Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTMUNDUR - STEFÁNSSON Kristmundur Stefánsson var fæddur í Broddanesi í Strandasýslu hinn 26. febrúar 1950. Hann lést á heimili sínu hinn 4. nóvem- ber. Foreldrar hans voru Stefán Jónsson, f. 17. aprfl 1904, d. 1980 og Guðbjörg Kristmundsdóttir, f. 4. september 1911, dáin 1977. Stefán og Guðbjörg áttu fjögur böm, Þorbjörgu, Jón, Kristmund og Guðbjörgu (dáin 1990). Eiginkona Kristmunds var Ár- nína Guðrún Fossdal, f. 29. apríl 1952. Dætur þeirra Guðbjörg, f. 25. júní 1974 og Elísabet Kristín, f. 11. janúar 1993. Sambýlismaður Guðbjargar er Vignir Arason, f. Elsku pabbi minn. Þetta er svo sárt og svo ósann- gjarnt. Hvað varð um tímann sem við áttum að fá og hefðum getað nýtt svo vel. Til að segja allt sem segja þurfti %g gera allt sem við vildum hafa gert. Mig langaði svo að segja þér hvað mér þætti vænt um þig og hvað ég hefði verið heppin að eiga svona góðan pabba. Og mig langaði svo til að fá að taka utan um þig og kveðja þig. Einn dagur hefði breytt öllu. Ég trúði líka alltaf að þetta færi á besta veg. Þrátt fyrir hvert reiðarslagið af öðru. Alltaf hélt ég í vonina. En líklega var þetta best svona. Það hefði líka verið svo erfitt fyrir þig að fara í gegnum þessi erfíðu veikindi og allan sársaukann. Við hin verðum að reyna að vera ekki eigingjörn og hugsa bara um okk- ur sjálf og það sem hefði verið best fyrir okkur. Og þetta var það sem þú vildir. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér og þar færðu að hitta fullt af fólki sem þér þótti vænt um. En það var bara svo margt eftir. Litli þinn eins og þú kallaðir Viktor Hrafn, hann fær ekki að kynnast afa Didda almennilega. Og hann missir af miklu því þú varst svo góður afi. Svo þolinmóður og duglegur að leika við strákana mína. Enda áttu eftir að eiga stór- an hluta í hjarta þeirra alltaf. ' Það eru bara þessar minningar sem skjótast upp í huga mér, þess- ar litlu smáu sem mér fannst kannski ekki svo merkilegar einu sinni en nú eru þær allt. Hvernig getur teymið okkar litla með stóra vin og litla vin gengið upp þegar það er enginn stóri vin. Ög þegar við vorum að steikja litlu fiskana. Og þegar þú leyfðir mér alltaf að vaska upp þó að þú þyrftir að gera það aftur því ég gerði það svo illa. Ég man líka hvað þú varst stoltur 20. janúar 1973. Son- ur þeirra Viktor Hrafn, f. 21. febrúar 1999. Sonur Guð- bjargar er Elfar Arni, f. 3. júlí 1994. Sonur Kristmundar er Birkir Þór, f. 30. desember 1975. Sambýliskona hans er Sóley Lára Árna- dóttir, f. 15. aprfl 1979. Foreldrar Ár- nínu eru Júlíus Ara- son Fossdal, f. 1. nóvernber 1930 og Sigríður Árnadóttir, f. 1. febrúar 1930. Eignuðust þau ellefu börn. Kristmundur starfaði stærstan hluta lífs síns sem sjómaður. Útför Kristmundar fer fram í Blönduósskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. þegar litla systir fæddist. Ég held að þú hafír ekki snert jörðina í viku. Þið náðuð alltaf svo vel sam- an. Þegar þið fóruð upp í hesthús og voruð þar tímunum saman. Þið eruð svo lík. Ein minning situr of- arlega í huga mér. Það er þegar ég var bara fímm ára og þú kenndir mér hvernig á að ganga upp að alt- ari þegar maður giftir sig. Þetta æfðum við oft í gegnum árin en hvað gagnast það núna. Ég er samt svo þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með þér. Þú varst oftast sanngjarn og studdir mig sama hvaða vitleysu ég var að fara út í og hneykslaðist sjaldan á mér. Alla vega ekki við mig. Það var alltaf svo gott að tala við þig. Þú varst svo rólegur og þægilegur og svo mikil kyrrð í kringum þig. Það var bara verst að ég fékk svo lítinn tíma með þér því þú varst alltaf á sjónum. Ég var ekki orðin gömul þegar ég sagði mömmu að ég ætlaði aldrei að ná mé_r í sjómann. Ég veit, pabbi minn, að þú vakir yfir mömmu og litlu systur því þær eiga svo bágt núna og reyni mitt besta líka. Við erum svo heppnar því við eigum svo yndislega fjöl- skyldu sem stendur við bakið á okkur. En mamma er bara eitt- hvað svo ein núna. Ég sakna þín, pabbi minn, en þetta er samt ljúfs- ár tilfinning því ég veit þér líður vel núna. Hvíldu í friði. Þig, sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur og fagrar vonir tengdir líf mitt við, minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei, hvern hjartað kallar á. Heyrirðu ei storminn kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað, Karl 0. Run.) Þín dóttir, Guðbjörg. Birting n fmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takm- arkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírn- , amöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. 1 Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfín Word og Wordperfect . einnig auðveld í úrvinnslu. Elsku afi minn. Ég sakna þín. Það erfitt að hugsa um þig því þá fer ég að gráta. Við fórum stundum á hestbak, það var gaman. Ég ætla að teikna mynd fyrir þig til að taka með upp til himna. Þú varst alltaf svo góður. Bless afi. Elfar Árni. Frá löngu liðnum dögum leita á hugann myndbrot um ungan dreng sem óhikað blandaði geði við sér eldri menn þegar komið var á heimili foreldra hans á Broddanesi. Heimilið var gestkvæmt og gest- risni húsráðenda alla tíð einstök. Kristmundur var ætíð glaðlegur, óvílinn og tilbúinn að taka þátt í spjalli hinna fullorðnu og fylgja eftir skoðunum sínum um margt það sem til umræðu var hverju sinni. A æskuárum Kristmundar er margt fólk á Broddanesi og umsvif mikil, uppbygging og ræktun er þá í hámarki. Fvrir kom að fleiri en ein bygging risi á sumri á búunum þremur sem þar eru. A þeirri tíð þótti sjálfsagt að hinir ungu tækju þátt í störfum hinna fullorðnu og var slíkt ekki tiltökumál. Á jörðinni eru mikil hlunnindi sem ætíð voru og eru mannaflsfrek ef vel á að nýta þau eins og algengt var fyrr á árum. Störf og viðfangs- efni hinna fullorðnu voru einnig störf hinnar ungu og uppvaxandi kynslóðar, það var nánast lögmál. Kristmundur var næstyngstur fjögurra systkina og á meðan hann er enn barn að aldri veikist Stefán faðir þeirra og verður hlutskipti hans að búa við vanheilsu upp frá því. Þrátt fyrir að Guðbjörg móðir þeirra væri einstaklega hraust, og dugnaðarmanneskja með afbrigð- um, var það hlutskipti systkinanna og þá einkum drengjanna að taka fyrr á sig erfið búskaparstörf. Þrátt fyi’ir að þeir yrðu að bera ábyrgð á hirðingu gripa og hey- skap fyrr en algengt var og eðli- legt getur talist var ekki hægt að sjá að þeir bæru af því neinn skaða og urðu þeir báðir með þrekmeiri mönnum. Með árunum skiptust þeir bræður á að vera heima yfir vetrartímann og var annar þá jafn- an á sjó, oft fjarri heimahögum. Þennan hátt höfðu þeir á þar til Jón tók alfarið við búsforráðum. Sjómennskan varð ævistarf Krist- mundar og án þess að þekkja neitt til veit ég að það starf hefur höfðað til hans og hann án efa sinnt því af þeim krafti og dugnaði sem ein- kenndu flest þau störf sem hann tók sér fyrir hendur. Sjálfviljugur valdi Kristmundur sér hlutskipti erfiðismannsins. Öll- um þeim sem þekktu hann best var þó ljóst að menntabrautin hefði reynst honum auðveld og greið en hann kaus eigi að síður að deila lífi og kjörum með alþýðu þessa lands. Hjá honum ungum kom fram mik- 01 áhugi á íþróttum og iðkaði hann RANNVEIG KRIS TJÁNSDÓTTIR + Rannveig Krist- jánsdóttir var fædd á Kaldbak á Tjörnesi 16. aprfl 1900. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Húsavik 3. ndvember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjdn- in Kristján Frímann Sigfússon, f. 20. sept- ember 1865, d. 26. febrúar 1921 og Ja- kobfna Albertína Björg Jdsíasddttir, f. 11. oktdber 1868, d. 10. desember 1948. Rannveig var næstelst fjögurra systkina: a) Jdsías Karl Kristjáns- son, alþingismaður, f. 10. maí 1895, d. 7. mars 1978, kona hans var Pálfna Guðrún Jdhannesddttir frá Laugaseli, f. 4. september 1896, d. 22. mars 1986. Þau eign- uðust fimm börn. b) Sigfús Krist- jánsson, smiður á Húsavík, f. 23. desember 1902, d. 9. apríl 1936. Kona hans var Hildur Geirfínns- ddttir, f. 16. júní 1911, d. 4. aprfl 1988. Þau voru barnlaus. c) Katrín Kristjánsddttir, húsmdðir áAkur- eyri, f. 16. janúar 1907. Maður hennar var Erlingur Davíðsson, ritstjdri f. 11. aprfl 1912, d. 17. júlí 1990. Þau eignuðust fjóra syni. Katrín er ein þeirra systkina enn á lífi og dvelur nú í Kjarnalundi, Lagt hefur upp í nýja ferð tengdamóðir mín, Rannveig Krist- jánsdóttir frá Tunguvöllum, eftir al- darlanga göngu á jarðvistarbraut- um, eða alla 20. öldina, með öllu því umróti og breytingum, illum og góð- um, sem sú öld hefur fært okkur. Mér finnst ég margt hafa lifað síðan ég kom fyrst á heimili þeirra Rannveigar og Jóhannesar í fylgd með dóttur þeirra. Þó vantar enn nokkur ár í að hálf öld sé liðin síðan. Ég man þegar húsmóðirin birtist í dyram litla hússins þeirra á Tungu- völlum, glæsileg kona, varla í með- allagi há, ungleg og hrakkulaus í andliti, hrein og smekklega búin, þó án alls skarts, með mjallhvítt hár. Orðið heiðríkja finnst mér helst passa við þessa hugarsýn. Áratugum síðar fékk ég aðra leifturmynd af sama sviði frá sama tíma. Rannveig sagði að ég hefði sett annan fótinn upp á þröskuldinn, það heimili aldraðra á Ak- ureyri. Hinn 24. ndvember 1931 giftist Rannveig Jdhannesi Jdnssyni, f. 9. júní 1903, d. 17. ágúst 1993. Hann var sonur hjdnanna Sigur- laugar Jdhannesddtt- ur og Jdns Jakobsson- ar sem þá bjuggu í Árbæ á Tjörnesi. Börn þeirra voru: 1) Jdn, f. 14. maí 1932, læknir á Akranesi. Kona hans var Jöhanna Jensddtt- ir, f. 8. oktöber 1937. Þau skildu. Ddttir þeirra er Rann- veig Kristjana, f. 8. maí 1967, ör- yrki í Mosfellsbæ. Fóstursonur Jdns er Ómar Örn Ragnarsson, f. 5. febrúar 1959, vélsmiður Borgar- nesi. Kona hans er Guðrún Rebekka Kristjánsddttir, f. 25. júlí 1959, kennari. Sonur þeirra er Kristján Örn, f. 1. september 1997. Börn Ómars með fyrri sambýlis- konu eru Jón Örn, f. 31. júlí 1982 og Edit, f. 28. mars 1988. 2) Krist- ján, f. 28. júní 1933, d. 19. maí 1988. 3) Sigurbjörg Ilulda. f. 27. maí 1938, sérkennari í Kdpavogi. Maður hennar er Hermann Guð- mundsson, f. 12. september 1932, fyrrverandi skdlastjdri. Þau eign- uðust fjögur börn: a) Jdhannes, f. 7. febrúar 1960, sjávarútvegsfræð- hefði verið gat á sokknum og „þú horfðir niður á það, ég held bara með nokkurri velþóknun“. Þessi mynd er vissulega ópassandi við snyrtimennsku saumakonunnar á Tunguvöllum. Dótturinni var að sjálfsögðu tekið með virðulegri hlýju og gestinum, sem varla var uppburðarmeiri en títt mun vera við slíkar aðstæður, með mikilli kurt- eisi. Eftir því sem ferðum fjölgaði urðu kynnin við þetta góða heimili nánari, en ég fann mig fyrst hluta af því er ég var beðinn, kuldavorið 1958, að koma og hjálpa til á sauð- burði á meðan kærastan var að ljúka sínu stúdentsnámi. Mörgum þjóðlegum fróðleik var mér miðlað af tengdaföður mínum í fjárhúsunum á sama tíma og hann sinnti af sérstakri alúð hverri skepnu. Hann leit ekki yfir hópinn sem hjörð, heldur einstaklinga, sem hver hafði sínar þarfir. Af því varð þær þegar tækifæri gafst sér til mikillar ánægju og meiri ástundun hefði getað skilað honum til afreka á þeim vettvangi, enda maðurinn kappsamur með afbrigðum. Hann var félagslyndur og jafnan fljótur til þegar honum bauðst að taka þátt í gleðskap af einhverju tagi svo sem að spila brids eða tefla skák og væri leitað hjálpar hans og aðstoðar brá hann jafnan skjótt við og var fljótur á vettvang. Eins og fleiri sem ólust upp áður en farið var að reisa veggi á milli aldurshópa undi hann sér vel við samræður við sér eldra fólk og ávann sér fyrir það mikinn hlýhug þess enda gæddur bæði glaðværð og kurteisi í ríkum mæli og að auki vel að sér um marga hluti. Hestamennskan átti alla tíð sterk ítök í Kristmundi og ungur að árum lagði hann sig fram um að ná fram bestu eiginleikum þeirra hesta sem hann átti og bæði sýndi þá og tók þátt í kappreiðum en umfram allt hygg ég að hestarnir hafi verið vinir og félagar sem veittu honum mikla lífsfyllingu, ekki síst hin síðari ár. Gamlir sveitungar Kristmundar sem og aðrir sjá nú á bak góðum félaga og vini. Hressandi blær notalegra viðkynna heyrir nú til tíma sem ekki verður kallaður fram á nýjan leik, stund viðskiln- aðar er runnin upp. Guð veri með og gefi styrk eig- inkonu hans, börnum, systkinum og öðrum nánum ástvinum. Guðfinnur S. Finnbogason. ingur í Kópavogi. Maki: Guðrún Ágústa Jöhannsddttir, f. 12. júlí 1962, rekstrarfræðingur. Þeirra börn eru: Hrafn, f. 13. febrúar 1981, Húni, f. 2. ágúst 1982, Her- mann, f. 27. febrúar 1989, Hulda Sveindís, f. 6. maí 1990, Erlendur Helgi, f. 7. aprfl 1991. b) Hrafn, f. 12. janúar 1964, d. 22. september 1980, c) Fanney Kristín, lífefna- verkfræðingur í Danmörku, f. 11. janúar 1972. Maki: Guðmundur Fertram Sigurjdnsson, f. 20. oktd- ber 1971, framkvæmdastjóri. Þeirra börn eru: Aðalbjörg, f. 6. janúar 1996 og Hermann, f. 31. ágúst 1999. c) Guðmundur Magn- ús, 17. júní 1973, verkfræðingur f Danmörku. Maki: Sigríður Krist- jánsddttir, lífefnafræðingur, f. 26. desember 1973. Rannveig fluttist tveggja vikna með foreldrum sínum frá Kaldbak í Hallbjarnarstaði á Tjörnesi, það- an í Saltvík 1902 og í Rauf 1904. Þar bjuggu foreldrar hennar allan sinn búskap eftir það. Ung lærði Rannveig karbnannafatasaum á Akureyri. Við það starfaði hún sem aðalstarf fyrst á Akureyri og sfðan Húsavík, og eftir giftingu sem aukastarf með heimilis- og bú- störfum. Rannveig og Jdhannes hdfu bú- skap í Ytri-Tungu á Tjörnesi 1931, og stofnuðu nýbýlið Tunguvelli út úr landi Ytri-Tungu 1942. Þar bjuggu þau í rétt 40 ár og fluttu þaðan í Hvamm, dvalarheimili aldraðra á Húsavík. Útför Rannveigar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30 vinnutíminn langur. Þegar heima var stansað spunnust oftast líflegar umræður við húsmóðurina. Hún lét sér fátt mannlegt óviðkomandi og hafði fastmótaðar skoðanir á mönn- um og málefnum. Rökrætt var um helstu dægurmál þess tíma, bæði í héraði og á landsvísu, stjórnmála- stefnur, trúmál og síðast en ekki síst um bókmenntir. Ég held að það hafi verið gagnkvæmt að mesta ánægju höfum við haft þegar við vorum mátulega ósammála um hlut- ina. Fleiri voru þó þau málefni sem við voram sammála um, en þau þurfti ekki að rökræða. Allar götur síðan bárum við það traust hvort til annars að geta sagt óþvingað mein- ingu okkar. Ég er þakklátur for- sjóninni fyrir að leiða mig til þessa fólks. Á braut er gengin mikilhæf kona bæði til orðs og æðis, sem hélt reisn sinni til hinsta dags. Hermann Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.