Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 68
 68 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ása Valgerður Gunnsteinsdóttir, framkva'indastjóri Umhyggju, og Kristbjörg Magnúsdóttir, verslunarstjóri hjá Hans Petersen hf., undir- rita samning um samstarfið. Umhyggja fær styrk frá Hans Petersen hf. HJÁ Hans Petersen hf. er nú hafin sala á jólakortum fyrir ljósmyndir. Líkt og undanfarin jól rennur til- tekin fjárhæð af hverju seldu jóla- korti til styrktar góðu málefni. I ár munu 5 krónur af hverju seldu jólakorti hjá Hans Petersen hf. renna í Styrktarsjóð Um- hyggju, en sjóðnum er ætlað að styrkja langveik börn og fj'ölskyld- ur þeirra sem lent hafa í veruleg- um fjárhagserfiðleikum vegna al- varlegra og langvinnra veikinda barns. Er þetta þriðja árið í röð sem þessi styrkur rennur til Um- hyggju. Barnatísku sýning í Listasafni Reykjavíkur BARNATÍSKUSÝNING verður haldin í fyrsta sinn í Listasafni Reykjavíkur sunnudaginn 12. nóv- ember frá kl. 15 til 17, segir í fréttatilkyningu. Sýningin er á veg- um barnafataverslunarinnar Krílis- ins á Laugavegi 28. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að hafa sýninguna og allt í kring- um hana barnvæna og afslappaða svo allir geti skemmt sér, bæði háir og Jágir, segir í fréttatilkynningu. Ýmsir gestir kíkja inn eins og t.d. leikhópurinn Hr. Tobías Búlki sem birtist í himum ýmsu gervum og búningum og söngkonurnar Sigga Beinteins, María Björk og Jóhanna Guðrún taka lagið með börnunum. Kynnt verða jólafötin í ár og eru módelin á aldrinum 4 mánaða til átta ára. Stílisti er Alda. Fylgihlut- ir og annað þarflegt kemur frá Fíf- unni á horni Klapparstígs og Hverfisgötu. Léttar veitingar verða í boði Mjólkursamsölunnar, Myll- unnar og Osta & Smjörsölunnar. Methagnaður hjá Hyundai Motor Company VEGNA fréttar í Morgunblaðinu sl. miðvikudag um að suður-kóresku risafyrirtækin Hyundai og Daewoo væru illa stödd hafa Bifreiðar og landbúnaðarvélar sent frá sér eftir- farandi athugasemd: Pað stefnir í methagnað hjá Hyundai Motor Company (HMC), á sama tíma og Hyundai, gamla móð- urfyrirtæki kóreska bifreiðafram- leiðandans, stendur höllum fæti. Góða afkomu fyrii-tækisins má ein- kum rekja til aukinnar markaðs- hlutdeildar þess á helstu bílamörk- uðum heims, en gert er ráð fyrir að hagnaður ársins muni nema fyrir skatta um einum milljarði banda- ríkjadala. Þá benda milliuppgjör jafnframt til þess að Kia, dótturfyr- irtæki Hyundai MC, muni skila fyrir skatta um 500 milljónum dala í hagn- að. Metár hjá Hyundai MC Samkvæmt niðurstöðum 6 mán- aða uppgjörs námu tekjur Hyundai MC af heimamarkaði rúmum 45 milljörðum dala og af útflutningi um 30 milljörðum, eða alls tæpum 76 milljörðum bandaríkjadala, sem samsvara um 6.000 milljörðum ís- lenskra króna. Þetta er mesta velta Hyundai MC frá upphafi og um 40% aukning frá sama tímabili á síðasta ári. Tekjur fyrirtækisins umfram gjöld námu 2,8 milljörðum dala, sem er um 180% aukning frá því í fyrra. Aukin markaðshlutdeild á erlendum mörkuðum Sölutölur októbermánaðar voru með besta móti. Seldar voru alls 140.813 bifreiðar, sem er 6,6% sölu- aukning frá því í september og 25% aukning frá október í fyrra. Þessar tölur eru í takt við markaðssókn HMC en fyrirtækið hefur aukið jafnt og þétt hlutdeild sína á erlendum mörkuðum á þessu ári í bæði Banda- ríkjunum og Evrópu. Heildarút- flutningsaukning fyrirtækisins frá árinu 1999 er 25% það sem af er ár- inu og heildarsöluaukning á saman- lögðum innlendum og erlendum mörkuðum nemur samtals 23%. Hyundai MC skilið frá Hyundai í fyrra var gengið frá aðskilnaði Hyundai Motor Company frá samn- efndu móðurfélagi. Undanfarin misseri hafa kóresk stjómvöld þrýst vemlega á helstu fyrirtækjasam- steypur landsins, þar á meðal Hyundai, Samsung, LG og Daewoo, að skipta sér upp, með það fyrir aug- um að styrkja efnahag landsins. At- Jólakort frá Siðmennt SIÐMENNT hefur gefið út jóla- kort í fjáröfiunarskyni. Framan á kortinu er málverk eftir Hring Jó- hannesson en aftan á því er sagt frá því að jólin eru forn, heiðin vinnulíf Kóreu einkenndist til skamms tíma af sterkri stöðu vold- ugra fyrirtækjasamsteypa, eða „chaebol", sem vora flest hver í fjöl- skyldueigu, en á árinu 1995 nam heildarframleiðsla 10 stærstu fjórð- ungi af vergri landsframleiðslu Kór- eu. Samkeppnisyfirvöld hafa lagt hvað ríkasta áherslu á aðskilnað bíla- iðnaðarins frá móðurfélögunum, ein- um helsta vaxtarbroddi kóresks iðn- aðar á sl. ái-atug. Hyundai í samstarf við DaimlerChrysler Samhliða hálfsársuppgjöri sínu, sem birt var nýlega, sendi Hyundai Motor Company frá sér yfirlýsingu um að eiginfjárstaða fyrirtækisins myndi batna veralega á árinu sam- fara niðurgreiðslu skulda, en HMC tók umtalsverðar skuldir í arf frá gamla móðurfélaginu. Þá er talið að samstarf HMC við bandaríska bíla- risann DaimlerChrysler muni styrkja stöðu kóreska bílaframleið- andans enn frekar.“ Matreiðslubók kynnt í Pennanum HALDIN verður kynning á bókinni Hratt og bítandi - matreiðslubók og margt fleira eftir Jóhönnu Sveins- dóttur í Pennanum Eymundsson Austurstræti í dag, laugardaginn 11. nóvember, kl. 15. Boðið verður upp á léttar veiting- ar samkvæmt bókinni. Kokkurinn verður með uppistand, ljúfir tónar fluttir og leikarar bregða á leik. Bók- in verður seld á kynningarverði til 18. nóvember í öllum verslunum Pennans. Allir era velkomnir. Morgunblaði/Þorkell Basarmunir eru til sýnis í glugga verslunarinnar Herragarðurinn, Laugavegi 13. Jólabasar Hringsins HRINGURINN heldur árlegan handavinnu- og kökubasar sinn sunnudaginn 12. nóvember kl. 13 í Perlunni. Þar verða margii- fallegir munir hentugir til jólagjafa og heimabakaðar kökur. Jólakort Hringsins verður einnig selt á basarnum en kortið er hannað af Guðrúnu Geirsdóttur, félagskonu Hringsins. Hringskonur hafa af miklum dugnaði unnið að mannúðarmálum í marga áratugi. Sérstaka rækt hafa þær lagt við Barnaspítala Hringsins og allan búnað hans. Framkvæmdir á byggingu fullkom- ins og sérhannaðs barnaspítala á lóð Landspítala við Hringbraut eru nú hafnar og hafa Hringskonur lof- að 100 millj. kr. til byggingarinnar. Basarmunir eru til sýnis í glugga verslunarinnar Herragarðurinn, Laugavegi 13. Hringskonur vilja þakka öllum velunnurum félagsins, bæði einstaklingum og fyrirtækj- um, fyrir stuðning og traust sem fé- laginu hefur verið sýnt í gegnum árin, segir í frétt frá Hringnum. hátíð til að fagna hækkandi sól. Upplagið er takmarkað og kort- in fást aðeins hjá bókaforlaginu Ormstungu sem er nú að Lyng- hálsi 10. Gönguferð á Vífilsfell FERÐAFÉLAG íslands efnir til gönguferðar sunnudaginn 12. nóv- ember á Vífilsfell, sem trónir í 655 m hæð yfir Jósefsdal og hækkun á gönguleið er um 400 metrar. Uppi á Vífilsfelli er víðsýnt og út- sýnisskífa aðstoðar við staðsetningu örnefna í umhverfinu. Áætlaður göngutími er 3-4 klst, fararstjóri er Finnur Fróðason og þátttökugjald 1.400 krónur. Brottför er kl. 13 frá BSÍ og Mörkinni 6. Kristni- boðsdagur- inn á sunnudag- ÁRLEGUR kristniboðsdagur ís- lensku þjóðkirkjunnar verður sunnudaginn 9. nóvember. Verða málefni kristniboðs tekin til um- fjöllunar í guðsþjónustum og á fundum og tekið á móti framlögum til starfs Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, SÍK, í Eþíópíu, Kenýju og Kína. íslenskir kristniboðar á vegum SIK eru nú fimm í Eþíópíu og Kenýju. „Þeir sinna margvíslegum verkefnum og má nefna prests- þjónustu, boðun, uppfræðslu leið- toga í söfnuðunum, ráðgjöf, kennslu barna kristniboðanna, ým- is stjórnunarstörf, þróunai-verk- efni og neyðarhjálp," segir m.a. í frétt frá SIK. Sambandið tekur þátt í að kosta tvo vikulega kristilega útvarps- þætti á kínversku fyrir börn og fullorðna í Kína. Safna þarf á þessu ári rúmlega 20 milljónum króna til starfs SIK og hafði safn- ast um helmingur þeirrar upphæð- ar í lok september. Almennar samkomur verða í til- Kristniboð Islendinga í Eþiópiu og Kenýju verður víða kynnt á kristniboðsdegi þjóðkirkjunnar á sunnudag. efni kristniboðsdagsins á sunnu- dag í félagsheimilum KFUM og K við Holtaveg í Reykjavík og á Akranesi kl. 17 og kl. 20.30 á Ak- ureyri. Þá mun Guðlaugur Gunn- arsson kristniboði predika í út- varpsmessu í Dómkirkjunni kl. 11 á sunnudag. Thorvaldsensfélagið Tvö jólakort gefin út JÓLAKORT Thorvaldsensfélagsins eru tvö þetta árið. Félagið verður 125 ára gamalt 19. nóvember nk. og í tilefni af þessu merkisafmæli er gefið út kort með lágmynd af einni hlið skírnarfonts Dómkirkjunnar. Myndin heitir „Leyfið börnunum að koma til mín.“ Skfrnarfontinn gaf Bertel Thorvaldsen Dómkirkju föð- urlands síns. Á hinu kortinu er myndin „Jóla- ljós“ eftir Sigríði Gyðu Sigurðar- dóttur. Þetta er í annað skipti sem listakonan sýnir Thorvaldsensfé- laginu þá vinsemd að gefa mynd á jólakort. Kortin eru seld á Thorvaldsens- basar, Austurstræti 4, í nokkrum bókabúðum og hjá félagskonum. Þau fást auð eða með jólakveðju. Allur ágóði rennur nú sem fyrr til liknarmála. Kortin eru prentuð í Odda en Ijósmynd af skírnarfonti tók Fríður Eggertsdóttir. Fyrirlestur um spilafíkn ARNOLD Wexler heldur fyrir- lestur um spilafíkn laugardag- inn 11. nóvember klukkan 14 í Ársal Hótels Sögu á vegum Áhugahóps gegn spilafíkn. Áhugahópur gegn spilafíkn er hópur fólks sem vill vekja at- hygli á vandamálum sem tengj- ast spilafikn. Fram hafa komið upplýsingar um að spilafíkn og vandamál sem henni tengjast séu orðin umfangsmikil og út- breidd á Islandi. Til þess að varpa Ijósi á þetta þjóðfélags- mein og hugsanlegar leiðir til úrbóta hefur hópurinn boðið hingað til lands Arnold Wexler, Bandaríkjamanni sem þekkir vandann af eigin raun og hefur haft sig mjög í frammi í opin- beri umræðu í Bandaríkjunum um þetta efni, segir í fréttatil- kynningu. Fyrirlesturinn er öll- um opinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.