Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 51 MINNINGAR móðui- og ömmu mun lýsa ykkur allt ykkar líf. Haustið er komið og sumarið frá meðsólinasínabjörtu. Láttu þá Jesú Drottin minn þá ljósin skína í hjörtu. Guð blessi ykkur ölL Ykkar Gerður Benediktsdóttir. Pegarvorumvöllogál veltir gulli sínu, þáereinsogönnursál yrkiíbrjóstimínu. (Sigurjón í Snæhvammi.) Vafalaust þannig hefur höfundi þessarar fögru og hugljúfu stöku, skáldbóndanum í Snæhvammi, verið innanbrjósts síðla maímánaðar er kona hans, Elín Vigfúsdóttir, fæddi iitla telpu, gólfsóp þeirra Snæ- hvammshjóna. Þetta litla vorbarn hlaut nafnið Oddný Edda, fomnor- rænt heiti og skemmtilegar andstæð- ur. Þetta vorbarn var nágranni minn öll uppvaxtarárin, raunar öll þau lið- lega 60 ár er hún dvaldi á þessari jörð. Fyrst í Snæhvammi, síðar hér í pláss- inu, lengst af í þarnæsta húsi, Laufási (Ásvegi 15). Börnin okkar léku sér síðan saman er þau uxu úr gi’asi. Ég sit við stofugluggann og horfi á hauströkkrið hníga að. Horfi á naktar greinar trjánna og norðankaldann ýfa gráa Bótina og flóann. Síminn hringdi fyrir örfáum andartökum. Konan bar mér þaðan þá fregn að vorbamið Edda væri látin. Ég sé hvar íslenski fáninn er dreginn að húni framan við húsið hennar. Það staðfestir endanlega þessa hyldjúpu fregn sorgar og saknaðar. Að vísu kom hún ekki að óvömm - en samt. Edda var búin að berjast við krabb- ann um nokkurra mánaða skeið - og vitað hvert stefndi. Samt setti mig hljóðan. Umkomuleysi hins vesæla manns og leyndar óskir megnuðu einskis, gátu engu breytt. Edda frá Snæhvammi er horfin úr hópnum. Gengur ekki lengur um með póstinn á morgnana, syngur ekki í kórnum okkar, mætir ekki í gróðursetningu, ræðir ekki við mig um skáldskap og „gamla kaupfélagið“. Edda trúði á það góða í manninum. Trúði á sveitina sína. Vonandi verður slík von henni til framdráttar. Ég gekk í sumar fram hjá húsinu hennar sem oftar. Vissi ekki hvort ég ætti að líta inn - vildi muna hana glaða og rjóða. Ef til vill er slíkt eins konar kjarkleysi, en jafnframt virðing við persónulega reisn. Úr þessu get ég engu breytt. Mun enn um hríð ganga fram hjá húsinu hennar. Birki- hríslurnar er hún gróðursetti fram með gangbrautinni geyma bros henn- ar og hlýja glettni. Bergmála þau orð þegar Edda „sagði mér til syndanna" á sinn hátt, hógværa og glettna hátt er kom beint frá hjartanu. Stundum henti, efth’ snögg svör frá mér, að augu hennar skutu gneistum. Edda átti ríkt skap, stóra sál - og kleip fast sem telpa. Kleip síðar á annan hátt - en stutt í bjart bros. Aldrei reiddist ég orðum hennar. Aldrei varð okkur sundurorða þótt við hefðum einstöku sinnum mismun- andi skoðanh’. Vh-tum þær enda nágrannar frá upphafi, vorbörn og gólfsóp foreldra okkar með býsna svipuð áhugamál. Þögnin djúpa í hjartanu kallai- fram nokkrar myndh’, Jjúfar og bjart- ar. Minningar sem maðurinn með ljá- inn getur ekki tekið né slævt. Eru vörn hins umkomulausa, máttvana manns gegn skapadægrunum. Smá- vaxin, hnellin hnáta, dökk á hadd er að hjálpa mömmu sinni með þvottinn, sýslar við púddurnar og sópar gólf. Fæst við hitt og þetta meðan við Þverhamarsdrengir leikum „blöðni- slátt“ niðri á sléttum og hörðum sand- inum við frænda hennar og uppeldis- bróður. Hún var iðin, hún Edda, iðin, velvirk, þrautseig - hlý og góð. Studdi allt það er til framfara horfði við slóð hennai’, ekki síst er til menningar horfði. Hafði greinilega erft það besta frá foreldrunum. Þeir þætth' tvinnast einkar vel. Ljósum á stjökum okkar fækkar. Dagar lifna og hverfa í nóttina. Tím- inn missir ei spor úr á ferð sinni. Minningar vaka í tíma og rúmi. Eru það eina er stendur föstum fótum eins og vorið er „veltir gulli sínu“ hvemig sem yfirbragð umhverfisins er. Gott er að eiga slík minni. Vitum að þær lifa með fólkinu hennar Odd- nýjai’ Eddu. Þess vegna hafa orð vissa takmörkun. Eru aðeins veikh- tilburðir til að segja eitthvað sem ekki var sagt en verður að segjast. Vertu sæl, Oddný Edda, vertu sæl. Þessi fá- tæklegu orð færum við eiginmanni og börnum, barnabörnum, vinum og venslafólki - og biðjum þeim blessun- ar. Sigurjón í Snæhvammi kvað: Við gluggann minn gamlar rósir geyma hálfkveðinn brag. - A himni er hækkandi dagur, íhuganumsólarlag. Það er ekki hækkandi dagur en í hug vomm sólarlag. En við hjónin trúum að aftur taki vorið til við að velta gulli sínu um velli og ála. Guðjón og Jóhanna í Mánabergi. Hér mætast vinir sem helst vilja gefa, hugga og lækna og binda um sár, fyllast af kvíða og angist og efa, erástvinurnákominndeyrfyrirá’. j Hvertáaðleitaoghversáaðspyija? Hvar er sú von er svo snögglega brast? Hvemig skal lifa og hvar á að byrja? Hvers vegna eru svo margir sem þjást? Unnt er að græða með huga og höndum heluna þína í mannlegri sál, tengja og vefja með vináttuböndum viðkvæma strengi um hugsjónarmál. Láta þá fmna sem lifa í skugga leið til að bera sinn þungbæra harm, bjóða sig fram til að hjálpa og hugga harmþrangna vini með tárvotan hvarm. Kærleikans máttur er aflið sem eyðir andvökustundum um heldimma nótt, mildir og styrkir og laðar og leiðir, lífgar og nærir og veitir oss þrótt, umbreytist ekki þótt brannin sé borgin, brostin sé vonin og lífið sé kvöl. Kemur sem engill er sverfur að sorgin, sameinar hjörtu og læknar allt böl. Elsku frænka. Með sorg í hjarta kveð ég þig. Hafðu þökk fyrir allt. Elsku Baldur, Elín, Brynja, Alla, Palli, Dilla og fjölskyldur. Mínai’ inni- legustu samúðarkveðjur. Guð geymi ykkur. Herborg. + JÚ1ÍUS J.B. Daní- elsson útgerðar- maður var fæddur í Garðbæ, 27. ágúst 1910. Hann andaðist á Hrafnistu í Hafn- arfirði 6. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Daníel Daníelsson, útvegsbóndi í Garð- bæ, Grindavík, f. 7. apríl 1867, í Hross- liaga, Biskups- tungnahreppi, d. 8júní 1956 og Þóra Jónsdóttir, húsmóð- ir, f. 15. febrúar 1874, á Þórkötlu- stöðum í Grindavík, d.l. maí 1951. Júlíus var fjórða barn þeirra hjóna, en þau eignuðust sjö börn: Margrét, f. 17. jan.1899, d. 15. ágúst 1981; Jón Valgarður, f. 15. mars 1904, d. 21. desember 1987; Faðir minn, Júlíus Daníelsson, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði, 6. nóvem- ber sl. Þá eru þau bæði dáin, mamma og pabbi. Það urðu rúm fimm ár á milli þeirra. Ég sit hér hljóð og hugsa um bernsku mína, þá gömlu góðu daga. Við áttum heima í Brautarholti í Þórkötlustaðahverfi í litlu húsi, sem rúmaði þó svo ótrúlega mai’ga. Þar var alltaf gestkvæmt og mikið líf. Þægindin voru ekki mildl í þá daga, en með árunum kom síminn og raf- magnið og áhöldin sem því fylgdu. Foreldrar mínir og við systkinin lifð- um tímana tvenna. Pabbi var mikill framkvæmdamað- ur, duglegur og ósérhlífinn. Hann keypti sér snemma vörubíl, 1932, og stundaði allskonar flutninga á hon- um, líka fólksflutninga, en þá setti hann „boddy“ eins og það var kallað á pallinn og bekki til að sitja á og keyrði svo fólk á samkomur og í berjaheiði. Þannig flutti hann t.d. fólk á alþingis- hátíðina 1944 til Þingvalla. Það var alltaf mjög gaman í þessum „boddý“ ferðum. Pabbi var alltaf mjög vii’kur í björgunarsveitarmálum og tók ávallt þátt í björgunaraðgerðum og vai’ þá gott að eiga vörubílinn. Hann var einn af stofnendum Björgunarsveit- arinnar Þorbjarnar og hefur honum verið veitt viðurkenning fyrir björg- unarstörf. Vai’ hann við björgunar- störf þegar fyi'sta fluglínutækið var tekið í notkun og þótti sá atburður mikið afrek. Hann hafði áhuga á stjórnmálum og var hann alltaf viss á sinni stefnu. Þar átti hann marga vini í stjómmálunum. Hann byrjaði snemma í útgerð og var stórhuga í því. Hann eignaðist Bái-una GK 270 4. febrúar 1941 og þótti hún býsna stór þá. Síðan eignað- Arnfríður Guðleif, f. 13. september 1908, d. 14. desember 1972; Danheiður Þóra, f. 20. janúar 1912, d. 17. nóvember 1995; Guð- laugur Vilberg, f. 19. september 1914 og uppeldissonur þeirra Hafsteinn Haralds- son, f. 10. mars 1929, d. 30. október 1982. Júlíus kvæntist 23. desember 1933 Sig- ríði Þorleifsdóttur, f. 26. maí 1908, d. 15. maí 1995. Sigríður var dóttir Þorleifs Ingibergsson- ar, útvegsbónda frá Sléttuhóli á Síðu, V-Skaftafellssýslu, f. 15. maí 1863, d. 4. desember 1942 og Júlíönu Hreiðarsdóttur, húsmóð- ur frá Hátúni í Landbroti, V- Skaftafellssýslu, f. 12. október ist hann Bjargþór GK 515, 14. júní 1948, sem var nýsmíði frá Akureyri. Hann var hluthafi í Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða og í hlutafélagi, sem keypti Grindvíking GK 39 og lögðu þeir alla tíð upp hjá Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða. Grindvíkingur fórst 18. jan. 1952 og var það mikið áfall fyrir pabba, því þeir sem fórust vora allh’ miklir vinir hans. Þetta var einn- ig þungt áfall fyrir alla í Grindavík. Þá var stofnað Pöntunarfélagið Katla og var það fyrst til húsa á bílskúrs- loftinu hjá pabba, en fór síðan í eigið húsnæði. Þá byggði hann fiskverkun- arhús niðri á kambi í Járngerðai’- staðahverfi og rak þar síldarsöltunai’- stöð á haustin, en þá var síldin þai’ út af Grindavík, en á sumrin var hann verkstjóri og beykir á síldarsöltunar- stöðvum hjá Óskari Halldórssyni og vora þeh’ miklir vinh' og þau hjónin. Þá hætti hann sjálfur allri útgerð, en hafði alla tíð mikinn áhuga á útgerð, sjósókn og aflabrögðum og starfaði við það með okkur af alhug þegar við fórum í útgerð. Mamma og pabbi byggðu Brautar- holt í Járngerðarstaðahverfi 1957 og þá keypti hann sér vörabíl og starfaði á Vörabílastöð Grindavíkur í mörg ár, en hætti því og keypti sér nýjan fólks- bíl og gerðist leigubílstjóri. Hann keyrði frá Aðalbílastöðinni í Keflavík í mörg ár. Hann var einn af stofnend- um Verkalýðsfélags Grindavíkur, var formaður þess frá 1966-1977. Einnig var hann einn af stofnendum lífeyris- sjóðs verkalýðsfélagsins og var hann formaður þess 1970-1991. En hann átti sér líka aðrar hliðar sem okkm- þótti mjög vænt um. Hann hafði gaman af að syngja og var um tíma í kirkjukór Grindavíkur. Það var stór stund í lífi mínu, pabbi minn, 1871, d. 9. ágúst 1964. Börn Sig- ríðar og Júlíusar eru: 1) Þóra, f. 24. nóvember 1933, maki Erling Kristjánsson, búsett í Garðabæ. Börn þeirra eru: Sigríður Inga, Kristján Júlíus, Júlíana Dagmar, Fanný Þóra, Erling Ómar og Sig- rún Guðný. 2) Ingólfur, f. 29. sept- ember 1935, maki J. Rún Péturs- dóttir, búsett í Grindavík. Börn þeirra eru: Júlíus Pétur, Emil Helgi, Pálmi Hafþór, Sigríður Hildur, Bergur Þór og Ingólfur Rúnar. 3) Þorleifur, f. 8. nóvem- ber 1942, maki Joyce Ann Grawley, búsett í E1 Paso, Texas. Börn þeirra eru: Sigurður Ricky Joe, Gunnar Randy Lee, d. 22. nóvember 1989 og Jody Lynn Þóra. 4) Daníel Rúnar, f. 22. júlí 1950, maki Elísabet Sigurðardótt- ir, búsett í Grindavík. Börn þeirra eru: Þórdís og Júlíus Bjargþór. Fósturdóttir Sigríðar og Júlíusar er Ragnheiður M. Pétursdóttir, búsett í Orlando. Útför Júlíusar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður frá Útskálakirkjugarði. þegar þið mamma gáfuð mér gítarinn og ég fékk að læra hjá Agnesi Áma- dóttur frá Garði og Ingólfur fékk síð- ar harmonikku og lærði hjá Bjai’na Bö. Oft var líka keyirt út í Garð, en þaðan var mamma og átti hún þar sterkar rætur. Þar munið þið líka hvíla saman, þar giftuð þið ykkur og þai’ áttuð þið ykkar fyrsta barn, mig. Pabbi minn, ástarþakkir fyrh’ allt sem þú gerðh- fyrh’ mig og mína fjöl- skyldu. Síðustu æviárin áttuð þið bæði heima á Hrafnistu í Hafnarfirði, þai’ sem starfsfólkið annaðist ykkm- frábærlega vel og eram við öll mjög þakklát fyrir þau góðu störf. En þegar ævi mömmu lauk og hann gat ekki lengur annast hana fannst honum stai’fi sínu í raun lokið og var sáttur við að kveðja. Ástai’- kveðja frá allri okkar fjölskyldu. Hvílið í friði, elsku mamma og pabbi, Guð geymi ykkm-. Ykkar dótth’, Þóra. Fyrir um það bil þrjátíu áram hitti ég Júlíus Daníelsson í fyrsta sinn þegai’ dótturdóttir hans kjmnti mig fyrir honum sem mannsefnið sitt. Júlli mældi mig vandlega út og virtist síðan samþykkja ráðahag barna- barns síns. Þar með var ég orðinn meðlimur í fjölskyldu höfðingjanna í Brautai’holti í Grindavík, Júlla og Siggu, með þeim réttindum og skyld- um sem þeim sem vora nánast heilag- ar. Það fólst í því að standa vörð um samheldni og velferð fjölskyldunnar. Júlli Dan vai’ af gamla skólanum þai’ sem menn lærðu af reynslunni og framíleyttu fjölskyldunum á eljusemi og áhuganum fyrir atvinnulífinu. Meðan heilsan entist féll Júlla aldrei verk úr hendi. Það skipti hann ekki máli hvað dagurinn hét. Verkin vora unnin þegar þurfti að vinna þau. Allt líf Júlla snerist um sjóinn og það sem hann gaf og tók. Hann vissi að hafið var uppspretta auðæfa ís- lensku þjóðarinnar og hann valdi sér störf í samræmi við það. Júlli kynntist bæði hinni gjöfulu hlið sævarins og ekki síður þeim hörmungum sem stórviðri og brim hafa stundum fæi*t útgerðarstöðunum við íslensku ströndina. Framan af starfsævi sinni var hann bæði sjómaður og útgerðar- maður en þegar ég kynntist honum var hann hættur því stússi en vann við fiskverkun í Grindavík. Vinnudag- urinn var oft langur og eftir að tíma- vinnunni í Hópi lauk á kvöldin hjálp- aði hann Siggu við netaafskurð í bílskúmum. Stundh’nar í bflskúrnum hjá Júlla og Siggu verða mér alltaf ógleyman- legar. Sigga sat og skar utan af og Júlli hringaði upp netateinana sem litu út eins og listaverk þegar hann staflaði hönkunum upp. Samræðurn- ai' einkenndust af frásagnargleði og vh’ðingu sem hjónin sýndu hvort öðru. Fyrir mig, nýútskrifaðan kenn- ara austan af landi, var bflskúrinn í Brautarholti nánast sem annai’ skóli. Þar opnuðust augu mín með öðram hætti en áður fyrir íslenskum sjávar- útvegi og þar kenndi Júlli Dan af áhuga og eldmóði. En bflskúrinn var ekki bara sjávarútvegsskóli því sál- fræðin var ríkur þáttur í kennslunni. Þar vai’ það Sigga sem miðlaði af viskubranni sínum. Ég er ekki viss um að hún hafi alltaf ætlað sér, mark- visst, að kenna mönnum grandvall- aratriði sálarfræðinnar en að heyra hvemig hún talaði, um börn og full- orðna, kenndi mér jafnmikið i mann- legum samskiptum og ég lærði á fjór- um áram í Kennaraskólanum. Júlli Dan vai’ ekki bara á heima- velli þegar rætt var um sjávarútveg- inn. Þjóðmálaumræðan var honum ótæmandi umtalsefni. Hann var vel heima í flestu sem vai’ðaði íslensku þjóðina og maður kom aldrei að tóm- um kofunum þegar maður spjallaði við Júlla. Hann vai- eldheitur sjálf- stæðismaðui- og bar ótakmarkaða virðinugu fyi’h’ grundvallarhugsjón flokksins um frelsi einstaklingsins. í pólitíkinni var áralagið hjá okkur Júlla ekki alltaf í takt en ef maður hafði eitthvað fram að færa og gat rökstutt sitt mál, naut maður vh’ðing- ar hans, jafnvel þótt maður kæmi af vinstri kanti stjórnmálanna. Júlla var því nokkuð sama hvaðan gott kom en best þótti honum ef það kom frá Sjálf- stæðisflokknum. I Brautarholti, eins og annars stað- ar, þurftu íbúamir að beygja sig fyrir ellinni og sjúkdómum. Eftir að Sigga veiktist og þarfnaðist mikillar um- önnunar sýndi Júlli Dan virkilega úr hverju góður maður er gerður. Hvernig hann hugsaði um lífsföru- naut sinn síðustu árin sem hún lifði er hverjum manni til eftirbreytni. Hann efndi loforðið sem hann gaf Siggu við altarið á Þorláksmessu 1933 og var ** hennar stoð og stytta þar til yfir lauk. Oft hefur mér fundist, eftir að Sigga hvarf úr okkar jarðneska h'fi, að Júlli hafi horft með stolti jfir farinn veg en líka sáram söknuði eftir Siggu. Sá söknuður er á enda því nú tekur Sigga á móti honum í nýjum heimi þar sem hamingjusamt hjónaband þeirra heldur áfram. Frá himninum geta þau horft saman á hina stóra og mannvænlegu fjölskyldu sem frá þeim er komin. Hún mun halda nöfn- um heiðurshjónanna í Brautarholti. hátt á loft. Júlli og Sigga gáfu okkm- mikið. Við Inga þökkum þeim af heil- um hug fyrh’ allt það sem þau gáfu okkur. Og eitt er. víst. Sú gjöf verður aldrei frá okkur tekin. Guðni og Inga. Elskulegur afi, hefur nú kvatt okk- ar jarðneska líf og gengið til móts við ömmu Siggu, sem er látin fyrir fáein- um árum. Minningin um afa verður ætíð samofin minningu ömmu. Þau vora mannkostamanneskjur sem kenndu okkur svo mikið. Umhyggja, gæska og hlýja er sú mynd sem kem- ur í hugann. Fjölskylduböndin vora þeim sérstaklega hugleikin, að rækta , frændgarðinn var þeim eðhslægt. Afi' og amma vora alltaf til taks, þegar á þurfti að halda. Allar stundir okkar með afa og ömmu vora okkur einstak- ar. Alltaf sama ljúfa lundin, útbreidd- ur faðmui’ og bros á vor - já þannig er minningin um allai’ heimsóknimar í Brautarholt. Ljúfar vora morgun- stundirnar þegar atvinnu- og þjóðmál vora tekin til hressilegrar umræðu jfir rjúkandi kaffibolla og ki’æsing- um. Áfi talaði tæpitungulaust, enda ekki fýrir tepraskap eða volæði og amma með sín dásamlegu innskot, með glettnisglampa í augum. Þeim var báðum í mun að ungt fólk hefði það í farteskinu að tráa á mátt sinn og megin. Að taka í spil eða tafl var mikil hefð fyrir í Brautarholti. Hrein unun' var að fylgjast með afa og ömmu við taflborðið. Að spila og tefla var þeim mikill gleðigjafi og þeirri gleði vildu þau miðla öðram. Vinnusemi var afa í blóð borin, hrjúfar hendur, snögg skeggrót og pípa í munni verða sterk í minning- unni. Hann mundi tímana tvenna; Það þyrfti að hafa fyrir hlutunum, ekkert gerðist sjálfkrafa, það vora hans orð. Afa var mikið í mun að rækta með okkur þessi gildi, þannig að afkomendurnir væru sjálfbærir til orðs og athafna. Orð afa og ömmu ^- hafa verið okkur gott veganesti út í lífið. Samheldni þeirra og ti’yggð kenndi okkur að hver varðar sína götu og við uppskerum samkvæmt því. Minningin gejnnh’ okkar góða afa og góðu ömmu. Júlíana Dagmar (Danimý), Þorgrímur, Aðalgeir ■£ og Erling. JÚLÍUS J.B. DANÍELSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.