Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þingflokkur Samfylkingar með opinn þingflokksfund í Ráðhúsi Reykjavíkur „Viljum taka fast á mál- efnum Reykvíkinga“ Morgunblaðið/Ásdís Nokkrir þingmenn Samfylkingar ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra. ÞINGFLOKKUR Samfylkingar- innar hélt í gær opinn þingfiokks- fund í Ráðhúsi Reykjavíkur en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri var gestur fundarins. Ýmis málefni höfuðborgarinnar bar á góma á þessum fundi en nokkur hópur borgarbúa mætti til að hlýða á mál þingmannanna. Þingflokkur Samfylkingar hefur verið á ferðaiagi um landið að und- anförnu og í gær heimsótti hann Reykjavíkurkjördæmi. Fram kom á fundinum í gær að það væru tölu- verð nýmæli að haldinn væri opinn fundur sem þessi en fyrr um daginn höfðu þingmenn m.a. heimsótt Landsspítalann og Hampiðjuna og kynnt sér starfsemina þar. „Það er stundum sagt að þing- menn Reykvíkinga sinni ekki mál- efnum Reykjavíkur," sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, á fundinum í gær. „Eg hef auðvitað haft aðra skoðun og þessi ferð okkar hér um kjör- dæmið sýnir það að við viljum taka fast á málefnum Reykvíkinga." Höfuðborgin stundum útundan Fram kom í máli þeirra Jóhönnu ALÞINGI Sigurðardóttur og Rannveigai’ Guð- mundsdóttur að áherslumál Sam- fylkingarinnar á þingi væru m.a. menntamálin og afkoma aldraðra og öryrkja. Ýmis mál sem tengdust höfuðborginni sérstaklega væni hins vegar einnig í brennidepli, s.s. vegamálin og breytingar á tekju- stofnum sveitarfélaganna. Ingibjörg Sólrún Gísiadóttir borgarstjóri sagði þingmenn Reykjavíkur að mörgu leyti líta á sig sem þingmenn landsins alls. Hún sagði það bæði eðlilegt og ágætt en borgin yrði því miður stundum útundan og ríkið sinnti ekki alltaf skyldum sínum þar sem skyldi. Nefndi hún m.a. heilsu- gæslumál og aðbúnað í framhalds- skólunum í þeim efnum. Borgarstjóri gerði vegamálin einnig að umtalsefni en hún sagði borgaryflrvöld undantekningalaust þurfa að standa í barningi við ríkis- valdið um fjárframlög í þeim mála- flokki hér í höfuðborginni. Hið sama mætti segja um stofnun nýbúamiðstöðvar, Aiþjóðahúss, en Ingibjörg tók fram að borgin væri ekki að biðja ríkið um aðstoð heldur fara fram á að það axlaði ábyrgð sína. Dísilbílum fjölgað um 40% síðan í ársbyrjun 1999 ÞUNGASKATTUR skilar ríkis- sjóði 282 milljónum króna meira á næsta ári en áætlað er fyrir árið 2000 skv. frumvarpi til fjárlaga 2001 eða 4.227 milijónum króna. Þetta gerist þrátt fyrir að ekki hafi verið gert ráð fyrir auknum álög- um á landflutninga við síðustu breytingu á lögum um fjáröflun til vegagerðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari fjármálaráðherra við fyi’ir- spurn Arna Gunnarssonar, vara- þingmanns Framsóknarflokksins. Segir í svarinu að helstu ástæður aukinna tekna af þungaskatti sé að finna í fjölgun dísilbíla. Þannig var gi-eitt fast árgjald þungaskatts af 10.472 bílum í ársbyrjun 1999 en við álagningu í júní 2000 voru bíl- arnir orðnir 14.572, tæpum 40% fleiri. Mest var fjölgun bíla á bilinu 2-3 tonn, rúm 60%. I svarinu kemur enn fremur fram að engar ákvarðanir hafi ver- ið teknar varðandi breytingar á heildarskattheimtu af landflutning- um en málið verði m.a. skoðað í nefnd sem fjármálaráðherra skip- aði 28. ágúst síðastliðinn til að end- urskoða lög um fjáröflun tii vega- gerðar. Er nefndinni sérstaklega ætlað að kanna möguleika á upp- töku olíugjalds í stað þungaskatts. 20% bankamanna semja sjálfír um launin UM 20% allra bankastarfsmanna hér á landi semja um laun sín við atvinnu- rekendur sjálfir, eða nálægt 700 manns. Samningamir taka mið af kjarasamningum bankamanna um allt annað en launaliðinn. Friðbert Traustason, formaður Sambands ís- lenskra bankamanna, segir að stétt- arfélög bankamanna á Norðurlönd- um haldi námskeið fyrir trún- aðarmenn og einnig almenna félagsmenn hvemig þeir skulu standa að því að semja sjálfir um laun sín. Yf- irleitt era námskeið af þessu tagi haldin um helgar og áður en tekin er upp nýskipan af þessu tagi hjá fyrir- tækjunum. Um þetta var m.a. fjallað á aðaifundi norrænna bankamanna, sem lauk sl. fimmtudag. „Að okkar áliti era u.þ.b. 20% starfsmanna hérlendis sem er verið að semja við á einstaklingsgranni. Þegar markaðurinn kallar eftir starfsfólki verða bankamir eins og aðrir að keppa um það. Þá er samið um laun ofan við lágmarkskjör hvers hóps íyrir sig,“ segir Friðbert. Hann segh’ að fæstir hafi þekkingu á því hvemig eigi að standa að slíkum samningum og full þörf sé á því að þjálfa félagsmenn í þessu skyni. Á Norðurlöndum hefur tekist góð sam- vinna við fyrirtækin um slík námskeið og þau hafa jafnframt þjálfað yfir- menn á vinnustöðunum sem eru held- ur ekki tilbúnir tii að gera kjarasamn- inga. Friðbert segir að meðallaun banka- starfsmanna á Norðurlöndum séu á bilinu 10-40% hærri en hér á landi. Á fundi norrænna bankamanna vai’ einnig rætt um menntunarmál banka- starfsmanna. Á Norðurlöndum er haldið uppi námi á háskólastigi í sam- vinnu við bankana og nú er verið að ræða um hvernig námið verði sam- ræmt milli Norðurlandanna. Friðbert segir að til standi að samnýta fræðsluefni um fjármálamarkaðinn og sagði hann að ísienskir bankamenn ætluðu að verða virkir í þessu sam- starfi. „Við treystum því að bankamir vinni að þessu með okkur og höfum viðrað þetta við samninganefndina. Ég heyri ekki betur en að bankarnir séu tilbúnir að taka virkan þátt í þessu,“ sagði Friðbert. Jarðskjálftarnir á Suðurlandi Viðskipta- ráðherra skipar nefnd VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðhen-a hefur í hyggju að setja á laggimar nefnd sem geri tillögur um það sem betur megi fara í framkvæmd og rekstri við- lagatryggingar þegar lokið verður uppgjöri þeirra tjóna sem urðu á Suðurlandi síðastliðið sumar og þegar fyrir liggja upplýsingar um allai' afleiðingar jarðskjálftanna. Þetta kemur fram í skriflegu svari ráðherrans við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, vai'a- þingmanns Samfylkingar, um bótagreiðslur vegna rekstrar- stöðvana fyrirtækja af völdum náttúruhamfara. Fram kemur í svarinu að meðal þeiiTa atriða sem hugsanlega komi til athugunar hjá nefndinni sé hvort rétt kunni að vera að skylda atvinnurekendur til að kaupa rekstrarstöðvunartrygg- ingu vegna náttúruhamfara. Myndi þá væntanlega verða tekin afstaða til þess hvort rekstrar- stöðvunartryggingar henti sem skyldutryggingar. Alþingi Utan Hagskrár Umræða í skjóli serlegs umboðs almættisins Eftir Davíð Loga Sigurðsson þingfréttamann ÞAÐ er víst óhætt að fullyrða að atkvæðagreiðslur á Alþingi ná því sjaldnast að verða jafnspennandi og tvísýnar og forsetakosningarn- ar í Bandaríkjunum í þessari viku. Við því er heldur ekki að búast enda þingmeirihlutinn afar örugg- ur og aukinheldur uppi sérdeilis óvenjuleg staða þar vestra nú um stundir. Á þetta er minnst hér vegna þess að þrátt fyrir allt eru þingmenn eins og fólk er flest, a.m.k. að því leytinu til að kosn- ingarnar vestra hafa verið þeim ofarlega í huga í þessari viku. Sýn- ist sitt hverjum eins og gengur en allir bíða vitaskuld spenntir eftir endanlegri niðurstöðu. Þing Norðurlandaráðs í Reykja- vík setti einnig svip sinn á þing- haldið. Þannig kom Alþingi aðeins saman tvo daga í vikunni og skýr- ist það af þeirri staðreynd að framan af var sá hópur þingmanna og ráðherra, sem afskipti hafa haft af Norðurlandasamstarfinu, fjarri góðu gamni. Ekki má heldur gleyma starfsfólki Alþingis sem átti fullt í fangi með að hafa um- sjón með Norðurlandaráðsþinginu enda fáliðað. Ekki er laust við að stundum eigi það samúð manns alla. Líklegt brotthvarf Hjálmars Jónssonar af þingi bar sömuleiðis á góma í vikunni. Hjálmar er vel liðinn meðal þingmanna en þeir geta hins vegar huggað sig við að hitta dómkirkjuprestinn væntan- lega að minnsta kosti einu sinni á ári í framtíðinni. Hjálmar mun fyrir sitt leyti sjálfsagt nýta sér vel það tækifæri sem honum gefst framvegis við þingsetningu á haustin til að messa yfir fyrrum samstarfsmönnum sínum með sér- legt umboð guðs almáttugar í far- teskinu. XXX Vegna þings Norðurlandaráðs er fundur Alþingis á miðvikudag harla lágstemmdur. Ein af skemmtilegri uppákomunum er þegar Páll Pétursson svarar ásök- unum um að ástæða þess að hann vilji ekki koma að stofnun nýbúamiðstöðvar í Reykjavík sé sú að hann og ríkisstjórnin öll hafi horn í síðu borgaryfírvalda. Fé- lagsmálaráðherra segir út í hött að saka hann um óvild í garð stjórnenda Reykjavíkurborgar og vekur orðaval hans nokkra kátínu en eins og kunnugt er þá er Páll kvæntur Sigrúnu Magnúsdóttur, einum af forystumönnum R- listans. Páll er einnig í aðalhlutverki á fimmtudag en þá mælir hann fyrir framvarpi sem felur í sér breyt- ingar á tekjustofnum sveitarfé- laga. Umræðan stendur allan dag- inn, ef frá er taiinn sá tími sem fer í tíðindalitla utandagskrárumræðu um loftlagsmái, og stendur hver þingmaðurinn á fætur öðrum upp til að létta á hjarta sínu. Kannski er skýringin á þessu málæði sú að óhemju margir þingmenn eru fyrr- um sveitarstjórnarmenn. Þeim rennur því blóðið til skyldunnar. Guðmundur Árni Stefánsson fer mikinn í þessari umræðu og þekk- ir málaflokkinn enda vel úr bæjar- stjóratíð sinni í Hafnarfirði. Hann kemur þeirri kenningu á framfæri að megintillaga frumvarpsins sé runnin undan rifjum sjálfstæðis- manna, að hún feli einfaldlega í sér skattahækkun en fléttan sé sú að koma málum þannig fyrir að hér í Reykjavík geti almenningur kennt R-listanum um allt saman. Markmið íhaldsins sé fyrst og fremst að koma höggi á and- stæðinginn í borgarstjórastólnum. Sigríður Anna Þórðardóttir maldar í móinn fyrir hönd sjálf- stæðismanna en hefði líklega bet- ur látið það ógert því Guðmundur færist allur í aukana, ef eitthvað er. Nokkuð ber á framíköllum úr sal í þessari umræðu og vekur það spurningar um hvort slíkt eigi að umbera í jafnvirðulegri stofnun og Alþingi. Niðurstaðan er þó sú að yfirleitt lífgi framíköllin upp á um- ræður í þingsal og séu þar af leið- andi ómissandi þáttur þingfund- anna. XXX Flestum finnst framlag Péturs H. Blöndals nauðsynlegt innlegg í umræður á þjóðþinginu en hann hljómar þó oft sem heldur hjá- róma rödd á þeim vettvangi. Stjórnarandstæðingar gera sér gjarnan leik úr því að kalla Pétur talsmann Sjálfstæðisflokksins í hinum og þessum málunum og þykjast þannig koma höggi á íhaldið, afhjúpa það sem hinn versta hægriflokk. Á fimmtudag gerist það að Pétur ber sjálfur af sér sakir um að hann sé talsmaður Sjálfstæðisflokksins í einu eða öðru. Hann lýsi aðeins sínum eigin skoðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.