Morgunblaðið - 11.11.2000, Síða 48

Morgunblaðið - 11.11.2000, Síða 48
^48 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ujördís Aðal- steinsdóttir fæddist á Siglufirði 20. nóvember 1943, hún lést á gjörgæslu- deild Fjórðungs- sjúkrahússins á Ak- ureyri þriðjudaginn 31. október síðastlið- inn. Hjördís var kjör- dóttir hjónanna Aðal- steins Kr. Svein- bjömssonar, bifvéla- virkja á Siglufirði, f. 2. júní 1913, á Frosta- stöðum, Akrahr., Skagafirði og Þóru Jónsdóttur, verkakonu á Siglu- firði, f. 20. október 1911, að Grýtu í Öngulstaðahreppi, Eyjafirði. Hinn 31. desember 1963 giftist Hjördís fyrri eiginmanni sínum Arnari Ólafssyni, f. 3. nóvember 1942 á Siglufírði, böm þeirra; Bergþóra f. 8. febrúar 1962, maki Bjarni Viðar Jakobsson f. 30. júní 1958, böm þeirra: Jakob Svavar, f. 24. mars 1982, Reynar Jarl, f. 1. mars 1986 og Þórhildur María, f. 14. nóvember 1996; Aðalsteinn Þór, f. 7. júlí 1963, maki Vilborg Rut Viðarsdóttir, f. 27. október Hinsta kveðja mín til þín, elsku mamma, felst í þessu litla ljóði. Ertu horíin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfíeg út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulegatnóðirmín. Gesturinn með grimma ljáinn giöggt hefir unnið verkin sín. Eg hef þinni leiðsögn lotið, líkaþinnarástarnotíð, finn, hve allter beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín, elsku góða mamma mín. - Allt sem gott eg hefi hlotið, hefir eflzt við ráðin þín. Flýg eg heim úr fjarlægðinni fylgi þér í hinzta sinni, krýp með þökk að kistu þinni, 1964, börn þeirra: Viðar, f. 8. septem- ber 1983, Marteinn Örn, f. 30. aprfl 1989, Steinunn Þóra, f. 15. maí 1993 og dreng- ur, f. 10. október 2000; Arna, f. 5. október 1967, maki Ólafur Magnússon, f. 5. nóvember 1962, böm þeirra: Arnar, f. 3. mars 1985, Sindri, f. 25. septem- ber 1988 og Ólafur, f. 1. júní 1995. Barnsfaðir Karl Haraldur Bjamason, f. 24. ágúst 1949, bam þeirra Bjanú Bjarkan, f. 20. mars 1971, maki Jóhanna Kristín Snævarsdóttir, f. 18.jan- úar 1968. Hinn 3. maí 1975 giftist hún eft- irlifandi eiginmanni sínum Hansi Jóni Þorvaldssyni, f. 30. ágúst 1933 á Siglufirði, böm þeirra, Heimir Gunnar, f. 17. febrúar 1975 og Valur Freyr, f. 16. júlí 1979. Útför Hjördísar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. kyssiíandasporinþín, elsku góða mamma mín. - Okkur seinna í eilífðinni eilíft ljós frá guði skín. (Ámi Helgason.) Hvíl í friði. Þín dóttir, Bergþóra. Nú fer í hönd sá tími sem sólin sést ekki í firðinum okkar og það var dimmt yfír þriðjudaginn 31. október sl. því þá kvaddir þú þetta l£f Hjördís mín, svo allt of snemma og svo snöggt. Nokkur kveðjuorð og þakkir fyrir góðar stundir sem við höfum átt síð- an ég flutti heim og hér áður fyrr. Við höfðum Hjördís mín alltaf nóg að tala um, áttum ýmislegt sameiginlegt svo sem hag barna okkar og fjölskyldna þeirra og þú foreldra þinna, en síðast þegar ég sá þig varst þú að versla fyr- ir þau, og ljómaðir af gleði yfir nýju bamabai'ni sem ég náði að óska þér tO hamingju með. Hjördís mín ég veit að þér leið ekki alltaf vel, því að vera með tvo ólæknandi sjúkdóma er ekki létt, en þú vildir nú ekki gera mikið úr því, og í sumar þegar þú fékkst ör- yggishnapp var eins og þú gerðir það nú bara fyrir hann Hansa þinn. Og svo voruð þið allt í einu orðin þrjú. Kötturinn Keli var svo heppinn að þið tókuð hann í fóstur og umhyggjan og gleðin yfir litla kisa var mikil og ekkert skyldi sparað til að honum liði sem best. Þar sem ég er kisumamma vorum við í góðu sambandi og ég gaf með gleði góð ráð og sögðum við oft að ef einhver heyrði í okkur myndi hann halda að við væram að tala um börnin. Svona varst þú Hjördís mín, vildir öllum svo vel, og ekki síst þeim sem minna máttu sín. Eg ætla nú að kveðja þig Hjördís mín og þakka þér fyrir samverastundimar, með bæn- inni okkar sem svo oft hefur hjálpað okkur og hjálpar nú mér að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, og bið guð að geyma þig vinkona. Hansi minn, Þóra, Alli, bömin og fjölskyldur, guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Guðgefiméræðruleysi til að sætta mig við það semégfæekkibreytt kjark til að breyta því seméggetbreyttog vit til að greina þar á milli. Margrét Eyjólfsdóttir. Elsku Hjördís amma, nú ertu farin frá okkur í annan og betri heim. Það var afar erfitt að horfast í augu við það þegar pabbi hringdi í mig og sagði mér það að þú værir mjög veik, og þegar hann hringdi nokkram dög- um seinna og tilkynnti mér það að þú værir dáinþá ætlaði ég hreint ekki að trúa því. Eg er ekki alveg búinn að átta mig á því ennþá, þetta gerðist allt svo snöggt. Nú þegar ég fer að hugsa um þig þá rifjast upp margar góðar minning- ar um þig. Minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu alla mína ævi. Þú varst allaf svo kát og hress. Það var alltaf jafngaman að koma til ykk- ar afa í heimsókn. Þegar þið afi bjugguð rétt hjá okkur á Hverfisgöt- unni var ég mjög oft hjá ykkur, það var alltaf svo gaman að koma til ykk- ar því þið tókuð mér allaf svo vel og ég var alltaf jafnvelkominn. Þú varst allaf svo góð við okkur systkinin, og gerðir aldrei upp á milli okkar og þinna eigin barnabarna. Þú hafðh' alltaf eitthvað fyrir stafni, það var svo gaman að sjá það sem þú tókst þér fyrir hendur, því þú varst svo mynd- arleg við allt sem þú gerðir. Þegar ég eltist og þið afi fluttuð um skeið til Ólafsfjarðar þá gafst minni tími til að heimsækja ykkur og þegar þið fluttuð aftur heim dvínaði sambandið á milli okkar því það var alltaf svo mikið að gera, ég fór burt í skóla og fjarlægðin varð ennþá meiri. Eg sé núna að ég hefði átt að heim- sækja ykkur oftar, en nú á ég eftir dýrmætar minningar um stundirnai' sem við áttum saman. Elsku afi minn, ég bið guð að styrkja þig á þessum erfiðu tímum og ég bið hann líka að styi'kja alla ætt- ingja og nánustu aðstandendur ykk- ar ömmu. Amma mín. Hvíl þú í friði, minn- ingin lifir. Þinn, Jón Örvar. Mig langar í fáum orðum að minn- ast Hjördísar vinkonu minnar til margra ára. Hún reyndist mér vel þegar ég þurfti á að halda vegna sjúkdóms, sem við bæði börðumst við og höfðum oftast sigur en stundum vorum við sár eftir. Það var ekki margt sem vafðist fyrir henni í hinu veraldlega lífi hvort sem það var í heimilishaldi eða öðra, hún gat gert veislu úr litlu með hug- myndaríki, saumað gat hún hvað sem vera vildi af mikilli vandvirkni og smekkvísi og aldrei vissi ég hana ráðalausa í ýmiskonar úrlausnum, enda bar heimili hennar vott um það. Það var gott samband á milli fjöl- skyldna okkar, eiginkona mín og hún vora góðar vinkonur og leið varla vika hér áður fyrr án þess að líta inn hjá Hansa og Hjöddu og yfir kaffi- bolla var oft glatt á hjalla og málin ‘ rædd fram og til baka. Þetta sam- band þein'a kvenna varð til þess að ég kynntist Hansa vel og nú síðari ár- in höfum við unnið á sama stað. Eigninkonu og móður er sárt saknað. Við hjónin biðjum algóðan Guð að styrkja Hansa og fjölskyld- una í sorg þeirra. Já, þannig endar lífsins sólskinssaga. Vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannske á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhomi. (Tómas Guðm.) Við munum minnast Hjördísar með þakklæti. Sveinn og Berta. Og því varð svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn égveit margt hjarta, harmi lostíð, sem hugsar til þín alla sína daga. (Tómas Guðm.) Sumri hallar og laufin á trjánum breyta um lit. Þau falla og fjúka; það er komið haust. Þá hallar birtu sum- ars og fuglarnir halda suður. Dimma vetursins er í nánd. Norðurljósin dansa um nætur og kaldir vindar blása. Einhvern veginn verður allt hljótt þegar harmafregn berst að norðan. Það er alltaf erfitt að sjá á eftir ást- vinum og fá ekki tækifæri til að kveðja; segja bara eitthvað fallegt að lokum. En lífið er samt við sig og eitt sinn skal hver deyja. Fyrir skömmu sátum við saman við kaffidrykkju og rifjuðum þá upp kynni okkar. Arin vora orðin sautján síðan leiðir barna okkar lágu saman fyrst. Þær era margar yndislegu stundirnar sem við áttum saman á þessum tíma, þær geymi ég alltaf. Auðvitað er engin leið að minnast konu eins og Hjördísar í svo fáum lín- um. Hún var húsmóðir, eiginkona og móðir. Heimili hennar bar alltaf merki um myndarskap og dugnað - og gestrisni í hvívetna. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Hjördísi Aðalsteinsdótt- ur. Ég þakka fyrir þær stundir sem við áttum saman og um leið votta ég samúð mína foreldram, eiginmanni, börnum, barnabömum og öðram þeim sem misst hafa. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðm.) Gerður Ólafsdóttir og fjölskylda. HJÖRDÍS AÐAL- * STEINSDÓTTIR + Hrefna Sigurðar- dóttir var fædd á Ósi í Breiðdal 27. mars 1915. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 4. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurð- ur Jónsson og Jó- hanna Þorbjörg Sig- urðardóttir. Systkini Hrefnu: Pétur, f. 22.1. 1917, fyrrum framkvæmdastjóri á Breiðdalsvík, kvænt- ur Bergþóru Sigurð- ardóttur; Jóhann, f. 13.11. 1919, d. 21.7. 1931; Sólveig, f. 8.8. 1922, búsett í Reykjavík, gift Gunnari Guðjónssyni bifreiða- stjóra, sem nú er látinn; Kristján, f. 11.9.1926, hótelhaldari á Staða- borg í Breiðdal, kvæntur Jóhönnu Gestsdóttur; Svanur, f. 17.9. 1929, d. 11.9.1975, skipstjóri og útgerð- armaður á Breiðdalsvík, kvæntur Hjördísi Stefánsdóttur; Jóhanna, f. 18.5. 1932, verslunarstjóri á Breiðdalsvík, gift Guðjóni Sveins- syni rithöfundi. Eiginmaður Hrefnu var Ingólf- ur Ámason. Böm þeirra: 1) Alda, f. 1.5. 1939, húsmóðir, búsett í Reykjavík, gift Einari Einarssyni, múrarameistara. 2) Hanna, f. 2.6. 1940, búsett á Breiðdalsvík, gift Sigursteini Melsted framkvæmda- Hrefna Sigurðardóttir var fædd á Ósi í Breiðdal 27. mars 1915. Foreldr- 'hr hennar, Sigurður Jónsson og Jó- hanna Þorbjörg Sigurðardóttir voru stjóra. 3) Aðalheið- ur, f. 31.5. 1941, bú- sett í Kristnesi við Eyjafjörð, gift Þór Aðalsteinssyni, bónda. 4) Örn, f. 15.3. 1943, húsa- smíðameistari, bú- settur á Breiðdals- vik, kvæntur Ingu Dagbjartsdóttur. 5) Sigurður, f. 17.9. 1944, framkvæmda- sljóri, búsettur í Reykjavflt, kvæntur Ingibjörgu Norfjörð hjúkrunarfræðingi. 6) Kristín, f. 28.2. 1947, búsett í Reykjavík. 7) Hansína, f. 12.4. 1948, listfræðingur, búsett í Reykjavík. 8) Kolbrún, f. 31.5. 1949, hjúkrunarfræðingur, búsett í Danmörku, gift Knud Jensen bússtjóra. 9) Ami, f. 4.12. 1953, listmálari, búsettur í Reykjavík. 10) Þór, f. 6.5. 1955, húsasmíða- meistari, búsettur í Reykjavík, kvæntur Þórdísi Tómasdóttur kennara. 11) Anna, f. 18.8. 1956, kennari, búsett í Reykjavík, gift, Þorvaldi Þorvaldssyni húsasmfða- meistara. Auk bama átti Hrefna orðið 69 barnabörn og barnabarnabörn. Útför Hrefnu fer fram frá Heydalakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14.30. þá nýflutt þangað og voru að hefja sinn búskap þar. Hrefna ólst þar upp, elst fimm systkina, en einn bróðir dó auk þess bam að aldri. Á Ósi var rekinn hefðbundinn bú- skapur auk trilluútgerðar. Vegna legu jarðarinnar við ós Breiðdalsár og vegna eyja og skeija i Breiðdals- víkinni voru möguleikar til fjöl- breyttra starfa og leikja meiri en víða og æskuheimilið því óskastaður fyrir börn þess tíma að alast upp á. í ósnum var silungur og var þar naust fyrir trillu og árabáta. Þar rétt hjá var beitningarskúr og aðstaða fyrir trilluútgerðina. í eyjunum var selur og æðarfugl. Ós var í alfaraleið og var það meðal annars verk heimilisfólksins á Ósi að sjá um að ferja fólk yfir ósinn á báti, en þá tíðkaðist gjarnan að ganga á milli bæja og var Breiðdalsáin þá far- artálmi á ferðum fólks. Flestir munu hafa staldrað við á Ósi og þegið þar velgjömingar á þessari leið sinni og mun Hrefna því hafa hitt margt og margvíslegt fólk i uppvextinum og kynnst mörgum. Á Ósi bjó einnig um tíma föðursyst- ir Hrefnu ásamt manni sínum og bömum. Varð mikill vinskapur milli dóttur þeirra Huldu og Hrefnu ásamt Hlíf sem einnig átti heima á Ósi á sama tíma ásamt förður sínum. Allar vora þær á sama aldri. Báðar þessar vinkonur Hrefnu era á lífi. Hrefna var í tónlistamámi hjá séra Vigfúsi Þórðarsyni í Eydölum og lærði m.a. á orgel hjá honum. Uppkomin fór Hrefna til náms í Kvennaskólann í Reykjavík. Árið 1939 þegar Hrefna var 24 ára flutti hún að Krossgerði og hóf þar búskap með manni sínum Ingólfi Amasyni. Þeirra sambúð entist ævi hennar alla. Milli Óss og Krossgerðis er um 15 minútna ferðatími í bfl í dag en var vissulega mikið lengur farið á meðan hestar vora notaðir til ferðalaga. I Kros_sgerði tóku Hrefna og Ing- ólfur hvorki við stóru búi né miklum húsum. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau í innenda gamals húss og vora vistarverar eldhús á neðri hæð og herbergi á efri hæð og var gengið þar á milli um brattan stiga og um lúgu í gólfí. I þessu herbergi áttu börnin sitt athvarf og vora þau orðin allmörg áð- ur en flutt var í nýtt og stærra hús. Auk þessa var herbergi sem Hrefna og Ingólfur höfðu fyrir sig og var kall- að stofan. Fjósið var svo sambyggt þessu húsi. Tún var í kringum bæinn og var t.d. nefnt Grandin og Stekkur- inn. Þessir blettir era að hluta til not- aðir enn sem tún en að hluta til beitar. Fljótlega hófust Hrefna og Ingólf- ur handa við að stækka bústofninn og byggja upp húsakostinn. Upp úr 1950 flutti fjölskyldan í nýtt hús sem þá var ekki frágengið nema að hluta en þótti myndarhús, um 100 fermetrai’. Mikil viðbrigði vora þetta fyrir fjöl- skylduna enda börnin orðin átta. Önnur hús vora einnig byggð upp og var húsakostur orðinn góður og ræktun á annan tug hektai’a þegai- þau hættu búskap og fluttu á Hrafn- istu hér í Reykjavík árið 1993. Hrefna og Ingólfur áttu 11 börn sem era öll á lífi. Eins og gefur að skilja hefur verið mikið um að vera í Krossgerði þegar sá hópur var að al- ast upp. Auk þess var í Krossþorpinu sem svo var kallað búið á fimm bæj- um og allsstaðar nokkur fjöldi bai-na og fullorðinna og því líf og fjör. Eftir að fjölga tók í bamahópnum færðist starf Hrefnu að mestu inn á heimilið með öllum þeim fjölbreyti- leika sem því starfi fylgdi á þeim tím- um. Öll matargerð var þá unnin á heimilinu, brauð bökuð, dilkum slátr- að, slátur gert og súrsað og kjöt salt- að. Ekki vora til ísskápar til að geyma í matvæli á fyrri hluta búskaparára Hrefnu og Ingólfs. Föt vora saumuð og gjaman bætt þegar þau fóra að slitna, rúmföt saumuð og annað sem til heimilisins þurfti. Börnunum var kennt að lesa og skrifa því að ekki fóra þau í skóla fyrr en við 10 ára aldur, a.m.k. ekki þau eldri. í litlu sveitarfélagi tekur fólk mik- inn þátt í félagslífi og var Hrefna m.a. þátttakandi í kirkjukór staðarins og spilaði á orgel kirkjunnai' í einhverj- um tilvikum, en Hrefna hafði yndi af músik, þó að tækifærin til að njóta hennar væra fá. Hrefna las mikið og var fi’óð um margt enda var bókasafn heimilisins myndarlegt og í því mörg forvitnileg rit. Hrefna var ljúf í lund og hvers manns hugljúfi þar til veikindi fóra að há henni sem var alzheimer-veikin, en henni fylgja breytingai- sem oft era hinum veika mjög erfiðar svo og hans nánustu. Við börn Hrefnu munum minnast hennar sem hinnar góðu og þolin- móðu móður sem vildi allt fyrir okkm’ gera og sem hugsaði vel um fjöl- skyldu sína. Löngu eftir að börain voru flutt að heiman, var að fara heim, það sama og að fara í Kross- gerði og var það ekki síst Hrefnu að þakka að þessi heimatilfinning lifði á meðan þau hjónin bjuggu þar. Við munum minnast hennar þar sem hún sat við bekkinn í eldhúsinu og var til taks ef eitthvað vantaði eða kom upp á. Við munum minnast hennar fyrir að skipta ekki skapi þó að mikið gengi stundum á í kringum hana og við munum minnast hennar sem þess leiðbeinanda sem sat með okkur og kenndi okkur stafina og síð- an að lesa og skrifa. Við munum muna hana í hlutverki sem kennarar og ýmsir fræðingar og leiðbeinendur sjá um í nútímaþjóðfélagi. E.t.v. er ár- angurinn ekki síðri hjá henni þó að hún hafi ekki fengið sérstaka mennt- un í þessi hlutverk. Sigurður Ingólfsson. HREFNA * SIG URÐARDÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.