Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 33 að við teljum mjög þýðingarmikið í okkar markaðsstarfi að hafa sem sterkasta ímynd. Við trúum því nefnilega að ímynd geti selt vöru eða hjálpað til við að selja hana. Hin hlið málsins er svo sú að við lítum á það sem skylduverkefni að fyrirtæki á stærð við Mjólkursam- söluna sinni þjóðþrifamálum af þessum toga,“ segir Guðlaugur. Á liðnu ári hélt Guðlaugur erindi um málræktarátakið á þingi mjólk- urframleiðenda í Frakklandi. Fann hann ekki annað en málið vekti þó- nokkra athygli. „Menn voru hrifnir af því að við skyldum vera með svona málefni í okkar ímyndarupp- byggingu. Pað er ekki ólíklegt að einhverjar hugmyndir hafi kviknað á þessu þingi.“ Málfarsábendingar eiga því hugsanlega eftir að prýða mjólkur- umbúðir í fleiri löndum í framtíð- inni. --------------- Málræktar- þing í Háskóla Islands ÍSLENSKA sem annað mál er yfir- skrift málræktarþings sem haldið verður í hátíðarsal Háskóla íslands í dag. Setning er kl. 10.30 og þingslit kl. 14. Eins og yfirskriftin gefur til kynna verður fjallað um sambúð fólks af er- lendum uppruna við íslenskuna, jafnt þeirra sem sest hafa að á Is- landi og þeirra sem nema íslensku á erlendri grund. Þingið hefst á ávarpi Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra sem jafnframt mun afhenda nýjan styrk Mjólkursamsölunnar til há- skólanema sem vinnur að lokaverk- efni um íslenskt mál. Verðlaunahaf- ar úr Stóru upplestrarkeppninni lesa upp. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ávai'par þingið og ræðu- menn eru dr. Birna Árnbjörnsdóttir, Ingibjörg Hafstað kennsluráðgjafi, Þóra Björk Hjartardóttir dósent, Ulfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordal, Þóra Másdóttir talmeinafræðingur og Matthew Whelpton lektor. sjóður sem við höfum lagt mikla vinnu í að leita uppi. Það hefur svo sannarlega verið ómaksins virði.“ Viðbrögð við fernufróðleiknum hafa, að sögn Aðalbjargar, yfu'leitt verið jákvæð. „Það er gaman að heyra viðbrögð, sérstaklega eru börnin dugleg að láta í sér heyra. Mörg bíða þau spennt eftir nýjum teikningum og þá þarf auðvitað að lesa textann fyrir þau um leið. Þar með er markmiðinu náð.“ Aðalbjörg kann líka skemmtilegar sögur um viðbrögð fullorðinna. „Eg veit um mann á fertugsaldri sem fundust textamir svo skemmtilegir að hann gat ómögulega hent fernun- um, konu hans til mikils angurs því upp söfnuðust mjólkurfernui' í massavís. Svo var það ungur maður, á þrítugsaldri, sem átti sér alltaf uppáhaldstexta á fernunum og lenti í miklum vandræðum ef þær fernur voru ekki til í búðum. Þá upphófst mikil leit í mjólkurgrindinni þar sem hann kannaði til þrautar hvort upp- áhaldstextinn væri virkilega ekki til og, ef sú reyndist raunin, að einhverj- um texta sem væri nógu góður til að fara með heim í ísskápinn." Aðalbjörg lýkur lofsorði á framtak Mjólkursamsölunnar. Það snerti landsmenn alla á mjög jákvæðan og uppbyggilegan hátt. „Málverndar- átakið er gott dæmi um það með hvaða hætti stór fyrirtæki geta látið gott af sér leiða.“ Aðalbjörg sér ekki heldur annað en að framhald verði á þessari vinnu. „Ég held að fólk myndi sakna þess ef þessi fróðleikur yrði ekki lengur á mjólkurfernunum. Og meðan þetta gengur svona vel er engin ástæða til þess að láta staðar numið. Af nógu er líka að taka - brunnurinn er ótæm- andi. íslenska er svo auðugt mál.“ Morgunblaðið/ Kristinn „Kraftmikill leikur á andlausum texta,“ segir Sveinn Haraldsson m.a. í gagnrýni sinni á verkið: Bergur Þór Ing- ólfsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gunnar Hansson og Sigrún Edda Björnsdóttir í hlutverkum sínum. Leitin að skáldgáfunni Bach und- ir norður- ljósum TðNLIST Frfkirkjan KAMMERTÓNLEIKAR Sigurður Halldórsson selló- leikari og Helga Ingólfsdóttir semballeikari fluttu þrjár són- ötur fyrir gömbu og sembal BWV 1027-29 eftir Jóhann Sebastian Bach. Laugardag 4. nóvemberkl. 17. ÞAÐ var viðeigandi að tón- leika Norðurljósahátíðarinnar skyldi bera upp á Ljósahátíð í höíúðborginni. Ljósið vai' líka stemmningsgjafinn í Fríkirkj- unni meðan á tónleikunum stóð; það var kveikt á kertum á öllum stjökum og jafnvel á nótnapúlti sellóleikarans, Sigurðar Hall- dórssonar, var kveikt á tveimur kertum. Hlý birtan í kii'kjunni skapaði notalegt andi-úmsloft og mikla stemmningu. Þau Sigurð- ur og Helga Ingólfsdóttir léku þrjár sónötur eftir Jóhann Seb- astian Bach fyrir gömbu og sembal, en Sigurður lék á barokkselló í stað gömbu. Það þarf ekki að orðlengja það að tónlist Bachs var sem enn annar ljósgjafi. Gömbusónöturnar eru einstakar perlur sem stafa birtu beint í hjai'tastað. Verkin eni samin undh' formerkjum barokksins, en þó má heyra þar marga vegvísa fram til klassíska tímans. Hlutverk sembalsins er ekki undirleikur eða fylgirödd, heldur hefur hann miklu sjálf- stæðari tilvist en jafnan í barokktónlist. Oft er hann jafn- vel í aðalhlutverki meðan sellóið leikur einhvers konar fylgh'ödd eða pedaltóna undir. Fyrri són- öturnar tvær eru báðar fjögurra þátta, meðan sú þriðja er aðeins þriggja þátta. Hún sker sig líka úr fyrir mun framúrstefnulegri hljómanotkun en hinar fyrri. Allar eru þær snilldarverk sem þyldu vel að heyrast oftar á tón- leikum. Leikur Sigurðar Halldórs- sonar og Helgu Ingólfsdóttur var mjög góður. Helga lék af festu og öryggi, enda semball- inn drifkraftur framvindunnar í verkunum. Sigurður lék feikn- atvel. Létt og gegnsæ rödd barokksellósins var hrífandi. Sigurði tókst að láta hljóðfærið syngja í lýríkinni en hröðu kafl- arnir voru fimlega leiknh'. I allt var þetta mjög ferskur flutning- ur og hlaðinn þeirri músíkölsku eindrægni sem þarf til að hrífa fólk með. Fríkh’kjan í Reykjavík er kjörinn staður fyrir tónleika af þessu tagi. Ekki bara vegna þess hve kirkjan skapar tónlist- inni fallega umgjörð, heldur einkum vegna hljómburðarins sem hentar lágværri tónlist af- skaplega vel. Svo virðist sem lagfæringar á kirkjunni hafi gert hana enn betri en áður til tónlistarflutnings. Þótt tónleikarnir væni stuttir urðu þeir síður en svo verri fyrir það. Sónötumar þrjár vom passandi skammtur, og ekki hefði verið betra að bæta fleiri verkum við. Það er vandamál sem virðist plaga flytjendur að finnast tónleikar þurfa að vera sem næst 90 mínútum. Lengd tónleikanna á að ráðast af því sem vel samsett efnisskrá segir til um. Hvað um það, Norður- ljósatónleikamir í Fríkirkjunni á laugardaginn vora mikil in- dælisstund og tónlistarapplifun af bestu gerð. Þegar út var kom- ið vora norðurljósin á himin- hvelfingunni rétt að hefja kvöld- leika sína. Bergþóra Jónsdóttir LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur SKÁLDANÓTT Höfundur: Hallgrímur Helgason. Leikstjéri: Benedikt Erlmgsson. Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Lýsing: Elfar Bjarnason. Leikgervi: Sóley Björt Guðinundsdóttir. Bún- ingar: Hjördís Sigurbjörnsdóttir. Leikmyrul: Stígur Steinþórsson. Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Bergur Þór Ingólfsson, Björn Ingi Hilmarsson, Edda Björg Eyjólfs- dóttir, Eggert Þorleifsson, Ellert A. Inginmndarson, Gunnar Hansson, Jens Pétur Högnason, Katla Mar- grét Þorgeirsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Steinn Ármann Magn- ússon, Theodór Júlíusson og Þór Tulinius. Föstudagur 10. nóvember. SKÁLDANÓTT byggist á sniðugri hugmynd: Einu sinni ári hverju, fyrstu sumamótt, lifna liðin íslensk skáld og ganga götur höfuðstaðarins uns dagur rís á ný og þau verða að steini. Yfirvöld í Reykjavik nota tæki- færið og efna til skáldakeppni („glímu um rím“) þar sem þjóðskáldin eiga að sitja í dómarasæti. Ungskáldin og aðr- ir aðdáendur þeiri’a keppast svo að sjálfsögðu um að komast í kynni við átrúnaðargoðin og sýna þeim gullin sín. Verkið er að sögn höfundarins „gleðileikur með söngvum" og má það til sanns vegar færa. Hér er aldrei kafað undir yfirborðið heldur er Islensk listsýn- ing- um Kína SÝNINGUNNI Shanghai Internat- ional Art Fair í Shanghai í Kína lauk miðvikudaginn 8. nóvember. Þátttakendur frá íslandi vora þau Kiristbergur Pétursson, Helga Ár- mann, Margrét Guðmundsdóttir, Bjarni Björgvinsson og Kristín Pálmadóttir. Þessi sýning hefur ver- ið haldin árlega síðan 1997 og var þetta í fyrsta skipti sem listamenn frá íslandi tóku þátt í sýningunni. Sýningin stóð frá 3. til 8. nóvember og sóttu hana um 60.000 manns. Verk íslensku listamannanna verða send áfram til borgarinnar Gu- angzhou á sýninguna Guangzhou International Art Fair sem hefst 7. desember. www.mbl.is bragðið upp einfóldum skopmyndum af liðnum skáldum. Þær era þeim mun trúverðugri sem höfundur leggm- þeim færri orð í munn eins og einstök skopstæling Þórs Tuliniusar af Lax- ness miðaldra er besta dæmið um, en þar var leikgervið frábært. Þegar þjóðskáldin era látin deila um eigið ágæti verður rislágur textinn leikur- unum frekar til trafala en hitt við persónusköpunina. Helsta undan- tekningin er Einar Benediktsson í höndum Theodórs Júhussonar en hans persónu liggur mikið á hjarta og kemst á ílug þegar hann bölsótast út í andstöðu við virkjunarframkvæmdir og stórgróðavon. Benedikt Gröndal Árna Péturs Guðjónssonar og Steinn Steinarr Eggerts Þorleifssonaj’ verða lit- og líflausar klisjur og Jónas Hall- girimsson, sem Steinn Armann Magn- ússon leggur þó töluvert til, er gerður að kvensömum vælukjóa fyrir þær sakir að hafa ort fegurstu ástairijóð ís- lenskrar tungu! Sýn höfundar á kon- um er svo kapítuli út af fyrir sig. Að skrifa gleðileik er göfugt markmið en ef haldið er slíku dauða- haldi í klisjumar veltur dægrastytting áhorfandans algjörlega á þeim gam- anmálum sem textinn og sýningin bjóða upp á. Eðli leiksins samkvæmt er girinið alltaf fyirirsjáanlegt - hér er ekkert sagt um þjóðskáldin nema það sem er á allra vitorði, annai’s hittir fyndnin ekki í mark. Mikill hluti textans er rímaður og bundinn í stuðla og höfuðstafi. Hall- girimur Helgason er foi-mið ekki nógu tamt til að geta leikið sér að því, hann nýtir einungis þann möguleika sem felst í rímorðunum til að vekja hlátra- sköll áhorfenda. Þetta hnoð verður mjög leiðingjai'nt til lengdai’ þar sem enginn hluti textans er virkilega vel kveðinn, nema það sem fengið er að láni. Það er í raun enginn meginmun- ur á þeim hluta textans sem á að vera leirburðui’ fi’á höfundarins hendi og hinum sem á að kallast snjallai’ stökur ortar með aðstoð látinna stórskálda. Uppsetning Benedikts Erlingsson- ar er að mörgu leyti mjög skemmti- lega unnin, hér er allt á ferð og flugi og hvert tækifæri notað til að gleðja áhorfendur og koma þeim á óvart og það er ótrúlegt hve langt hefúr verið gengið til að lífga upp á sýninguna og ekkert til sparað sama hve miklum erfiðleikum hefur verið bundið að koma því í kring. Ragnhildur Gísla- dóttir hefur samið grípandi lög við söngtexta Hallgríms sem meðlimh- leikhópsins flytja sjálfir. I raun hefði tónlistin mátt vera mun meh’a áber- andi þai’ sem einfaldur textinn nýtur sín miklu betur í sambland við hana. Umbúnaður sýningarinnar er raun- sæisleg mynd af miðbæ Reykjavíkur; hljóðmyndin var mjög áhrifarík; ljósin vora vel miðuð sem hlýtur að teljast nokkurt afrek þegar leikrýminu er svo þröngur stakkur skorinn; stöðluð gervi persónanna ýta undh’ yfirborðs- lega túlkun í leiknum. Bergur Þór Ingólfsson, Katla Margi’ét Þorgeirs- dóttir, Gunnar Hansson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Sigrún Edda Björns- dóttir, Björn Ingi Hilmarsson og El- lert A. Ingimundarson léku af miklum krafti undir stjóm Benedikts Erlings- sonar leikstjóra en þau máttu sín lítils í baráttunni við andlausan textann. Það mætti mikið fyrirgefa ef sýningin væri skemmtilegri en hún er einfald- lega ekki nógu fyndin - og sýn höf- undar á efnið ótrúlega óskáldleg. Sveinn Haraldsson LACERSALA Laugavegi 178 Qpift: Vönduð vörumerki Virka daga: 12-18 Barnafatnabur Laugardaga: 10-17 Dömufatnaður Sunnudaga: 12-17 Herrafatnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.