Morgunblaðið - 11.11.2000, Page 68
68 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Ása Valgerður Gunnsteinsdóttir, framkva'indastjóri Umhyggju, og
Kristbjörg Magnúsdóttir, verslunarstjóri hjá Hans Petersen hf., undir-
rita samning um samstarfið.
Umhyggja fær styrk
frá Hans Petersen hf.
HJÁ Hans Petersen hf. er nú hafin
sala á jólakortum fyrir ljósmyndir.
Líkt og undanfarin jól rennur til-
tekin fjárhæð af hverju seldu jóla-
korti til styrktar góðu málefni.
I ár munu 5 krónur af hverju
seldu jólakorti hjá Hans Petersen
hf. renna í Styrktarsjóð Um-
hyggju, en sjóðnum er ætlað að
styrkja langveik börn og fj'ölskyld-
ur þeirra sem lent hafa í veruleg-
um fjárhagserfiðleikum vegna al-
varlegra og langvinnra veikinda
barns. Er þetta þriðja árið í röð
sem þessi styrkur rennur til Um-
hyggju.
Barnatísku
sýning í
Listasafni
Reykjavíkur
BARNATÍSKUSÝNING verður
haldin í fyrsta sinn í Listasafni
Reykjavíkur sunnudaginn 12. nóv-
ember frá kl. 15 til 17, segir í
fréttatilkyningu. Sýningin er á veg-
um barnafataverslunarinnar Krílis-
ins á Laugavegi 28.
Sérstök áhersla hefur verið lögð
á að hafa sýninguna og allt í kring-
um hana barnvæna og afslappaða
svo allir geti skemmt sér, bæði háir
og Jágir, segir í fréttatilkynningu.
Ýmsir gestir kíkja inn eins og
t.d. leikhópurinn Hr. Tobías Búlki
sem birtist í himum ýmsu gervum
og búningum og söngkonurnar
Sigga Beinteins, María Björk og
Jóhanna Guðrún taka lagið með
börnunum.
Kynnt verða jólafötin í ár og eru
módelin á aldrinum 4 mánaða til
átta ára. Stílisti er Alda. Fylgihlut-
ir og annað þarflegt kemur frá Fíf-
unni á horni Klapparstígs og
Hverfisgötu. Léttar veitingar verða
í boði Mjólkursamsölunnar, Myll-
unnar og Osta & Smjörsölunnar.
Methagnaður
hjá Hyundai
Motor
Company
VEGNA fréttar í Morgunblaðinu sl.
miðvikudag um að suður-kóresku
risafyrirtækin Hyundai og Daewoo
væru illa stödd hafa Bifreiðar og
landbúnaðarvélar sent frá sér eftir-
farandi athugasemd:
Pað stefnir í methagnað hjá
Hyundai Motor Company (HMC), á
sama tíma og Hyundai, gamla móð-
urfyrirtæki kóreska bifreiðafram-
leiðandans, stendur höllum fæti.
Góða afkomu fyrii-tækisins má ein-
kum rekja til aukinnar markaðs-
hlutdeildar þess á helstu bílamörk-
uðum heims, en gert er ráð fyrir að
hagnaður ársins muni nema fyrir
skatta um einum milljarði banda-
ríkjadala. Þá benda milliuppgjör
jafnframt til þess að Kia, dótturfyr-
irtæki Hyundai MC, muni skila fyrir
skatta um 500 milljónum dala í hagn-
að.
Metár hjá Hyundai MC
Samkvæmt niðurstöðum 6 mán-
aða uppgjörs námu tekjur Hyundai
MC af heimamarkaði rúmum 45
milljörðum dala og af útflutningi um
30 milljörðum, eða alls tæpum 76
milljörðum bandaríkjadala, sem
samsvara um 6.000 milljörðum ís-
lenskra króna. Þetta er mesta velta
Hyundai MC frá upphafi og um 40%
aukning frá sama tímabili á síðasta
ári. Tekjur fyrirtækisins umfram
gjöld námu 2,8 milljörðum dala, sem
er um 180% aukning frá því í fyrra.
Aukin markaðshlutdeild
á erlendum mörkuðum
Sölutölur októbermánaðar voru
með besta móti. Seldar voru alls
140.813 bifreiðar, sem er 6,6% sölu-
aukning frá því í september og 25%
aukning frá október í fyrra. Þessar
tölur eru í takt við markaðssókn
HMC en fyrirtækið hefur aukið jafnt
og þétt hlutdeild sína á erlendum
mörkuðum á þessu ári í bæði Banda-
ríkjunum og Evrópu. Heildarút-
flutningsaukning fyrirtækisins frá
árinu 1999 er 25% það sem af er ár-
inu og heildarsöluaukning á saman-
lögðum innlendum og erlendum
mörkuðum nemur samtals 23%.
Hyundai MC skilið frá Hyundai
í fyrra var gengið frá aðskilnaði
Hyundai Motor Company frá samn-
efndu móðurfélagi. Undanfarin
misseri hafa kóresk stjómvöld þrýst
vemlega á helstu fyrirtækjasam-
steypur landsins, þar á meðal
Hyundai, Samsung, LG og Daewoo,
að skipta sér upp, með það fyrir aug-
um að styrkja efnahag landsins. At-
Jólakort frá Siðmennt
SIÐMENNT hefur gefið út jóla-
kort í fjáröfiunarskyni. Framan á
kortinu er málverk eftir Hring Jó-
hannesson en aftan á því er sagt
frá því að jólin eru forn, heiðin
vinnulíf Kóreu einkenndist til
skamms tíma af sterkri stöðu vold-
ugra fyrirtækjasamsteypa, eða
„chaebol", sem vora flest hver í fjöl-
skyldueigu, en á árinu 1995 nam
heildarframleiðsla 10 stærstu fjórð-
ungi af vergri landsframleiðslu Kór-
eu. Samkeppnisyfirvöld hafa lagt
hvað ríkasta áherslu á aðskilnað bíla-
iðnaðarins frá móðurfélögunum, ein-
um helsta vaxtarbroddi kóresks iðn-
aðar á sl. ái-atug.
Hyundai í samstarf við
DaimlerChrysler
Samhliða hálfsársuppgjöri sínu,
sem birt var nýlega, sendi Hyundai
Motor Company frá sér yfirlýsingu
um að eiginfjárstaða fyrirtækisins
myndi batna veralega á árinu sam-
fara niðurgreiðslu skulda, en HMC
tók umtalsverðar skuldir í arf frá
gamla móðurfélaginu. Þá er talið að
samstarf HMC við bandaríska bíla-
risann DaimlerChrysler muni
styrkja stöðu kóreska bílaframleið-
andans enn frekar.“
Matreiðslubók
kynnt í
Pennanum
HALDIN verður kynning á bókinni
Hratt og bítandi - matreiðslubók og
margt fleira eftir Jóhönnu Sveins-
dóttur í Pennanum Eymundsson
Austurstræti í dag, laugardaginn 11.
nóvember, kl. 15.
Boðið verður upp á léttar veiting-
ar samkvæmt bókinni. Kokkurinn
verður með uppistand, ljúfir tónar
fluttir og leikarar bregða á leik. Bók-
in verður seld á kynningarverði til
18. nóvember í öllum verslunum
Pennans. Allir era velkomnir.
Morgunblaði/Þorkell
Basarmunir eru til sýnis í glugga verslunarinnar Herragarðurinn,
Laugavegi 13.
Jólabasar Hringsins
HRINGURINN heldur árlegan
handavinnu- og kökubasar sinn
sunnudaginn 12. nóvember kl. 13 í
Perlunni. Þar verða margii- fallegir
munir hentugir til jólagjafa og
heimabakaðar kökur. Jólakort
Hringsins verður einnig selt á
basarnum en kortið er hannað af
Guðrúnu Geirsdóttur, félagskonu
Hringsins.
Hringskonur hafa af miklum
dugnaði unnið að mannúðarmálum
í marga áratugi. Sérstaka rækt
hafa þær lagt við Barnaspítala
Hringsins og allan búnað hans.
Framkvæmdir á byggingu fullkom-
ins og sérhannaðs barnaspítala á
lóð Landspítala við Hringbraut eru
nú hafnar og hafa Hringskonur lof-
að 100 millj. kr. til byggingarinnar.
Basarmunir eru til sýnis í glugga
verslunarinnar Herragarðurinn,
Laugavegi 13. Hringskonur vilja
þakka öllum velunnurum félagsins,
bæði einstaklingum og fyrirtækj-
um, fyrir stuðning og traust sem fé-
laginu hefur verið sýnt í gegnum
árin, segir í frétt frá Hringnum.
hátíð til að fagna hækkandi sól.
Upplagið er takmarkað og kort-
in fást aðeins hjá bókaforlaginu
Ormstungu sem er nú að Lyng-
hálsi 10.
Gönguferð á
Vífilsfell
FERÐAFÉLAG íslands efnir til
gönguferðar sunnudaginn 12. nóv-
ember á Vífilsfell, sem trónir í 655 m
hæð yfir Jósefsdal og hækkun á
gönguleið er um 400 metrar.
Uppi á Vífilsfelli er víðsýnt og út-
sýnisskífa aðstoðar við staðsetningu
örnefna í umhverfinu. Áætlaður
göngutími er 3-4 klst, fararstjóri er
Finnur Fróðason og þátttökugjald
1.400 krónur. Brottför er kl. 13 frá
BSÍ og Mörkinni 6.
Kristni-
boðsdagur-
inn á
sunnudag-
ÁRLEGUR kristniboðsdagur ís-
lensku þjóðkirkjunnar verður
sunnudaginn 9. nóvember. Verða
málefni kristniboðs tekin til um-
fjöllunar í guðsþjónustum og á
fundum og tekið á móti framlögum
til starfs Sambands íslenskra
kristniboðsfélaga, SÍK, í Eþíópíu,
Kenýju og Kína.
íslenskir kristniboðar á vegum
SIK eru nú fimm í Eþíópíu og
Kenýju. „Þeir sinna margvíslegum
verkefnum og má nefna prests-
þjónustu, boðun, uppfræðslu leið-
toga í söfnuðunum, ráðgjöf,
kennslu barna kristniboðanna, ým-
is stjórnunarstörf, þróunai-verk-
efni og neyðarhjálp," segir m.a. í
frétt frá SIK.
Sambandið tekur þátt í að kosta
tvo vikulega kristilega útvarps-
þætti á kínversku fyrir börn og
fullorðna í Kína. Safna þarf á
þessu ári rúmlega 20 milljónum
króna til starfs SIK og hafði safn-
ast um helmingur þeirrar upphæð-
ar í lok september.
Almennar samkomur verða í til-
Kristniboð Islendinga í Eþiópiu
og Kenýju verður víða kynnt á
kristniboðsdegi þjóðkirkjunnar
á sunnudag.
efni kristniboðsdagsins á sunnu-
dag í félagsheimilum KFUM og K
við Holtaveg í Reykjavík og á
Akranesi kl. 17 og kl. 20.30 á Ak-
ureyri. Þá mun Guðlaugur Gunn-
arsson kristniboði predika í út-
varpsmessu í Dómkirkjunni kl. 11
á sunnudag.
Thorvaldsensfélagið
Tvö
jólakort
gefin út
JÓLAKORT Thorvaldsensfélagsins
eru tvö þetta árið. Félagið verður
125 ára gamalt 19. nóvember nk. og
í tilefni af þessu merkisafmæli er
gefið út kort með lágmynd af einni
hlið skírnarfonts Dómkirkjunnar.
Myndin heitir „Leyfið börnunum að
koma til mín.“ Skfrnarfontinn gaf
Bertel Thorvaldsen Dómkirkju föð-
urlands síns.
Á hinu kortinu er myndin „Jóla-
ljós“ eftir Sigríði Gyðu Sigurðar-
dóttur. Þetta er í annað skipti sem
listakonan sýnir Thorvaldsensfé-
laginu þá vinsemd að gefa mynd á
jólakort.
Kortin eru seld á Thorvaldsens-
basar, Austurstræti 4, í nokkrum
bókabúðum og hjá félagskonum.
Þau fást auð eða með jólakveðju.
Allur ágóði rennur nú sem fyrr til
liknarmála.
Kortin eru prentuð í Odda en
Ijósmynd af skírnarfonti tók Fríður
Eggertsdóttir.
Fyrirlestur
um spilafíkn
ARNOLD Wexler heldur fyrir-
lestur um spilafíkn laugardag-
inn 11. nóvember klukkan 14 í
Ársal Hótels Sögu á vegum
Áhugahóps gegn spilafíkn.
Áhugahópur gegn spilafíkn
er hópur fólks sem vill vekja at-
hygli á vandamálum sem tengj-
ast spilafikn. Fram hafa komið
upplýsingar um að spilafíkn og
vandamál sem henni tengjast
séu orðin umfangsmikil og út-
breidd á Islandi. Til þess að
varpa Ijósi á þetta þjóðfélags-
mein og hugsanlegar leiðir til
úrbóta hefur hópurinn boðið
hingað til lands Arnold Wexler,
Bandaríkjamanni sem þekkir
vandann af eigin raun og hefur
haft sig mjög í frammi í opin-
beri umræðu í Bandaríkjunum
um þetta efni, segir í fréttatil-
kynningu. Fyrirlesturinn er öll-
um opinn.