Morgunblaðið - 06.12.2000, Page 14

Morgunblaðið - 06.12.2000, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 MORGUNBLADIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Jim Smart Danskir verktakar eru langl komnir með nýja við- byggingu við Austurbæjarskólann. Nýbygging í notkun eft- ir jólafrí Austurbær NÝ VIÐBYGGING við Austurbæjarskóla verður tekin í notkun strax að loknu jólaM. „Ég horfí til byrjunar aldarinnar með mikilli tilhlökkun," sagði Guðmundur Sighvatsson, skólastjóri Austurbæjar- skóla, í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Þetta verður ofborðslegur léttur og allt annað líf fyrir litlu börnin.“ Nýbyggingin er reist of- an á hús gömlu spenni- stöðvarinnar í suðurhluta skólalóðarinnar en hún er nú nýtt sem geymsla. Danskir verktakar hrepptu verkið í útboði og hafa á nokkrum vikum nær lokið við að koma ein- ingahúsi sem er á fjórða hundrað fermetra, auk tengigangs yfír í gamla skólahúsið. Guðmundur skólastjóri sagði að framkvæmdir gengju allai- samkvæmt áætlun og kennsla gæti hafíst í nýju byggingunni, strax eftir jólaleyfí. „Við fáum þama fjórar ágætis stofur og þar verða sex ára bömin og einn sjö ára bekkur,“ sagði hann. Yngstu árgangamir hafa til þessa verið með aðstöðu í gamla skólahús- inu „sem er ekki góð að- staða fyrir 6 ára böm,“ að mati skólastjórans. Með tilkomu nýbygging- arinnar losnar hins vegar rými sem upphaflega hef- ur verið hugsað fyrir fé- lagsstarf og tóm- stundaaðstöðu yngstu barnanna og barna á miðstigi grunnskólans, svo og svæði sem hægt verður að nýta fyrir lengda við- veru skólabarnanna en hefur þurft að nýta til kennslu vegna þrengsla í þessum elsta grunnskóla höfuðborgarinnar. Þegar hefur verið geng- ið frá samningum um kaup á húsgögnum og búnaði fyrir viðbygginguna og verður unnið að því að koma henni í endanlegt horf í jólafríinu svo bömin geti mætt í nýju stofurnar að því loknu. Borgarstjórn samþykkir tillögu sjálfstæðismanna um hafnarsvæðið Samkeppni um nýt- ingu slippasvæðisins Reykjavíkurhöfn BORGARSTJÓRN hefur samþykkt að efna til hug- myndasamkeppni um skipu- lag slippasvæðisins, sem af- markast af Ægisgarði, Grandagarði og Geirsgötu. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins sem sæti á í hafnar- stjórn, sagði að á næstu mánuðum yrði efnt til opinn- ar samkeppni þar sem arki- tektum gæfist kostur á að setja fram hugmyndir um nýtingu svæðisins. Sam- keppnin verður ekki skilyrt að neinu leyti. „Þar sem maður sér fyrir sér á þessu svæði er upp- bygging sem tengist ferða- þjónustu, veitingastaðir, aðstaða fyrir listamenn og þess vegna íbúðir og verslan- ir,“ sagði Guðlaugur Þór. „Þama er náttúrlega líka hægt að hafa hafnsækna starfsemi, þarna væri hægt að setja viðlegukant og að- stöðu fyrir smábáta eða hvað sem er, þetta er allt mjög op- ið og aðalmálið er að menn komi fram með sínar hug- myndir.“ Stáltak flytur eftir tvö ár Guðlaugur Þór sagði að sjálfstæðismenn hefðu fyrst lagt fram tillögu um hug- myndasamkeppni um skipu- lag svæðisins í hafnarstjórn í júní, en að afgreiðslu hennar hefði verið frestað. Hún hefði síðan verið tekin upp að nýju í lok október og samþykkt. Hann sagði að borgarstjóm hefði loks samþykkt tillög- una fyrir skömmu. Reykjavíkurhöfn hefur keypt lóðir og húseignir Stál- taks hf. við Ægisgarð og Mýrargötu fyrir 323 milljón- ir króna, ásamt hlut Stáltaks í Dráttarbrautum Reykjavík- Morgunblaðið/Árni Sæberg Stáltak mun flylja starfsemi sfna af slippasvæðinu eftir tvö ár og eftir það má búast við að svæðið taki miklum breytingum. Teikning/Guðjón Bjamason Samkvæmt hugmynd Guðjóns Bjarnasonar arkitekts er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir listamenn á slippasvæðinu, veitingastöðum og ibúðum og þá liggur síki að húsnæði Bæjarútgerðar Reykjavíkur. MfRAROm 26&HVJMRBAKK1 FKAMIÉWtSfN ur hf. fyrir um 50 milljónir að nafnvirði. Fyrir átti höfnin tæplega helming hlutafjár í því félagi. Stáltak mun flytja starfsemi sína af svæðinu eftir tvö ár en fram að þeim tíma leigja húsnæðið og að- stöðuna af hafnaryfirvöldum. Guðlaugur Þór sagðist hafa haft samband við Guð- jón Bjarnason arkitekt og beðið hann að útfæra laus- lega hvernig svæðið gæti lit- ið út, en með landfyllingu gæti það orðið um 30 til 40 þúsund fermetrar að flatar- máli. Samkvæmt hugmynd Guðjóns er gert ráð fyrir við- legukanti á svæðinu og að- stöðu fyrir listamenn í hús- um við höfnina, veitinga- stöðum og jafnvel íbúðarblokkum á sunnan- verðu svæðinu. Þá var hann einnig með hugmynd um sjávarútvegssafn sem yrði að miklu leyti neðanjarðar og síki sem lægi að húsnæði Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Guðlaugur Þór sagði að ekki væri búið að taka neina ákvörðun um framtíð núver- andi bygginga á svæðinu. Hann sagði að væntanlega yrðu einhver hús rifin en önnur gerð upp. Þjónusta við erlenda sjómenn tengd Alþjóðahúsi Reykjavík BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt viljayfírlýs- ingu um að borgin gangi til viðræðna við Stjórn sjó- mannaþjónustunnar um sam- starf um rekstur þjónustu við erlenda sjómenn í höfnum á höfuðborgarsvæðinu, sem rekin verði í tengslum við væntanlegt Alþjóðahús í borginni. Um 20 þúsund er- lendir sjómenn koma til landsins á hverju ári og hafa um 80% þeirra lýst áhuga á að nýta sér þjónustu af þessu tagi hérlendis. Stefnt er að því að starsemin hefjist á næsta ári. Séra Jón Dalbú Hrjóbjarts- son er formaður Velferðar- sjóðs sjómanna, sem á í sam- starfí við ITF Seafarers Trust, sem rekur sjómannaat- hvörf víða í nágrannalöndun- um. Jón Dalbú átti fundi í London í gær með hinum er- lendu samstarfsmönnum og voru þar lagðar fram áætlanir um reksturinn og ósk um styrk til starfseminnar. 20 þúsund erlendir sjómenn á ári Jón Dalbú sagði í samtali við Morgunblaðið að málið væri allt á undirbúningsstigi en verið væri að ræða við full- trúa borgarinnar um sam- starfíð í tengslum við Alþjóða- hvaða húsi starfsemin verður rekin. „Við vitum að, samkvæmt könnun sem Gallup gerði síð- asta sumar, koma til landsins um 20 þúsund erlendir sjó- menn á ári og um 80% þeirra myndu vilja þiggja svona þjónustu í landi. Við sjáum að þetta er eitthvað sem við þurf- um að takast á við. Svona þjónusta er veitt í öllum lönd- unum í kringum okkur en hef- ur vantað mjög mikið hjá okk- ur“ sagði Jón Dalbú. Sjómannafélag Reykjavík- ur, sjómannadagsráð, Vél- stjórafélag íslands, Far- manna- og fiskimannasam- band íslands og Þjóðkirkjan vinna saman að málinu. Jón Dalbú sagði að víða erlendis væri verið að sameina rekstur sjómannakristniboðsmið- stöðva og annarra velferðar- „Kirkjan kemur inn í þetta af miklum áhuga og skilningi,“ sagði hann. Gerð hafa verið drög að þjónustu- og samstarfssamn- ingi milli Reykjavíkurborgar og Stjórnar sjómannaþjónust- unnar. Jón Dalbú sagði að stefnt væri að því að veita á einum stað félagslega, lög- fræðilega og andlega þjón- ustu fyrir erlenda sjómenn, „þannig að það sé tekið á þeim vanda sem menn standa frammi fyrir á öllum sviðum mannlífsins. Við vitum að sjó- menn, sem eru langt frá sín- um heimahögum, lenda oft í erfiðleikum og sorg sem þarf að taka á og hjálpa mönnum að vinna úr,“ sagði hann. Nokkur dæmi eru þess frá síðustu misserum að erlendir sjómenn hafí verið hér strandaglópar vikum og mán- ■jiðum saman vegna rekstrar- erfiðleika útgerða og Jón Dal- bú sagði að sjómannaþjón- ustan gæti komið til móts við menn í slíkri stöðu með því að sjá til þess að þeir geti á ein- um stað gengið að tiltækri þjónustu. Auk upplýsinga- miðlunar og ráðgjafar mun sjómannaþjónustan bjóða að- gang að tölvutengingum og erlendum dagblöðum, svo og ýmissi afþreyingu, eins og tíðkast víðast hvar í höfnum erlendis, að sögn Jóns Dalbú. Einnig verður stefnt að því að bjóða erlendum áhöfnum í ferðir að virða fyrir sér borg- ina og landið. Samnýting við Alþjóðahús Aðkoma Reykjavíkurborg- ar að þessu máli tengist áformum um rekstur Alþjóða- húss þar sem verði miðstöð fjölmenningarlegs á höfuðborgarsvæðinu sem leggi áherslu á að bjóða ís- lendingum af erlendum upp- runa margs konar þjónustu. Snjólaug Stefánsdóttir, hjá þróunar- og fjölskyldusviði borgarinnar, sagði að hægt yrði að samnýta kraftana við rekstur Alþjóðahúss og sjó- mannaþjónustu með ýmsum hætti, svo sem hvað varðar upplýsingagjöf og túlkaþjón- ustu. Markmið Alþjóðahúss verður að veita útlendingum betri þjónustu. Snjólaug sagði að samstarfið við sjómanna- þjónustuna hefði ýmsa kosti í för með sér frá sjónarhóli borgarinnar og skynsamlegt væri að veita þjónustu af þessu tagi í einu lagi frekar en tvennu. Sú könnun, þar sem fram kom að um 80% erlendra sjó- sér þjón- ustu af þessu tagi í landi, hafí einnig leitt í ljós að þeir vildu gjarnan geta komist frá borði, hitt presta, skoðað markverða staði og fleira í borginni og nágrenni hennar þá 2-3 daga sem þeir hafa hér viðdvöl að meðaltali. Reykjavíkuborg hefur leit- að eftir samstarfí við sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu um rekstur Alþjóðahúss og einnig er vænst þátttöku rík- isins og e.t.v. félagasamtaka á borð við Rauða kross íslands. Alþjóðahús mun taka við verkefnum þeirrar Nýbúa- miðstöðvar sem rekin hefur verið í borginni um skeið og auka við þjónustuna að ýmsu leyti. Snjólaug sagði stefnt að því að hefja starfrækslu þess í marsmánuði á næsta ári. Auk túlkaþjónustu verða á vegum hússins gefnir út ýmiss konar upplýsingabæklingar á fjöl- mörgum tungumálum og komið upp samræmdum mið- lægum grunni með upplýsing- um um ýmsa þjónustu. Þá verður fólki boðin aðstoð við að fá atvinnu við hæfí en það orð hefur lengi legið á að vel menntað fólk af erlendum uppruna eigi erfítt með að fá störf við hæfí hérlendis. Jafn- framt mun Alþjóðahús vinna að því að fyrirbyggja fordóma og átök milli fólks af mismun- andi þjóðerni, m.a. með því að beita sér fyrir rannsóknum og upplýsingaöflun af ýmsu tagi. húaiðn Fikki liggnr fynr i stofnana fyrir sjómenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.