Morgunblaðið - 18.11.2000, Side 18

Morgunblaðið - 18.11.2000, Side 18
18 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Kirkjustarf AKUREYRARKIRJA: Hátíð- armessa á morgun, sunnudag í tilefni af 60 ára vígsluafmæli kirkjunnar og 80 ára ártíðar séra Matthíasar Jochumsson- ar minnst. Prestarnir þjóna fyrir altari, séra Jóna Lísa predikar. Frumflutt verða tvö ný tónverk eftir Jón Hlöðver Áskelsson og Þorkel Sigur- björnsson. Flytjendur tónlist- ar verða Kór Akureyrar- kirkju, Barna- og unglingakór Akureyrarkirkju, Sveinn Arn- ar Sæmundsson, kórstjórn, forsöngur og orgel, Álfheiður Guðmundsdóttir, flauta, Málmblásarakvartett, Björn Steinar Sólbergsson, organisti og stjórnandi. Kaffisala, köku- basar og lukkupakkar hjá Kvenfélagi kirkjunnar í Safn- aðarheimili eftir messu. Djassmessa kl. 20.30 á sunnu- dagskvöld. Messað með sveiflu. Fjölbreyttur tónlistar- flutningur með fulltingi Daní- els Þorsteinssonar Biblíulest- ur í fundarsal á mánudags- kvöld kl. 20.30. Morgunsöngur á þriðjudag kl. 9. Mömmu- morgunn frá kl. 10 til 12 á miðvikudagsmorgun. Opið hús, kaffi og spjall. Kyrrðar- og fyrirbænastund á fímmtu- dag í næstu viku kl. 12. Bæna- efnum má koma til prestanna, léttur hádegisverður í Safnað- arheimilinu á eftir. GLERÁRKIRKJA: Barna- samvera og guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Sam- eiginlegt upphaf. Foreldrar hvattir til að mæta með börn- unum. Kyrrðar- og tilbeiðslu- stund í kirkjunni kl. 18 á þriðjudag. Hádegissamvera frá kl. 12 til 13 á miðvikudag, helgistund, fyrirbænir og sakramenti, léttur hádegis- verður í safnaðarsal á vægu verði. Opið hús fyrir mæður og börn á fimmtudag frá kl. 10 til 12. Heitt á könnunni, svali fyrir börnin. HJALPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli á morgun, sunnudag kl. 11. Almenn sam- koma kl. 20 um kvöldið. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Hjálparflokkur kl. 20 á miðvikudagskvöld. LAUGALANDSPRESTA- KALL: Sunnudaginn 19. nó- vember verður messa og (ath) sunnudagaskóli í Grundar- kirkju sem hefst kl.13:30. Kl. 15:00 sama dag er messa á Kristnesspítala. MÖÐRUVALLAKLAUST- URSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta verður í Bakkakirkju í Öxnadal sunnudaginn 19. nóvember kl. 14:00. Mætum öll og njótum samveru í húsi Guðs. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 í dag, laugardag og kl. 11 á morgun, sunnudag í Péturskirkju við Hrafnagils- stræti 2. Framkvæmdir fyrir milljarð samkvæmt fjárnagsáætlun UM MILLJARÐI króna verður varið til fram- kvæmda á vegum Akureyrarbæjar á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun sem tekin verður til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Eignfærð fjárfesting á vegum bæjarsjóðs árið 2001 nemur 673 milljónum króna og gjaldfærð fjárfesting 332 milljónum eða samtals 1.005 milij- ónum króna. „Þessi áætlun sýnir að það er mikið um að vera hér í bænum,“ sagði Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri. Hann sagði að hátt í helmingur af því fé sem ætlað er til fjárfestinga færi til framkvæmda við leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar. Þá væri gert ráð fyrir að hafist yrði handa við hina langþráðu viðbyggingu Amtsbókasafnsins og eins yrði byrj- að á byggingu knattspyrnuhúss, eða fjölnotahúss eins og það er kallað í áætluninni. Á næsta ári er gert ráð fyrir 80 milljónum tU þess verkefnis og 60 mUljónum vegna framkvæmda við Amtsbókasafn- ið. ✓ Byggt verður við Giljaskóla fyrir 175 milljónir á næsta ári og 150 milljónir við Oddeyrarskóla. Þá eru 10 milljónir króna ætlaðar til að gera hönnun- arforsögn og undirbúa byggingu íþróttahúss og samkomusalar við Síðuskóla. Bygging við leik- skólann Iðavöll fær 45 milljónir króna á næsta ári. Þá má nefna að 40 milljónir fara í Sundlaug Akur- eyrar og framlag bæjarins til Vetraríþróttamið- stöðvar Islands nemur 20 milljónum á næsta ári. Þá má nefna að 150 mUljónum króna verður á næsta ári varið til gatnagerðar, fráveitumála og umferðarmála og nýframkvæmdir við græn svæði í bænum kosta 15 mUIjónir króna. Skíðasvæðið opnað í Hlíðarfjalli VEGNA hagstæðra veðurskilyrða undanfarnar vikur verður skíða- svæðið í Hlíðarfjalli opnað i dag, laugardaginn 18. nóvember. Stóla- lyftan verður opin með einni skíða- leið niður suðurgil, alls 1000 metrar. Göngubrautin er einnig opin. Lyftan verður fyrst um sinn opin frá kl. 10 til 16. ----------- Laufabrauðs- basar LAUFABRAUÐSBASAR verður hjá Hjálpræðishernum á Akureyri í dag, laugardaginn 18. nóvember, og hefst hann kl. 15. Þá verður einnig hægt að gæða sér á heitum vöfflum með rjóma og taka þátt í happdrætti. Hjálpræðisherinn er til húsa að Hvannavöllum 10. Morgunblaðið/Knstján Iðnsveinar fengu afhent sveinsbréf NÝÚTSKRIFAÐIR iðnsveinar í húsasmíði á Norðurlandi fengu ný- lega afhent sveinsbréf sín og var að venju efnt til hófs af því tilefni. Alls hafa 14 húsasmiðir lokið sveins- prófi á árinu og voru 9 þeirra við- staddir afhendinguna. Á myndinni sem tekin var af þessu tilefni eru frá vinstri Guðmundur Jóhanns- son, prófmeistari, Ilólmsteinn Snædal, prófnefndarmaður, og þá koma hinir nýútskrifuðu húsasmið- ir, Gunnar Sveinarsson, Finnur Sigurðsson, Hilmir Freyr Jónsson, Ingólfur Björnsson, Bjarni Ármann Héðinsson, Valbjöm Vilhjálmsson, Þórir Ármannsson, Sævar Sævar- sson og Marteinn Helgason, en lengst til vinstri eru þeir Guð- mundur Ómar Guðmundsson for- maður Félags byggingamanna í Eyjafirði og Stefán Jónsson for- maður Meistarafélags bygginga- manna á Norðurlandi. Erlend endurfjár- mögnun bæjarins AKUREYRARBÆR hefur tekið lán til 10 ára hjá þýskum banka að upp- hæð 5 milljónir evra, eða um 375 milljónir íslenskra króna. Dan Brynjarsson, fjárinálastjóri Akur- eyrarbæjar, sagði að lánið yrði að stærstum hluta notað til greiða nið- ur óhagstæðara innlent lán. Hann sagði að lánskjör erlendis væm hagstæð um þessar mundir og því væri bærinn að nýta sér stöðuna á markaðnum. Dan sagði að lánið yrði trúlega í fleiri en einum gjald- miðli, lánsupphæðin færi í sérstaka gengiskörfu, þannig að geng- isáhættan verði sem minnst. Kaup- þing og ABN Amro Bank í Þýska- landi höfðu milligöngu um lánið en Kaupþing var jafnframt ráðgefandi bæjarins vegna lántökunnar. Morgunblaðið/Kristján Jóhann Pétur Reyndal frá Kaupþingi og Kristján Þór Júliusson bæjar- stjóri á Akureyri við undirritun lánsskjalana. Til sölu fiskvinnslufyrirtæki Til sölu er rekstur um fiskvinnslu. Um er að ræða vinnslu á fiski á neytendamarkað undir nafninu Ektafiskur. Um vel þekkt vörumerki er að ræða. Varan hefur verið seld til helstu verslana innanlands og einnig á Spánmarkað. Það sem tilheyrir rekstrinum er fiskvinnsluhús á Hafnargötu 6, Hauganesi, innréttingar, frystiklefi, ýmis tæki og búnaður til fiskvinnslu o.fl. og vörumerkið Ektafiskur. Nánari upplýsingar veitir Sighvatur Halldórsson hjá PRICEWaTeRHOUsE(OOPERS |§ ehf. Glerárgötu 34, 600 Akureyri. Netfang sighvatur.halldorsson@is.pwcglobal.com og sími 460-2400 Samstarfsnefnd framhaldsskólanna á Norðurlandi Námi er stefnt í voða á fímm ára fresti SKÓLAMEISTARAR framhalds- skólanna á Norðurlandi segja í álykt- un að ef fram haldi sem horfi varðandi verkfall framhaldsskólakennara megi vænta þess að ljöldi nemenda hverfi frá námi auk þess sem margir kenn- arar muni leita sér vinnu á öðrum vettvangi. Samstarfsnefnd framhaldsskól- anna á Norðurlandi, skipuð skóla- meisturum Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki, Menntaskólans á Akureyri, Verk- menntaskólans á Akureyri, Fram- haldsskólans á Húsavík og Fram- haldsskólans á Laugum lýsir í ályktuninni þungum áhyggjum af af- leiðingum verkfalls framhaldsskóla- kennara. Hætta sé á að það mikla þróunar- starf sem fram hefur farið í fram- haldsskólunum undanfarin misseri, m.a. í kjölfar nýrrar aðalnámsskrár, sjálfsmats, aukinnar endurmenntun- ar kennara og fleira muni bíða tjón af. „Sé vinnuumhverfi skólanna ekki tryggara en raun ber vitni, eru þeir ekki færir um að sinna hlutverki sínu. í stað þess að styrkja stöðu íslenskra framhaldsskólanemenda í samræmi við kröfur tímans og alþjóðasamfé- lagsins er námi þeirra stefnt 1 voða á fimm ára fresti,“ segir í ályktuninni. Nefndin skorar á stjórnvöld að tryggja skólum þau starfsskilyrði sem nauðsynleg eru til að unnt sé að uppfylla kröfur nýrra laga og nýrrar námskrár - „en slíkt verður ekki gert nema með því að bæta kjör kennara".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.