Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.12.2000, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Yoshiro Mori, forsætisráðherra Japans, stokkar upp í stjórninni Endurnýjað með fyrrver- andi forsætisráðherrum AP Yoshiro Mori, forsætisráðherra Japans, fyrir miðju, en honum á hægri hönd er Masahiko Komura dómsmálaráðherra. Fyrir aftan Mori er Fukushiro Nukaga efna- hagsráðherra og til vinstri handar honum Takeo Hiranuma iðnaðarráðherra. Tdkýd. AFP, Reuters. YOSHIRO Mori, forsætisráð- herra Japans, kynnti í gær nýja skipan stjómar sinnar og vakti athygli, að í henni sitja nú tveir iyrrverandi forsætis- ráðherrar. Með uppstokkun- inni vonast Mori til að geta lengt nokkuð lífdaga ríkis- stjórnarinnar en það er ein- mitt það, sem kjósendur vilja ekki. Hefur enginn japanskur forsætisráðherra notið jafn lít- ils fylgis og hann. Forsætisráðherramir fyrr- verandi em þeir Ryutaro Hashimoto, sem á að annast umbætur í stjómkerfinu, og Kiichi Miyazawa, sem fer með fjármálin. Er hann á níræðis- aldri. Skammast sín fyrir Mori Talsmaður stjómarinnar sagði í gær, að meginverkefni hennar yrði að örva efnahags- lífið en stjómmálaskýrendur spá illa fyrir stjóminni, aðal- lega vegna óvinsælda Moris. Nýtur hann aðeins stuðnings 19% kjósenda en 33% í október og þótti þá ekki mikið. Margir Japanar skammast sín einfaldlega fyrir Mori, sem er frægur fyrir ósmekk- legar og kjánalegar yfirlýsingar. Japanskir fjárfestar em líka óánægðir enda telja þeir hann ófæran um að koma á umbótum í efnahagslífinu og taka á ríkisskuld- unum, sem em þær mestu meðal þróaðra ríkja. Eins og við var búist fengu sam- starfsflokkar Frjálslynda lýðræðis- flokksins, Nýi Komeito-flokkurinn, sem sækir fylgi sitt aðallega til búddatrúarmanna, og Nýi hægri- flokkurmn, sinn mann hvor í stjóm. Utanríkisráðherra verður áfram Yohei Kono og Fukushiro Nukaga, fyrrverandi varnarmálaráðherra, verður efnahagsráðherra. Þá verður Hakuo Yanagisawa, fyrrverandi starfsmaður fjármálaráðuneytisins, sem þótti standa sig vel í bankatil- tektinni í Japan, ráðherra fjármála- þjónustu. Þykir sú skipan benda til, að ekki sé alveg útséð um einhverj- ar umbætur í japönskum efna- hags- og fjármálum. Kastað fyrir kosningar Endurkoma Hashimotos vekur einna mesta athygli en hann lét af embætti forsætis- ráðherra 1998 þegar Frjáls- lyndi lýðræðisflokkurinn tapaði kosningum til efri deildarinnar. I valdatíð sinni hækkaði Hashi- moto skatta og dró úr útgjöld- um ríkisins og varð það aðeins til að auka enn á samdráttinn í japönsku efnahagslífi. Er Hashimoto leiðtogi stærstu fylkingarinnar af mörgum inn- an Frjálslynda lýðræðisflokks- ins. Búist er við, að flokksbræð- ur Moris og þingmenn sam- starfsflokkanna muni leggja hart að honum að draga sig í hlé fyrir kosningar til efri deildar þingsins á sumri kom- anda enda virðast flestir sam- mála um, að útilokað sé að ganga til kosninga með hann í fararbroddi. Fyrir rúmum hálf- um mánuði kom til eins konar upp- reisnar gegn honum innan Frjáls- lynda lýðræðisflokksins en stjórnmálaskýrendur telja líklegt, að honum verði kastað fyrir róða í mars er fjárlögin fyrir næsta fjár- lagaár, sem hefst 1. apríl, hafa verið samþykkt. Það gæti þó orðið fyrr, komi upp nýtt hneyksli. Vísbending- ar um að vatn hafí verið á Mars Washington. AFP, AP. NÝJAR gervihnattamyndir af Mars benda til þess að nóg vatn kunni að hafa verið á plánetunni rauðu í fyrndinni. Vísindamenn segja þetta renna stoðum undir þá kenningu að eitt sinn hafi að- stæður til lífs verið fyrir hendi á Mars. Myndirnar voru teknar úr gervihnetti á sporbaug um plánet- una og sýna setlög sem líklegt þykir að vatn hafi myndað. Einnig má greina stór gil, sem þykja líkj- ast Miklagili í Arizona í Banda- ríkjunum. „Eg veit ekki [hvernig slík set- lög gætu myndast] án vatns,“ sagði Kenneth S. Edgett, annar visindamannanna sem stóðu að rannsókninni, á fróttamannafundi hjá Geimferðastofnun Banda- ríkjanna (NASA) á mánudag. Sagði hann að setlögin hefðu hugsanlega getað myndast með öðrum hætti, til dæmis af völdum vinds eða eldgosa, „en vatn er þó lang líklegasti orsakavaldurinn“. Michael C. Malin, sem stjórnaði rannsókninni, fullyrðir að svo regluleg setlög hefðu varla getað myndast án vatns. Hann segir að vatn gæti hafa fyllt gíga, sem mynduðust er loftsteinar rákust á plánetuna fyrir um 3,5 milljörðum ára. „Ég tel að það hafi verið mörg stöðuvötn [á Mars],“ sagði Malin. „Sum svæði gætu jafnvel hafa verið svo vot að þar hafi myndast lítil höf.“ Hann sagði hins vegar að ekki hefðu fundist neinar vísbendingar um að úthöf hafi verið að finna á plánetunni. Þrýst er á um að Evrópusambandið ljúki því að búa sig í stakk fyrir stækkun Reuters Dagblaðslesandi í Nice snýr baki í auglýsingu um leiðtogafundinn sem hefst í borginni á morgun. Langft í land á leið- togafundi Erfíð úrlausnarefni liggja fyrir leiðtogafundi ESB, sem hefst í Nice í S-Frakklandi á morgun, en árangurshorfur þykja slæmar. LEIÐTOGAR Evrópusambands- ríkjanna fimmtán koma saman í frönsku Rivíeru-borginni Nice í vik- unni, þar sem þeir munu freista þess að komast að samkomulagi um ein- hverjar mestu breytingar á stofn- sáttmála ESB frá því Maas- tricht-sáttmálinn var samþykktur árið 1991. Fyrirsjáanlegt er, að viðræðumar verði erfiðar og hættan á að þær fari út um þúfur er mikil. Takist leiðtog- unum ekki að útkljá þann ágreining sem ríkt hefur milli þeirra um flóknar breytingar á innra skipulagi sam- bandsins og fyrirkomulagi ákvarð- anatöku vara stjómmálaskýrendur við því að stækkunarferlið verði fyrir alvarlegum hnekki, en þessar breyt- ingar á innviðum sambandsins eru nauðsynlegar til þess að tryggja starfshæfni þess eftir að aðildamkin verða allt að 30, eins og útlit er fyrir að verði þegar fram líða stundir. Þá vara sérfræðingar ennfremur við því, að náist ekki niðurstaða í Nice muni það geta spillt enn frekar en orðið er fyrir stöðu evrannar, sam- eiginlega Evrópugjaldmiðilsins. Reyndir embættismenn í Brassel era nú þegar farnir að kalla Nice- fundinn „fjögurra skyrtu fund“, og vísa með því til þess að fastlega er búizt við því að ekki takist að ljúka honum á laugardag heldur teygist hann fram á fjórða sólarhringinn. Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjómar ESB, hefur ekki lýst meiri bjartsýni en svo, að hann telur um helmingslíkur á því að árangur náist í Nice. Talsmenn Frakka, sem nú eru að Ijúka hálfs árs formennskutímabili sínu, hafa sagzt kjósa heldur að samkomulagi verði slegið á frest en að sætzt verði á eitt- hvert hálfkák. Það era reyndar meira en þrjú ár síðan leiðtogamir reyndu síðast að semja um þessa hluti - og mistókst. Amsterdam-sáttmálinn, sem undirritaður var í júní 1997, var slík málamiðlun, þar sem lausn erfið- ustu ágreiningsmálanna var slegið á frest. Margir halda því fram, að nú sé leiðtogunum ekki stætt á því að fresta ákvörðunum einu sinni enn. Ráðamenn umsóknarríkjanna, sem bíða þess að fá aðild að samband- inu, þrýsta mjög á um að leiðtogamir nefni ákveðna dagsetningu um það hvenær ný aðiidarríki verði tekin inn í sambandið. En ráðamenn ESB geta ekki nefnt neina slíka dagsetningu fyrr en eftir að búið er að hnýta hnút- inn á stofnsáttmálabreytingarnar - sem kveða eiga á um hvemig Evrópusambandið á að virka eftir að það nær allt frá Norður-Skandinavíu til Kýpur og frá Irlandi til Svarta- hafs, með nærri því hálfan milljarð íbúa samtals. Þijú mál mikilvægust Það era þrjú kjamamál, sem leið- togamir þurfa að taka ákvörðun um á Nice-fundinum, en átakalínumar liggja þannig að þær gætu opnað upp allar helztu klofningsh'nurnar: norð- ur gegn suðri, hin stóra gegn hinum smáu og hin ríku gegn hinum fátæku. Fyrst er hér að nefna, hvort aðild- arríkin fallist á að meirihluta- ákvarðanir verði teknar upp í hátt í 50 málaflokkum til viðbótar við þá sem áður var búið að afnema neitun- arvald einstakra aðildarríkja í. Reyndar era um 85% allrar nýrrar löggjafar ESB um þessar mundir ákveðin með meirihlutasamþykki, en flest þessi nýju lög varða innri mark- að Evrópu með einum eða öðram hætti og era því að mestu einnig inn- leidd í lög EFTA-ríkjanna sem aðild eiga að Evrópska efnahagssvæðinu, þ.e. Noregs, íslands og Liechten- stein. Á þeim sviðum sem hin 15 prós- entin falla undir þarf samhljóða sam- þykki. Til þess að tryggja skilvirkni ákvarðanatökunnar eftir stækkun sambandsins er talin þörf á því að Qölga mjög málaflokkum þar sem ákvarðanir eru teknar með svoköll- uðum vegnum meirihluta. Fram- kvæmdastjóm ESB hefur bent á 50 málefnasvið, þar sem hún telur þörf á þessu. Á ríkjaráðstefnunni, sem stað- ið hefur yfir megnið af þessu ári og stefnt hefur verið að því að ljúka á Nice-fundinum, hafa ríkisstjórnir að- ildarríkjanna staðið fast á að halda neitunarvaldinu í minnst 20 af þess- um 50 málaflokkum, með þeim rök- um að þeir snerti þjóðarhagsmuni það mikið að ekki komi til greina að gefa neitunarvaldið eftir. Frakkar hafa sætt gagnrýni fyrir viðræðustjómun sína á ríkja- ráðstefnunni og verið sakaðir um að reka þar blygðunarlaust eiginhags- munapot í stað þess að leggja sig fram um að reyna að ná málamiðlun, sem krefst þess vanalega af for- mennskuríkinu að vera sveigjanlegt í samningum og tilbúið til að gefa eitt- hvað af eigin ýtrastu kröfum eftir í nafni sátta. Annað kjamamálið sem tekizt er á um er atkvæðavægi aðildarrílqanna í ráðherraráðinu eftir stækkun sam- bandsms. Stærri ríkin vilja að hvert atkvæði endurspegli betur íjölda íbúa, en þau eru innbyrðis heldur ekki sammála um leiðir að þessu marki. Frakkar vi|ja til dæmis alls ekki fallast á að Þýzkaland, með yfir 81 milljón íbúa, hafi meira atkvæða- vægi en Frakkland, þar sem um 58 milljónir búa. Þriðja kjamamálið tengist þessu - það er hvernig tryggja eigi skilvirkni framkvæmdastjómarinnar eftir stækkun, sem stærri aðildarríkin vilja að verði gert með því að tak- marka fjölda fulltrúa sem sæti eigi í framkvæmdastjóminni. Smærri rík- in vilja halda fast í þá reglu, að hvert aðildarríki hafi að minnsta kosti einn jafnréttháan fulltrúa í framkvæmda- stjórninni. Rætt hefur verið um að stærri ríkin fimm, sem hafa núna tvo fulltrúa í framkvæmdastjóminni, gefi annan þeirra eftir í staðinn fyrir aukið atkvæðavægi í ráðherraráðinu. Þá liggur ennfremur fyrir leiðtoga- fundinum að leggja blessun sína yfir áform um að koma á fót friðargæzlu- hraðsveitum, taka ákvörðun um hvort nýsamin borgararéttindaskrá ESB skuli vera lagalega bindandi eða aðeins pólitísk yfirlýsing, og eitt og annað fleira. Náist ekki niðurstaða í hinar um- deildu stofnsáttmálabreytingar í Nice lendir það í höndum Svía að reka smiðshöggið á þær, þar sem þeir taka við ESB-formennskunni um áramótin. Sænska stjórnin hyggst gera stækkunina til austurs að aðal- áherzlumáli síns fonuennskumisseris og yrði hún því fyrir miklum von- brigðum ef ákvarðanimar, sem til stendur að taka í Nice, frestast enn, þar sem það myndi tefja fyrir stækk- unaráformunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.