Morgunblaðið - 11.11.2000, Page 6

Morgunblaðið - 11.11.2000, Page 6
6 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Kostnaður við rekstur Ibiíðalánasjóðs í ár Tókst ekki að lækka kostnað REKSTRARKOSTNAÐUR íbúða- lánasjóðs verður hæni í ár en gert er ráð fyrir í fjárlögum og munu mark- mið um lækkun rekstrarkostnaðar sjóðsins um 12,8% milli ára því ekki nást, samkvæmt upplýsingum Guð- mundur Bjarnasonar, framkvæmda- stjóra íbúðalánasjóðs. I fjái-lögum er gert ráð fyrir að rekstrarútgjöldin verði 592 milljónir kr. í ár og lækki úr 679 milljónum kr. árið 1999 reiknað á verðlagi ársins 2000. Guðmundur sagði að rekstrarkostn- aður sjóðsins yrði hærri í ár en ráð sé fyrir gert í íjárlögum, en vildi í samtali við Morgunblaðið ekki upplýsa um hvað stefndi í að útgjöldin yrðu mikil umfram íjárlög í ár. Það megi reikna með að um einhverja raunhækkim verði að ræða umfram ijárlög. I fjárlagafrumvarpi vegna ársins 2001 er gert ráð fyrir að rekstrargjöld íbúðalánasjóðs hækki um 44 milljónir kr. frá fjárlögum í ár úr 592 milljónum kr. og verði 636 milljónir kr. á næsta ári. Aukin útgjöld í stað sparnaðar I samanburði sem Ríkisendurskoð- un hefur gert á rekstrarkostnaði íbúðalánasjóðs og Húsnæðisstofnun- ar, að beiðni forsætisnefndar Alþing- is, kemur fram að hann er 17,6% hærri árið 1999 en rekstrarkostnaður Húsnæðisstofnunar var að meðaltali árin 1994-97. íbúðalánasjóður hóf starfsemi í ársbyrjun 1999 og á blaða- mannafundi Páls Péturssonar, félags- málaráðherra, og Gunnars S. Bjöms- sonar, formanns stjómar sjóðsins, kom fram að ekki væri ólíklegt að spamaður vegna þessara breytinga á rekstrarfyrirkomulagi gæti numið 80- 100 milljónum kr. árlega þegar breyt- ingarnar væm að fullu komnar til framkvæmda og kostnaður samfara þeim að baki. Aðspurður um skýringar á þessum aukna rekstrarkostnaði Ibúðalána- sjóðs í stað áætlaðs rekstrarspamað- ar sagði Páll Pétursson, félagsmála- ráðherra, að umsvif sjóðsins hefðu verið miklu meiri en nokkra sinni áð- ur. Þá hefði tölvukostnaður sjóðsins vaxið vemlega í samanburði við tölm’ frá Húsnæðisstofnun, en tölvubúnað- ur sá sem íbúðalánasjóður hefði yfír- tekið hefði verið ófullnægjandi bæði hvað varðaði véla- og hugbúnað. Einnig hefði aðkeypt sérfræðiþjón- usta vaxið töluvert sem rekja mætti til endurnýjunar á tölvubúnaði og sérf- ræðiþjónustu vegna útboðs á innheimtuþjónustu sjóðsins á evrópska efnahagssvæðinu. Að auki mætti nefna nýtt gæðastjómunai’- kerfi, undirbúning vegna kaupa á nýju húsnæði og prentunarkostnað. Páll sagði einnig að Ibúðalánasjóð- ur hefði leitað til KPMG ráðgjafarfyr- irtækisins og það fyrirtæki hefði tekið stofnunina út og gert tillögur um breytingar og væri verið að vinna að því að hrinda þeim í framkvæmd. Aðspurður hvort nauðsynlegt væri að endurskoða starfsemi stofnunai' sem aðeins væri tveggja ára gömul sagði Páll að þessi kostnaður væri hæiri en þeir vildu hafa hann og því væri auðvitað sjálfsagt að reyna að lagfæra það strax sem betur mætti fara. Hann bætti við að ef Húsnæðis- stofnun hefði haldið áfram í gamla far- inu mætti reikna með að það hefði einnig orðið veralegur viðbótarkostn- aður samfara rekstri 1999. Hann benti á að lánsupphæðin 1998 hefði verið 21 milljarður í húsbréfum, en 31,5 milljarðar króna árið 1999. Þá hefði fjöldi lánsumsókna farið úr 8.400 árið 1998 í 9.800 árið 1999 og að auki kæmu til 1.200 viðbótarlán. „Það skýrii’ náttúrlega að einhverju leyti þennan aukna kostnað þessi stór- auknu umsvif," sagði Páll. Verðlauna FLUGLEIÐIR hlutu tvenn verð- laun á hátíð samtaka skoskra ferða- skrifstofa í vikunni en verðlaun þessi þykja hin eftirsóttustu í skoskri ferðaþjónustu. Annars vegar var Flugleiðum veitt viðurkenning fyrir besta þjón- ustu flugfélags við farþega í flugstöð. Útnefningin byggðist á einkunnum sem 50.000 farþegar sem farið hafa um flugvellina í Glasgow, Edinborg og Aberdeen gefa þjónustu flugfé- laga í flugstöðvum. Að því er fram kemur í frétt frá Flugleiðum greindi Paul Barlow, forstjóri flugstöðvarinnar, frá því er hann veitti Stefáni Eyjólfssyni, Flugleiðir svæðisstjóra á Bretlandseyjum, og Irene Buntin, stöðvarstjóra í Glasgow, verðlaunin að Flugleiðir hafí allt síðasta ár fengið hæstu einkunn allra flugfélaga i þessum flokki og væri meðaleinkunn sú sem farþegar gæfu afgreiðslu félagsins 4,65 en hæsta mögulega einkunn er 5. Einnnig var David Sanderson, sölustjóri Flugleiða í Skotlandi, val- inn besti fulltrúi flugfélags í Skot- landi og er það þriðja árið í röð sem hann hlýtur þessi verðlaun, sem eru nokkurs konar Óskarsverðlaun skoskrar ferðaþjónustu, að því er fram kemur í frétt frá Flugleiðum. Góð veiði í upphafí vertíðar innfjarðarrækju á Arnarfírði MALOG MENNING LAUGAVEGI 18 • SÍÐUMÚLA 7 Ævar Guðmundsson, verksmiðjustjóri í Rækjuveri. Mikið er að gera við vinnslu og pökkun hjá Rækjuver. „Það fyrir Rækjubátarnir á Bíldudal fá góðan afla í upphafi innfjarðar- rækjuvertíðar á Arn- arfirði, eins og kom fram í yfírreið Helga Bjarnasonar. Ekki eru allir bátarnir byrjaðir veiðar enda á Rækjuver fullt í fangi með að anna því sem þegar berst að landi. HAFRANNSÓKNASTOFNUNgaf út um 500 tonna upphafskvóta fyrir rækju í Arnarfirði. Kvótinn skiptist í tólf jafna hluta, liðlega fjörutíu tonn, sem níu bátar veiða þar sem þrír þeirra eiga tvo kvóta. Sex bátar eru byrjaðir á rækj- unni, hinir bætast síðar í hópinn. Óvenju góð byrjun Kvótinn verður fljótur að klárast ef veiðin heldur áfram að vera jafn góð og í upphafi vertíðar. „Kvótinn verður ábyggilega aukinn mikið ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Guðmundur Þ. Ásgeirsson, skip- stjóri og útgerðarmðaur Brynjars BA 128. Hann var þá að koma úr róðri og báturinn lá við bryggjuna á Bildudal á meðan Guðmundur lauk við að hrcinsa aflann og selja í kassa fyrir löndun. Guðmundur áætlaði að hann væri með um það bil 65 kassa eða rúmlega tvö og hálft tonn eftir daginn. Sagðist hann hafa landað tólf tonnum á viku. „Það er alveg nóg fyrir einn mann,“ sagði Guðmudur en hann rær einn en á flestum hinna bát- anna eru tveir menn. Rækjubátarnir fara út að morgni, hífa trollið yfirleitt tvisv- ar yfir daginn og koma inn fyrir kvöldmat, eru bara að á meðan bjart er, eins og Guðmundur orð- ar það, og taka sér frí á laugar- er alveg nóg einn mann“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Guðmundur Þ. Ásgeirsson, skipstjóri á Brynjari, hreinsar rækjuaflanu og mokar í kassa fyrir löndun á Bfldudal. dögum og sunnudögum. Byrjunin á innfjarðarrækjuveiðinni í Arn- arfirði er betri en oft áður. „Við erum svo heppnir að rækjan gengur ekki út úr fírðinum eftir að hún er einu sinni komin þangað inn. Það er þröskuldur í firðinum sem hindrar það,“ segir Guð- mundur skipstjóri. Hann segir að fiskur sé fyrir utan rækjuna og haldi henni innar og því sé lítið af seiðum í rækjuaflanum. „Fiski- fræðingarnir hafa búið sér til þá kenningu að rækjan berist hingað með straumum af Breiðafirði. En það fer stundum þannig að þegar maður er búinn að koma sér upp kenningu að þá kollvarpast hún.“ Verksmiðjan rétt hefur undan „Það vill til að þeir eru ekki allir á sjó í einu og aflinn kemur því ekki af fullum þunga,“ sagði Ævar Guðmundsson, verksmiðjustjóri hjá Rækjuveri ehf. á Bfldudal. Bát- arnir landa aflanum þar og Ævar segir að venjulega berist mest að á þessum tíma, í upphafi vertíðar, en þegar lengra komi fram á veturinn detti úr dagar og teygist á vertfð- inni. Það sé eins gott því ef allir væru að í einu og aflinn jafn góður og nú þá hefði verksmiðjan ekki undan og nauðsynlegt gæti reynst að takmarka veiðarnar. Rækjuver á hlut í þremur eist- neskum rækjutogurum og byggir vinnsluna mest á afla þeirra. Tog- ararnir eru meginhluta ársins á veiðum á Flæmska hattinum. Raunar eru þeir búnir með þá daga sem þeir hafa til ráðstöfunar þar á þessu ári. Einn togarinn heldur þó áfram veiðum á Flæmska og nýtir við það banda- ríska sóknardaga en hinir tveir verða á Barentshafi fram til ára- móta en þeir hafa leyfi til veiða þar vegna samninga við Evrópu- sambandið. Veiðin hefur verið fremur dræm í Barentshafi, að sögn Ævars, en er þö heldur að glæðast. „En þetta flakk um heimshöfin heldur í okkur lífinu,“ segir verksmiðjustjórinn. Um tuttugu starfsmenn eru hjá Rækjuveri og um þessar mundir er yfirleitt unnið í tíu tíma á dag. Með þvf móti er unnt að vinna úr um það bil 12 tonnum af hráefni yfir daginn. Starfsfólki hefur fækkað verulega á undanförnum árum vegna nýrrar tækni sem smám saman hefur verið tckin í notkun í verksmiðjunni. Rækjuver ehf. er í eigu Óttars Yngvasonar, Harðar Einarssonar og fleiri Ijárfesta en þeir eiga einn- ig stóran hlut í rækjuverksmið- junni Dögun á Sauðárkróki. Fyrir- tækið er þrjátfu ára og er nú eitt elsta ef ekki elsta starfandi fyrir- tækið í rækjuvinnslu hér á landi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.