðan á uppskurðinum stóð upplifði hún endurlit sem fólst í hröðum svipmyndum úr lífinu. „Svo fann ég mikla vellíðan og að faðir minn var að tala við mig. Hann sagði: „Vertu róleg, þetta er allt í lagi, við náum saman, þú kemur til mín.“ Svo finnur hún að læknarnir á skurðstofunni eru að berja hana til lífs og ná henni aftur, „ég vildi helst ekki koma, því mér leið svo vel“. Uppskurðinum var lokið og hún var lifandi. Nóttina eftir uppskurðinn dreymir hana svo annan uppskurð sem þrír læknar framkvæma. „Ég upp- lifði hann eins og verið væri að skera mig upp vakandi. Læknarnir í draumnum segja svo sín á milli: „Hér er allt í góðu standi, hún er í góðum höndum." „Ég var mjög undrandi þegar ég vaknaði, því draumurinn var svo raunverulegur. Þegar fólkið mitt fékk að heimsækja mig nokkrum dög- um síðar segi ég því frá þessu og sé að það verður mjög vandræðalegt og stendur eins og þvörur hjá mér.“ Þegar konan kom heim eftir spítaladvölina fékk hún að vita að fólk- ið hennar hafði leitað til gamallar konu sem var lækningamiðill, og að hún hefði fengið lækna að handan til að skera sjúklinginn upp. „Mágkona mín sagði mér svo að gamla konan hefði lýst heim- ili mínu nákvæmlega, sagt að ég ætti að hafa það notalegt í bláa stólnum mínum og borða fisk, grænmeti, hunang og spínat.“ Þegar mágkona hennar talaði við gömlu konuna daginn eftir fékk hún að vita að læknar að handan hefðu skorið hana upp og sagt að allt væri í góðu standi og hún væri í góðum höndum. Það var því ekki nema von að fólkið yrði hissa þegar sjúklingurinn notaði sömu orðin þegar hann lýsti draumnum. Við þetta má bæta að gamla konan sagðist ekki geta lofað neinu því ef hin veika tryði ekki á Guð og lækningamáttinn hefði hún ekki orku til að hjálpa henni. • Þeir lcsendur sem vijja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardcgi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Kringlunni 1 103 Reykjavík eða á heimasíðu Draumalandsins h ttp://www.drcamlan d. is. STÆRÐUM, GERDUM OE LITUM, JAFNT STAKUR SEM HDRNBÓFI. MARGAR GEROIR ÁKLÆOA í BDÐI. mán. - lös. 10:00 -10:00 * laugard. 11:00 -16:00 • sunnud. 13:00 -10:00 TM ■ HÚSGÖGN Síðumúla 30 - Sími 568 6822 - œvintýri líkust LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 37 www.woplilwviiliiz.Gom HOTEL FLÚÐIR ICUAMÐA 18 H0T« i 5 Góðar stundir Hótel Flúðir er glæsilegt hótel ífallegu og rólegu umhverfi. Fróbær kosturfyrir einstaklinga og hópa allan órsins hring. miwm t—i p ♦ •* • ■. 1 :■ a « * » Upplýsingar og pantanir í sírrta 486 6630 IflI ^^tl TÍ ^7 j KÓPAVOGI Gallerí Torg Úrval handunna listmuna til gjafa. Einnig námskeið í leirmótun. Sími 565 6797. sími 564 6610 BÉBÉCAR barnavagnar, TRAMA barnarúm, ARO svanadúnskerrupokar. flott ■ föt sími 554 7300 Tískuverslun fyrir konur á öllum aldri. Ný sending af vörum SINDRl Borgartúni 31 • s. 575 0000 • www.sindri.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.