Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Sljdrn foreldra- og kennarafélags Siðuskdla Borgara- fundur um byggingu fjölnota sals við skólann STJÓRN foreldra- og kennarafélags Síðuskóla efnir til borgarafundar um byggingu fjölnotasals við Síðuskóla næstkomandi þriðjudagskvöld, 14. nóvember og hefst hann kl. 20.30. A fundinum munu fulltrúar kenn- ara, foreldra og bæjarins flytja er- indi en að því loknu verða umræður. Það hefur lengi verið baráttumál for- eldra og starfsmanna Síðuskóla að hafist verði handa við undirbúning að byggingu fjölnotasals við Síðu- skóla, en aðstöðuleysi til íþrótta- iðkunar og samkomuhalds hefur ver- ið bagalegt í skólanum. Rúmlega 800 undii’skriftir söfnuðust á síðasta ári þegar foreldra- og kennarafélagið gekkst fyrir undirskriftasöfnun meðal foreldra og íbúa í hverfinu, en þær voru afhentar bæjaryfirvöldum síðastliðið haust. Aðgerðir hafa ekki skilað árangri og hafa forsvarsmenn félagsins því boðað fulltrúa bæjarins á fund til skýra sjónarmið sín. Slökun! 20% kynmngarafsíáttur af nuddolíunum frá Purity Herbs í dag ki. 14 - 17. húsið Smáratorgi Konur æfa ísknattleik af kappi hjá Skautafélagi Akureyrar Morgunblaðið/Kristj án Föngulegur hópur kvenna æfir íshokký með Skautafélagi Akureyrar en konurnar stefna að því að ná Islandsmeistaratitlinum í ár. Draumurinn rættist UPPGANGUR er í kvennaflokki í ís- knattleik hjá Skautafélagi Akureyrar en um 25 konur á aldrinum 16 til 29 ára æfa nú af kappi. Þetta er annað árið sem konur keppa í ísknattleik á íslandi en keppni hófst í fyrravetur. Tvö lið taka þátt, frá SA og Birninum. Þjálfari er Paul Stroble, Kanadamað- ur sem verið hefur búsettur í Hol- landi og Björn Már Jakobsson. „Það er mjög mikill áhugi hér á Akureyri og hann er að aukast, sagði Arna Júlíusdóttir, ein kvennanna sem æfa ísknattleik," en því miður hefur eitthvað fækkað þeim konum sem æfa íþróttina í Reykjavík. Arna hefur æft ísknattleik um ail- langt skeið, 8-9 ár, og fylgdi hún strákunum eftir á æfingum. „Eg hef alltaf æft með strákum í mínum ald- ursflokki og það er mjög gaman, mik- il harka og oft tekist vel á,“ sagði hún. Hún sagði að lengi hefði hún átt sér þann draum að hægt yrði að koma kvennaflokki á laggirnar og „nú hef- ur þessi draumur minn ræst, það er virkilega gaman. Upphafið að því að konur á Akur- eyri fóru að æfa ísknattleik reglulega má rekja til þess að tvær stúlkur úr Menntaskólanum á Akureyri fengu áhuga á íþróttinni og létu ekki sitja við orðin tóm heldur fóru af stað og söfnuðu Iiði. Uppistaðan í kvenna- flokknum hjá SA eru stúlkur úr fram- haldsskólunum á Akureyri, MA og VMA, flestar nýliðar í íþróttinni en tvær kvennanna hafa langa reynslu að baki, Arna og Hulda Sigurðardótt- ir sem lengi hafa stundað íþróttina. „Ég er mjög ánæð með það hvað áhuginn er mikill og horfi björtum augum fram á veginn. Við stefnum auðvitað að því að vinna Islandsmeist- aratitillinn og æfum stíft til að ná því markmiði, sagði Arna, en fyrsti leik- ur SA og Bjarnarins í kvennaflokki var í gærkvöld, föstudagskvöld, en seinni leikurinn í umferðinni verður í dag, laugardag, í Skautahöllinni á Akureyri og hefst hann kl. 11.30. Verslanir að verða jólalegar VERSLUNAREIGENDUR í mið- bæ Akureyi’ar ætla í ár að standa fyrir uppákomum af svipuðum toga og fyrir jólin í fyrra. Ingþór Asgeirs- son, formaður Miðbæjarsamtakanna, sagði að stefnt væri að því að skreyta enn meira í ár en í fyrra og að einnig yrði leitað til bæjarbúa á ný um að skreyta híbýli sín vel og tímanlega fyrir jólin. „Við viljum gera Akureyri að sem jólalegustum bæ.“ Ingþór sagði stefnt að því að skreyta miðbæinn 18. nóvember og frá þeim tíma yrði stílað inn á ýmsar Tll sölu Til sölu 2 ára kælir, vel meö farinn. Á sama stað er einnig salatbar til sölu. Upplýsingar í síma 462 1889 eða 896 9481. HRAFNAGILSSKOLI Kennara vantar vegna forfalla frá áramótum og fram á vor. ♦ almenn kennsla í 7. bekk (19 tímar) ♦ handmennt/saumar (10 tímar) Hrafnagilsskóli er í Eyjafjarðarsveit 12 km sunnan Akureyrar. Nemendur eru 194 í 1.-10. bekk. Skólinn hefur gert mannrækt að sinni stefnu og starfar að þróunarverkefni í lífsleikni. Nánari upplýsingar veita skólastjóri (Karl) eða aðstoðarskólastjóri (Anna) í símum 463 1137, 463 1230 eða 463 1127. uppákomur, m.a. þegar kveikt verð- ur á jólatrénu frá Randers og í tengslum við heimsókn jólasveina á svalirnar á húsnæði KEA. Verslanir í miðbænum verða opnar alla laugardaga fram til jóla og á sunnudögum að öllum líkindum frá 10. desember, að sögn Ingþórs. Ekki hefur þó verið gengið endanlega frá afgreiðslutíma verslana fram til jóla. Eins og margoft hefur komið fram eru verslunareigendur í bænum að sjá fram á meiri samkeppni en nokkru sinni fyrr með tilkomu versl- unarmiðstöðvarinnar Glerártorgs. I nokkrum tilvikum eru verslunar- menn að flytja starfsemi sína úr mið- bænum í Glerártorg og þá eni sumir með starfsemi á báðum stöðum. Því eru nokkur verslunarpláss nú laus í miðbænum en Ingþór sagðist hafa fulla trú á að þar yrði komin starf- semi að nýju áður en langt um líður. „Það er hugur í fólki og menn hafa enn fulla trú á miðbænum. Förum ekki á taugum út af Glerártorgi Pálmi Stefánsson í Tónabúðinni í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð sagði að ekki lægi enn fyrir hvernig staðið yrði að málum í verslunarmið- stöðinni,“ en við munum halda upp á jólin eins og áður. Pálmi taldi að verslanfr þar yrðu þó ekki opnar á sunnudögum, nema kannski síðasta sunnudag fyrir jól líkt og í fyrra. Varðandi aukna samkeppni frá Gler- ártorgi sagði Pálmi að hann hafi ekki orðið mikið var við hana. „Það er staðreynd að starfsemin í Sunnuhlíð skarast ekki svo mikið við starfsem- ina í Glerártorgi. Við erum að bjóða upp á ýmsa þjónustu sem ekki er til boða þar og förum því ekkert á taug- um út af Glerártorgi,“ sagði Pálmi. AKUREYRARKIRKJA: Fjölskyld- uguðsþjónusta á morgun, sunnu- dag, kristniboðsdaginn kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson. Barna- og ungl- ingakór kirkjunnai- syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundsson- ar. Tekið við samskotum til kristni- boðsins. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 17 í kapellu. Biblíulestur kl. 20.30 á mánudagskvöíd í fundarsal. Morgunsöngur á þriðjudag kl. 9. Mömmumorgun frá 10 til 12 á fimmtudag. Opið hús, kaffi og spjail. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á hádegi á fimmtudag. Léttur hádegisverður í Safnaðarheimili á eftir. GLERÁRKIRJA: Barnasamvera og guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag, kristniboðsdaginn. Sam- eiginlegt upphaf. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnunum. Sr. Guðmundur Guðmundsson hér- aðsprestur þjónar, Friðrik Hilmars- son flytur hugleiðingu. Kyrrðar- og tilbeiðslustund í kirkjunni kl. 18 á þriðjudag. Hádegissamvera frá kl. 12 til 13 á miðvikudag. Helgistund, fyrirbænir og sakramenti. Léttur hádegisverður í safnaðarsal á vægu verði. Opið hús fyrir mæður og börn á fimmtudag frá kl. 10 til 12. Heitt á könnunni og svali fyrir börnin. Kirkjustarf HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjöl- skyldusamkoma á sunnudag kl. 11. Börnin syngja, sýna leikrit og fleira. Samkoman kl. 20 fellur niður. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Messa verður í Stærri - Árskógs- kirkju kl. 14 á sunnudag. Sunnu- dagaskólinn er alla sunnudags- morgna kl. 11 í kirkjunni. Sunnu- dagaskóli er einnig í Hrís- eyjarkirkju alla sunnudagsmorgna kl. 11. Fundur hjá Æskulýðsfélagi Hríseyjarkirkju í Öldu alla miðviku- daga kl. 17.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bæna- stund kl. 20 í kvöld, laugardag. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30 á morgun, sunnudag. Allir aldurshópar fá fræðslu við sitt hæfi. G. Theodór Birgisson forstöðumað- ur kennir. Vakningasamkoma kl. 16.30 sama dag. Yngvi Rafn Yngva- son predikar. A sama tíma verður samkoma fyrir krakka 7 til 12 ára og einnig barnapössun fyrir eins til sex ára börn. Fjölbreytt lofgjörðar- tónlist og fyrirbænaþjónusta. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag kl. 18 og á morgun, Amtsbókasafnð Norræn börn í brennidepli NORRÆNA bókasafnsvikan verður haldin hátíðleg á Amtsbókasafninu á Akureyri en hún hefst á mánudag, 13. nóvember, og stendur til laugardags- ins 18. nóvember. Þema vikunnar er norræn böm. Dagskráin hefst með því að lesin verður kaflinn Laugardagm-inn 28. júlí. Þegai’ Emil hvolfdi deiginu yfir föður sinn og tálgaði hundraðasta spýtukarlinn, úr bókinni Ný skamm- arstrik Emils í Kattholti. Einnig verður bókaspjall og Nomæna félag- ið á Akureyri býður upp á lummur. A hverjum degi í næstu viku verð- ur sýnd norræn bamamynd kl. 15.30, kl. 17 verður sögustund þar sem lesið verður upp úr norrænum bókum og kl. 17.30 mun fólk frá hinum norrænu þjóðum segja frá æsku sinni. A þriðjudag segir Aldís Lámsdóttfr frá æsku sinni í Danmörku, Anny Larsd. segir frá æsku sinni í Noregi á mið- vikudag, Jón Viðar Guðlaugsson seg- ir frá æsku sinni á Islandi á fimmtu- dag og Lena Kaisa Viitanen segir frá æsku sinni í Finnlandi á föstudag. Alla vikuna verða sýningar og kynningar á safninu, m.a. á leikmun- um úr norrænum bamaleikritum, bai’nabókum og leikföngum. ------->-+-4----- Urval í stað Strax á Dalvík VERSLUN Matbæjai’ á Dalvík, sem gengið hefur undir nafninu Strax, hefur nú verið breytt í Úrval stór- markaður. Þetta hefur í för með sér að vöraúrval mun aukast og verð lækka en um leið styttist afgreiðslu- tími verslunarinnar. Matbær, sem er í eigu Kaupfélags Eyfirðinga, rekur þrjár tegundir mat- vöraverslana, Nettó, lágvöraverðs- verslanir, stórmarkaði undir nafninu Úrval og svonefndar þægindaversl- anir undir nafninu Strax. Urval á Dal- vík er þriðja verslunin með þessu nafni en fyrir eru slíkar verslanii’ á Akureyri og Húsavík. Breytingum á versluninni á Dalvik verður lokið upp úr næstu áramótum. Vöraverð verður lækkað til samræm- is við það sem tíðkast í öðram Úrvals- verslunum og afgreiðslutíma einnig breytt og á næstu vikum mun vöraúr- val aukast smátt og smátt. Meðal þess sem bætist við verslunina á Dalvík er kjötborð og mjólkurtorg. A Húsavík standa einnig fyrir dyi’- um umfangsmiklar breytingar og endumýjun á innréttingum verslunar Úivals þar og af þeim sökum var versluninni lokað á föstudag en hún verður opnuð aftur í lok næstu viku, nýogbetri. sunnudag kl. 11 í Péturskirkju við Hrafnagilsstræti 2. KFUM og K: Kristniboðssamkoma í kvöld, laugardag kl. 20.30. Friðrik Hilmarsson ritstjóri Boðberans, fréttabréfs Kristniboðssambandsins verður ræðumaður. Kaffisala verð- ur til styrktar kristniboðinu í Eþíópíu og Kenyu frá 15 til 17 á sunnudag. Kristniboðssamkoma kl. 20.30 um kvöldið, Friðrik Hilmar- sson er ræðumaður. Tekið á móti gjöfum til kristniboðsins. LAUGALANDSPRESTAKALL: Messa verður í Möðravallakirkju á morgun, sunnudag. Sr. Bolli Gústa- fsson vígslubiskup predikar. Að lok- inni athöfn verður kirkjugestum boðið til samsætis í Sólgarði þar sem sr. Bolli og Birgir Þórðarson flytja ávörp. Þetta er síðbúin af- mælishátíð kirkjunnar í tilefni kristnitökunnar. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta verður fyrir allt prestakallið í Möðravallakirkju sunnudaginn 12. nóvember kl. 11:00 f.h. Nemendur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar leika á hljóðfæri og syngja. Mikið af léttum og skemmtilegum söngvum. Samvera fyrir alla fjölskylduna. Mætum öll og njótum samveru í húsi Guðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.