Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 72
72 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens HEYRDU, HVAR ER SLANSAN MÍN ?! Hundalíf Ljóska ER DASUR HEIMA ?! ES VERÖ At> FA HANN Á SKRIFSTOFUNA EINS 06 SKOT!! ÞAÐ ER LAU6ARDASUR! SESDU HONUM At> HANNSEEKKI Ferdinand Smáfólk H'ES, MÁAM.I KNOU) l'MLATE.. U)ELL,U)EMI55EI? THE 5CH00L 5U5..MY 5I5TER FELL A5LÉEP A6AIN5T ATELEPHONE POLE... H'E5,MAAM..SITTIN60NTHE 5IPEU)ALK..U)ELL,I PIPN'T UUANT TO U)AKE HER UR ANP I FELT I COULPN'T LEAVE HER... 501 JU5T 5ATTHERE, TOO... Já kennari, ég veit að ég kem of Já kennari, sitjandi á gangstéttinni. seint. Við misstum af skólabflnum. Nú, ég vildi ekki vekja hana og mér Systir mín sofnaði upp við staurinn. fannst ég ekki geta skilið hana eftir svo ég bara sat hjá henni. ACTUALLY, I FELT A LITTLE 8IT LIKE LAS5IE.. Raunar leið mér eins og ég væri varðhundur. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Herjólfur Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson Herjólfsmálið og byggðastefnan Frá Kristjáni Bjarnasyni: 5. NÓVEMBER skrifar Víkverji um útboð Vegagerðarinnar á rekstri Herjólfs og furðar sig á að Vest- mannaeyingar skuli ekki vera ánægðir með að lægsta tilboði í ferjusiglingar hafi verið tekið. En Víkverji gleymir tvennu: 1. Stjórn Herjólfs hf. fullyrðir að Vegagerðin hafi skrifað undir bindandi samning við Samskip áður en úrskurðarnefnd um út- boðsmál lauk umfjöllun sinni og með því hafi ráðherra haft rangt við. 2. Með því að taka tilboði Sam- skipa er forræði fyrirtækisins flutt upp á land og tekið úr höndum heimamanna. A þriðja tug manna gæti misst atvinnu sína með tilheyrandi áhrifum á fjölskyldulíf og mögulegum brottflutningi frá byggðarlagi þar sem fólki hefur fækkað und- anfarin ár. Það er ríkjandi stefna í stjórn- málum að bjóða allt mögulegt út hvar sem er á landinu. Og það er líka ríkjandi stefna í landinu, byggðastefna, að styrkja byggðir landsins og færa forræði ýmissa mála í hendur heimamanna. Ög það er talið andstætt almannahagsmun- um að fólk flytji í stórum stfl til höf- uðborgarinnar og hinir smærri stað- ir veslist upp. Hin ýmsu opinberu fyrirtæki og deildir eru flutt frá sjálfri höfuðborginni út á land, jafn- vel þótt það kosti meira! í nafni byggðastefnunnar. Þarf þá nokkur að vera undrandi yfir að margir Eyjamenn séu ekki kátir þessa dagana? Að margir hugsi sem svo að Vegagerðinni hefði verið nær að þjarma að stjórn Herj- ólfs og knýja fram sparnað í rekstri sem virðist blasa við Vegagerðar- mönnum, og samþykkja jafnframt forræði heimamanna yílr rekstrin- um. Og að í raun mætti taka tilboði Herjólfs hf. þótt það væri eitthvað hæn’a en lægstbjóðanda. I nafni byggðastefnunnar. KRISTJÁN BJARNASON, Dverghamar 37, Vestmannaeyjum. Að búa til frétt Frá Ólafí Hannessyni: í EINNI af hinum ótal viðtalsfréttum fréttastofu Útvarpsins við fulltrúa kennara spurði fréttakonan formann framhaldsskólakennai’a daginn fyrir verkfall: „Eruð þið ekki undrandi á hörkunni í samninganefnd ríkisins?" „Jú,“ svaraði Elna Katrín, sem sótti menntun sína aðallega til Rúss- lands á dögum Gúlagsins, sem voru einhverjar mestu fangabúðir mann- kynssögunnar, þar sem fólk var fang- elsað og tekið af lífi fyrir að hugsa öðruvísi en var stjómvöldum þóknan- legt. „Við getum ekki séð að ríkið geri nokkuð til að afstýra þessu skelfilega verkfalli sem er alveg að skella á.“ Og þar var fréttin komin. Síðan glumdi í fréttatímum hljóðvarps ríkis- ins næsta sólarhring: „Kennai-ar undrandi á hörkunni í samninganefnd ríkisins." Þetta minnir svolítið á að haft væri eftir Mike Tyson, hnefa- leikakappanum ógurlega: „Tyson er undrandi á hörkunni í andstæðing sínum, sem neitar að láta sig detta og játasigsigraðan." Annað dæmi um hlutleysi frétta- stofunnar var umfjöllun un fullyrð- ingu Péturs Blöndal að þess væru dæmi að einstætt foreldri í námi gæti haft yfir 200 þúsund í mánaðarlaun, sem hann studdi rökum. Fréttastofan sagði í frétt sinni: „Samfylkingin mót- mælir harðlega furðulegum mál- flutningi Péturs Blöndals, samkvæmt orðum Björgvins Sigurðssonar al- þingismanns sem segir að þetta séu öfgadæmi sem eigi enga stoð í raun- veruleikanum.“ Tvennt vekur athygli. Björgvin er ekki alþingismaður, þótt hann hafi setið nokkra daga sem varamaður og hann kemur ekki með nein rök fyrir máli sínu. Sennilega hentar það fréttastofunni betur að titla Björgvin alþingismann til að auka vægi fréttarinnar heldur en að segja að hann væri ungliði úr krata- liðinu, sem væri hinn nakti sannleik- ur. Allt minnir þetta töluvert á með- höndlun fréttastofunnar á fréttum sem berast stöðugt úr Ráðhúsinu um sukk og óráðsíu R-listans. Þá er bara kallað í Ingibjörgu Sólrúnu borgai’- stjóra og hún fær að benda á söku- dólga og segja: „Það var ekki ég, það var þessi eða þessi og ég skil ekkert í ykkur að vera ónáða mig með þessu smáræði.“ Og svo er það hin endalausa röð samfylkingarmanna og kvenna, sem rekst hvert á annað á leið inn og út úr fréttastofunni: Ásta Ragnheiður, Rannveig, Jóhanna, sem gerði mai’g- ar fjölskyldur gjaldþrota með bijál- æðislegri húsnæðislöggjöf, sem byggðist á biðlistum eftir neyðarlán- um og skriðdýrshætti að hætti krat- anna, Brynhildur, Guðrún Ögmunds- dóttir að ógleymdum stríðnispúk- anum Össuri, sem glottir út í annað og aldrei segir satt nema tilneyddur. Mér finnst að breyta ætti um nafn á Samfylkingunni og kalla hana Mas- fylkinguna. Ég held að það segi allt sem segja þarf. ÓLAFUR H. HANNESSON, Snælandi 4, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.