Morgunblaðið - 06.12.2000, Síða 37

Morgunblaðið - 06.12.2000, Síða 37
36 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 37 Ptargnnfcliifeifr STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MATVÆLIOG ÁHÆTTA / TTI íbúa Evrópu vegna kúa- riðu er vel skiljanlegur. Við getum ímyndað okkur hvern- ig ástandið væri á Islandi ef í ljós kæmi að allir þeir sem neytt hefðu nautakjöts síðastliðinn áratug ættu það á hættu að hafa smitast af ólækn- anlegum hrörnunarsjúkdómi. Raun- ar er þetta mál einnig mikið áhyggju- efni fyrir íslendinga í ljósi þess að mikill fjöldi okkar hefur dvalist í ríkj- um Evrópu, hvort sem er í Bretlandi eða annars staðar, um lengri eða skemmri tíma og neytt þar nauta- kjöts líkt og aðrir landsmenn. Til skamms tíma virtist sem kúa- riðumálið væri í rénun, eftir um- fangsmiklar aðgerðir í Bretlandi síð- astliðin ár til að útrýma smituðum gripum. Nú hefur hins vegar komið í ljós að kúariðan er mun útbreiddari en almennt hafði verið talið og hefur smit greinst í sífellt fleiri ríkjum, m.a. í Frakklandi, Þýskalandi, Belgíu og á Spáni. Enn einu sinni á skömmum tíma valda hættuleg matvæli uppnámi í Evrópu, en skemmst er að minnast þeirrar miklu umræðu sem blossaði upp vegna díoxín-mengaðra kjúkl- inga í Belgíu. Einnig má minna á um- ræðu um hormónakjöt og erfðabreytt matvæli. Aftur og aftur koma upp dæmi um að matvæli sem allir höfðu talið örugg hafa reynst hættuleg. Vísindamenn treysta sér ekki til að segja til um það með nokkurri vissu hversu margir eiga eftir að látast í Evrópu vegna þess afbrigðis Creutz- feld-Jakobs-heilahrörnunarsjúk- dómsins sem berst með smituðu nautakjöti. Þau dæmi sem nú þegar blasa við eru þó nægilega skelfíleg til að neytendur eru farnir að sniðganga nautakjöt og nautaafurðir í miklum mæli um alla Evrópu. Það bendir allt til að kúariðan muni leiða til verulegrar breytingar á neyslumynstri. Lýsandi dæmi um það er sú ákvörðun franska mat- reiðslumeistarans Alains Ducasse að taka nautakjöt af matseðlinum á nýj- um veitingastað, sem hann er að opna, og bjóða þess í stað upp á lambakjöt. Ducasse hefur meira að segja lýst því yfír að hann íhugi að hætta alfarið að bjóða upp á nauta; kjöt á veitingastöðum sínum. í Frakklandi og raunar víðar er Duc- asse stórstirni og yfirlýsingar sem þessar hafa mikil áhrif. Ríki Evrópu há nú örvæntingar- fulla baráttu við að endurheimta traust neytenda á landbúnaðarafurð- um og er deilan um fískimjöl einungis lítill angi þess máls. Svo gæti farið að kúariðumálið gæti opnað ýmis sóknarfæri fyrir ís- lenskar afurðir. I fyrsta lagi er auð- vitað líklegt að neytendur muni í auknum mæli kaupa sjávarafurðir í stað kjötafurða, að minnsta kosti á meðan málið stendur sem hæst. Þá eru þeir til sem telja að þarna geti leynst möguleikar fyrir íslenskt lambakjöt, sem ómengaðan og nátt- úrulegan valkost við það kjöt sem neytendur sniðganga. Við Islendingar erum svo heppnir að geta gengið að hreinum, lífrænum landbúnaðarafurðum jafnt sem sjáv- arafurðum vísum. Fyrir það eigum við að vera þakklát. Hins vegar sýna atburðir síðustu daga hversu lítið má bera út af til að neytendur hætti að kaupa vöru vegna gruns um að hún kunni að vera hættuleg. í flestum slíkum tilvikum, sem upp hafa komið undanfarin ár, hefur hirðuleysi fram- leiðanda verið um að kenna. Mat- vælaframleiðendur, jafnt á íslandi sem annars staðar, draga því vonandi þann lærdóm af þessu að það borgar sig ekki, til lengri tíma litið, að draga úr gæðakröfum eða grípa til óvand- aðra aðgerða til að auka tekjur til skamms tíma. Slíkt kemur mönnum í koll þegar upp er staðið og getur jafn- vel lagt heilar atvinnugreinar í rúst. SAMEINING LYFJABUÐA AUNDANFÖRNUM árum hefur skipulag lyfjabúða gjör- breytzt. Svo virðist sem timi ein- stakra apóteka sé nánast liðinn en í þeirra stað hafa komið keðjur lyfja- búða. Fyrir nokkrum dögum voru þær þrjár. Nú eru þær tvær. Er þetta hagstæð þróun? Það má vel vera, en þó er ástæða til að staldra aðeins við. Eftir að keðjur lyfjabúða fóru að myndast hefur þjónusta við við- skiptavini batnað. Lyfjabúðir eru opnar lengur en áður og verðsam- keppni þeirra í milli hefur verið sýnileg. Lyfjaverð hefur lækkað eitthvað af þeim sökum. Nú má spyrja hvað gerist þegar lyfjabúðakeðjurnar eru aðeins orðnar tvær. Verður samkeppnin jafn lífleg og áður? Verður þjónust- an jafn góð og hún hefur verið varð- andi afgreiðslutíma lyfjabúðanna? Eða er hugsanlegt að sameining Lyfju og apóteka Baugs verði til þess að dragi úr samkeppni? Þetta á eftir að koma í ljós. Upp- lifun almennings var sú, að eftir að Hagkaup, Bónus og 10-11 samein- uðust undir einn hatt og matvöru- verzlanir að mestu reknar af tveim- ur aðilum hefði dregið úr verðsamkeppni. Lyfjaverzlun er vafalaust flókn- ari verzlunarrekstur. Ríkið borgar umtalsverðan hluta lyfjaverðs og leggur mikla áherzlu á að lækka lyfjaverð og draga úr kostnaði hins opinbera. Verður aðstaða ríkisins til þess jafn sterk og áður eftir að keðjurnar eru orðnar tvær? Ef lyfjakeðjurnar taka upp sömu starfsaðferðir og matvörumarkaðir að knýja niður verð frá birgjum má spyrja hvaða áhrif það hafi á þjón- ustu birgjanna. Er hugsanlegt að hún versni? Þessum spurningum er ekki hægt að svara á þessari stundu en þetta eru spurningar, sem vakna við fréttir af sameiningu tveggja lyfja- búðakeðja í eina. Kjaradeila framhaldsskólakennara er enn í hörðum hnút mánuði eftir að hún hófst Ríkið vill taka til baka breyt- ingu á kennsluskyldu frá 1997 Ríkið hefur gert tillögu um að fallið verði frá breytingum á kennsluskyldu sem gerð- ar voru í kjarasamningi framhaldsskóla- kennara 1997. Egill Ólafsson skoðaði um hvað er deilt í kennaradeilunni en bar er ekki síst tekist á um svokallaða leiðrétt- ingarkröfu framhaldsskólakennara. AMORGUN er liðinn einn mánuður frá því verkfall framhaldsskólakennara hófst. Það hefur lamað skólastarf í framhaldsskólum en þar starfa að jafnaði um 1.300 kennarar og um 19.000 nemendur. Megindeiluefnið er krafa kennara um 32,4% launaleiðréttingu. Ræddar hafa verið ýmsar leiðir til að nálgast samkomulag um þessa kröfu en það hefur enn ekki skilað árangri. Fundur var í kjaradeil- unni í gær hjá ríkissáttasemjara, en hann var árangurslaus. Nýr fundur er boðaður í dag. í júlí árið 1997 gerðu framhalds- skólakennara nýjan kjarasamning við ríkið, en hann rann út 30. októ- ber sl. Samningurinn var gerður án verkfalls og var fyrsti samning- urinn sem ríkið gerði við háskóla- menn á því ári. í þessum samning- um lagði ríkið fram tillögu um svokallaða aðlögunarsamninga. Að baki tillögunni lá sú meginhug- mynd að draga úr miðstýringu samningsins og færa ákvarðanir um laun í meira mæli inn á vinnu- staðina sjálfa. Gera átti einn aðal- kjarasamning en síðan átti að út- færa ýmis atriði samninganna á vinnustöðunum og var þá hugsunin sú að þar gæfist samningsaðilum færi á að semja um einhverjar við- bótarhækkanir gegn hagræðingu. Framhaldsskólakennarar höfn- uðu þessari leið og völdu frekar að gera hefðbundinn kjarasamning þar sem taxtar voru hækkaðir auk þess sem gerðar voru breytingar á vinnutíma og fleiri atriðum. Ymsir hafa haldið því fram að þetta hafi verið mistök af hálfu framhalds- skólakennara. Þeir hafi ákveðið að halda í úrelt taxtakerfi og hafna tækifæri til að fara inn á nýjar brautir sem reynslan hafi sýnt að hafi skilað öðrum stéttum umtals- verðum launahækkunum. Framhaldsskólakennarar segja ósanngjarnt að stilla málum upp með þessum hætti. í viðræðunum 1997 hafi ríkið sett fram tillögu um aðlögunarsamninga sem mjög erf- itt hafi verið fyrir kennara að fall- ast á. í viðræðum við _________ aðra hópa háskóla- manna síðar á árinu hafi ríkið síðan breytt tillögunni og niðurstað- an hafi því orðið allt önnur en framhaldsskólakennur- um stóð til boða þegar þeir gerðu sinn samning í júlí. 32,4% munur á dagvinnulaun- um, en 10,3% á heildarlaunum Aðlögunarsamningarnir sem flestar stéttir háskólamanna gerðu 1997 fólu í sér verulegar hækkanir á grunnkaupi. Samkvæmt tölum Kjararannsóknarnefndar opin- berra starfsmanna hækkuðu dag- vinnulaun háskólamanna innan BHM (framhaldsskólakennarar ekki meðtaldir) úr 117.758 kr. á mánuði árið 1997 í 178.924 kr. á mánuði á þriðja ársfjórðungi 2000. Á sama tíma hækkuðu meðaldag- vinnulaun framhaldsskólakennara úr 114.828 kr. á mánuði í 135.113 kr. Munurinn á dagvinnulaunum framhaldsskólakennara og ann- arra háskólamanna innan BHM er Yfirvinna kenn- ara hefur auk- ist undanfarið þvi 32,4%. Framhaldsskólakennar- ar hafa lagt höfuðáherslu á þennan mun og sagt að hann verði fram- haldsskólakennarar að vinna upp áður en hinar eiginlegu samninga- viðræður hefjist. Þessi krafa hefur verið kölluð leiðréttingarkrafan. Ríkið hefur í sjálfum sér ekki gert ágreining um þessar tölur en hefur bent á að þær segi ekki nema hálfa söguna. Aðrar stéttir há- skólamanna hafi samið um að færa úr yfirvinnu yfir í dagvinnu- taxtann. Við það hafi dagvinnan hækkað verulega, en heildarlaunin hafi ekki hækkað nærri eins mikið. Meðalheildarlaun framhalds- skólakennara eru nú 220.745 kr. á mánuði, en meðalheildarlaun ann- arra háskólamanna er hins vegar 243.468 kr. Þarna munar 10,3%. Árið 1997 voru dagvinnulaun 63% af heildarlaunum kennara, en þetta hlutfall er í dag 60%. Þróunin hefur orðið allt önnur hjá öðrum stéttum innan BHM, en þar hefur hlutfall dagvinnulauna af heildar- launum farið úr 65% í 75%. Skýringin á þessari ólíku þróun liggur í því að háskólamenn fóru allt aðra leið í síðustu kjarasamn- ingum en kennarar. Við það bætist að í síðustu kjarasamningum sömdu framhaldsskólakennarar um að minnka kennsluskylduna. Ástæðan fyrir þessu var sú að í samningnum var samið um að greiða kennurum fyrir að lengja skólaárið, stytta prófatíma og fjölga kennsludögum. Til að ná þessu fram féllst ríkið á að minnka kennsluskyldu kennara, en sú breyting felur í sér að kennari þarf að kenna færri kennslustundir á viku fyrir sömu laun. Þessi breyting þýðir að ríkið verður að ráða fleiri kennarar til starfa eða að óska eftir að kennar- ar bæti við sig yfirvinnu. Það er staðreynd að yfirvinnugreiðslur til kennara jukust á síðasta samn- ingstímabili og má leiða líkur að því að ástæðan sé ekki síst lækkun á kennsluskyldu. I þeim viðræðum sem staðið hafa yfir síðustu vikurnar hefur ________ ríkið einmitt lagt til að kennsluskylda kennara verði aukin aftur. Sam- kvæmt gildandi kjara- _________ samningi fá kennarar afslátt af kennslu- skyldu eftir að hafa kennt í 10 ár og 15 ár, auk þess sem viðbótar kennsluafsláttur kemur til þegar þeir ná 55 ára og 60 ára aldri. Ríkið hefur lagt til að dregið verði úr kennsluskyldu við 10 og 15 ára starf, en að ekki verði átt við kennsluafslátt elstu kennaranna. Þessi breyting þýðir að þorri allra framhaldsskólakennara myndi taka á sig aukna vinnu. Ríkið telur að með þessu sé hægt að hækka umtalsvert dagvinnulaun því breytingin leiði til þess að greiðsl- ur færist úr yfirvinnu í dagvinnu. Andstaða meðal kennara við breytingar á kennsluskyldu Framhaldsskólakennai'ar hafa algerlega hafnað þessu og segja að aukning á vinnutíma kennara gangi þvert á þróun hjá öllum öðr- um stéttum. Þróunin sé frekar í þá Ársmeðaltöl heildarlauna og dagvinnulauna árin 1997 - 2000* (HÍK/KÍ og BHM án HÍK) 243.468 233.477 BHM HÍK/KÍ BHM HÍK/KÍ BHM HÍK/KÍ BHM HÍK/KÍ án HÍK án H(K án Hlh 1997 án HlK án HÍK 1999 *1-3 ársfj. 2000 Heimild: Kjararannsóknanefnd opinberra starfsmanna : Morgunblaðið/Golli Samningamenn framhaldsskólakennara fara yfir stöðuna í sínum hópi, en verkfall kennara hefur nú staðið í einn mánuð. átt að vinnuvikan sé stytt frekar en lengd. Þeir segja jafnframt að sú stytting á kennsluskyldu sem náð- ist fram í síðustu samningum hafi verið baráttumál kennara í áratugi og þeir gefi þann áfangasigur ekki eftir. Þeir benda einnig á að ríkið hafi ekki gert aukna kennslu- skyldu að skilyrði fyrir aðlögunar- samningum við háskólakennara. Þess má geta að í skoðanakönnun sem framhaldsskólakennarar létu gera í aðdragenda samninga lýstu 85% kennara sig andvíga breyt- ingu á kennsluafslættinum. Báðir deiluaðilar hafa lýst því yf- ir að þeir telji skynsamlegt að færa úr yfirvinnu í dagvinnu. Kennarar hafa ljáð máls á að færa í dag- vinnutaxtann svokallaða heimayf- ii-vinnu. Þeir hafa einnig lýst sig tilbúna til að breyta fyiirkomulagi umsjónarkennslu og greiðslu fyrir vinnu við próf. Þá hafa þeir ljáð máls á að ræða lækkun á yfirvinnu- prósentu, sem í dag er 1,45%. Samninganefnd ríkisins hefur sagt að breytingar á kennslu- skyldu sé ekki úrslitaatriði af hálfu ríkisins, en þetta sé hins vegar árangursrík aðferð til að ná fram því markmiði, sem báðir aðilar hafi lýst stuðningi við, að minnka yfir- vinnugreiðslur og hækka dag- vinnutaxtann. Mikil tími hefur einnig farið í viðræður um breytingar á aðal- námskrá, en kennarar telja að breytingin hafi falið í sér aukna vinnu fyrir kennara og eðlilegt sé að ríkið borgi sérstaklega fyrir hana. Reiknað er með að í þeim kjara- samningi sem kennarar og ríkið á endanum geri verði að finna svip- aðar launabreytingar og samið var um á almenna markaðinum, en þær kveða á um 3,9% hækkun við + undirskrift, 3% hækkun 1. janúar 2001, 3% hækkun 1. janúar 2002 og 2,75% hækkun 1. janúar 2003. Það sem tekist er á um í deilunni er hins vegar leiðréttingarkrafa kennara, þ.e. um 32,4% upphafs- hækkun. Kennarar vilja helst að ríkið borgi hana að fullu í formi hærri launa, en þeir hafa hins veg- ar sagst sætta sig við að þessi leið- rétting komi í áföngum, t.d. á einu ári. Ríkið hefur hafnað þessari kröfu og sagt að launamunurinn sé ekki 32,4% heldur 10,3% (þ.e.a.s. þegar horft er á heildarlaunin en ekki dagvinnulaunin). Ríkið hefur því gefið til kynna að það kunni að taka tillit til kröfunnar að hluta. Báðir aðilar hafa lagt til að vinna sig í átt til samkomulags með því að færa úr yfirvinnu í dagvinnu. Ágreiningur er hins vegar um leiðir eins og áður segir. Kennarar segja að ríkið vilji helst láta kennara borgar launaleiðréttinguna sem mest sjálfa með því að auka kennsluskylduna. Þeir hafa lagt áherslu á að kjaradeilan leysist ekki fyrr en meiri peningar komi inn í dæmið af hálfu ríkisins. Lausnin felist ekki í að færa úr öðrum vasanum í hinn. Ríkið með svipaðar áherslur og sveitarfélögin Ríkið hefur lagt áherslu á að gera þurfi kerfisbreytingar á kjarasamningi kennara. Auka þurfi verksstjórnarvald skóla- meistara og gera kjarasamninginn sveigjanlegi-i. í gi’undvallaratrið- um hefur ríkið í þessu efni svipað- ar áherslur og sveitarfélögin í samningaviðræðum við grunn- skólakennara. Þess má geta að fyr- ir tveimur árum var Reykjavíkur- borg nærri búin að ná samkomulagi við grunnskólakenn- ara um svokallaðan tilraunakjara- samning. Hann fól í sér kerfis- breytingar á vinnutíma kennara og að hugtakið kennsluskylda yrði af- numið. Upp úr viðræðunum slitn- aði vegna ágreinings um kennslu- afsláttinn, sem í viðræðum ríkisins og framhaldsskólakennara er eitt meginági-einingsmálið. Grunn- skólakennarar tóku raunar fram fyrir nokkrum vikum að þeir myndu aldrei ljá máls á viðræðum um breytingar á kennsluafslættin- um. Það lítur því út fyrir að hvorki sveitarfélögin né ríkið nái fram þeim kerfisbreytingum sem þau hafa óskað eftir nema að fallið verði frá kröfum um breytingar á kennsluafslætti. Ríkið og sveitar- félögin telja hins vegar að lækkun kennsluafsláttar sé einn mikilvæg- asti þátturinn í þeim kerfisbreyt- ingum sem rætt hafi verið um. I kjaraviðræðum ríkisins og framhaldsskólakennara hefur mik- ill tími farið í að ræða svokallað „nýtt launakerfi". Báðir aðilar eru sammála um að stefna að gerð slíks kerfis. I grundvallaratriðum má segja að þetta nýja launakerfi feli í sér að kennarar séu að taka skref sem aðrar stéttir háskóla- manna stigu við gerð kjarasamn- inganna 1997. Hugmyndir um þetta nýja launakerfi eru ekki full- mótaðar, en rætt hefur verið um að ganga ekki eins langt í átt að dreif- stýrðu launakerfi og flest BHM- félög gerðu 1997. Skömmu áður en verkfallið hófst lýsti ríkið yfir að upptaka nýs launakerfis mætti kosta ríkið 3%, en miðað var við að það tæki gildi 1. febrúar. Að und- anförnu hefur verið um það rætt að þetta nýja kerfi taki gildi 1. ágúst nk. Af framansögðu má ljóst vera að báðir aðilar telja að lausn kjara- deilunnar felist í því að taka upp nýtt launakerfi, að færa úr yfir- vinnu yfir í dagvinnu og taka tillit til breyttrar aðalnámskrár. Menn deila hins vegar um hvernig eigi að gera þetta og hvaða tölur þurfi að koma til svo samningar takist. Skömmu áður en verkfallið hófst stakk samninganefnd kennara upp á því að gerður yrði skammtíma- kjarasamningur sem átti að gilda meðan menn væru að ná saman um gerð nýs launakerfis. Ríkið hafnaði því. Það taldi að slíkur samningur yrði of dýr. Ríkið þyrfti að borga tiltölulega mikið fyrir hann og stæði nánast í sömu sporum hvað varðar deiluatriðin að fáum mán- uðum liðnum. Nær allar stéttir opinberra starfsmanna eru nú með lausa kjarasamn- inga. Viðræður um gerð nýrra samninga eru í hægagangi þar sem all- ir bíða eftir hvað kemur út úr viðræðum við framhalds- skólakennara. Þar við bætist að samningar ASÍ gera ráð fyrir að hægt sé að segja samningunum upp í febrúar feli samningar ann- arra stétta í sér meiri launahækk- anir en félög ASÍ fengu í vor. Allir horfa því á útkomu úr verkfalli framhaldsskólakennara. Ríkið mun án efa leggja áherslu á það þegar samningur framhaldsskóla- kennai’a verður undirritaður (hve- nær svo sem það verður) að hann gefi ekki tóninn fyrir aðra. í hon- um sé að stórum hluta verið að gera breytingar sem aðrar há- skólastéttir sömdu um 1997. Ekki er víst að hjúkrunarfræðingar, grunnskólakennarar, leikskóla- kennarar eða aðrar stéttir opin- berra starfsmanna kokgleypi þær röksemdir. Ekki er víst að launan- efnd ASÍ geri það heldur. Allar stéttir bíða eftir nið- urstöðunni AP fbúar í þorpinu Thokoza í Suður-Afríku bíða eftir að greiða atkvæði í sveitarstjómarkosningum í gær. Lvðræðisþorsti Afríku ANDAR mínir í Ghana eiga sér máltæki sem seg- ir að það þurfi fleiri en eitt höfuð til að taka ákvörð- un. Mér kemur þetta oft í hug þegar ég heyri fólk segja að lýðræði sé Afríku framandi, eða að Afríkubúar séu „ekki reiðubúnir" undir lýðræði. Raunin er sú, að afrísk samfélög, frá þorpinu og upp úr, hafa ætíð markað sér stefnu með opnum um- ræðum og velt vandlega fyrir sér ólíkum sjónarmiðum þar til einhug- ur ríkir. Afríkubúar geta því mikið lært af eigin hefðum, og kennt öðr- um, um raunverulega merkingu og anda lýðræðisins. Við verðum að átta okkur á því, að í lýðræði er fólgið miklu meira en bara það hvaða frambjóðandi, eða hvaða flokkur, nýtur stuðnings meirihlutans. Jafnvel það er ekki alltaf einfalt mál, eins og eitt farsæl- asta lýðræðisríki heimsins hefur nýlega kennt okkur. En núverandi erfiðleikar í Bandaríkjunum ættu ekki að kasta rýrð á gildi lýðræðis- ins sjálfs. Þvert á móti minna þeir okkur á það hversu mikilvægt er að kosningar séu haldnar í víðara sam- hengi lýðræðislegi’a stofnana og menningar. Lýðræði þarfnast laga og réttar, vegna þess að ef lög eru ekki virt er ekki mögulegt að halda frjálsar kosningar, framkvæma þær á sanngjaman hátt eða leysa ágrein- ing um kosningaframkvæmdina. Jú, lýðræði felur í sér meirihlutavald. En það þýðir ekki að útiloka skuli minnihlutann frá því að hafa nokkur áhrif á ákvarðanir. Það má aldrei þagga niður í rödd minnihlutans. Minnihlutinn verður alltaf að hafa tækifæri til að gera grein fyrir við- horfum sínum, til þess að fólk geti heyrt bæði sjónannið áður en það sker úr um hvort er rétt. Hvernig getur fólk fengið að heyra um þessar hugmyndir? í þorpinu getur það heyi-t þær beint, augliti til auglitis. En í fjöldasamfé- lögum nútímans reiðir það sig um- fram allt á fjölmiðla. Til þess að kosningar séu í raun og veru sanngjarnar verða allir flokkai’ og frambjóðendur að hafa jafnan að- gang að fjölmiðlum. Hvorki ríkis- valdið né peningavaldið má hlutast svo til um, að einum flokki sé veittur aðgangur en öðrum meinað um að- gang. Fjölmiðlar verða að gera sér far um að leita sannleikans fyrir hönd almennings, og verða að vera frjáls- ir að því að greina frá honum svo sem hann kemur þeim fyrir sjónir. Oft á tíðum, einkum þegar ófriður geisar, krefst þetta þess að frétta- menn taki mikla áhættu. Mai’gh’ hafa týnt lífi í leit að sannleikanum. Við eig- um þeim mikla skuld að gjalda. En umfram allt eigum við það inni hjá sjálfum okkur að við veitum þeim betri vemd. Það eru okkar hagsmunir, og okkar frelsi, sem þeir eru að gæta. I þroskuðum lýð- ræðisríkjum skiptast flokkar á um að fara með völd og sitja í stjómarandstöðu, eftir því sem viðhorf breyt- ast og minnihluti verð- ur að meirihluta. En þetta á ekki við um öll samfélög. Minnihlutinn er ekki alltaf einfaldlega samsettur úr fólki með skoðanir sem em ekki lengur í tísku. Oft er um að ræða formgerðarminnihluta - fólk sem í Afríkubúar geta lært af eigin hefðum, segir Kofí Annan, og kennt öðrum um merkingu lýðræðisins. einhverjum skilningi myndar að- skilinn hóp, sem skilgreinist af kyn- þætti, lit, menningu eða trú. Ef flokkar eru myndaðir á grundvelli slíkra hópeinkenna tryggja kosn- ingar, þar sem sigurvegarinn hlýtur öll völd, minnihlutanum ekkert ör- yggi. Minnihluti sem er við völd mun ekki hætta á að glata þeim, og minnihluti án valda mun ekki eiga nokkra von um að ná þeim. Lýðræði virkar því aðeins að allir hópar samfélagsins finni að þeir til- heyri því og að það tilheyri þeim. Þetta þýðir í mörgum tilfellum að tryggja þarf með einum eða öðrum hætti að minnihlutinn geti verið viss um að hafa einhver völd. Sums stað- ar er hægt að gera þetta með vald- dreifingu þannig að þeir sem eru í minnihluta á landsvísu geti setið að völdum í landshlutum þar sem þeir hafa meirihluta. Annars staðar er hægt að gera þetta með þvi að búa svo um hnútana að minnihlutinn eigi fulltrúa á landsvísu - á þinginu eða innan framkvæmdavaldsins eða hvoru tveggja. Það sem máli skiptir er ekki það hvernig farið er að, held- ur hver árangurinn verður. Það er auðvelt að gera grein fyiir þessum grundvallaratriðum, en þau eru ekki alltaf auðveld í fram- kvæmd, einkum í landi þai- sem átök eru nýafstaðin, eða þar sem fólk er skelfilega fátækt og hungrað. Við slíkar kringumstæður er auðvelt fyrir þá, sem beita ofbeldi til að ná völdum, að narra fólk og halda því fram að stjórnarskrárbundin réttindi séu lúxus sem fátækt land hafi ekki -’ efni á. Hversu oft hefur maður ekki heyrt þessi viðhorfi. „Lýð- ræðið byrjar með morgunverðinum" eða að „svangur magi hafi engin eyru“. En hvað eftir annað hefur komið á dag- inn, sérstaklega í Afríku, að magar fátæklinga njóta aldrei góðs af valdamönnum sem neita að lúta vilja fólksins. Okkur hefur lærst að lýðræðið hefst við morgunverðai’borðið - að valdi þarf að deila innan heimilisins, milli kvenna og karla, og þaðan upp á efstu valdaþrep ríkisins, og reynd- ar alþjóðakerfisins. Kúgun er ekki raunhæfur valkostur við fátækt. Þróun er heldur ekki raunhæfur valkostur við frelsi. Fátækt og kúg- un haldast í hendur, en raunveruleg þróun leiðir til frelsis frá hvoru tveggja. Minni kynslóð Afríkubúa hefur lærst, af biturri reynslu, að ekkert ríki getur sannarlega kallast lýð- ræðislegt ef það veitir þegnum sín- um ekki lausn undan fátækt, og að ekkert ríki getur raunverulega þróast, svo lengi sem þegnum þess gefst ekki tækifæri til að fara með völd. Uppbygging afrískra þjóða hefúr einkennst af langri baráttu gegn fá- tækt, fáfræði, sjúkdómum og átök- um. Það þarf ekki að koma á óvart að lýðræði í Afríku hefur orðið fyrir mörgum áföllum. Það sem aftur á móti er eftirtektarvert er hinn mikli og síaukni lýðræðisþorsti sem Afr- íkubúar hafa látið í Ijósi, óbilandi hugrekki þeirra í andspymu við harðráða valdhafa og hversu vel hefur, í mörgum ríkjum, verið brugðist við kröfum þeirra um ábyrg stjórnvöld. Draumur kynslóðar minnar um sjálfstæði hefur ræst, en draumar okkar um lýðræði hafa að engu orð- „ ið. Guði sé lof að við höfum lifað að sjá lýðræði breiðast út á ný í Afríku og skjóta þar rótum. Höfundur er framkvœmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Þessi grein er byggð á ávarpi hans 4. desember 2000, á Fjórðu alþjóðaráðstefnunni um ný og endurreist lýðræðisríki. Kofi Annan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.