Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 9
FRÉTTIR
Umboðs-
maður Al-
þingis með
heimasíðu
HALLDÓR Blöndal, forseti Al-
þingis, opnaði í gær nýja heima-
síðu umboðsmanns Alþingis. Þar
má finna almennar upplýsingar
um starfsemi umboðsmanns Al-
þingis auk laga og reglna um
starfsemina, en umboðsmaður Al-
þingis hefur lögum samkvæmt
það hlutverk að hafa f umboði
Alþingis eftirlit með stjórnsýslu
ríkis og sveitarfélaga og hann
skal tryggja rétt borgaranna
gagnvart stjórnvöldum landsins.
Embætti umboðsmanns Alþingis
var stofnað 1988.
Á heimasíðunni er hægt að
nálgast eyðublað fyrir kvörtun til
umboðsmanns, en meginefni
heimasíðunnar er síðan álit og
aðrar niðurstöður sem umboðs-
maður telur rétt að birta ásamt
útdrætti í hverju máli. Alls má
finna þar niðurstöður í 814 mál-
um. Til að auðvelda leit í þessu
Morgunblaðið/Jim Smart
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður
Alþingis, við formlega opnun nýrrar heimasíðu umboðsmanns Alþingis.
efni er á heimasíðunni sérstök
leitarvél, þar sem hægt er að
leita eftir atriðisorðum, heitum
stofnana auk almennrar textaleit-
ar. Þar er einnig aðgangur að
skrám yfir lagatilvitnanir og at-
riðisorð í formi textaskjala.
Heimasíðunni er ætlað að auð-
velda leit að úrslausnum umboðs-
manns vegna einstakra við-
fangsefna og málaflokka. Slíkt
aðgengi að úrlausnum umboðs-
manns er líka mikilvægt innlegg í
að upplýsa bæði almenning og
starfsfólk stjórnsýslunnar um þær
réttarreglur sem gilda um mál-
efni stjórnsýslunnar og umboðs-
maður Alþingis hefur fjallað um.
Umboðsmaður Alþingis er
Tryggvi Gunnarsson og var hann
kjörinn af Alþingi til næstu fjög-
urra ára frá og með 1. janúar sl.
Slóð heimasíðunnar er:
www.umbodsmaduralthingis.is.
Bætur vegna
kvikmynda
í skólum
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt ís-
lenska ríkið til að greiða þremm-
höfundarréttarhöfúm samtals 1,6
milljónir króna í bætur vegna
sýninga í skólum og öðrum
fræðslustofnunum á kvikmyndun-
um Atómstöðin og Punktur, punkt-
ur, komma, strik.
Kvikmyndafélagið Óðinn, sem
var í eigu Þorsteins Jónssonar,
Þórhalls Sigurðssonar og Ömólfs
Ámasonar, var lýst gjaldþrota árið
1986 og kvikmyndimar tvær seld-
ar Þorsteini á uppboði með þeim
réttindum sem tilheyrðu framleið-
anda. Þeir félagar töldu sig fara
sameiginlega og óskipt með höf-
undarrétt að myndunum. Árið
1988 samdi Þorsteinn við mennta-
málaráðuneytið um sýningar á
myndunum í skólum og öðmm
fræðslustofnunum á Islandi í fimm
ár. Þremenningamir höfðuðu mál
á hendur ríkinu og kröfðust bóta
fyrir fjártjón og miska þar sem
kvikmyndimar hefðu verið notaðar
til kennslu allt fram á skólaárið
1997 til 1998 þrátt fyrir að samn-
inguiinn hefði aðeins verið til fimm
ára. Hæstiréttur taldi sannað að
myndimar hefðu verið leigðar út
14 mánuðum lengur en samningar
kváðu á um en sagði frekari afnot
ósönnuð. Menntamálaráðuneytið
hefði borið ábyrgð á því að sýning-
um var haldið áfram þrátt fyrir að
samningstímabilið hefði verið hðið
en með því hefði verið brotið gegn
höfundarrétti Þorsteins, Þórhalls
og Ömólfs.
Framkvæmdir hafa ekki
umtalsverð umhverfisáhrif
STEFÁN Thors, skipulagsstjóri rík-
isins, segist ekki vera á sama máli og
Aðalheiður Jóhannesdóttir lögfræð-
ingur, sem stundar doktorsnám í
umhverfisrétti, um að kísilgúrnám á
námusvæði 2 í Syðriflóa Mývatns
hafi í för með sér umtalsverð um-
hverfisáhrif. Af þeim sökum sé hann
heldur ekki sammála Aðalheiði um
það að í nýlegum úrskurðum skipu-
lagsstjóra ríkisins og umhverfisráð-
hen-a um mat á umhverfisáhrifum
kísilgúrvinnslu úr Mývatni hafi svo-
kallaðri varrúðarreglu ekki verið
beitt. Leggur hann áherslu á í þessu
sambandi að miðað við þá fyrirvara
sem framkvæmdaraðila séu settir í
úrskurðunum muni framkvæmdirn-
ar ekki hafa umtalsverð umhverfis-
áhrif.
í grein Aðalheiðar, sem nýlega
birtist í Morgunblaðinu, gerir hún
fyrrgreinda úrskurði skipulags-
stjóra og umhverfisráðherra m.a. að
umtalsefni og telur að í úrskurðun-
um hafi ekki verið fylgt neinni varúð-
arreglu. Bendir hún á að í úrskurði
skipulagsstjóra ríkisins, frá 7. júlí sl.,
hafi komið fram að í varúðarreglu
felist að ekki megi nota vísindalega
óvissu til að heimila framkvæmdir.
Náttúran eigi að njóta vafans. Síðan
segist hún telja að í úrskurði um-
hverfisráðherra frá 1. nóvember sl.
hafi ekki verið fylgt neinni varúðar-
reglu. Framkvæmdaraðili hafi notið
alls vafa sem komið hafi fram í mati á
umhverfisáhrifum, öðrum gögnum
og flestum umsögnum sem og í úr-
skurðinum sjálfum „þrátt fyrir að
ekki leiki nokkur vafi á að það ríkir
vísindaleg óvissa um það hvort og
Níu íkveikjur
í Mosfellsbæ
upplýstar
LÖGREGLUMENN á hverf-
islögreglustöðinni í Mosfellsbæ
hafa upplýst níu íkveikjur í
Mosfellsbæ. íkveikjurnar áttu
sér stað á nokkurra vikna tíma-
bili. Eldur var m.a. lagður að
strætisvagnaskýlum, kveikt
var í þakskeggi Varmárskóla
og nú síðast var eldur kveiktur í
rusli við Bæjarleikhúsið í Mos-
fellsbæ.
Ungur piltur, búsettur í Mos-
fellsbæ, hefur gengist við
íkveikjunum. Málið er nú til
skoðunar hjá barnavemdar-
yfirvöldum í bæjarfélaginu.
hvemig áhrif kísilgúrnám hefur á líf-
ríki Mývatns.“
Stefán bendir m.a. á að í úrskurði
Skipulagsstofnunar frá því í sumar
sé vísað til varúðarreglu með eftir-
farandi hætti:
„Islendingar hafa með alþjóðleg-
um samningum skuldbundið sig til
að hafa svokallaða varúðarreglu að
leiðarljósi. í henni felst að ekki megi
nota vísindalega óvissu til að heimila
framkvæmdir, náttúran eigi að
„njóta vafans“.“
Farið að varúðarreglunni
Þá bendir Stefán á umsögn Skipu-
lagsstofnunar hinn 9. okóber sl. en
þar hafi eftirfarandi komið fram um
varúðarregluna og hvernig hún hafi
birst í úrskurði skipulagsstjóra hinn
7. júlí sl. „Skipulagsstofnun telur að í
hinum kærða úrskurði hafi verið
farið að varúðarreglunni varðandi
mat á umhverfisáhrifum fyrirhug-
aðra framkvæmda og niðurstaða
úrskurðarins sé í fullu samræmi við
varúðarregluna. Niðurstaða úr-
skm-ðarins varðandi námusvæði 1
byggir á því að ekki liggi fyrir nægi-
legar upplýsingar til að taka afstöðu
til þess hvort umhverfisáhrif efnis-
töku þar séu umtalsverð, og því er
gerð krafa um öflun frekari gagna
þar. Niðurstaða úrskurðarins varð-
andi námusvæði 2 byggist hins vegar
á því að sýnt hafi verið fram á við
aðra athugun að unnt sé að vinna
kísilgúr á námusvæði 2 án þess að
vinnsla þar hafi í för með sér
umtalsverð umhverfisáhrif. Vegna
þýðingar svæðisins sé hins vegar
nauðsynlegt að leyfisveitingar til
efnistöku á námusvæði 2 byggist á
mjög ítarlegum framkvæmdalýs-
ingum og áætlunum, sem og af-
dráttarlausum vöktunaráætlunum
og viðmiðum um hvenær vöktunar-
mælingar kalli á breytingar á fram-
kvæmdum eða stöðvun fram-
kvæmda.
Skipulagsstofnun felst því ekki á
að niðurstaða úrskurðarins varðandi
námusvæði 2 byggist á því að nota
vísindalega óvissu til að heimila
framkvæmdir, eins og haldið er
fram í kærum. Eins og fram kem-
ur í úrskurðinum ... var í framlögðum
gögnum við aðra athugun sýnt fram
á að unnt væri að stunda efnisnám á
námusvæði 2 án þess að vinnslan
hefði í för með sér umtalsverð um-
hverfisáhrif."
Ekki umtalsverð
umhverfisáhrif
Stefan segir því að niðurstaðan
hafi verið sú að kísilgúrnám á námu-
svæði 2 muni ekki hafa í för með sér
umtalsverð umhverfisáhrif. „Sú nið-
urstaða var bundin ítarlegum skil-
yrðum, enda framkvæmdin um-
fangsmikil og framkvæmdasvæðið
viðkvæmt og nýtur auk þess sér-
stakrar vemdar m.a. með sérlög-
um.“
Stefán bendir á að lögum sam-
kvæmt sé það hlutverk leyfisveit-
enda að framfylgja þeim skilyrðum
sem sett eru í úrskurðum um mat á
umhverfisáhrifum. „Eðli málsins
samkvæmt er það svo í þessu máli
sem og öðrum að fari svo að ekki
reynist unnt að uppfylla skilyrði
úrskurðar við undirbúning og útgáfu
leyfa eru forsendur úrskurðar
brostnar og því getur ekki komið til
leyfisveitinga að öðm óbreyttu. Þar
er niðurstaða um mat á umhverfis-
áhrifum kísilgúrnáms úr
Mývatni í engu frábragðin fram-
kvæmd laga um mat á umhverfis-
áhrifum í öðmm málum og tengslum
þeirra við leyfisveitingar."
Ókeypis bæklingur
íslenski
Póstlistinn
sími 557-1960
www.postlistinn.is
“.
: ' I
rúskinnsdragtir
flott-föt
Opið virka daga W. 10-18.
laugardaga kl. 10-16.
Hlíðasmára 17, Kópavogi, sfmi 554 7300,
(v. hl, á Sparisjóði Kópavogs).
Kjólar og dress
Buxur og peysur í miklu úrvali
Gott verð
Ríta
TÍSKUVERSLUN
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030.
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18,
lau. 10—15.
H ' í í -s n y r t i s t o f o ti
Hef hafið störf u
liársnyrtistofunni
Laugavegi 178
s-552 0305
MargrétJ. Halldórsdóttir
hárgretítslumeistari
(áður Hátel Sögu)
Full búð
af nýjum, glæsilegum
sparifatnaði
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Funai myndbandstæki frá þýskaiandi
6 hausa Nicam Stereo
Long play
NTSC afspilun
Góð kyrrmynd, og m.fl.
Tilboð kr. 18.900,-
ON OFF
VÖRUMARKAÐUR
Smiöjuvegi 4, græn gata,
Kópavogi, Slmi: 577 3377