Morgunblaðið - 06.12.2000, Síða 25

Morgunblaðið - 06.12.2000, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bann ESB við kjöt- og beinamjöli kostar 100 milljarða ESB-þjóðir telja ýmist of langt eða of skammt gengið Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. VIÐBRÖGÐ hafa verið misjöfn við ákvörðun Evrópusambandsins um að banna allt dýramjöl nema físki- mjöl í skepnufóður. Danskir bænd- ur og mjölframleiðendur hafa brugðist ókvæða við, Bretar og Frakkar fagna banninu en Þjóð- verjar segja ekki nógu langt geng- ið. Kostnaður við bannið við kjöt- og beinamjöl er talinn nema um 1,5 milljarði evra, tæpum 100 milljörð- um ísl. kr. en landbúnaðarráðherr- ar og framkvæmdastjórn ESB töldu þetta einu leiðina til þess að slá á ótta neytenda við kúariðusýkt kjöt og endurvinna traust þeirra. Sala á nautakjöti hefur hrapað í mörgum löndum, t.d. Frakklandi, vegna kúariðutilfella sem komið hafa upp. Bannið tekur gildi um áramót og stendur í sex mánuði til að byrja með. Fullyrt er að Þýskaland og Finnland hafi greitt atkvæði gegn banninu, Þjóðverjar vegna þess að þeir vildu að gengið yrði lengra og dýrafita bönnuð auk þess sem þeir telja tímabundið bann ekki nóg, Finnar vegna hins gríðarlega kostnaðar sem það hefur í för með sér en engin tilfelli um kúariðu hafa komið upp þar í landi. Bretar fagna banninu sem þeir segja jafna samningsstöðu þeirra en breskur landbúnaður hefur orðið illa úti vegna kúariðunnar. Alls eru framleidd um 3-4 millj- ón tonn af kjöt- og beinamjöli í ESB árlega. Kostnaðurinn fellur á aðildarlöndin en embættismenn í Brussel lýstu því yfir að mjölfram- leiðendur gætu selt mjölið til sem- entsverksmiðja er geti nýtt það sem eldsneyti. Framleiðendur í Danmörku hafa brugðist ókvæða við, sagt bannið hafa mikinn kostn- að í för með sér og kunna að skaða umhverfið ef brenna þurfi miklu magni af mjöli. Landbúnaðarráðherrarnir tóku hins vegar ekki ákvörðun um ann- an og umdeildari þátt tillögunnar sem rædd var í gær, kröfu um að tekin verði sýni úr öllum nautgrip- um eldri en 30 mánaða sem ætlaðir eru til manneldis. Var tillögunni vísað til tækninefndar ESB sem fundar í næstu viku. Tillagan stendur í mörgum aðild- arlandanna, þar sem hún er talin hafa gífurlegan kostnað í för með sér og vera nær óframkvæmanleg. Áætlaður kostnaður við hana nem- ur um 12 milljörðum evra, um 80 milljörðum ísl. kr., og er lagt til að ESB beri 70% kostnaðarins, ein- stök aðildarlönd 30%. Ritt Bjerre- gaard, matvælaráðherra Danmerk- ur, lýsti því yfir á mánudag að hún væri mótfallin kröfunni þar sem hún væri allt að því ófram- kvæmanleg og skapaði falskt ör- yggi hjá neytendum. í Danmörku hefur því verið haldið fram að ekki sé hægt að prófa alla nautgripi eldri en 2% árs við núverandi að- stæður, auk þess sem óljóst sé hvað gera eigi við þá nautgripi sem séu tilbúnir til slátrunar en ekki hægt að prófa. „Ovenjuleg staða réttlætir sér- stök og jafnvel óvenjuleg svör,“ sagði Franz Fischler, sem fer með landbúnaðarmál í framkvæmda- stjórninni. Þá gerði franski land- búnaðarráðherrann lýðum Ijóst að Frakkar vildu bætur til handa frönskum bændum sem bættu þeim það tjón sem þeir hefðu orðið fyrir vegna kúariðunnar frá því að tilfelli hennar greindust í Frakk- landi fyrir tveimur mánuðum. Alls hafa 89 manns í Evrópu sýkst af Creutzfeldt-Jakob sjúk- dómnum sem kúariða veldur í mönnum. Hafa áttatíu manns látist úr honum í Bretlandi og tveir í Frakklandi. Skotið á belgíska flugvél í Burundi Bujumbura. AP, AFP. SKOTIÐ var á flugvél belgíska flugfélagsins Sabena er hún hafði búið sig til lendingar á flugvellinum í Bujumbura, höf- uðborg Burundi, á mánudags- kvöld. Tveir særðust lítillega í árásinni, sem yfirvöld í Burundi telja að hafi verið verk uppreisn- armanna. Talsmaður ríkisstjórn- arinnar, Luc Rukingama, sagði blaðamönnum í gær að augljóst væri á því hvernig staðið hefði verið að árásinni að hún væri gerð til að vekja athygli á þeim sem að henni stóðu. Talsmaður Sabena, Wilfried Remans, sagði í gær að vélin hefði verið í 100 metra hæð þeg- ar sjö vélbyssuskot hæfðu hana. Tólf manns voru í áhöfn vélar- innar og 158 farþegar. Þeir sem særðust voru farþegi frá Túnis og einn úr áhöfninni. Vel gekk að lenda vélinni, sem er af gerðinni Airbus 330-200, en henni var ekki flogið áfram til Nairobi í Kenýa heldur haldið eftir til viðgerða. Sabena aflýsti einnig öllu áætlunarflugi til Bur- undi um óákveðinn tíma. Yfirvöld lokuðu umsvifalaust flugvellinum eftir að flugvélin var lent. Þau meinuðu ennfremur blaðamönnum um aðgang að flugvellinum og gerðu myndavél- ar ljósmyndara upptækar. Uppreisnarmenn hafa bæki- stöðvar í grennd flugvallar Flugvöllurinn í Bujumburi er notaður í sameiningu fyrir her og almenna borgara. Hann er einungis 10 km frá landamærum Kongó þar sem Hutu uppreisn- armenn hafa komið sér fyrir. Þeir berjast gegn ríkisstjóm Pierre Buyoya forseta Burundi. Að sögn starfsmanna flugvallar- ins hafa uppreisnarmenn flutt sig nær flugvellinum undanfarið. Á gamlárskvöld 1997 réðust upp- reisnarmenn á flugvöllinn og lét- ust yfir 200 manns í þeirri árás. Borgarastríð hefur staðið yfir í Burundi í um sjö ár og hefur það kostað um 200.000 manns líf- ið, flest óbreytta borgara. Upp- reisnarmennirnir hafa neitað að taka þátt í friðarviðræðum sem staðið hafa yfir með milligöngu Nelson Mandela, fyrrverandi forseta S-Afríku, og setja sem skilyrði að herinn í Burundi, sem er undir stjórn Tutsimanna, fall- ist á vopnahlé og leysi úr haldi það sem uppreisnarmenn kalla pólitíska fanga. MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 . MEÐAL VIÐBURÐA: MIÐVIKUDAGUR 6. DES. KL. 17.00 f PORTI HAFIMARHÚSSINS Tónleikar hins magnaða finnska öskurkórs: Huutajat, sem sungið hefur vfða um heim og nytur mikillar hylli. Aðeins þessir einu tónleikar. Ókeypis inn á meðan húsrúm leyfir. FIMMTUDAGUR 7. DES. KL. 19.30 í HASKÓLABÍÓI Frumflutningur á verki Hjálmars H. Ragnarssonar. Einleikari Evelyn Glennie. Verkið er eitt af þeim fjölmörgu nýju Islensku tónverkum sem sérstaklega hafa verið pöntuð í tilefni menningarborgarársins. FÖSTUDAGUR 8. DES. A VIIMNUSTÖÐUM OG VÍÐAR Á þriðja tug skálda og rithöfunda verða með upplestur um alla borg. Meðal viðkomustaða eru: Melaskóli, Barnaspítali Hringsins, Kaupþing, Ráðhús Reykjavíkur, Stjórnarráðið, Morgunsjónvarp Stöðvar 2, Blindrafélagið, Litla Hraun, Gluggasmiðjan, Elli- og hjúkrunarheimilið Grund, Kaffivagninn, álverið f Straumsvfk, Olfs, Eimskip o.fl. FÖSTUDAGUR 8.-17. DES. í HÁSKÓLABÍÓI Kvikmyndahátfð f Háskólabfói f tilefni af 25 ára starfsafmæli Friðriks Þórs Friðrikssonar. Frægustu myndir Friðriks Þórs og aðrar sem fáir hafa séð. Hátfðin hefst kl. 20.30 með syningu á nýju eintaki af Skyttunum. LAUGARDAGUR 9. DES. KL. 17.00 A HVERFISGÖTU Svffandi sjónarspil og skrautsyning yfir og á Hverfisgötu. Ævintyraverur og listamenn frá eftirsóttasta útileikhúsi ítala, STUDIO FESTI, syna f samvinnu við Þjóðleikhúsið. Syningin fjallar um hamingjuna og byggir á frumkröftunum fjórum sem einkenna dagskrá Menningarborgarinnar. Ómissandi veisla fyrir augað og alla fjölskylduna. LAUGARDAGUR 9. DES. FRA KL. 14:30 í BORGARBÓKASAFNI f GRÓFARHÚSI Kvennadagur þar sem bækur um og eftir konur verða kynntar. Tónlist, upplestur og fróðleg erindi. SUNNUDAGUR 10. DES. KL. 15.00 - 17.00 A AUSTURVELLI Jólaskemmtun fyrir alla fjölskylduna. Borgarstjórinn f Reykjavfk og sendiherra Noregs fly^a ávarp, kveikt verður á jólatrénu frá Ósló, hjjómsveitin Múm flyturjólaperlur, bráðfjörugirjólasveinar bregða á leik, Óháða götuleikhúsið litar völlinn, Dómkórinn syngur, Lúðrasveit Reykjavíkur spilar, fsskúlptúrar skapaðir, tendruð jjós á tröllakransi, hjjómsveitin Flís djassar jólalögin, Raddir Evrópu syngja, trúðarnir Spæli og Skúli velta fyrir sér jólunum o.fl. Skemmtunin er samvinnuverkefni M2000 og Reykjavfkurborgar. ÍTARLEG DAGSKRÁ A www.reykjavik2000.is MINNINGARBORG EVRÖPU ARIÐ 2000 MATTARSTÓLPAR menningarborgar SJÓVÁiÁí' ÍÁLMENNAR Landsvirkjun 11 EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.