Morgunblaðið - 11.11.2000, Síða 26

Morgunblaðið - 11.11.2000, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 URVERINU MORGUNBLAÐIÐ Ályktun aðalfundar LIÚ um auðlindagjald og endurskoðun laga um stjúrn fískveiða Tilbúnir til viðræðna um Morgunblaðið/Kristinn Frá aðalfundi Landssarabands íslenskra útvegsmanna sem lauk í gær. EKKI á að innheimta auðlindagjald vegna nýtingar fískistofna við Is- land að mati aðalfundar Landssam- bands íslenskra útvegsmanna sem lauk í gær. Fundurinn lýsti því þó yfir að útvegsmenn væru tilbúnir til viðræðna við stjórnvöld um greiðslu hóflegs auðlindagjalds, enda mætti það verða til að ná víðtækri sátt um stjórn fiskveiða. í ályktun fundarins um hugmynd- ir um auðlindagjald vekja útvegs- menn athygli á eftirfarandi atriðum, sem eru forsenda þess að sátt náist um greiðslu auðlindagjalds: - Mest hagkvæmni næst í sjávar- útvegi ef gildistími úthlutunar afia- hlutdeilda er varanlegur. Framsal aflaheimilda verði frjálst, Kvóta- þing lagt niður og reglur um kvóta- þak afnumdar. - Reglur um greiðslu auðlinda- gjalds gildi til langs tíma enda er óviðunandi fyrir sjávarútveginn að búa við þá óvissu sem grejnin hefur búið við undanfarin ár. Óvissa um varanleika úthlutunar veiðiheimilda hefur tafið nauðsynlega hagræðingu og framþróun í sjávarútvegi. - Auðlindagjald verði notað til að standa undir skilgreindum kostnaði við eftirlit og rannsóknir á auðlind- inni og sú starfsemi verði á forræði útvegsmanna. - Auðlindagjald verði tekið af óskiptu aflaverðmæti á meðan hlutaskiptakerfið er við lýði, enda er launahlutfall í fiskveiðum um 40% af tekjum, sem er miklu hærra en í öðrum framleiðslugreinum. - Að fullkomins jafnræðis verði gætt á milli atvinnugreina við greiðslu auðlindagjalds. - Að upphæð auðlindagjalds verði ákveðin með hliðsjón af afkomu sjávarútvegsins og að útgerðinni verði veittur tími til aðlögunar að greiðslu gjaldsins. Jafnframt verði tekið mið af starfsskilyrðum sjávar- útvegs í samkeppnislöndunum. - Aflaheimildir verði strax skil- greindar sem óbein eignarréttindi og sem slíkar framseljanlegar og veðhæfar. Útvegsmenn telja að stefna skuli að séreignarrétti nátt- úruauðlinda, enda er handhöfn og nýting þeirra betur komin í höndum einstaklinga en í ríkiseign. Hug- myndir auðlindanefndar um stjórn- arskrárbreytingu telur aðalfundur LÍÚ fráleitar. ALMENN bjartsýni ríkir á framtíð- ina í íslenskum sjávarútvegi eins og merkja má af töluverðum fjárfest- ingum í nýjum skipum og endur- nýjun eldri skipa. Þetta kemur fram í efnahagsályktun aðalfundar Lítí. „Endurnýjun fiskiskipaflotans er nauðsynleg, þannig að hann mæti kröfum tímans varðandi nýjustu tækni og aðstöðu áhafnar um borð. Rekstrarumhverfi sjávarútvegs- ins nú um stundir markast af lækk- andi verði sjávarafurða, vaxandi til- kostnaði við veiðarnar m.a. vegna nýrra gjalda óháðum afkomu, óvissu um niðurstöðu í kjaravið- ræðum við sjómenn og minnkun aflahcimilda í mikilvægum tegund- um. Ekkert lát hefur verið á hækk- un olíu allt þetta ár og hefur olían hækkað um 80% á einu ári. Utgjöld útgerðarinnar vegna hækkaðs olíu- verðs aukist um 2,5 milljarða króna á sama túna. Verðbólga á íslandi er rúm 5%, sem er meiri verðbólga en í ná- grannalöndum okkar. Þetta ástand rýrir samkeppnisstöðu Islands og þar með afkomu fyrirtækja og lífs- afkomu almennings. Ekkert lát hef- ur verið á innlendum vaxtahækkun- - Auðlindagjald verði ekki notað til mismununar innan greinarinnar og mismunun í úthlutun aflaheim- ilda á milli aðila og byggðarlaga verði aflögð. - Hugmyndum um svokallaða „fyrningarleið" er hafnað. - Uppboði ríkisins á aflahlutdeild- um eða aflamarki er hafnað. Mismunun verði afnumin Á ályktun fundarins segir að áfram eigi að byggja stjórn fisk- veiða á aflamarkskerfinu enda stuðli það að hagræðingu og vel skipulögðum rekstri. Ekki hafi ver- ið sýnt fram á að annað kerfi stuðli betur að sjálfbærri nýtingu fiskist- ofnanna. „Útvegsmenn eiga stjórnarskrár- varinn rétt til að stunda fiskveiðar. Þegar nauðsynlegt varð að tak- marka aðgang að auðlindinni fengu þeir aflahlutdeildum úthlutað, sem grundvölluðust á aflareynslu skipa í eigu þeirra, enda voru hagsmunir um allt þetta ár og hefur Seðlabankinn hækkað vexti fjórum sinnum. Erfiðara árferði í sjávarútvegin- um birtist meðal annars í örari sam- einingu útgerðarfyrirtækja og sam- drætti í greininni með tilheyrandi fækkun fyrirtækja og starfsmanna. Þannig keppist atvinnugreinin við að aðlaga sig breyttum aðstæðum og mæta versnandi rekstrarskilyrð- um eins og hún hefur ávallt gert við svipaðar aðstæður. Varað er alvarlega við frekari álögum á sjávarútveginn. Auknar álögur í formi auðlindagjalds munu við núverandi aðstæður aðeins auka á erfiðleika í greininni. Fyrstu áhrif slíks gjalds eru að samkeppn- isstaða íslensks sjávarútvegs versn- ar á erlendum markaði. Gjaldið er sérstaklega íþyngjandi fyrir Iands- byggðina, þar sem flest út- vegsfyrirtækin eru starfandi og þeirra skertir. Með sókn sinni á fiskimið höfðu útvegsmenn skapað sér rétt til að stunda fiskveiðar í lög- sögunni og utan hennar, atvinnu- réttindi, sem eru lögvarin réttindi að íslenskum lögum. Frá því að aflamarkskerfið var tekið upp hafa yfir 80% veiðiheim- ilda skipt um eigendur og þannig hafa útvegsmenn fylgt því markmiði um hagræðingu, sem lög um stjórn fiskveiða kveða á um. Aflamarkskerfið er grundvöllur fiskveiðistjórnarinnar á Islandi. Út- vegsmenn telja allar undanþágur sem veittar hafa verið frá því alger- lega óviðunandi og hvetja stjórnvöld til að fella slíkar undanþágur gagn- vart smábátum niður og að öll skip fari í aflamark. Aðalfundur LÍÚ for- dæmir þá ákvörðun sjávarútvegs- ráðherra að fresta gildistöku reglna um að þorskaflahámarksbátar sæti aflamarki í þremur fisktegundum, auk þorsks. Þessi undanþága stuðl- ar að óheftum veiðum þeirra og veg- getur leitt til enn frekari byggða- röskunar, ef ekki er gætt fyllsta hófs. títvegsmenn hafa lagt sig alla fram um að ná sátt við samtök sjó- manna um nýjan kjarasamning en forysta þeirra sundruð og sýnir lít- inn samningsvilja. Við gerð kjara- samnings verður að hafa nokkur meginatriði að leiðarljósi. í fyrsta lagi eru ekki forsendur til þess að hækka frekar launahlutfall á fiski- skipum, sem nú er að mcðaltali um 40% af heildartekjum útgerðarinn- ar. Laun sjómanna eru með því hæsta sem gerist í samfélaginu. í öðru lagi er meginforsenda fyrir bættum hag útgerðar og sjómanna rýmkun mönnunarákvæða við tæknivæðingu flotans. Það er með öllu óviðunandi að útgerðarfyrir- tæki sem fjárfesta í tækninýjungum skuli ekki njóta neins af þeim sparnaði sem hlýst af fækkun í ur að rótum fiskveiðistjórnar á íslandsmiðum. Aðalfundurinn krefst þess að öll mismunun á milli útgerðarflokka verði afnumin og byggðakvóti verði aflagður." Brottkast með öllu óviðunandi í ályktun fundarins er því beint til útvegsmanna að þeir brýni fyrir áhöfnum skipa sinna að sýna ábyrgð í umgengni við auðlindina. Fundur- inn telur með öllu óviðunandi að nýtanlegum fiski sé hent. „Fundurinn hvetur til þess, að mál þar sem grunur leikur um brottkast séu upplýst og úrræðum þeim sem kveðið er á um í lögum um umgengni um nytjastofna sjávar sé beitt. Fundurinn lýsir stuðningi við aðgerðir sjávarútvegsráðherra sem miðast að því að auka eftirlit með veiðum og innheimta kostnaðinn hjá þeim útgerðum sem eftirlitið beinist sérstaklega að,“ segir ennfremur í ályktun fundarins. áhöfn. Þvert á móti eykur það launakostnaðinn samkvæmt nú- verandi kjarasamningum og dreg- ur þannig úr framþróun. í þriðja lagi hafa útvegsmenn forræði yfir ráðstöfun afla skipa sinna. títvegs- menn samþykka ekki að allur fisk- ur verði seldur á uppboðsmörkuð- um eða að hlutur sjómanna miðist við verð áþeim. Við það rofna tengsl veiða, vinnslu og markaðs- starfs erlendis, sem dregur úr möguleikum við skipulagningu rekstursins og veldur verri afkomu fyrir alla aðila. Aðalfundurinn lýsir yfir vilja til þess að taka upp við- ræður við sjómenn um breytt launa- kerfi sem byggist á föstum launum með álagi sem jafnframt gæfi svig- rúm til vinnustaðasamninga. Þann- ig má komast frá þeim ágreiningi sem ríkt hefur við hluta sjómanna um verðmyndun sjávarafla. Vegna hinna miklu olíuverðs- hækkana að undanförnu hvetur fundurinn til þess að kannaðir verði möguleikar á sameiginlegum kaup- um félagsmanna á olíu. Þá beinir fundurinn því til forráðamanna fiskmarkaða að leita allra leiða t.il að draga úr kostnaði og lækka sölu- kostnað," segir í ályktuninni. Kristján Ragnarsson endurkjörinn formaður Mikilvæg verkefni fram- undan KRISTJÁN Ragnarsson var endur- kjörinn formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna á aðalfundi sambandsins sem lauk í gær. Hann segir mörg mikilvæg óleyst verkefni bíða útvegsmanna á komandi miss- erum. Kristján segir mikilvægt að finna sem fyrst lausn á samningaviðræð- um við sjómenn. Hann segir að forð- ast beri átök enda felist í þeim mikil sóun verðmæta. Á fundinum voru ræddar hugmyndir um fastlauna- kerfi fyrir sjómenn og segir Kristján að eðlilega hafi margir útgerðar- menn uppi efasemdii’ um slíkt. „Nið- urstaðan er hins vegar sú að óska eftir viðræðum við sjómannasamtök- in um þessa lausn mála, þótt hún geti orðið sumum okkar umbjóðenda erf- ið vegna aukinna útgjalda. Fast- launakerfið getur aftur á móti dregið úr launakostnaði í öðrum tilfellum. Við erum einungis að velta upp nýrri aðkomu að þessu máli sem svo mjög hefur verið deilt um undanfarin ár. Með slíkri lausn hefði fiskverð minna vægi en það gerir í dag, en sjó- mannasamtökin hafa í kjaradeilum sett mjög fyrir sig hvernig fiskverðið mótast." Kristján segir að þá séu í endur- skoðun lög um stjórn fiskveiða og það varði útvegsmenn mikið hvernig þeirri vinnu fram vindur. Hann seg- ist binda vonir við störf endurskoðn- arnefndarinnar en um leið hafa efa- semdir um að þar náist samstaða. „Eg hef reynslu af því að starfa í slíkum nefndum, þar sem stjórn- málamenn hafa ekki verið mjög fúsir til að ná sátt um niðurstöðu. Yfir- lýsingar einstakra nefndarmanna hafa valdið okkur áhyggjum. Von- andi tekst nefndinni hins vegar að leysa sín mál með sanngjörnum hætti og verði til að móta þá þjóðar- sátt sem henni er ætlað að finna á málefnum greinarinnar. Við gerum okkur grein fyrir því að það er mjög þýðingarmikið að ná sátt um sjávar- útveginn, því sú neikvæða umræða sem verið hefur er sjávarútveginum til skaða og um leið þjóðinni allri sem byggir svo mjög á afkomu greinar- innar.“ Erfitt rekstrarumhverfi Kristján segir rekstarumhverfi sjávarútvegsins í dag vera erfitt og hann hafi fundið fyrir áhyggjum út- gerðarmanna vegna þessa á fundin- um. „Aflabrögð eru óvenju rýr og það undirstrikar að skerðing á þorskkvótanum var réttmæt. Þó gætir bjartsýni vegna sterkra ár- ganga sem nú eru að koma inn í þorskstofninn. Eins hefur vaxta- kostnaðurinn verið mikill. Gengið hefur þróast til réttrar áttar, því með lækkandi gengi fáum við fleiri krón- ur fyrir framleiðslu okkar. Því fylgir hins vegar að lánskjör á lánum sem bundin eru erlendri mynt hækka. Eins hefur hækkandi olíuverð plag- að okkur mjög mikið, enda stærsti útgjaldaþáttur útgerðarinnar. Það ríkir alger óvissa um í hvora áttina olíuverð kann að sveiflast í framtíð- inni.“ Skýrsla auðlindanefndar var sér- staklega kynnt á fundinum og segir Kristján fundinn hafa tekið hlið- stæða afstöðu til skýrslunnar og stjórn LÍÚ hafi áður gert. Stjórn sambandsins muni því fylgja þessari afstöðu vel eftir. Hann segir ekkert svigrúm til auðlindagjalds af útgerð- inni eins og aðstæður eru í dag. „Það ættu allir að sjá að það eru ekki efni til gjaldtölu af sjávarútveginum og það var staðfest á fundinum af hag- fræðingi Þjóðhagsstofnunar," segir Kristján. Efnahagsályktun 61. aðalfundar Landssambands íslenskra útvegsmanna Erfiðara árferði í sj ávarútveginum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.