Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 LANDIÐ MORGTINBLAÐIÐ Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Yngstu börnin báru Ijósiö inn í kirkjuna og í lokin út úr kirkjunni. Fjölskyldudagur Eyfellinga Holti - Fyrsta sunnudag í að- ventu var haldinn fjölskyldudag- ur Eyfellinga, sem var mjög vel sóttur og hófst með fjölskyldum- essu í Eyvindarhólakirkju þar sem börn grunnskólanna í Selja- landi og í Skógum komu fram, fluttu bænir, lásu ritningarorð, fluttu hugvekjur og sungu. Yngstu börnin báru ljósið inn í kirkjuna og í lokin út úr kirkj- unni. Síðan bauð kvenfélagið Fjallkonan öllum til kaffidrykkju í Fossbúð, en þar var kvenfélagið einnig með basar. Grunnskólinn í Skógum var með hátíðardagskrá þar sem hæst bar söng stúlknakórs Ey- fellinga undir stjórn Þorgerðar Jónu Guðmundsdóttur. Þá fór einnig fram bókar- kynning, Þórður Tómasson, safnvörður í Skógum, las úr nýútkominni bók sinni, „Gest- ir og grónar götur“, Sigurður Skúlason las úr bókinni „Ert þú Blíðfinnur. Ég er með mik- ilvæg skilaboð" og Oddný Sturludóttir las úr bókinni „Dís“. Nýtt stettarfélag* stofnað í Skagafírði NYTT stéttarfélag var stofnað laugardaginn 2. desember í Skaga- firði. Hefur það hlotið nafnið Ald- an stéttarfélag og varð til við sam- runa tveggja félaga sem um áratugi hafa starfað hlið við hlið á sama samningssviðinu, þ.e. Verka- kvennafélagsins Öldunnar og Verkalýðsfélagsins Fram. Vkf. Aldan hafði starfað frá 9. jan- úarl930 en Vlf. Fram frá því um aldamót, stofnár og stofndagur er óviss. Stofnfundurinn var haldinn í húsi Fjölbrautaskólans á Sauðár- króki. Þar voru hinu nýja félagi sett lög og samþykkt reglugerð fyrir sjúkrasjóð. Fyrirhugað er að félagið skiptist í deildir eftir starfsgreinum og samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum þess skal vera lokið að stofna a.m.k. þrjár deildir fyrir aðalfund 2002. Á fundinn komu sem gestir fulltrúar frá ASI og Starfsgreinasamband- inu, sem og frá nágrannafélögum. Fluttu þeir félaginu árnaðarósk- ir og kveðjur. Þá voru flutt tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Skagafjarðar. Ákveðið var að stofna vinnudeilusjóð og verða tekjur hans sem nemur 10% af innheimtum félagsgjöldum. Áhyggjur af vaxandi vímuefnanotkun Þá samþykkti fundurinn ályktun um forvarnir, svohljóðandi: Stofnfundur Öldunnar stéttarfé- lags, haldinn 2. desember 2000, lýsir áhyggjum sínum yfir hinni ört vaxandi neyslu vímuefna og þeim áhrifum sem hún hefur á lífs- hætti og framtíð hins unga fólks. Fundurinn samþykkir að verja 600.000 kr. úr sjúkrasjóði félagsins til styrktar því forvarnarstarfi sem verið er að hrinda af stað í sveitar- félaginu um þessar mundir. Kosið var einróma í stjórn hins nýja stéttarfélags og er hún þann- ig skipuð: Jón Karlsson formaður, Anna Birgisdóttir, Ásdís Guðmunds- dóttir, Kári H. Árnason, Guðni Kristjánsson, Sesselja Tryggva- dóttir, Guðrún Björnsdóttir, Sigur- laug Brynleifsdóttir og Særún Björnsdóttir. Til vara í stjórn eru: Eysteinn Steingrímsson, María Sif Gunnars- dóttir, Elín K. Jóhannesdóttir, Jó- hanna Birgisdóttir og Sólveig Guðbrandsdóttir. Bæjaryfirvöld á Ísafírði beðin að aðstoða erlenda fjölskyldu A flótta undan glæpamönnum í E1 Salvador BÆJARYFIRVÖLD á ísafirði hafa verið beðin um að veita fjöl- skyldu frá E1 Salvador í Mið-Am- eríku liðsinni við að flytjast í bæinn. Samkvæmt bréfi frá Ásthildi C. Þórðardóttur, íbúa á ísafirði, er fólkinu, hjónum um fimmtugt, 26 ára syni þeirra og 4 ára ættleiddri dóttur, ekki vært í heimalandi sínu þar sem glæpamenn ógna lífi þess. Rauði kross íslands sendi einnig bréf um sama málefni,_ þar sem óskað er eftir liðsinni ísafjarðar- bæjar. Halldór Halldórsson bæjarstjóri sagði að bréfin hefðu verið lögð fyrir bæjarráð og að sér hefði ver- ið falið að fylgja málinu eftir. Hann sagði að þar sem fólkið væri ekki ofsótt af stjórnvöldum í eigin landi uppfyllti það ekki skilyrði um pólitískt hæli,. „Næsta skref hjá mér er að ræða við félagsmálaráðuneytið og Rauða krossinn og athuga hvort það sé einhver flötur á því að flytja fólkið hingað," sagði Hall- dór. „Við lítum þetta jákvæðum augum, en ef við gerum eitthvað þá gerum við það ekki öðruvísi en í samstarfi við þessa aðila og ég mun ræða við þá seinna í vikunni.11 Foreldrarnir komnir til Bandaríkjanna í bréfi Ásthildar, sem er í mægðum við fólkið, er farið fram á að bærinn veiti því aðstoð. „Þá er ég með í huga að bærinn útvegi þeim íbúð frítt í eitt ár og leikskólapláss fyrir 4 ára barn. Eða eitthvað sambærilegt," segir í bréfinu. „Fólk þetta þarf að flýja land til að bjarga lífi sínu. Þau teljast ágætlega vel stæð á þeirra mælikvarða sem varð til þess að glæpamenn ógna nú lífi þeirra. Og því ekkert annað að gera fyrir þau en flýja land.“ í bréfi Ásthildar segir að Rauði kross íslands vinni nú þegar að því að koma fólkinu hingað til lands. „Foreldrarnir eru komnir til Bandaríkjanna, þar sem þau eiga ættingja og geta verið í allt að 6 mánuði, en sonurinn er vegalaus og er unnið að því að koma honum sem fyrst hingað." Jólasveinar þjófstörtuðu í Grindavik Morgunblaðið/GPV Jólasveinarnir þjófstörtuðu og mættu til að stjórna fjöldasöng en ekki voru allir kátir að sjá þá því minnsta fólkið á það til að verða skelkað. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Hjónin Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir og Þorbjörn Sigurðsson verka minkaskinn. Með þeim er dóttirin Telma Þöll. Pelsun skinna í fullum gangi Hrunamannahreppi - Þessar vik- urnar eru loðdýrabændur að pelsa og verka skinn víða um landið. Að Ásgerði II hér í sveit stendur pels- un yfir og verður lógað um 8.000 minkum en á búinu eru um 1.700 læður sem er eitt af stærstu loð- dýrabúum á landinu. Þetta er mikil vinna og koma 6-7 manns að þessum störfum en skinnin eru verkuð jafnóðum sem er nákvæmnisvinna. Að sögn Þorbjörns Sigurðssonar bónda sem er einn stjórnarmanna í SÍL, sambands íslenskra loðdýra- bænda, er gert ráð fyrir að slátra um 170 þús. minkum á landinu að þessu sinni en í heiminum öllum verður pelsað um 26 milljónir dýra. Þar af eru Danir með 41% af framleiðslunni. Hann segir að eftirspurn sé í jafnvægi og að verð ætti ekki að lækka á uppboðunum í vetur, fremur er vonast eftir að verð á skinnum hækki á uppboðum í Kaupmannahöfn og Finnlandi. Þegar efnahagur Rússa versnaði fyrir 2-3 árum hættu þeir að kaupa loðskinn en keyptu áður stóran hlut af minkaskinnum heimsins. Hann sagði að líkur væri á að þeir kæmu inn á markaðinn með bætum efnahag á næstu miss- erum. Þá sagði Þorbjörn að loðdýra- stofninn hér væri sá heilbrigðasti í heiminum, mikið væri um sjúk- dóma í stofninum erlendis, t.d. í Danmörku. Það leiddi aftur til þess að mjög erfitt væri að fá inn- flutt dýr til kynbóta. Kveikt á vinabæjar- jólatrénu Grindavík - Nýlega var kveikt á jólatré frá vinabæ Grindavíkur, Hirtshals í Danmörku. Sá bær hefur verið vinabær Grindavíkur síðan 1990. Það er alltaf hátíðarstund þeg- ar kveikt er á jólatrénu, enda er það formleg byrjun á jólaundir- búningnum, sem þó var víða haf- inn. Auk þess cru settar upp ljósa- skreytingar á götuljósin og hefur gamla götuljósaskreytingin feng- ið hvfld. Hún hafði það skemmti- lega nafn meðal bæjarbúa „flug- brautin", því þau ljós þóttu minna á flugbrautarljós. Bærinn er því orðinn skreyttur og margir ibúar hafa sett upp sínar jólaskreyting- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.