Morgunblaðið - 18.11.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 18.11.2000, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Kirkjustarf AKUREYRARKIRJA: Hátíð- armessa á morgun, sunnudag í tilefni af 60 ára vígsluafmæli kirkjunnar og 80 ára ártíðar séra Matthíasar Jochumsson- ar minnst. Prestarnir þjóna fyrir altari, séra Jóna Lísa predikar. Frumflutt verða tvö ný tónverk eftir Jón Hlöðver Áskelsson og Þorkel Sigur- björnsson. Flytjendur tónlist- ar verða Kór Akureyrar- kirkju, Barna- og unglingakór Akureyrarkirkju, Sveinn Arn- ar Sæmundsson, kórstjórn, forsöngur og orgel, Álfheiður Guðmundsdóttir, flauta, Málmblásarakvartett, Björn Steinar Sólbergsson, organisti og stjórnandi. Kaffisala, köku- basar og lukkupakkar hjá Kvenfélagi kirkjunnar í Safn- aðarheimili eftir messu. Djassmessa kl. 20.30 á sunnu- dagskvöld. Messað með sveiflu. Fjölbreyttur tónlistar- flutningur með fulltingi Daní- els Þorsteinssonar Biblíulest- ur í fundarsal á mánudags- kvöld kl. 20.30. Morgunsöngur á þriðjudag kl. 9. Mömmu- morgunn frá kl. 10 til 12 á miðvikudagsmorgun. Opið hús, kaffi og spjall. Kyrrðar- og fyrirbænastund á fímmtu- dag í næstu viku kl. 12. Bæna- efnum má koma til prestanna, léttur hádegisverður í Safnað- arheimilinu á eftir. GLERÁRKIRKJA: Barna- samvera og guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Sam- eiginlegt upphaf. Foreldrar hvattir til að mæta með börn- unum. Kyrrðar- og tilbeiðslu- stund í kirkjunni kl. 18 á þriðjudag. Hádegissamvera frá kl. 12 til 13 á miðvikudag, helgistund, fyrirbænir og sakramenti, léttur hádegis- verður í safnaðarsal á vægu verði. Opið hús fyrir mæður og börn á fimmtudag frá kl. 10 til 12. Heitt á könnunni, svali fyrir börnin. HJALPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli á morgun, sunnudag kl. 11. Almenn sam- koma kl. 20 um kvöldið. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Hjálparflokkur kl. 20 á miðvikudagskvöld. LAUGALANDSPRESTA- KALL: Sunnudaginn 19. nó- vember verður messa og (ath) sunnudagaskóli í Grundar- kirkju sem hefst kl.13:30. Kl. 15:00 sama dag er messa á Kristnesspítala. MÖÐRUVALLAKLAUST- URSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta verður í Bakkakirkju í Öxnadal sunnudaginn 19. nóvember kl. 14:00. Mætum öll og njótum samveru í húsi Guðs. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 í dag, laugardag og kl. 11 á morgun, sunnudag í Péturskirkju við Hrafnagils- stræti 2. Framkvæmdir fyrir milljarð samkvæmt fjárnagsáætlun UM MILLJARÐI króna verður varið til fram- kvæmda á vegum Akureyrarbæjar á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun sem tekin verður til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Eignfærð fjárfesting á vegum bæjarsjóðs árið 2001 nemur 673 milljónum króna og gjaldfærð fjárfesting 332 milljónum eða samtals 1.005 milij- ónum króna. „Þessi áætlun sýnir að það er mikið um að vera hér í bænum,“ sagði Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri. Hann sagði að hátt í helmingur af því fé sem ætlað er til fjárfestinga færi til framkvæmda við leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar. Þá væri gert ráð fyrir að hafist yrði handa við hina langþráðu viðbyggingu Amtsbókasafnsins og eins yrði byrj- að á byggingu knattspyrnuhúss, eða fjölnotahúss eins og það er kallað í áætluninni. Á næsta ári er gert ráð fyrir 80 milljónum tU þess verkefnis og 60 mUljónum vegna framkvæmda við Amtsbókasafn- ið. ✓ Byggt verður við Giljaskóla fyrir 175 milljónir á næsta ári og 150 milljónir við Oddeyrarskóla. Þá eru 10 milljónir króna ætlaðar til að gera hönnun- arforsögn og undirbúa byggingu íþróttahúss og samkomusalar við Síðuskóla. Bygging við leik- skólann Iðavöll fær 45 milljónir króna á næsta ári. Þá má nefna að 40 milljónir fara í Sundlaug Akur- eyrar og framlag bæjarins til Vetraríþróttamið- stöðvar Islands nemur 20 milljónum á næsta ári. Þá má nefna að 150 mUljónum króna verður á næsta ári varið til gatnagerðar, fráveitumála og umferðarmála og nýframkvæmdir við græn svæði í bænum kosta 15 mUIjónir króna. Skíðasvæðið opnað í Hlíðarfjalli VEGNA hagstæðra veðurskilyrða undanfarnar vikur verður skíða- svæðið í Hlíðarfjalli opnað i dag, laugardaginn 18. nóvember. Stóla- lyftan verður opin með einni skíða- leið niður suðurgil, alls 1000 metrar. Göngubrautin er einnig opin. Lyftan verður fyrst um sinn opin frá kl. 10 til 16. ----------- Laufabrauðs- basar LAUFABRAUÐSBASAR verður hjá Hjálpræðishernum á Akureyri í dag, laugardaginn 18. nóvember, og hefst hann kl. 15. Þá verður einnig hægt að gæða sér á heitum vöfflum með rjóma og taka þátt í happdrætti. Hjálpræðisherinn er til húsa að Hvannavöllum 10. Morgunblaðið/Knstján Iðnsveinar fengu afhent sveinsbréf NÝÚTSKRIFAÐIR iðnsveinar í húsasmíði á Norðurlandi fengu ný- lega afhent sveinsbréf sín og var að venju efnt til hófs af því tilefni. Alls hafa 14 húsasmiðir lokið sveins- prófi á árinu og voru 9 þeirra við- staddir afhendinguna. Á myndinni sem tekin var af þessu tilefni eru frá vinstri Guðmundur Jóhanns- son, prófmeistari, Ilólmsteinn Snædal, prófnefndarmaður, og þá koma hinir nýútskrifuðu húsasmið- ir, Gunnar Sveinarsson, Finnur Sigurðsson, Hilmir Freyr Jónsson, Ingólfur Björnsson, Bjarni Ármann Héðinsson, Valbjöm Vilhjálmsson, Þórir Ármannsson, Sævar Sævar- sson og Marteinn Helgason, en lengst til vinstri eru þeir Guð- mundur Ómar Guðmundsson for- maður Félags byggingamanna í Eyjafirði og Stefán Jónsson for- maður Meistarafélags bygginga- manna á Norðurlandi. Erlend endurfjár- mögnun bæjarins AKUREYRARBÆR hefur tekið lán til 10 ára hjá þýskum banka að upp- hæð 5 milljónir evra, eða um 375 milljónir íslenskra króna. Dan Brynjarsson, fjárinálastjóri Akur- eyrarbæjar, sagði að lánið yrði að stærstum hluta notað til greiða nið- ur óhagstæðara innlent lán. Hann sagði að lánskjör erlendis væm hagstæð um þessar mundir og því væri bærinn að nýta sér stöðuna á markaðnum. Dan sagði að lánið yrði trúlega í fleiri en einum gjald- miðli, lánsupphæðin færi í sérstaka gengiskörfu, þannig að geng- isáhættan verði sem minnst. Kaup- þing og ABN Amro Bank í Þýska- landi höfðu milligöngu um lánið en Kaupþing var jafnframt ráðgefandi bæjarins vegna lántökunnar. Morgunblaðið/Kristján Jóhann Pétur Reyndal frá Kaupþingi og Kristján Þór Júliusson bæjar- stjóri á Akureyri við undirritun lánsskjalana. Til sölu fiskvinnslufyrirtæki Til sölu er rekstur um fiskvinnslu. Um er að ræða vinnslu á fiski á neytendamarkað undir nafninu Ektafiskur. Um vel þekkt vörumerki er að ræða. Varan hefur verið seld til helstu verslana innanlands og einnig á Spánmarkað. Það sem tilheyrir rekstrinum er fiskvinnsluhús á Hafnargötu 6, Hauganesi, innréttingar, frystiklefi, ýmis tæki og búnaður til fiskvinnslu o.fl. og vörumerkið Ektafiskur. Nánari upplýsingar veitir Sighvatur Halldórsson hjá PRICEWaTeRHOUsE(OOPERS |§ ehf. Glerárgötu 34, 600 Akureyri. Netfang sighvatur.halldorsson@is.pwcglobal.com og sími 460-2400 Samstarfsnefnd framhaldsskólanna á Norðurlandi Námi er stefnt í voða á fímm ára fresti SKÓLAMEISTARAR framhalds- skólanna á Norðurlandi segja í álykt- un að ef fram haldi sem horfi varðandi verkfall framhaldsskólakennara megi vænta þess að ljöldi nemenda hverfi frá námi auk þess sem margir kenn- arar muni leita sér vinnu á öðrum vettvangi. Samstarfsnefnd framhaldsskól- anna á Norðurlandi, skipuð skóla- meisturum Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki, Menntaskólans á Akureyri, Verk- menntaskólans á Akureyri, Fram- haldsskólans á Húsavík og Fram- haldsskólans á Laugum lýsir í ályktuninni þungum áhyggjum af af- leiðingum verkfalls framhaldsskóla- kennara. Hætta sé á að það mikla þróunar- starf sem fram hefur farið í fram- haldsskólunum undanfarin misseri, m.a. í kjölfar nýrrar aðalnámsskrár, sjálfsmats, aukinnar endurmenntun- ar kennara og fleira muni bíða tjón af. „Sé vinnuumhverfi skólanna ekki tryggara en raun ber vitni, eru þeir ekki færir um að sinna hlutverki sínu. í stað þess að styrkja stöðu íslenskra framhaldsskólanemenda í samræmi við kröfur tímans og alþjóðasamfé- lagsins er námi þeirra stefnt 1 voða á fimm ára fresti,“ segir í ályktuninni. Nefndin skorar á stjórnvöld að tryggja skólum þau starfsskilyrði sem nauðsynleg eru til að unnt sé að uppfylla kröfur nýrra laga og nýrrar námskrár - „en slíkt verður ekki gert nema með því að bæta kjör kennara".
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.