Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Golli Umferðarljós yfírfarin Reykjavík MIKILVÆGT er að yfir- fara umferðarljós þannig að umferðin gangi snurðu- laust fyrir sig. Dagbjartur Sigurbrands- son, umsjónarmaður um- ferðarljósa, hefur alltaf nóg að gera enda eru mörg umferðarljós í borg- inni. Byggingarefni losað við ströndina Hólmatún Búið að eyða varp- landi mófugla Morgunblaði/Þorkell Þannig var umhorfs innan sjóvarnargarðsins í vikunni. Bessastaðahreppur VEGNA framkvæmda við Hólmatún á norðvestanverðu Álftanesi hefur byggingarefni verið losað við ströndina og telur Gunnsteinn Ólafsson, íbúi í Bessastaðahreppi að hugsanlega geti alvarlegt um- hverfisslys verið í uppsigl- ingu. Hann segir að vegna framkvæmdanna sé strand- lengjan að breytast í rusla- haug og að búið sé að eyða varplandi mófugla á staðnum. Gunnar Valur Gíslason, sveit- arstjóri Bessastaðahrepps segir hinsvegar að ekki sé rétt að tala um ruslahaug því efnið verði notað til landfyllingar og landmótunar. „Það er verið er að byggja nýtt hverfi við Hólmatún á norðvestanverðu nesinu og verktakarnir hafa fengið til þess ákveðinn reit en þeir fara langt út fyrir hann og keyra ógrynni af efni meðfram ströndinni og sturta þar,“ sagði Gunnsteinn. „Og margir aðrir virðast líka urða þarna ýmislegt. Samkvæmt skipu- lagi Bessastaðahrepps á svæðið sjávarmegin hverfis- ins þó að vera ósnert. Engu að síður er öll strandlengjan þar að breytast í einn samfelldan ruslahaug. Þar getur nú að líta hundruð bflhlassa af byggingarúrgangi sem hlýtur að teljast alvarlegt umhverfis- slys á einni fegurstu strönd sem um getur á höfuðborgar- svæðinu. Við íbúar á Álftanesi lítum þetta mjög alvarlegum aug- um. Þetta bara getur ekki verið í lagi miðað við þær reglur sem gilda í sambandi við losun úrgangs." Gunnsteinn telur að með framkvæmdunum hafi varp- landi mófugla á norðvestan- verðu nesinu verið eytt. ,Áður en byggingafram- kvæmdir hófust við Hólmatún íyrir ári síðan var þar gríðar- lega stórt varpland fjöl- margra mófugla. I sumar var þar hins vegar engan fugl að sjá, nema í útjaðri byggingar- svæðisins. Eg tel að varplandi mófugla á norðvestanverðu Álftanesi hafi með þessum framkvæmdum verið eytt að fullu, og að ástæða sé til að óttast, með vaxandi byggð og ástæðulausri eyðileggingu á varplandi, að mófuglar sjáist ekki mikið lengur á Álftanesi. Ég spurðist fyrir um málið hjá Bessastaðahreppi en fékk aldrei nein svör. Annaðhvort er þetta með fullu samþykki sveitarstjórnar eða þá að menn fljóta þarna sofandi að feigðarósi." Gunnar Valur Gíslason, sveitarstjóra Bessastaða- hrepps, sagði að um misskiln- ing að ræða. „Byggingarhverfið Hólma- tún er í hverfi sem íslenskir aðalverktakar era að byggja upp og framundan því er sjó- varnargarður. Innan við sjó- varnargarðinn liggur landið lágt, svo að það þarf að hækka það og ganga frá því með grasi og öðru slíku. Þangað er einfaldlega verið að safna mold,“ sagði Gunnar Valur. „Síðan verður ýtt úr henni og svæðið lagað, um leið og hverfið hefur verið byggt, sem ráðgert er að verði að mestu lokið á næsta ári og þarnæsta. Þetta en sem sagt efni til landfyllingar og land- mótunar. Fólk má kalla þetta byggingarúrgang eða rusla- haug ef það vill. I mínum aug- um er þetta söfnunarstaður jarðefna." Fram- kvæmdir hafnar við Sala- skóla Kópavogur TILBOÐ í uppsteypu og utanhússfrágang á fyrsta áfanga Salaskóla voru opnuð í síðustu viku og samþykkti bæj- arráð Kópavogs að leita samninga við lægstbjóðanda, sem var verktakafyrirtækið OG BYGG, en tilboð fyrir- tækisisns hljóðaði upp á 99,9 milljónir króna. Áætlað er að taka fyrsta áfangann í notk- un haustið 2001. Gólfflöturinn samtals 1.600 fm Jarðvinna vegna grunnskólans er þegar hafin en í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 13 kennslustofum auk að- stöðu fyrir dægi'advöl og verður gólfflöturinn samtals um 1.600 fer- meþrar. Á næsta ári er reikn- að með því að bjóða út innanhússfrágang og er reiknað með að innan- hússverktaki hefji framkvæmdir fyrir 15. aprfl árið 2001. 600 nemendur rúmast í skólanum Salaskóli mun full- byggður rúma allt að 600 nemendur. Við skólann á einnig að reisa íþróttahús en ekki er búið að ákveða hvaða íþróttafélag fær þar aðstöðu. Rætt var um mikilvægi umhverfísmála í rekstri fyrirtækja á fundi í Mosfellsbæ Ný aðferð í um- hverfismálum kynnt Morgunblaðið/Kristinn Björgvin Helgason, gæðastjóri hjá Borgarplasti, var annar tveggja framsögumanna á fundi um umhverfismál fyrir- tækja, sem haldinn var í Hlégarði í Mosfellsbæ í fyrradag. Mosfellsbær MIKILVÆGI umhverfis- mála í rekstri fyrirtækja var umræðuefni á morgunfundi sem efnt var til í Hlégarði í Mosfellsbæ í fyrradag. At- vinnu- og ferðamálanefnd Mosfellsbæjar, verkefnis- stjóm Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ og ATMOS, sem eru hagsmunasamtök fyrir- tækja í Mosfellsbæ, stóðu að fundinum og var til hans boð- ið stjómendum fyrirtækja í Mosfellsbæ eða öðrum full- trúum þeirra. Á fundinum vom reifaðir möguleikar ís- lenskra íyrirtælga til þess að þróa umhverfisstjómun og rætt um fyrstu skrefin á þeirri leið. Á fundinum var einnig kynnt ný aðferð í um- hverfismálum, svokölluð „hrein framleiðslutækni“. Jó- hanna B. Magnúsdóttir, verkefnisstjóri Staðardag- skrár 21 í Mosfellsbæ, segir þennan morgunfund hafa tekist vel. „Ég er mjög ánægð með mætinguna. Þama voru um 40 manns, frá um 30 fyrir- tækjum alls, sýndist mér. Fundurinn er liður í Staðar- dagskrá 21; eitt af markmið- unum er að hvetja fyrirtækin til þess að huga að umhverf- ismálum í sínum ranni. Við höfum ekki boðað til slíks fundar áður en vonumst til þess að framhald verði á þessu. Við höfum gert heil- mikið í því að virkja hinn al- menna borgara og þama leit- uðum við til fyrirtækjanna, opnuðum þeim leið. í undir- búningi eru fræðslufundir eða -námskeið fyrir starfsfólk Mosfellsbæjar og í framhaldi af því mun almennum félög- um verða boðið að fá kynn- ingu á Staðardagskrá, og hvaða leiðir þau gætu farið. Þannig að við emm að leita á ýmis svið bæjarlífsins. í Mosfellsbæ er ístex kom- ið með umhverfismálastefnu og leikskólarnir eru einnig framarlega í þessum málum. Og annar leikskólanna, Hulduberg, er í þróunarverk- efni. Mér er ekki kunnugt um önnur fyrirtæki, en þau gætu samt allt eins verið komin af stað í þessu fyrir það.“ „Hrein fram- leiðslutækni" Jóhanna var önnur tveggja framsögumanna. í erindi hennar kom fram að gildi umhverfisstjórnunar í fyrir- tækjum væri þríþætt: markaðslegt, hagrænt og sið- ferðilegt. Sagði hún umhverf- isstjómun vera ferli stöðugra umbóta þar sem áhersla væri lögð á stefnumótun, grein- ingu vandamála, vinnu að umbótaverkefnum og mati á árangri. Ferlið þyrfti sífellt að vera í gangi til að stuðla að þeirri þróun fyrirtækisins sem sóst væri eftir. Þá kynnti hún ákveðna leið eða aðferð, „hreina framleiðslutækni", sem ekki er umhverfismál- astefna heldur tækni sem nota má til að byrja með, meðan fyrstu skrefin eru tek- in. Hugmyndafræði aðferðar- innar felur í sér eftirfarandi forgangsröðun: 1. Að koma í veg fyrir að mengun og úrgangur mynd- ist við framleiðsluna/starf- semina. 2. Að lágmarka myndun úrgangs og mengun þar sem ekki er hægt að koma í veg fyrir myndun. 3. Að leggja áherslu á að endurvinna innan fyrirtækis- ins úrgang sem verður til við framleiðsluna. 4. Að koma úrgangi sem ekki er hægt að nýta innan fyrirtækisins í endurnýtingu utan þess. 5. Að nýta til orkufram- leiðslu úrgang sem ekki er hægt að endurnýta á annan hátt. 6. Að urða úrgang eða hreinsa frárennsli í hreinsi- stöð samkvæmt reglum þar að lútandi. Sagði Jóhanna þessa að- ferð tiltölulega einfalda og árangur sjást fljótt. En gallar aðferðarinnar væru þeir, að hætta væri á að erfitt yrði að viðhalda stöðugri umbóta- vinnu, auk þess sem vottun utanaðkomandi aðila fylgdi ekki með. Til að sýna hvar þessi að- ferð stæði í samanburði við önnur kerfi bar hún hana saman við ISO 14001 og EM- AS, sem hvort tveggja eru al- þjóðlegir gæðastaðlar í um- hverfismálum, um margt áþekkir og töluvert meiri um sig og með strangari kröfur en áðurnefnd tækni. Bæði kerfin eru umhverfismála- stefnur, en EMAS er ekki notað hér á landi heldur ein- ungis ISO 14001. Til þessa hafa bara tvö íslensk fyrir- tæki hlotið vottun á starfsemi sína eftir þeim staðli; þau eru ísal og Borgai-plast. Björgvin Helgason, gæða- stjóri Borgarplasts, rakti reynslusögu fyrirtækisins. Sagði hann að árið 1993 hefði Borgarplast, fyrst íslenskra iðnfyrirtækja og annað í röð hverfisteypufyrirtækja í heiminum, fengið vottun samkvæmt alþjóðlega gæða- staðlinum ISO 9001 á fram- leiðsluferla verksmiðjunnar á Seltjarnarnesi. Ári síðar hefði verksmiðjan í Borgar- nesi fengið samskonar vott- un. Síðan hefði verið ákveðið að útvíkka þetta, sem hefði í september 1999 borið þann árangur að umhverfisráð- herra veitti framkvæmda- stjóra Borgarplasts skjal til staðfestingar því að umhverf- isstjórnunarkerfi fyrirtækis- ins væri í samræmi við kröf- ur ISO 14001-staðalsins. Sagði Björgvin hafa kostað töluvert að koma nýja kerf- inu á en hins vegar kostaði lítið að viðhalda því. Menn sæju ekki eftir að hafa lagt í hinn mikla startkostnað, því hann kæmi til baka er fram í sækti, með aukinni kynningu fyrirtækisins erlendis. Sagði hann íslenska viðskiptavini lítið pæla í hvort fyrirtækið ynni í samræmi við þennan staðal, einungis hvað varan kostaði. I fyrirspurnum og umræðum tók Jóhanna undir þessi orð Björgvins og kvað Islendinga almennt ekki enn hafa tileinkað sér þessa hugs- un, en einungis væri tíma- spursmál hvenær það gerð- ist. Staðardagskrá 21, sem 31 sveitarfélag í landinu hefur tekið upp, kæmi til með að hafa áhrif í þá veru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.