Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Fyrirlestur og sýning í Opna Lista- háskólanum LIBIA Perez de Siles de Castro og Ólafur Arni Ólafsson opna sýningu í gestavinnustofunni Straumi „Straumur the last minute show“ í dag, laugardag, kl.15.09. Einnig munu þau halda fyrh’lestur, þar sem þau munu fjalla um eigin verk, í Listaháskóla Islands Skipholti 1, stofu 112, inngangur B, nk. miðviku- dag, kl. 12.45. Libia er spönsk. Hún nam Objekt- iv design í Fachhochschule fúr Des- ign í Dortmund ’89-’9B þaðan hélt hún til Mílanó og stundaði nám í Nuva Academia de Belli Arti ’93-’94. Á árunum ’94-’99 nam hún við Aka- demi Minerva í Groningen í Hol- landi, í málaradeild ’93-’96 og MFA ’977’99. Ólafur Árni Ólafsspn útskrifaðist úr fjöltæknideild MHÍ ’96. Á árunum ’96-’99 stundaði hann nám við Aka- demi Minerva í Groningen í Hollandi fyrsta árið í málaradeild og New media og síðan í MF A námi. Libía og Árni eru búsett í Hollandi þar sem þau hafa starfað saman síð- astliðin þrjú ár. Sýningin er opin alla daga kl. 14-19 frá 11. - 19. nóvem- ber. ------------------ Sýningu frestað SÝNINGIN Móðirin í íslenskum ljósmyndum, á vegum Ljósmynda- safns Reykjavíkur í Grófarsal, Tryggvagötu 15, sem ráðgert var að yrði opnuð 11. nóvember, frestast og verður opnuð 16. nóvember kl. 17. ------♦-♦-♦------ Sýningum lýkur Listasafn ASI SÝNINGU á verkum Jóns Axels lýkur í Listasafni ASI á morgun, sunnudag. Jón Axel hefur að mestu unnið málverk fram til þessa en skúlptúr meðfram frá upphafl. Að þessu sinni er þó megin uppistaða sýningarinn- ar unnin í skúlptúr. Sýningin er opin daglega kl. 14-18. Kjarvalsstaðir íslenskuhönnunarsýningunni Móti í Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum lýkur á sunnudag, en sama dag er boðið upp á leiðsögn kl. 15 sem er öllum opin. Á sýningunni er skyggnst inn í hönnun 21. aldarinnar auk þess sem íslensk hönnun á síðustu öld er skoð- uð. Yfír 120 ólíkir munir eru til sýnis eftir fjölmarga hönnuði. Gallerí Fold. Sýningu kínversku listakonunnar Lu Hong í Baksalnum í Galleríi Fold á Rauðarárstíg 14-16 lýkur á rnorg- un, sunnudag. Sýninguna nefnir listakonan Is- lensku fjöllin. Opið í dagjaugardag kl. 10-17 og á sunnudagkl. 14-17. íslensk grafík Sýningu Erlu Stejánsdóttur, í sýningarsal félagsins Islensk graflk Hafnarhúsinu, lýkur á morgun. sunnudag. Á sýningunni eru tólf stórar ljós- myndir yfirfærðar á striga. Sýningin er opin laugardag og sunnudag kl. 14-18. Nönnukot Sýningu Herdísar Björnsdóttur í Nönnukoti sem staðið hefur frá því í byrjun október lýkur á morgun, sunnudag. Þetta er fyrsta sýning Herdísar en um er að ræða nýlegar myndir málaðar með olíu og vatnslit. Nönnukot er opið um helgar kl. 14-19. Saga stjórnar- ráðsins árin 1964-2004 Davíð Oddsson forsætisráðherra kynnti á dögunum væntanlega ritun sögu ----------7------------------ Stjórnarráðs Islands fyrir árin 1964-2004. DAVÍÐ sagði að með þessu riti væri ætlunin að ljúka ritun aldar- sögu stjórnarráðsins en Agnar Klemens Jónsson ritaði sögu þess frá upphafi til 1964. „Þetta gerum við í samvinnu við Sögufélagið sem einnig gaf út rit Agnars Klemens- ar.“ Björn Bjarnason, menntamála- ráðherra og formaður ritnefndar, sagði að ritinu væri einkum ætlað að fjalla um tvo þætti: „Annars veg- ar um starfshætti og uppbyggingu stjórnarráðsins og hins vegar um sögu þeirra ríkisstjóma sem sem setið hafa á því tímabili sem bæk- urnar fjalla um.“ Aðspurður sagði Bjöm að kostnaður við þetta væri áætlaður um 40 milljónir króna. Tímabært að taka upp þráðinn Sumarliði ísleifsson, ritstjóri verksins, skýi-ði síðan frá hvemig nánari útfærslu ritsins yrði háttað. „Árið 2004 em eitt hundrað ár liðin frá stofnun Stjórnarráðs Is- lands, komið var á fót heimastjórn og ráðherra Islandsmála fékk að- setur á íslandi. Þegar stjórnarráðið varð 60 ára ákvað forsætisráðu- neytið að láta rita sögu þess á tíma- bilinu 1904-1964 og var Agnar Klemens Jónsson, þáverandi ráðu- neytisstjóri, fenginn til þess verks. Kom ritið út í tveimur bindum árið 1969, rúmlega 1.000 blaðsíður, und- ir titlinum Stjórnarráð íslands 1904-1964. Verk Agnars er grund- vallarrit um sögu stjórnmála, stjórnsýslu og stjórnarráðsins á fyrri hluta 20. aldar og er löngu uppselt, enda hefur það verið mikið notað við kennslu í Háskóla íslands, af starfsmönnum í stjórnsýslu og á Alþingi. I tilefni af því að 100 ára aldar- afmæli stjómarráðsins er framund- an ákvað forsætisráðuneytið að kominn væri tími til að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og láta rita sögu stjórnarráðsins frá 1964 til 2004 og skipaði forsætis- ráðherra ritnefnd til þess að sjá um undirbúning málsins. I nefndinni era Björn Bjarnason menntamála- ráðhema, formaður, Heimir Þor- leifsson sagnfræðingur og Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður. Hefur nefndin séð um undirbúning máls- ins og réð síðar Sumatiiða R. ís- leifsson sagnfræðing til þess að rit- stýra verkinu og rita hluta þess.“ Stefnumörkun „Ritnefndin tók þá ákvörðun að láta semja ítarlegt yfirlitsrit þar sem unnt væri að nálgast á að- gengilegan hátt upplýsingar um umgjörð, stefnu, stai'fshætti, upp- byggingu og framkvæmdir Stjórn- arráðs íslands á tímabilinu 1964- 2004. Ritstjórn fól ritstjóra að taka saman stefnuskrá þar sem í megin- atriðum er gerð grein fyrir stefnu hennar. Auðvitað er ekki unnt að fjalla um allt er stjórnarráðið varðar á þessu tímabili og því tók ritstjómin jafnframt þá ákvörðun að fjalla einkum um þrjú meginsvið. Þau eru í fyrsta lagi lög um stjómarráðið, í öðra lagi er um að ræða starfshætti og uppbyggingu stjórnarráðsins og loks er saga þeirra ríkisstjórna sem hafa setið á umræddu tímabili. í fyrstnefnda þættinum verður fjallað um lagasetningu um stjórn- arráðið á tímabilinu auk ýmissa laga sem tengjast Stjórnarráði ís- lands og stjórnsýslu náið, svo sem lög um umboðsmann, stjórnsýslu- lög, upplýsingalög o.fl. í öðra lagi er gert ráð fyrir að fjalla um uppbyggingu Stjórnarráðs Morgunblaðið/Ásdís Davíð Oddsson forsætisráðherra, Björn Bjarnason menntamálaráð- herra, Heimir Þorleifsson sagnfræðingur, Ólafur Ásgeirsson þjóð- skjalavörður og Sumarliði ísleifsson sagnfræðingur. íslands, vinnubrögð og starfshætti frá því á sjöunda áratugnum og fram yfir aldamótin 2000. Nánar til- tekið er um að ræða starfshætti rík- isstjóma, uppbyggingu og starfs- hætti innan ráðuneyta, m.a. hugmyndir um hlutverk, stærð og stöðu stjórnarráðsins." Saga ríkissijórna 1964-2004 „í þriðja lagi er saga ríkisstjórna á tímabilinu frá 1964-2004 en henni verður skipt niður í fjóra hluta. Þar er gert ráð íýrir að fjallað verði um stjórnarmyndanir á tímabilinu, um gengi ríkisstjóma og samskipti inn- an þeirra, auk þess að greina helstu einkenni stjómarstefnu á hverjum tíma og fjalla um helstu verkefni og málaflokka sem einstakar ríkis- stjórnir hafa glímt við. Ekki er þó gert ráð fyrir að fjalla um einstök fagráðuneyti. Loks er gert ráð fyrir að í ritinu verði skrár um ríkisstjórnir sem hafa setið á þessu tímabili og að minnsta kosti ráðuneytisstjóra. Þess má loks geta að stefnt er að því að halda málþing um einstaka þætti stjórnarráðssögunnar á ritun- artímanum. Ritnefnd hefur nýlega lokið við að ráða höfunda til þess að fjalla um einstaka þætti verksins. Ás- mundur Helgason, lögfræðingur og sagnfræðingur, mun fjalla um laga- setningu er varðar stjómarráðið. Ómar Kristmundsson stjórnsýslu- fræðingur fjallar um uppbyggingu, skipulag og starfshætti innan stjórnarráðsins. Síðan er gert ráð fyrir að fjórir sagnfræðingar fjalli um sögu ríkisstjórna á tímabilinu. Ólafur Rastrick sagnfræðingur fjallar um viðreisnarárin, þ.e. árin frá 1963-1971, Sumarliði R. ísleifs- son sagnfræðingur fjallar um árin frá 1971-1983, Sigríður Þorgríms- dóttir sagnfræðingur um árin frá 1983-1991 og Jakob Ásgeirsson heimspekingur um árin frá 1991. Helstu heimildaflokkar sem um ræðir eru: Alþingistíðindi og Stjórnartíðindi, skjöl ráðuneyta á Þjóðskjalasafni og í ráðuneytum, fundargerðir ríkisstjórna og tilheyr- andi skjöl; einnig skjöl stjórnmála- flokka og einstaklinga, æviminning- ar og dagbækur, námsritgerðir, svo og viðtöl við embættismenn, stjóm- málamenn o.fl. Stefnt er að því að verkið verði í þremur bindum, hvert bindi, með myndum og skrám, verði á milli 400 og 500 síður og verkið í heild því á bilinu 1.200-1.500 blaðsíður. Sögu- félagið mun gefa verkið út líkt og stjórnarráðssögu Agnai’s Kl. Jóns- sonar á sínum tíma. Ætlunin er að í bókinni verði mikið af myndum, einkum þeim hluta sem fjallar um sögu ríkis- stjórnanna og verður ráðinn myndritstjóri á árinu 2002 til þess að sjá um þann þátt í samvinnu við höfunda. Þegar valið verður brot á bókunum og útlit hannað verður það haft að leiðarljósi að myndefni njóti sín vel en bækurnar verði jafnframt þægilegar í meðförum. Allir höfundar eiga að hafa skilað af sér handriti fyrir árslok 2002 og hluta þess fyrr ef kostur er. Yfir- lestri á handritum skal vera lokið í mars 2003 og gefst þá höfundum ráðrúm, í einn til tvo mánuði eftir aðstæðum, til þess að endurbæta handrit sitt. Hinn 1. september 2003 á umbrotsvinnu að vera lokið og verkið tilbúið 1. febrúar 2004, á hundrað ára afmæli Stjórnarráðs- ins.“ yOA-2000 Laugardagur 11. nóvember Kvartett í Kaffi Reykjavík KVARTETT Reynis Sigurðssonar leikur á vegum Múlans í Betri Stof- unni á Kaffi Reykjavík annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21. Reynir Sigurðsson er eitt af þrí- stirnum _ íslensks víbrafóndjassleiks ásamt Ama Scheving og Gunnari Reyni Sveinssyni. Hann starfai- þó fýrst og fremst sem slagverksleikari með Sinfóníuhljómsveit Islands. Á þessum tónleikum leikur hann með kvartetti sínum sem skipaður er Þóri Baldurssyni píanói, Birgi Bragasyni bassa og Birgi Baldurssyni tromm- um. Munu þeir flytja verk eftir helstu forystumenn Modem jazz kvartetts- ins: Milt Jackson og John Lewis, og er ekki að efa að andi kvartettsins mun svífa yfii- vötnunum. Kvartettinn lék þessa dagskrá á Jazzhátíð Reykjavíkur lýrr í haust á Hótel Borg og komust færri að en vildu og geta þeir nú gripið tækifærið á sunnudaginn og heyrt þá félaga. ------------------- Harmonikku- tónleikar GEISLAPLATA Harmonikkuhátíð- ar Reykjavíkur 2000 sem gefin var út í tilefni Menningarborgarinnar verður kynnt á tónleikum í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, sunnudag, kl. 15. GERÐUBERG KL. 13 íslensk tónlist í lok 20. aldar: Fram- tídarsýn Tónlistardraumur fyrir þau yngstu, tóntistarieikhús fyrir þriggja ára og eidri. Hérerá ferðinni dagskrá fyrir börn i formi tónlistar, leiks og leik- hljóða; POY- tónlist fyrir börn, barnadagskrá frá Noregi og Opera Omnia sýnirPoy. Flytjendureru Glenn Erik Haugland, Heidi Tronsmo og Maja Bugge. LANGHOLTSKIRKJA KL. 17 íslensk tónlist í lok 20. aldar: Fram- tíðarsýn Kammertónleikarar CAPUT CAPUT frumflytur verk eftirSnorra Sigfús Birgisson, Báru Grímsdóttur og Svein Lúðvík Björnsson, sem öll hafa verið sérstaklega pöntuð af Menningarborginni og samin fyrir CAPUT. Einnig verður flutt verkið Object of Terror eftirAtla Ingólfsson og Talnamergð eftirHauk Tómasson, sem einnig varsamið að tilstuölan M-2000. Unglist í Reykjavík: LOFTKASTALINN KL. 20 Landsbanka-Rokk þarsem Jagúar, xxxRottweiler, Stjörnukisi, Heiða og heiðingjarnir, Singapor Sling og Fidei koma fram. Unglist Egilstööum: ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN Á EGILSSTÖÐUM KL. 17-20 Sprell og allsherjarskemmtun. Unglist Akureyri: MA KL. 14-16.30 Ráðstefna Listin að lifa GALLERÍ SÆVARS KARLS Vignir Jóhannsson ermálari, grafík- listamaður, myndhöggvari og leik- myndateiknari. Segja má að allar þessar greinar sameinist í helstu verkum hans, sem eru yfirleitt litrík, uppfull með líflegri teikningu og með ákveðnum skírskotunum til hins þrí- víða. Sýningin stendur til 1. desember. Leiðsögn um Rósku- sýningu LEIÐSÖGN verður um sýninguna „Róska“ sem nú stendur yfir í Nýlistasafn- inu í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag klukkan 15. I íréttatilkynningu segir m.a.: „Um helgar hafa verið haldnir tónleikar á pólitísku kaffihúsi sýningarinnar og uppákomur til heiðurs Rósku, einnig hafa verið sýndar kvik- myndirnar Elektra, Ballaðan um Ólaf Liljurós,_ Sóley og heimildaþættir um Island. Þessar myndir verða sýndar áfram á sjónvarpsskermi kaffi- hússins. Þetta er næst síðasta sýningarhelgi en þess má geta að Nýlistasafnið hefur verið hvatt til þess að setja sýning- una upp í nokkrum nútímalista- söfnum Evrópu. Að lokinni leiðsögn á sunnu- daginn verður efnt til umræðu um list Rósku og sýnt einstætt sjónvarpsviðtal við hana frá 1982.“ i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.