Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ » 46 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 Alltí uppnámi Líklegra sé að það telji að Gore beri hreinlega skylda til að ganga eins langt oghann mögulega getur innan ramma laganna til þess að reyna að tryggja að meirihluti þjóðarinnar ráði. Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson Þetta var allt tiltölu- lega niðurnjörvað af stjórnmálaskýrend- um. George W. Bush átti að ná flestum at- kvæðum á landsvísu þótt A1 Gore ætti ágætar líkur á fá þann kjörmannafjölda sem þai-f til að ná forsetaembættinu. Nadar átti að vera lítilmagninn sem setti svip á kosningarnar með því að narta í fylgi demókrata, aðrir lítilmagnar áttu ekki að skipta máli. Og það sem var auðvitað það augljósasta af öllu var að niður- staða kosninganna átti að vera ljós á þriðjudagskvöld. umunpr Nokkrum vivnunr sólarhringum frá því að kjörstöðum var lokað í Bandaríkj- unum er allt enn upp í háaloft. Verið er að endurtelja atkvæði og bíða eftir utankjörstaðar- atkvæðum í Flórída, fylkinu sem mun hafa lokaorðið um hver verður næsti forseti landsins. Nema reyndar að það verði end- urtalið í fleiri fylkjum eins og Oregon, Ohio, Michigan eða Nýju-Mexíkó. í þessum fylkjum hafði Gore naumlega yfirhönd- ina í fyrstu umferð og það verð- ur því auðvitað ekki talið aftur nema Gore hafi Flórída af Bush. Og það er ekki einu sinni víst að þá verði endurtalið. Miðað við hvernig repúblik- anar hneykslast á því að Gore skuli ekki viðurkenna ósigur sinn eins og maður heldur hengja sig í smáatriði eins og nokkur hundruð atkvæði til eða frá, hljóta þeir að vilja að þeirra maður taki mögulegum ósigri eins og maður. Ósigur virðist reyndar vera mjög fjarri Bush þessa dagana þar sem hann situr og styttir sér stundir á meðan hann bíður eftir endanlegri niðurstöðu með því að skipa fólk í ráðuneyti sitt. Það eru ekki allir jafnhrifnir af því, þykir framferðið lýsa full- miklum hroka. Það fer líka álíka mikið fyrir brjóstið á fólki (það er að segja demókrötum) að hann skuli gagnrýna Gore fyrir að vilja hanga á nefndum smáatriðum eins og mistöldum atkvæðum og atkvæðum sem hafa ekki enn borist kjörstjóm. Þessi hegðun sé í mótsögn við vilja almenn- ings sem vilji krýna sinn forseta og engar refjar. Gore sé beinlínis að hæða reglur þessa merka lýðveldis. Bush stendur þarna væntan- lega nokk sama um vilja þess rúma helmings þjóðarinnar sem ekki kaus hann. Aðrir leyfa sér hins vegar að efast um að það fólk líti málin sömu augum. Líklegra sé að það telji að Gore beri hreinlega skylda til að ganga eins langt og hann mögulega getur innan ramma laganna til þess að reyna að tryggja að meirihluti þjóðar- innar ráði. En það er nú einu sinni svo að hugtakið meirihluti þjóðarinnar getur orðið afskap- lega teygjanlegt í huga fólks sem á hagsmuna að gæta. Utankjörstaðaratkvæðin sem enn á eftir að telja í Flórída geta auðveldlega fallið á hvorn veginn sem er. Talið er að meirihluti þessara atkvæða komi annars vegar frá hermönnum staðsettum utan Bandaríkjanna, sem almennt eru sagðir hliðhollari repúblikönum, og hins vegar frá bandarískum gyðingum sem búsettir eru a.m.k. hluta ársins í Israel. Þessir kjósendur eru alla jafna hallari undir demókrata. Það eru hins vegar ónýtu atkvæðin á Pálmaströnd sem eru mest í umræðunni, en þar voru rúmlega nítján þúsund atkvæði úrskurðuð ógild. í lögum kjördæmisins er kveðið á um að nöfn frambjóðenda eigi að vera í röð vinstra megin á kjörseðli og að kjósendur eigi að merkja við sinn mann í reit hægra megin. Umræddir kjörseðlar voru hins vegar með þeim ósköpum gerðir að reitirnir voru í miðjunni á milli tveggja nafnalista. Sérstakar pílur voru síðan notaðar til að tengja á milli nafna frambjóðanda og viðeigandi reits. Svo virðist sem mörgum kjósendum hafi tekist að misskilja þennan óvenjulega kjörseðil og algengustu mistökin voru að merkt var við Buchanan í stað Gore, en sumir reyndu að bæta fyrir með því að merkja líka við Gore, í stað þess að biðja um nýjan kjörseðil. Fólk þarf að vera ansi illa fyrirkallað til þess að gera slík mistök, en svo má spyrja, á ekki kosningaseðill að vera nægilega einfaldur til þess að leyfa illa fyrirkölluðu fólki að nýta kosningarétt sinn? Hægri öfgamaðurinn Buchanan fékk í þessu kjördæmi tæp fjögur þúsund atkvæði, mun fleiri en annars staðar í fylkinu. Hann á auðvitað erfitt með að stilla sig um að koma höggi á fjandvini sína repúblikana og hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að það sé ljóst að hluti þessara atkvæða hafi verið ætlaður Gore. Það er nokkuð ljóst að harðar deilur munu verða um niður- stöðuna hver sem hún verður. Það er hins vegar rangt að bandarískur almenningur vilji bara drífa málið af og velja forseta. Hann sér samasem- merki milli uppákomunnar í Flórída og frétta sem bandarískir fjölmiðlar hafa flutt af kosningaklúðri í fjarlægum löndum. Viðbrögð hafa gjarnan verið þau að hæðast að þessum vanþróuðu ríkjum þar sem mönnum takist ekki einu sinni að halda skammlausar kosningar. Ef það er eitthvað sem Bandaríkjamönnum er illa við þá er það að verða aðhlátursefni heimsbyggðarinnar. Ef hægt er að koma í veg fyrir það með því að fara vel og vandlega ofan í þessi mál, má forsetatilnefningin bíða um sinn. MENNTUN Námsferð/Hópur frá FB fór á nemendaþing í Alden Biesen í Belgíu 22. okt. sl. með „lagafrumvarp“ um refsingar vegna fíkni- efnabrota. Ingibjörg Högna Jónasdóttir nemi segir ferðasöguna... FB-hdpurinn fyrir framan kastalann merka, Alden Biesen. Kastalinn var stjórnarsetur riddarareglu sem kennd var við Tutonic League, en stórmeistarar hennar réðu yfir stórum hluta Mið-Evrópu á miðöldum. Menntun sameinar Evrópu • Tækifæri nemenda til að skiptast á skoðunum um brýn málefni. • Alla vikuna voru stanslausar um- ræður í gamla kastalanum. SÍÐASTLIÐIÐ vor auglýstu skólayfirvöld í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti eftir nemendum sem hefðu áhuga á að fara í námsferð til Belgíu nú í haust. Tilgangur ferðarinnar var að taka þátt í sameiginlegu þingi nemenda alls staðar að úr Evrópu sem haldið er reglulega í gömlum kastala sem heitir Alden Biesen og er í Belgíu. Fjöldi nemenda lýsti yfir áhuga á að komast í ferðina og 13 þeirra voru valdir og strax og kennsla byrjaði í haust hófst undir- búningurinn af fullum krafti. A með- al þess sem við þurftum að gera var að semja lagafrumvarp sem átti svo að reyna að fá samþykkt á þinginu. Við vildum taka fyrir efni sem okkur fannst öllum mikilvægt og þess vegna ákváðum við að semja frum- varp sem stuðlaði að betrí og sam- hæfðari aðgerðum á svæði Evrópu- sambandsins í sambandi við refsingar vegna fíkniefnabrota. Við sömdum síðan fyrirlestur um efnið og fjölluðum m.a. um mismunandi refsingar vegna fíkniefnabrota, reynslusögu fíkniefnaneytanda, áhrif og sögu ýmissa fíkniefna og efnahagsleg áhrif fíkniefnasmygls. Einnig var haldið út í mikla fjár- öflun til að kosta ferðina og gekk hún með ágætum. Menntamálaráð- herra veitti svo mikilvægan styrk vegna þessarar ferðar. Þegar í kastalann var komið, 22. október, hittum við krakka frá Belg- íu, Bretlandi og Finnlandi á aldrin- um 17-20 ára. Fyrsta kvöldið var eins konar kynningarkvöld þar sem okkur var sögð saga kastalans og riddarareglunnar sem hann átti allt frá miðöldum. Einnig komu krakk- amir fram og hver hópur kynnti sig, heimabyggð sína og skólann sinn með mjög skemmtilegum og vel undirbúnum kynningum. Á að ritskoða sjónvarp? Þingið sjálft var byggt upp á svip- aðan hátt og ráðherraráð Evrópu- sambandsins. Hver skóli flutti fyrir- lestur um sitt efni og að honum loknum vai- okkur skipt niður í um- ræðuhópa þar sem rædd voru ýmis málefni sem við komu lagafrum- varpi og fyrirlestri hvers skóla. Breski skólinn fjallaði um bætta samvinnu í sambandi við innflytj- endur, Finnarnir ræddu erfðabreytt matvæli og Belgarnir töluðu um rit- skoðun á efni sjónvai-psþátta. Allt fór þetta fram á ensku og frönsku og það var sérstaklega krefjandi að ræða svona mikilvæg málefni á öðru tungumáli en sínu eigin móðurmáli. Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál MEDIA II-áætlunin MEDIA 2, áætlun Evr- ópusambandsins til stuðnings evrópskum kvikmynda- og sjón- varpsiðnaði, er nú á lokaári (1996- 2000) og hefur stutt við eftirfar- andi: ► Þróun 1.350 evrópskra mynd- verka (kvikmynda, sjónvarps- mynda, heimildannynda, teikni- mynda og verkefna byggð á nýrri tækni) þar á meðal: Elizabeth í leikstjórn Sheka Kapur (6 verð- laun frá BAFTA og Golden Globe árið 1999), East is East í leikstjórn Damien O’Donnell (hlaut BAFTA- verðlaunin fyrir bestu bresku kvik- myndina árið 2000 og Espigo de Oro-verðlaunin í Valladolid sama ár), Solas eftir Benito Zambrano (vann 5 Goya Prize-verðlaun og Ir- is d’Or-verðlaunin á kvikmyndahá- tíðinni í Brussel árið 2000). Dancer in the Dark í leikstjórn Lars von Trier (Gullpálminn í Cannes árið 2000), Pane e Tulipani í leikstjórn Silvio Soldani (7 David di Donat- ello-verðlaun árið 2000) og Kirikou and the Sorceress eftir Michel Ocelot (vann Grand Prix-verðlaun- in á teiknimyndahátíðinni í Annecy 1999); ► Stuðningur við þróun 210 evrópskra framleiðslufyrirtækja; ► Stuðningur við meira en 1.830 herferðir í markaðssetningu og dreifingu 360 evrópskra kvik- mynda: Aprile í leikstjórn Nanni Moretti, Same Old Song í leik- stjórn Alain Resnais (César-verð- launin 1998 og Louis Deluc-verð- launin sama ár), Life is Beautiful eftir Roberto Begnini (Grand Prix Jury á kvikmyndahátíðinni í Cann- es árið 1998 og Oskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu kvikmyndina árið 1999), Festen í leikstjórn Thomas Vinterberg (Jury Prix í Cannes árið 1998), Lola Rennt í leikstjórn Thomas Twycker, All About my Mother eftir Pedro Alm- odovar (leikstjórnarverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1999 og Óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu kvikmyndina árið 2000), Asterix. í leikstjórn Claude Berri. Stuðningur við kvikmyndahús Á fjórum árum hefur evrópskum kvikmyndum sem dreift er utan heimalands fjölgað um 85% (frá 246 kvikmyndum árið 1996 uppí 456 á árinu 1999). Þegar þessar tölur eru skoðaðar í samanburði við framleiddar kvikmyndir í Evrópu á sama tímabili hefur fjöldi þeirra kvikmynda sem hafa fengið dreifingu utan heimalands aukist úr 13,71% í 22,19%. ► Samframleiðsla og sýning 275 sjónvarpsverkefna (leiknar mynd- ir, heimildarmyndir og teikni- myndir), svo sem Greifinn af Monte Cristo, St Ives, Carvalho, Mobutu, Konungur Zaire og Simsalagrimm. ► Útgáfa og dreifing u.þ.b. 200 sölupakka af evrópsku efni á myndböndum. ► Stuðningur við 350 kvikmynda- hús (í heild 831 salur í 213 evrópskum borgum og bæjum) til að sýna evrópskar kvikmyndir fyr- ir 75 milljóna manna áhorfenda- hóp. ► Árlegur stuðningur við 64 kvik- myndahátíðir þar sem sýndar hafa verið 7.500 evrópskar myndir og voru áhorfendur á þriðju milljón manna. ► Stuðningur við 145 námskeið þar sem 4.000 fagmenn (framleið- endur, handritshöfundar og lista- menn) hafa þróað færni sína til að vinna fyrir alþjóðamarkaðinn. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá MEDIA-upplýs- ingaþjónustunni í síma 562-6366.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.