Morgunblaðið - 11.11.2000, Page 31

Morgunblaðið - 11.11.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 31 ERLENT Hvernig „ísskápur- inn“ sigraði „villi- dýrið frá Bakú“ AP Gai rí Kasparov, t.v., og Vladimír Kramnik takast í hendur á blaða- mannafundi í Lundúnum hinn 5. nóvember sl. Afleitt gengi skák- kempunnar Garrís Kasparovs í nýaf- stöðnu einvígi við hinn 25 ára gamla Vladimír Kramnik hefur valdið skák- áhugafólki um allan heim vangaveltum. Hvað gerðist? Hver er þessi Kramnik? KLUKKAN 18.52 að kvöldi fimmtudagsins 2. nóvember 2000 leysir snöggt handtak áhorfend- ur í sal Riverside Studios í Lund- únum úr stjarfa. Garrí Kasparov sveiflar hendinni fram, líkt og aðrir taka fram seðlaveskið þeg- ar þeir ætla að borga eitthvað í búð, og rekur hana yfir skák- borðið í átt að mótherja sínum, Vladimír Ki'amnik. Það þykir undrum sæta, að taflmennirnir sem eftir eru á skákborðinu falli ekki um koll. Þetta handtak, sem ætlað er að tjá hamingjuóskir, er í raun allsherjaruppgjöf; með því er óafturkræfur ósigur innsiglað- ur, heiðarlega og með vissri auð- mýkt. Sekúndubroti áður hafði Kasp- arov, eftir að Kramnik lauk 38. leik þessarar 15. skákar þeirra, þrýst á hnapp á hægri borðbrún- inni og boðið með því jafntefli. Eftir fímmtán ár á hátindi metorðanna í skákheiminum var Kasparov, „villidýrið frá Bakú“, nú fallinn af stalli. 25 ára gamall lærisveinn hans svipti hann heimsmeistaratitlinum. Kramnik, sem annars er ekki vanur að sýna neinar tilfínningar - enda stundum kallaður „ísskáp- urinn“ - lætur eftir sér að sýna smáfagnaðarlæti: Hann rekur sigri hrósandi hnefana á loft und- ir lófataki hundraða áhorfenda. „Eg hef sjaldan gert eins mörg mistök í byrjunum og sumum öðrum leikjum," viðurkenndi Kasparov fyrir blaðamönnum eft- ir einvígið. „Kramnik þekkir tafl- mennsku mína alveg í gegn. Eg fann mig einfaldlega ekki (í þessu einvígi) og stóð í ómark- vissri tilraunamennsku," sagði hann. Þá hafði hann einnig orð á því að Kramnik hefði augsýni- lega undirbúið sig betur fyi-ir einvígið. Raymond Keene, sem sá um framkvæmd einvígisins fyrir að- alkostunaraðilann, brezka netfyr- irtækið Braingames.net, segir Kramnik hafa með einbeittri seigju í varnarleiknum fyrst gert Kasparov - sem í „venjulegum" skákeinvígjum er vanur því að vinna að minnsta kosti aðra hverja skák - órólegan en síðan slegið hann alveg út af laginu. A blaðamannafundi sunnudag- inn 5. nóvember sagði Kasparov, sem nú er 37 ára, að hann væri fjarri þvi að hyggjast leggja árar í bát eftir þennan auðmýkjandi ósigur í einvíginu. „Þetta var bara smáóhapp á skákferli mín- um,“ sagði hann. Sagði hann skáktæknilega þætti hafa átt hlut að máli: „Ég er á eftir Vladimír og jafnöldrum hans í því hvernig tekið er á vissum vandamálum, en ég er reiðubúinn að læra hina nýju tízku - jafnvel þótt sumum sé hún ekki að skapi.“ Aðferða- fræði hans byggðist á því að taka meiri áhættu í leikjum en Kramnik gerði og hún hefði reynzt vel fram að þessu. Sagðist Kasparov vænta þess að fá tæki- færi frekar fyrr en seinna til að gera tilraun til að endurheimta titilinn. Leitin að fullkomnun Nýi heimsmeistarinn var spurður hvort hann teldi þetta vera hámark ferils síns. Því svar- aði hann með því einfaldlega að segja að „svo kynni að vera“. Nú vildi hann aðeins njóta þessa tímabils ævi sinnar. Vladimír Kramnik lærði skák af föður sínum, sem er högg- myndasmiður í bænum Tuapse við Svartahafið. Móðir hans er tónlistarkennari. Kramník, sem ávallt ber á sér silfurkross rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunnar, er fyrsti sanntrúaði skákheims- meistarinn í meira en 40 ár. Sjálfur túlkar hann skákferil sinn heimspekilega sem „leitina að fullkomnun". Þegar hann er spurður um leyndardóminn bak við velgengni sína svarar hann: „Ég er gæddur mjög stöðugu taugakerfi, og maður gæti sagt: Ég bý yfir mjög stilltum huga.“ I viðtali við þýzka dagblaðið Die Welt svarar Kramnik spurning- unni um hvað hann hafi til að bera, sem gerði honum það kleift sem engum öðrum hefur tekizt á undanförnum 15 árum: að sigra Kasparov, þannig: „Ekki mis- skilja mig. Kasparov er frábær skákmaður, hreinlega stórkost- legur. Flestir mótherja hans ótt- ast hann. Og þar liggur hundur- inn grafinn. Ég sé það í augum margra þeirra, sem setjast að tafli við Kasparov. Innst inni eru þeir reiðubúnir að tefla nokkra leiki og gefast síðan upp. Með slíku hugarfari nær maður eng- um árangri gegn honum. Hann finnur ótta mótherja sinna mjög auðveldlega á sér. Hann tvíeflist við það. Sá sem ætlar sér tefla með árangursríkum hætti gegn Kasparov ætti að byrja því að gleyma óttanum. Það er grunn- forsendan.“ Þegar hann er spurður um hvað honum þyki um þá staðhæfingu Kasparovs, að Kramnik hafi verið betur undir- búinn, segir hann: „Ég vil ekki segja mikið um aðstoðarmannalið mótherja míns. Ég er viss um, að þeir gerðu sitt bezta. . . . En það sýndi sig greinilega að mitt lið var betra. „Hernaðaráætlun" mín í einvíginu gekk upp. Ég hafði úr stórum hópi mjög hæfra manna að velja, þar sem ég á marga góða vini í hópi stórmeistara. Með Joel Lautier, Miguel 111- escas og Jevgení Barejev auðn- aðist mér að detta niður á ná- kvæmlega rétta kostinn. Ég vissi að þeir voru allir menn sem myndu leggja hart að sér, þeir myndu leggja allt í sölurnar fyrir sigurinn. Jafnvel þótt ég hefði tapað: Þeir skiluðu alveg ótrú- legu starfi.“ Og einvígisáætlun sinni lýsir hann á þessa leið: „Þegar ég var með svart fylgdi ég varnaráætlun: að byggja upp virki og láta hann koma. Gott og vel, það er lítil hreyfing og mað- ur þjáist. Margir vilja ekki láta slíkt ganga yfir sig. En ef maður vill vinna einvígi verður maður að vera tilbúinn til að þjást. Um miðbik einvígisins missti Kaspar- ov sjálfstraustið. Honum tókst hreinlega ekki að brjótast í gegn um vörnina hjá mér. Hann barð- ist alltaf af krafti, en ég sá í aug- um hans, að hann hefði gefið vonina upp á bátinn að vinna skák. Hann náði sífellt betri stöðu en niðurstaðan varð jafn- tefli, jafntefli, jafntefli. Fyrir mann eins og hann, sem er vanur að vinna á mótum aðra hverja skák að meðaltali, er þetta sál- fræðilega mjög erfið staða. Þetta var hluti af einvígisáætlun minni.“ Sameiningareinvígi við fulltrúa FIDE? Að lokum svarar Kramnik vangaveltum um möguleikann á því að yfirvinna klofning skák- heimsins. Spurningunni um hvort hann muni beita sér fyrir viðræð- um við FIDE og því að efnt verði til sameiningareinvígis skáksam- bandanna svarar hann á þá leið að til slíks sjái hann ekkert til- efni að svo komnu máli. „Ég er hvort sem er samningsbundinn Braingames Network og ef þeir vilja gera eitthvað með FIDE væri það stórfínt. Það yrði ör- ugglega mjög áhugavert og ég myndi hugleiða það, en í raun er það ekki undir mér komið. Ég mun örugglega ekki gera neitt sem bryti gegn skuldbindingum mínum við Braingames." Þar sem gæði og gott verð fara saman Tílboð vikunnar Mitt'isúlpur kr. 6900 FraKkarkr. 12900 Sportpevsurkr.99 Hrtakönnurkr Hrænvél meö ska\ kr Vönduð hiaupaö) ■ Opið alla daga 12-18 ! I I húsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90 í mmm m mmmmm m mmmmm a mmmm m mmaam a mmmmm a tmmam ■ mmmmm m hhbb ■ mmmmm ■ ■■■i ■ Ji Fimmtudag til sunnudags 20% afsláttur fiertu GARÐURINN af öilum eterna skyrtum - KRINGLUNNI ■ klæðir þig vel Hreinlætistækja- dagar mærtcr 15.995 kr Salemi frá Gustavsberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.