Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Föngum frá Kosovo sleppt? Strassborg. AFP. VOJISLAV Kostunica, forseti Júgó- slavíu, hefur heitið því að kanna kröfur um, að hundruðum Kosovo- búa verði sleppt úr serbneskum fangelsum. Kom þetta fram er hann ávarpaði þing Evrópuráðs- ins í fyrradag, en hann hefur farið fram á, að Júg- óslavía fái aðild. Kostunica sagði, að til stæði að endurskoða dóma yfir mönn- um í serbneskum fangelsum og leita þeirra, sem hefðu horfið eða vitn- eskju um hvarfið. Júgóslavía sótti formlega um aðild að Evrópuráðinu í fyrradag og var það um leið síðasta skrefið í þá átt að binda enda á alþjóðlega einangrun landsins. Tók Walter Schwimmer, framkvæmdastjóri ráðsins, við um- sókninni úr hendi Goran Svilanovic, utanríkisráðherra Júgóslavíu, og sagði að um væri að ræða „sögulegan dag fyrir Júgóslavíu og Evrópu". Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra fjallaði í ávarpi sínu á fundin- um um hlutverk Evrópuráðsins í uppbyggingarstarfinu í Júgóslavíu. Evrópuráðið hefði, að hans áliti, mik- ilvægu hlutverki að gegna við upp- byggingu og eflingu mannréttinda og lýðræðislegra stjórnarhátta í Júgóslavíu vegna einstakrar reynslu þess af sambærilegu uppbyggingar- starfi í ríkjum Mið- og Austur- Evrópu á síðasta áratug. Framlag þess myndi að verulegu leyti felast í aðstoð við samningu laga ásamt þjálfun embættismanna og dómara. Mikilvægt væri að nýta sérþekkingu ráðsins í samvinnu við aðrar alþjóðastofnanir, sérstaklega Evrópusambandið og Oryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE). Lýðræðisleg Júgóslavía hefði mikil- vægu hlutverki að gegna fyrir varan- legan stöðugleika á Balkanskaga. 300 hafa sýkst og um 100 látist í síðasta ebólafaraldrinum Aðeins þriðjungur sýktra deyr í Uganda Kampala. AFP. ALLS hafa nú 103 látist í Úganda af völdum ebóla-veinmnar frá því um miðjan september að sögn heilbrigð- isyfirvalda þar í landi, en vísinda- menn eru engu nær en áður um upp- tök faraldursins. Embættismenn sögðu að algengt væri að ættingjar og grannar þeirra sem hafi sýkst en náð sér forðist alla umgengni við þá af ótta við að smitast. Engin hætta mun vera á slíku smiti og hétu emb- ættismenn að gert yrði átak til að uppfræða almenning í þessum efn- um. I Úganda hefm' 301 maður sýkst en dánartíðnin er þó aðeins 30% og miklu lægri en í þeim faröldrum, sem upp hafa komið í Súdan og Za- íre. Af þeim, sem hafa lifað sjúk- dóminn af, hefur 171 maður náð sér að fullu. Er þessi árangur þakkaður því hve skjótt var brugðist við en það hefur sýnt sig, að því fyrr, sem sjúklingar komast undir læknis- hendur, því meiri eru batahorfurn- ar. Bundið við breiddargráðu? Ebólasýkin kom fyrst upp í Zaíre, sem nú heitir Kongó, 1976 og síðan í Súdan og þá létust 50-90% þeirra, sem hana tóku. Grunur lék á, að úg- andískir uppreisnarmenn hefðu að þessu sinni borið í sér veiruna frá Súdan en það er þó ekki líklegt vegna þess, að ekki er vitað um neinn ebólafaraldur þar. Einhvers staðar leynist þó veiran en vísinda- menn vita enn ekki hvar. „Faraldramir hafa allir komið upp á sömu breiddargráðu og lík- lega er veiruna víða að finna á því svæði. Við vitum þó ekki hvað kem- ur faraldri af stað,“ segir Pierre Rollins, læknir og formaður nefndar frá bandaríska sjúkdómaeftirlitinu. Talsmaður WHO, Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar, sagði, að faraldurinn í Úganda yrði talinn afstaðinn þegar 42 dagar væru liðn- ir frá síðasta sjúkdómstilfelli en þá ætla vísindamenn að hefja skipulega leit að veirunni í dýrum og plöntum á þessu svæði. Reuters fbúar þorpsins Rwot-Obilo í Gulu-sýslu í Úganda bíða hér ásamt starfsmanni heilbrigðismálayfírvalda (með grímu) eftir jarðsetningu ættingja sem lézt úr ebóla-veikinni. Taka bið fram yfir einka- sjúkrahús Kaupmanuahöfn. Morgfunblaðið. FJÖLDI danskra sjúklinga hef- ur hafnað tafarlausum aðgerð- um á einkasjúkrahúsum og kýs fremur að bíða þess að komast að á sjúkrahúsum sem eru nærri heimili þeirra. Hefur þetta kom- ið starfsmönnum Kaupmanna- hafnai'amts mjög á óvart þar sem borgaryfirvöld hafa lagt um 35 milljónir danskra króna, um 350 milljónir ísl. króna á síðustu tveimur áram til þess að stytta biðlista fyrir bæklunar- og aðrar aðgerðh’. Um er að ræða aðgerðir á borð við hnjáliðsaðgerðir, gláku- aðgerðir og æðahnúta. Til marks um viðbrögð sjúklinga má nefna að um 800 sjúklingum hefur nýlega verið boðið að fai'a í glákuaðgerð á einkastofu í Kaupmannahöfn. 146 neituðu, 153 svöruðu ekki og 85 höfðu farið í aðgerð annars staðar. Berlingske Tidcnde vitnar í Leif Flemming Jensen, formann sjúkrahúsanefndar danska þingsins, en hann furðar sig á dræmum undirtektum í ljósi þess að um 2.700 manns séu á biðlista eftir glákuaðgerð við Herlev sjúkrahúsið og hve mik- ill bati hljótist í flestum tilfellum af aðgerð. Sama hefur verið upp á teningnum annars staðar í Danmörku, aðeins 17 af 70 sjúklingum sem bíða eftir mjaðmaaðgerð í Aabenraa þáðu aðgerð á einkasjúkrahúsi, helm- ingurinn af 57 sjúklingum sem bíða hnéaðgerðai' þar féllust á að fara til Svíþjóðar í aðgerð og um 60% sjúklinga í Hróarskeldu afþökkuðu að gangast undir að- gerð á mjaðmai'lið á sjúkahúsi í Kaupmannahöfn. Ekki er vitað hver ástæðan er fyrir þessari tregðu og hafa sveitarfélögin nú sent út spurn- ingalista til sjúklinganna í leit að skýi-ingu. Réttarhöld í máli Bandaríkjamanns í Moskvu Breytingar á rússneska hernum Sakaður um að njósna um tundur- skeytatækni Moskvu. AP, AFP. RÉTTARHÖLDUM var haldið áfram í Moskvu í gær í máli Banda- ríkjamannsins Edmonds Popes, sem ákærður hefur verið fyrir njósnir í Rússlandi. Er hann sagður hafa fengið upplýsingar hjá sjötug- um prófessor við Bauman-tækni- stofnunina í Moskvu en margt er á huldu um framgang málsins og sannanir gegn Pope. Hinn ákærði er fyrrverandi sjóliðsforingi og stofnandi tæknifyrirtækis, CERF, er einbeitir sér að rannsóknum á tækni sem notuð er á hafinu og þró- uð hefur verið utan Bandaríkjanna. Leyniþjónusta Rússa, FSB, sakar Pope um að hafa aflað sér leyni- legra upplýsinga um tundurskeyti af gerðinni Shkval. Verjendur hans segja á hinn bóginn að búnaðurinn sé tíu ára gamall, ekki lengur leyni- legur og Pope hafi viljað nýta tækn- ina til annars en vopnasmíði. Pope er 54 ára gamall og var handtekinn í apríl og hefur hann síðan setið í Lefortovo-fangelsinu í Moskvu. Talið er að hann geti hlotið allt að 20 ára fangelsidóm. Saksókn- arar hvöttu hann í gær til þess að játa sig sekan, þá gæti svo farið að hann fengi mun mildari dóm. Réttarhöldin í máli Popes fara fram bak við luktar dyr en prófess- orinn, Anatólí Babkín, bar loks vitni fyrir réttinum í gær og var ekki sagt frá því í fjölmiðlum hver svör hans hefðu verið. Auk verjanda og saksóknara rakti nefnd tæknisér- fræðinga gamimar úr prófessorn- um. Verjandi Popes, Pavel Astakov, sagði í gær að vitnisburður Babkíns væri ekki lengur mikilvægur þar sem hann hefði nú undir höndum ný gögn sem sönnuðu sakleysi skjól- stæðingsins. Astakov dreifði í lið- inni viku bréfi sem hann sagði rétt- inn hafa fengið frá Babkín. Par sagðist hann hafa verið mjög slæm- ur fyrir hjarta er hann var spurður um samskiptin við Pope og hafa lát- ið undan þrýstingi er hann bar vitni um meint lögbrot. Hann hefði aldrei hitt Bandaríkjamanninn augliti til auglitis og aldrei gefið honum nein- ar leynilegar upplýsingar. „Ég und- irrítaði meira að segja skýrsluna um yfirheyrsluna án þess að lesa hana,“ segir Babkín. Hann hafi einnig lesið vitnisburð upp fyrir myndband við þessar aðstæður. Kvalinn af beinkrabbameini Mál Popes hefur vakið mikla at- hygli í Bandaríkjunum en þar telja menn sannanir gegn manninum Reuters Bandaríkjamaðurinn Edmond Pope við réttarhöldin gegn hon- um í gær. vera ótraustar og þingið hefur var- að kaupsýslumenn við að ferðast til Rússlands þar sem þeir geti búist við að verða fangelsaðir þótt þeir hafi ekkert gert af sér. „Við höfum enn sem komið er ekki séð neinn vitnisburð um að Pope hafi brotið rússnesk lög,“ sagði sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, James Collins. Pope þjáist af sjaldgæfu beinkrabbameini og hefur fjöl- skylda hans árangurslaust farið þess á leit nokkrum sinnum að enskumælandi læknar fái að fylgj- ast með heilsu hans. Réttarhöldun- um var frestað tvívegis í liðinni viku vegna kvalakasta sem fanginn fékk. FSB leggur honum til túlk og hefur hafnað tilmælum verjanda um að fenginn verði óháður túlkur til starfans. Fækkað um fimmtung á fimm árum Moskvu. Reuters, AFP. ÖRYGGISRÁÐ Rússlands sam- þykkti í gær umdeild áfonn um stórfellda fækkun heimanna og Vladímír Pútín forseti sagði að það væri orðið löngu tímabært að hrinda þeim í framkvæmd til að tryggja öryggi landsins. Búist er við að áformin verði til þess að Rússar verði háðari kjarnavopnum sínum komi til styrjaldar. Rússneskar fréttastofur höfðu eftir Sergej ívanov, ritara öryggis- ráðsins, að hermönnum og borgar- alegum starfsmönnum hersins yrði fækkað um 600.000 á fimm árum. Hershöfðingi sem á sæti í ráðinu sagði að þetta væri um fimmtungur heraflans. Pútín lagði áherslu á að rúss- neski herinn þyrfti að vera „hreyf- anlegri og skjótvirkari" til að geta unnið skjóta sigra í svæðisbundnum átökum líkt og í Tsjetsjníu þar sem rússneskar hersveitir hafa reynt að brjóta uppreisnarmenn á bak aftur í þrettán mánuði. Fær meira fé á hvern hermann Vladímír Potapov, aðstoðarritari ráðsins, sagði að ákveðið hefði verið að fækka hermönnunum um 470.000 og borgaralegum starfs- mönnum hersins um 130.000 fyrir lok ársins 2005. Potapov bætti við að herinn myndi ekki geta háð alls- herjarstríð án þess að beita „óhefð- bundnum“ vopnum fyrr en árið 2010 þar sem hann væri orðinn svo veikur. Hann benti á að rússnesk stjórnvöld samþykktu fyrr á árinu nýja stefnu í öryggis- og hermálum þar sem þau áskilja sér rétt til að beita kjarnavopnum ef ráðist yrði á landið. Rússneskir embættismenn sögðu að stefnt væri að því að minnka ekki ríkisútgjöldin til hermála og herinn fengi því meira fé á hvern hermann. Umræðan um umbætur á hern- um hófst eftii' stríðið í Tsjetsjníu á árunum 1994-96 þegar hann beið auðmýkjandi ósigur fyrir uppreisn- armönnum. Tilraunir Borís Jeltsíns, forvera Pútíns í forsetaembættinu, til að koma á úrbótum báru ekki árangur vegna deilna milli hers- höfðingja landhersins, flotans og sjóhersins. Ennfremur kom í ljós að niðurskurður heraflans er dýr því sjá þarf fyrrverandi hermönnum fyrir húsnæði og starfsþjálfun, auk starfslokagreiðslna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.