Morgunblaðið - 06.12.2000, Page 1

Morgunblaðið - 06.12.2000, Page 1
281. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hæstiréttur Flórída hyggst hlýða á röksemdir lögmanna vegna áfrýjunar Gores varaforseta Gore kveðst enn vongóð- ur um sigur Tallahassee, Washington. Reuters, AP, AFP. HÆSTIRÉTTUR Flórída tilkynnti í gær að dómarar hans hygðust hlýða á röksemdir lögmanna demókrata og repúblikana á morgun vegna áfrýj- unar Als Gore varaforseta í deilunni um úrslit forsetakosninganna í Flór- ída fyrir tæpum mánuði. Hugsanlegt er að áfrýjunin sé síð- asta tækifæri Gore til að vinna upp 537 atkvæða forystu George W. Bush samkvæmt staðfestum úrslit- um kosninganna í Flórída og knýja fram handtalningu í nokkrum sýsl- um sem Gore telur að geti tryggt sér forsetaembættið. Gore kvaðst í gærkvöld vera vongóður um að fara með sigur af hólmi. Talsmaður hæstaréttar Flórída, Graig Waters, sagði að dómarar réttarins myndu hlýða á röksemdir lögfræðinganna áður en hann tæki ákvörðun um hvort málið yrði tekið fyrir formlega. Lögmennirnir eiga að koma fyrir réttinn klukkan 15 á morgun og hvor aðilanna fær hálfa klukkustund til að rökstyðja afstöðu sína. Lögfræðing- amir þurfa einnig að leggja fram skriflegt yfirlit um lagalegar hliðar málsins í dag. Demókratar styðja Gore Sanders Sauls, dómari í Leon- sýslu í Flórída, ákvað á mánudag að hafna beiðni lögmanna Gore um að 14.000 vafaatkvæði yrðu handtalin sérstaklega. Demókratar í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings sögðust styðja þá ákvörðun Gore að áfrýja úrskurði dómarans eftir að hafa rætt við Joseph Lieberman, varaforseta- efni demókrata. „Ai Gore og Joe Lieberman njóta mikils stuðnings meðal okkar í tilraunum sínum til að tryggja að öll atkvæðin í Flórída verði talin,“ sagði Richard Gephardt, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild- inni. Líklega síðasta áfrýjunin Lieberman sagði á fundinum að hann teldi að deilan yrði leidd til lykta fyrir hæstarétti Flórída og kvaðst vera vongóður um að úr- skurður dómstólsins yrði demókröt- um í hag. Lögspekingar spáðu því að erfítt yrði fyrir lögfræðinga Gore að fá hæstarétt Flórída til að hnekkja úrskurði dómarans í Leon-sýslu. Lögmenn varaforsetans viður- kenndu að þetta væri líklega síðasta áfrýjun þeirra í kosningadeilunum. „Þetta verður leitt til lykta fyrir hæstarétti Flórída og ég hygg að málinu ljúki þar með,“ sagði David Boies, aðallögmaður Gore. Demókratinn Barney Frank, full- trúadeildarþingmaður frá Massa- chusetts, sagði í viðtali við The Washington Post að þetta væri síð- asta áfrýjun Gore. „Hann mun lík- lega bíða ósigur og þá lýkur málinu.“ Repúblikanar virðast nú telja nán- ast öruggt að Bush hafi betur í deil- unni. Bush hélt áfram viðræðum um myndun næstu stjórnar og fór í fyrsta sinn á fund embættismanna CIA sem veittu honum upplýsingar um mál sem eru á döfinni hjá banda- rísku leyniþjónustunni. ■ Hæstiréttur Flórída/22 Stuðningsmenn George W. Bush, forsetaefnis repúblikana, mótmæla fyrir utan byggingu áfrýjunarréttar í Atl- anta og kreQast þess að A1 Gore varaforseti játi sig sigraðan í forsetakosningunum fyrir tæpum mánuði. Methækkun á Nasdaq iors Washington. Reuters. METHÆKKUN varð á Nasdaq- hlutabréfavísitölunni í Bandaríkjun- um í gær eftir að Alan Greenspan seðlabankastjóri gaf til kynna að vextir yrðu hugsanlega lækkaðir. Greenspan sagði á fundi með bankastjórum að seðlabankinn yrði að vera vel á verði gagnvart þeim möguleika að fallandi gengi hluta- bréfa og vaxandi skuldir leiddu til al- varlegs samdráttar. Efnahagslífið hefði nú þegar hægt nokkuð og hætta væri á að menn vöknuðu „allt í einu upp við vondan draum, jafnt heimilin sem fyrirtækin, og kipptu snögglega að sér hendinni." Seðlabankinn hefur hækkað vexti verulega á síðustu misserum til að slá á þenslu og verðbólgu en talið er að á næstu mánuðum muni hann lækka þá til að draga úr líkum á al- varlegum samdrætti. Ummæli Greenspans og vísbend- ingar um að kosningadeilunum í Bandaríkjunum færi senn að ljúka urðu til þess að mikil hækkun varð á gengi bandarískra hlutabréfa. Nas- daq-vísitalan hækkaði um 10,48% og er þetta mesta hækkun sem orðið hefur á vísitölunni á einum degi. Dow Jones-vísitalan hækkaði um 3,2%. Áform ESB í öryggismálum rædd á fundi varnarmálaráðherra NATQ-rikja Sterk varnaðarorð frá Cohen Brussel. Reuters. WILLIAM Cohen, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, hafði í gær stór orð um áhyggjur sínar af því að áform Evrópusambandsins (ESB) um að gera ráðstafanir til að geta gripið til hemaðaraðgerða á eigin forsendum ef þörf krefði gætu spillt fyrir samstarfinu innan Atlantshafs- bandalagsins, NATO. Cohen sagði starfsbræðrum sín- um frá hinum NATO-ríkjunum 18 á fundi ráðherranna í Brussel, að bandalagið gæti orðið að „leifum for- tíðar“ ef ekki væri tryggilega frá því gengið, að áform ESB veiktu ekki Atlantshafsbandalagið. Efling NATO hafi forgang Sagði Cohen að of mörgum spum- ingum varðandi þessi áform ESB væri enn ósvarað. Ekki mætti verða um neina „ESB-deild í NATO“ að ræða, sem gæti grafið undan sam- heldni og styrk bandalagsins. Cohen sagði blaðamönnum að hann hefði minnt ráðherra ESB- ríkjanna á fundinum á fyrri fyrirheit um að auka framlög til varnarmála og styrkja hernaðargetu NATO. Gagnrýni Cohens beinist fyrst og fremst að áformum ESB-ríkjanna um að koma á fót um 60.000 manna hersveit, sem á að vera hægt að senda með skömmum fyrirvara til friðargæzlu eða skyldra verkefna á óróasvæðum utan landamæra ESB, án þess að NATO komi þar nauðsyn- lega nærri. Bandaríkjamenn hafa gert kröfu um að hvers konar að- gerðir, sem til standi að senda hinar nýju sveitir ESB í, verði skipulagðar í beinum tengslum og samráði við yf- irstjóm NATO, en ekkert samkomu- lag hefur náðst um þessa kröfu. I sumum aðildarríkjum NATO eru uppi grunsemdir um að Frakkar, sem ekki eiga aðild að hemaðarsam- starfi NATO, séu að reyna að ná Færeyjar Stjórnin nær meiri- hlutafylgi Þórshöfn. Morgunblaðið. STJÓRNARFLOKKARNIR þrír í Færeyjum - Þjóðarflokk- urinn, Þjóðveldisflokkurinn og Sjálfstýrisflokkurinn - hafa endurheimt stuðning meirihluta færeyskra kjósenda, ef marka má nýja skoðanakönnun sem birt var í Dimmalættingí gær. Könnunin bendir til þess að flokkamir hafi endurheimt að mestu það fylgi sem þeir töpuðu í könnunum sem gerðar voru eftir þingkosningamar fyrir tveimur árum. Þeir njóta nú stuðnings 52,2% kjósendanna en í kosningunum 1998 fengu þeir 52,8% atkvæðanna. Samkvæmt nýju könnuninni er Þjóðveldisflokkurinn með mest fylgi, 26%, en hann fékk 23,8% atkvæðanna í kosningun- um. Fylgi Þjóðarflokksins, und- ir forystu Anfinns Kallsbergs, lögmanns Færeyja, er 22,4% og 1,1 prósentustigi meira en í kosningunum. Sjálfstýrisflokkurinn kemur hins vegar verst út úr könnun- inni því hún bendir til þess að fylgi hans hafi minnkað um helming og sé nú aðeins 3,8%. Sambandsflokkurinn bætir við sig mestu fylgi í könnuninni, eða um 4,8 prósentustigum, og nýtur nú stuðnings 22,8% kjós- endanna. Fylgi Jafnaðarflokks- ins hefur minnkað um tæpt prósent og er nú 21% ef marka má könnunina. William Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna (t.v.), ræðir við taismann sinn, Kenneth Bacon, fyrir fund vamarmálaráðherra NATO. MORGUNBLAÐIÐ 6. DESEMBER 2000 fram pólitískum sérmarkmiðum með því að leggja grunninn að hernaðar- legu samstarfi Evrópuríkja, sem gæti þróazt í nýtt varnarbandalag óháð Bandaríkjunum. Þessu neita þó talsmenn stjórnvalda í París. 690900 090000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.