Morgunblaðið - 06.12.2000, Síða 15

Morgunblaðið - 06.12.2000, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 15 HA, Tölvufræðslan, VMA og Símenntunarstöð Eyjafjarðar Morgunblaðið/Kristján Samstarf um símenntun Norðurmjólk - nýtt fyrirtæki KEA og Auðhumlu Bændur koma nú beint að rekstrinum SKRIFAÐ hefur verið undir samning milli Rannsóknarstofnunar Háskól- ans á Akureyri, Tölvufræðslunnar á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri og Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar um að efla símenntun Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, for- stöðumaður Símenntunanniðstöðvar Eyjafjarðar, sagði að markmiðið með samstarfinu væri að efla símenntun á Eyjafjarðarsvæðinu, en megináhersl- an yrði lögð á að tengja atvinnulífið og skólana betur saman með markviss- ara vali á námskeiðum, auknum gæð- um og fjölbreyttara úrvali menntun- artilboða. „Við munum vinna saman að því að byggja upp námskeið og auka fjölbreytnina," sagði Katrín Dóra. Hún sagði að framkvæmd nám- skeiðanna yrði í höndum Símenntun- anniðstöðvarinnar, sem og þróun Menntaskólinn Ráðgert að fella haustpróf niður RÁDGERT er að felia niður haustannarpróf við Mennta- skólann á Akureyri en þau áttu að vera í janúar eins og venja er. Þannig verða unnar upp fjórar vikur og verður kennt samfleytt til 25. maí til 15. júní árið 2001. Þetta kemur fram í bréfi skóla- meistara, Tryggva Gíslasonar, til nemenda. Fullt samráð verð- ur haft við kennara, nemendur og ráðuneyti um þessa tilhögun sem og önnur úrræði sem hugs- anlega verður gripið til í kjölfar vinnudeilu kennara og ríkisins. I bréfinu hvetur skólameist- ari nemendur til að halda áfram námi, gefast ekki upp og lesa á eigin spýtur og geti þeir byggt á kennsluáætlunum sem lagðar voru fram í öllum áföngum síð- astliðið haust. Bendir hann á að gagnlegt geti verið að mynda leshópa, þannig að fleiri en einn vinni saman, en slíkt veiti styrk og geti aukið nemendum skiln- ing. Fram kemur í bréfinu að allra leiða verði leitað til að nem- endur skólans geti lokið námi næsta vor og stúdentar verði brautskráðir á þjóðhátíðardag- inn líkt og venja er. Menntaskólinn á Akureyri verður opinn frá kl. 7.30 til 18 mánudaga til fimmtudaga og til kl. 16 á föstudögum en lokað verður um helgar. Nemendur sem eru í mötuneyti geta afhent bryta mötuneytisskírteini sín og fá þá endurgreiddan fæðis- kostnað meðan þeir eru fjarver- andi, nái fjarveran fimm dögum samfleytt. Engin endurgreiðsla er á öðrum gjöldum. þeirra og jafnframt myndi miðstöðin sjá um þjónustu og kynningu fyrir skólana. Hún sagði að tekið yrði mið af þörfum samfélagins fyrir námskeið af ýmsu tagi, en auk almennra nám- skeiða yrði boðið upp á klæðskera- saumuð námskeið fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök ásamt að- stoð við þarfagreiningu og eins að inn- leiða skilvirkari starfsmannastefnu meðal fyrirtækja og stofnana. Myndin er frá undirritun samn- ings. Frá vinstri eru Trausti Þor- steinsson forstöðumaður Rannsókn- arstofnunar Háskólans á Akureyri, Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, for- stöðumaður Símenntunanniðstöðvar Eyjafjarðar, Hjalti Jón Sveinsson skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri og Helgi Kristinsson fram- kvæmdastjóri Tölvufræðslunnar. Ljósmynda- sýning í Ráðhúsinu ÞESSA dagana stendur yfir ljós- myndasýning í Ráðhúsinu í Dal- víkurbyggð, þar sem sýndar eru um 20 myndir eftir fréttaritara Morgunblaðsins. Aðallega er um mannlífsmyndir víðs vegar af landinu að ræða en einnig eru á sýningunni mannlífs- myndir frá Indlandi, sem Pétur Kristjánsson, fréttaritari Morgun- blaðsins á Seyðisfirði, tók. Sýningin var sett upp að frum- kvæði Friðriks Friðrikssonar, sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Svarfdæla, og verða myndirnar til sýnis fram yfir áramót. I Ráðhúsinu eru fjölmörg fyr- JÓL er yfirskrift sýningar sem myndlistarmaðurinn Aðalsteinn Þórsson opnar í Deiglunni 15. des- ember næstkomandi. Sýningin verður með nokkuð óvenjulegu sniði, en listamaðurinn mun vinna við gerð innsetningar í sýningarrýminu meðan á sýningu stendur með aðstoða gestanna. Þema sýningarinnar er jólin og fer listamaðurinn fram á það við lesendur að þeir setjist niður og skrifi nokkrar línur um , jólin eins og þau ættu að vera“. Aðalsteinn heldur því fram að eitthvað hafi farið úrskeiðið í jólahaldinu þegar bernskunni sleppti og fullorðins- árin tóku við. Bréfin sem berast munu verða hluti af sýningunni. Einnig biður Aðalsteinn fólk að SAMRUNAÁÆTLUN, sem felur í sér samruna MSKEA ehf., MSKÞ ehf. og Grana ehf., var undirrituð í síðustu viku. Granir er hlutafélag í eigu Auðhumlu, sem er samvinnufé- lag í eigu mjólkurframleiðenda í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Samruninn gildir frá og með 1. sept- ember sl. og heitir nýja fyrirtækið Norðurmjólk ehf. en hluthafar verða tveir, Kaupfélag Eyfirðinga og Auð- humla. Norðurmjólk mun annast mjókurvinnslu á Húsavík og Akur- eyri. Stefán Magnússon bóndi í Fagra- skógi, formaður stjómar Auðhumlu, formaður nautgriparæktarráðs Bún- aðarsambands Eyjafjarðar og stjórn- armaður í Norðurmjólk, sagði að með stofnun fyrii-tækisins væru mjólkur- framleiðendur að koma með beinum hætti að rekstri mjólkursamlagsins og hefðu þar ítök til jafns við KEA. Með því að nær allir mjólkurfram- leiðendur á svæðinu geri bindandi viðskiptasamning til fimm ára við Norðurmjólk geta þeir eignast allt að 34% í félaginu. Stefán sagði að bæði þessi atriði væru bændum mikils virði - þótt sumum fyndist þetta ekki nóg og vildu hlut bænda stærri. Aðalsteinn Hallgrímsson bóndi í Garði í Eyjafjarðarsveit, er einn þeirra sem ekki er sáttur við þennan gjöming og hann sagðist ekki skrifa undir viðskiptasamning við hið nýja fyrirtæki á meðan Kaupfélag Eyfirð- inga ætti aðild að því. Aðalsteinn sagði að staðan væri í raun óbreytt, mjólkui'samlagið væri mjög skuld- irtæki og stofnanir og þangað kemur fjöldi fólks á hverjum degi. senda sér jólaseríur eða skraut sem ekki er lengur notað en gæti komið sér vel við uppsetningu þessarar sýningar. Tekið verður á móti slíku skrauti í Deiglunni meðan á sýn- ingu stendur. Bréf má senda á skrifstofu Gilfélagsins, Kaup- vangsstræti 23 á Akureyri, og merkja þau Jólasýning eða í tölvu- pósti á netfangið: adalsteinn- @hotmail.com Aðalsteinn er búsettur í Hol- landi. Hann nam áður myndlist á íslandi og í Finnlandi en braut- skráðist frá The Dutch Art Inst- itute í Enschede í Hollandi árið 1998. Hann hefur tekið þátt í sýn- ingum og uppákomum síðustu átta ár. sett og hann hefur ekki trú á því að það geti borgað sambærilegt verð fyrir mjólkina á við önnur mjólkur- samlög. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjómarformaður KEA, sagðist sátt- ur við þá niðurstöðu sem nú liggur fyrir. Hann sagðist ekki vita hver af- staða þeirra framleiðenda, sem vora óánægðir, væri í dag en að hann von- aðist til að sem flestir yrðu með. Bjartsýnn á að bændur verði með Stefán í Fagraskógi sagði að það ætti eftir að reyna á það hvaða mjólk- urframleiðendur vildu vera með en hann sagðist bjartsýnn á að það gengi vel að fá menn til þátttöku. „Við höfum nokkrar vikur til þess að fá menn til að skrifa undir viðskipta- samning en því er ekki að leyna að þetta ferli hefur dregist á langinn af ýmsum ástæðum. Eins og staðan er í dag, standa menn frammi fyrir því að gera samning og taka þannig þátt eða ekki en leggja mjólkina áfram inn en þá rýrist eignarhlutur bænda í félag- inu.“ í stjóm Norðurmjólkur sitja Eir- íkur S. Jóhannsson, Erlingur Teits- son, Haukur Halldórsson, Stefán Magnússon og Tryggvi Þór Haralds- son. Haukur er oddamaður í stjóm- inni og var hann samþykktur af báð- um aðilum. Stjómin hefur ekki skipt með sér verkum en í samningnum er skilyrt að stjómarformaðurinn komi frá KEA. Eiríkur S. Jóhannsson kaupfélagsstjóri mun gegna störfum Á myndinni skoðar Friðrik sparisjóðsstjóri myndirnar ásamt Rúnu Sigurðardóttur. Lesið upp úr bókum GILFÉLAGIÐ í samvinnu við Bókaútgáfuna Hóla, Mál og menningu og Pennann-Bókval stendur fyrir upplestri úr nokkram nýútkomnum bókum í kvöld kl. 20.30. í Deiglunni. Þau sem þar koma fram og lesa upp era, Jón Hjaltason, sem les úr verkinu Saga Akureyrar III bindi, Auður Jónsdóttir les eigin kafla úr bókinni Nærmynd af Nóbelsskáldi, en skáldið var afi hennar, Sölvi B. Sigurðsson les úr þýðingum sínum á Sonn- ettum Keats, Steinunn Sigurð- ardóttir les úr skáldsögunni í undarlegum takti eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur, Vilborg Dav- íðsdóttir les úr bók sinni, Galdur - ástarsaga og Jórann Ólafs- dóttur les úr skáldsögunni, Ann- að líf eftir Auði Jónsdóttur. Að- gangur er ókeypis. framkvæmdastjóra Norðurmjólkur þar til gengið verður frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra. Óbreytt afstaða þeirra óánægðu Aðalsteinn í Garði sagði að sam- kvæmt því sem hann hefði heyrt væri afstaða annarra framleiðenda, sem ekki voru sáttir við samninginn, óbr- eytt og hann hefur ekki trú á að bændur nái 34% eignarhlut í félag- inu. „Þessi gjörningur hefur ekkert breyst og er sömu nótum og lagt var upp með síðastliðinn vetur. Við bændur viljum eignast samlagið með því að fá það keypt og það er mis- skilningur að við vildum fá það fyrir ekki neitt. Við vitum að KÉA ætlar að selja sinn hlut og við vildum því kaupa þann hlut strax. Með því að gera þetta svona er KEA að auka verðmæti samlagsins og ætlar svo að selja.“ Áðalsteinn sagði að þeir framleið- endm’ sem ekki væru sáttir við gang mála myndu áfram leggja inn mjólk í samlagið, allavega til að byrja með. „Hins vegar vitum við af því að Mjólkursamsöluna vantar mjólk í samlagið á Blönduósi. Við getum vel hugsað okkur að fara þangað og munum skoða það mál fljótlega." Frábæmr finnskar drcigtir fyrir nngar konur HólllWllLuLn Jyteinunnax flkureyri, sími 462 2214 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is Morgunblaðið/Kristján Sýningin Jói brátt opnuð í Deiglunni Gestir beðnir að taka þátt í sýningunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.