Morgunblaðið - 06.12.2000, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 06.12.2000, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Kristilegar gallabuxur Nú gilda ekki lengur vaðmál og kýr, nú eru vöruskiptin önnur. Lífsreglurfást í kaupbœti með bankainnistœðum og kristinn boðskapurfylgirgallabuxum. Eftir Sigurbjórgu Þrastardóttur Kannski er þetta leti, kannski eigingirni. Stundum níska, kannskivani. Égveit ekki beint hver undirrótin er, en það er eitthvað sem gerir að verk- um að samskipti okkar eru að breytast. Undarlegt afbrigði þeirra er að þróast; boðskipti bera öll einkenni vöruskipta og sam- skipti eru orðin viðskipti, hvorki meira né minna. Enginn gerir lengur neitt fjTÍr ekki neitt - allir þurfa að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Þá er ekki verið að vísa í það sem kallast atvinna; að vinna verk gegn greiðslu atvinnurekanda, heldur á ég við daglegt líf fólks í frístundum. Tíminn er greinilega peningar allan sólarhringinn, líka VinUODC eftir að stimp- VIÐHOnr iiklukkunni sleppir, og fólk lætur ekki svo lítið að hreyfa sig upp úr sófanum nema það fái eitt- hvað í staðinn. Það lætur kaupa sig til þess að gera alla skapaða hluti. Flestir kannast við gylliboð auglýsenda um hitt og þetta í kaupbæti, mæti menn á ákveðinn stað á ákveðnum tíma eða kaupi ákveðna vöru. Ef þú kaupir bfl færðu fría jólaseríu, ef þú ert fyrstur á heimilissýninguna bjóð- ast þér vetrardekk á hálfvirði. Og fólkið, með krónublik í auga, tek- ur í hnakkadrambið á sjálfu sér og hunskast af stað. En það er ekkert nýtt að bónus- ar tíðkist í verslun og viðskiptum. Það er hins vegar innrás þessa hugsunarháttar á önnur svið sem vekur hvað mesta athygli um þessar mundir. Nú er til dæmis nýbúið að kynna nýja þjónustu Sparisjóðs- ins sem kallast INNreikningur og gengur út á að unglingar geti grætt á því að hætta að reykja - eða hætta við að byrja. Þetta með gróðann er ekki oftúlkun mín á auglýsingum um þjónustuna, á vefnum www.komduinn.is stend- ur beinlínis á einum hnappi „Sjáðu hvað þú gætir grætt“ og hugmyndin er eftirfarandi: for- eldri eða annar nákominn ungl- ingnum ákveður að leggja pen- inga reglulega inn á reikning, gegn þvi að unglingurinn lofi því að reykja ekki. Um þetta er gerð- ur samningur milli ættingjans og unglingsins sem kveður á um að ef unglingurinn stendur við ákvörðunina, eignast hann upp- hæðina að samningstíma liðnum. Lagt er til að hvert innlegg nemi sem svarar einum sígarettupakka á dag og samkvæmt dæmum í kynningu gefur það milljónir í aðra hönd ef haldið er áfram nógu lengi. Þarna er viðskiptahugsun með athyglisverðum hætti komin inn í uppeldi og heilsuvernd á heimil- um. Ekki virðist lengur duga að ala böm sín upp í heilbrigðu um- hverfi eða gefa þeim góð ráð - nú . er talið nauðsynlegt að borga ~ þeim fyrir að fara sér ekki að voða. Kynslóðimar setjast ekki lengur niður til þess að ræða sam- an eða skiptast á skoðunum, þær setjast niður til þess að undirrita samninga. Annað dæmi, reyndar örlítið langsóttara. Kosningaþátttaka í bandarísku forsetakosningunum þótti bærileg í þetta sinn, en var þó ekki nema rétt rúm 50%. Þessi kosningaleti var gerð að umræðu- efni í skemmtiþætti Jay Leno fyr- ir skömmu og kom þá leikarinn David Schwimmer með snilldar- lausn á vandanum: „Það þyrfti að vera einhver gulrót sem fengi fólk á kjörstað. Égmeina, McDonalds gæti gefið fiskborgara þeim sem kæmu að kjósa. Svo mætti til dæmis auglýsa að fræg hljómsveit gæfi nýja smáskífu þeim sem mættu á kjörstað." Þetta hefði Schwimmer helst átt að leggja til fyrr, þá hefðu kannski komið nógu margir á kjörstað til þess að skera úr um sigurvegara kosninganna. Annars er þess sennilega ekki langt að bíða að hugmyndin komist raun- verulega í framkvæmd, jafnt vest- anhafs sem hér heima, enda erum við þekkt fyrir að tileinka okkur helstu nýjungar í viðskiptum á ljóshraða. Fyrirgreiðslur þing- manna hafa enda gengisfallið með slíkum hætti á undanfömum ár- um að fólki þykja þær sjálfsagt ekki lengur atkvæðisins virði - þess vegna eigi það það heimtingu á kaupbæti til þess að jafna vöru- skiptin. Én efnishyggjan ræður ekki að- eins ferðinni í uppeldi og stjóm- málum framtíðarinnar. Trúin er ekki undanskilin, þótt með öðmm hætti sé. Jólin em til dæmis fyrir löngu orðin að einni allsherjar markaðsmaskínu og til viðbótar hafa kirkjunnar þjónar nú bland- að sér í vöraskiptin - kannski til þess að snúa þróuninni sér í hag. Þeir hafa sem sagt lofað auglýs- endum í ár viðurkenningu fyrir þá útstillingu, kynningarefni og auglýsingu „sem verður í bestum samhijómi við boðskap jólanna“. Kaupahéðnar hafa þannig að sumra mati verið „keyptir" til þess að sinna hinni kristilegu hlið jólanna (þótt auðvitað ættu alvöm jól ekki að hafa aðrar hliðar en hina kristilegu). Þeir eiga von á vinningi og spila því með, en myndu margir að öðmm kosti ekki veita trúmálum svigrúm í gluggum sínum. „Við emm alls ekki að tala um að veita „kristilegasta" efninu við- urkenningu (...) heldur því efni sem beinir sjónum okkar að boð- skap jólanna, vekur umræðu og auðveldar okkur að sjá innihaldið í öllum umbúðunum," sagði sr. Bemharður Guðmundsson, verk- efnisstjóri á Biskupsstofu, í blaða- viðtali nýverið, og vildi þannig árétta tilgang keppninnar. En auglýsendur em greinilega ekki allir niðri á jörðinni, eins og skilti í einum Laugavegsglugganum vitnar um. Þar kemur engill svíf- andi af himnum ofan og segir: „Verið óhrædd því sjá, ég boða ykkur mikinn fógnuð: Levi’s í alla pakka!“ Einhvern tíma hefði þetta verið kallað guðlast og vart til vin- sælda fallið. Hvað þá verðlauna. Þannig mætti áfram telja. Verslun og viðskipti hafa tvinnast svo rækilega við flest svið dag- legrar tilvem að til vandræða horfir. Nú er ekki lengur víst að maður nenni í heimsókn til vina og vandamanna nema tryggt sé að þeir leysi mann út með gjöfum. Skattskýrslunni ætla ég ekki að skila nema fá bíómiða í staðinn og mér dettur ekki í hug að deyja nema einhver borgi mér fyrir það. Hugleiðingar á degi íslenskrar tungu JÁ, það var vissulega vel til fundið hjá núver- andi menntamála- ráðherra að efna til svo- nefnds „dags íslenskrar tungu“ og tengja hann við fæðingardag Jóna- sar Hallgrímssonar, 16. nóvember. Það var Grímur Thomsen, þá nýlega orðinn mag. art. í heim- speki og bókmenntum við háskólann, sem orti eftir Jónas, er lést af slysfömm í Kaup- mannahöfn 26. maí 1845. Þá var Grímur að- eins hálfþrítugur, en orðinn þroskað skáld. Hann yrkir átta ferhent erindi um Jónas, og lýk- ur ljóðinu með þessu gullfallega er- indi: Langt frá þinna feðra fold, fóstru þinna ljóða, ertu nú lagður lágt í mold, listaskáldið góða. Ég las á „degi íslenskrar tungu“ upp úr mér á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grand ljóðið Gunnarshólma, eft- ir Jónas. Það er eitt mesta listaverk í ljóði, sem komið hefur fram. Ég lærði þetta ungur í barnaskóla. Kennarinn setti okkur krökkunum fyrir ljóð til að læra heima utan að, og sé honum óendanleg þökk fyrir það. Þegar ég var nemandi á Reykja- skóla í Hrútafirði á stríðsámnum kenndi sr. Jón Guðnason, sá ágæti maður og kennari, bókmenntasögu. Hann talaði um skáldin og fræddi okkur um ævi, störf og skáldskap þeirra. Mér fannst þessir tímar fljótir að líða, enda fræðslan í besta lagi, persónuleg og lifandi. Sr. Jón fræddi okkur vitanlega um nám og störf Jónasar, svo og um dauðdaga hans. Hann var einstæðingur í stórborg- inni, langt frá ætt- jörðinni, fóstm ljóða hans. Sú venja hefur skap- ast að bjóða til sam- komu í Þjóðarbókhlöð- unni á „degi íslenskrar tungu“. Þama er boðið einhveijum útvöldum. Vandasamt hlýtur að vera að velja sauðina frá höfrunum, ef svo má að orði kveða. Era það ef til vill eingöngu bók- menntamenn, sem þarna koma við sögu? Sá hefði efalítið verið vilji listaskáldsins góða. Sýnist eðlilegast, að Rithöfundasambandið hefði fyrst og fremst veg og vanda af degi íslenskr- ar tungu, þó að fleiri kæmu þar nærri. Hér virðist fyrst og fremst vera tækifæri fyrir hina „útvöldu" (eliten) að sýna sig alþjóð, því að fjölmiðlarnir era vanir að „skjóta" á þetta ágæta lið. Hér er að verki sund- urgreining fólks, en hún fer vaxandi. Vissum aðilum em fengin ákveðin verkefni, jafnvel að yrkja ljóð við há- tíðleg tækifæri. Ekki var það gert fyrir Alþingishátíðina 1930 eða Lýð- veldishátíðina 1944. Þá var efnt til samkeppni og vafalítið hafa best ortu ljóðin verið valin. Mjög eðlilegt og lýðræðislegt. Fyrr á tíð var Ríkisútvarpið vett- vangur fólksins í landinu. Þá komu fram á þeim vettvangi margir þeir, sem nú eiga þess ekki kost, vegna þess að starfsmenn stofnunarinnar sitja þar í fyrirrúmi um flutning, og þar með væntanlega góðar aukatekj- ur. Þátturinn um daginn og veginn var settur út í kuldann, og þar með var fyrir því séð, að fólk úr röðum sem flestra stétta kæmi þar hvergi næm. Ég sakna þessa ágæta þáttar mjög og slíkt munu fleiri gera. í hon- CCIIO:IM7:OOT2PDS4-OC does not exist Auðunn Bragi Sveinsson Islenzkir fjölmiðlar eru óhlutdrægir GREIN Eldars Ást- þórssonar sem birtist í Morgunblaðinu þriðju- daginn 28. nóvember síðastliðinn er mjög ýkt þar sem hann fordæmir ekki eingöngu ísraels- menn og ísraelsher heldur einnig íslenska fjölmiðla. Ég vil láta það koma skýrt fram að ég hef ekki hugsað mér að afsaka þá hörmu- legu atburði sem báðir aðilar hafa framkvæmt á vígvellinum í Miða- usturlöndum heldur vil ég koma á framfæri jafnari og raunsærri útgáfu af þeim atburðum. Eldar seg- ir að 240 Palestínumenn hafi verið myrtir af ísraelskum hermönnum. I deilu þar sem báðir aðilar taka þátt í bardögum er villandi og beinlínis rangt af honum að kalla dauðsföll í stríði morð. Þetta er hreinlega af- bökun á sannleikanum. Ekki er hægt að skilgreina dauða þeirra ung- menna sem em að kasta steinum í miðri víglínunni í þeim eina tilgangi að skaða andstæðinginn sem morð. Orðið morð er venjulega notað í tengslum við dráp af ásettu ráði á al- gerlega saklausu fórnarlambi. Sú staðreynd að mannfall verður hjá báðum aðilum í þessum átökum virð- ist Eldari yfirsjást í sinni hlutdrægu grein. Annars vegar heyrðum við af hinum hörmulega dauðdaga þar sem hin unga Sara Abdel-Athim Hassam var skotin og okkur öllum var mjög bmgðið. Á hinn bóginn horfðum við uppá í sjónvarpinu þegar tveir ísra- elskir hermenn vom pyntaðir og seinna myrtir af vopnuðum Palestínumönnum. Það er án efa mikil ógæfa í þessum átökum að börn séu meðal fórnar- lamba. Hvað sem því líður verður að spyrja: Hvað era ung palest- ínsk böm að gera á göt- unni í miðjum stríðsá- tökum? Án efa ætti að halda saklausu fólki sem ekki er að taka þátt í bardögum frá hættusvæðum. Eldar sakar einnig íslenska fjölmiðla um hlut- drægni í umfjöllun þeirra um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Þessi staðhæfing á ekki við rök að styðjast. Miðausturlönd Starf fréttamannsins, segir David Freeman, er ólíkt starfí stjórn- málaskýrandans. Undir það síðasta hafa átökin þróast yfir í röð refsiaðgerða, þar sem hvor hlið reynir að hefna fyrir dauða eins eða íleiri úr þeirra röðum. Ef ísrael- ar svara fyrir sig í sömu mynt inni á hernumdu svæðunum geta fjölmið- lar ekki kallað þetta neitt annað en „harðar aðgerðir". Eldar sakar þá á hinn bóginn um að taka ekki sterkar til orða. Undir þessum kringum- David Freeman Tungan Fyrr á tíð, segir Auðunn Bragi Sveinsson, var Ríkis- útvarpið vettvangur fólksins í landinu. um var mikil breidd, óhætt að segja, þar eð flytjendur vom alls staðar að af landinu. Auðvitað verður enginn eilífur, ekki heldur útvarpsþáttur, en mér sýnist, að enga nauðsyn hafi til borið að leggja þáttinn um daginn og veginn niður og þar með fækka flytj- endum, sem oftar en ekki komu úr al- þýðustétt. Starfsmenn em nauðsynlegir við hverja stofnun, en þeir eiga fyrst og fremst að stjórna verkum, en ekki að gerast það heimaríkir, að fáir komist þar aðrir að. Sama má segja um mál- gögn í prentuðu máli. Þar era rit- stjórar til að taka við efni og velja það eftir besta viti og samvisku, en þeir eiga vitanlega ekki að koma fyrst og fremst sínu efni á framfæri. En svo virðist sem flestir reyni að næla sér í aukavinnu sem mest þeir mega, til að geta veitt sér þeim mun meira af ver- aldargæðum. Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, vakti máls á því í áramótaræðu sinni í upphafi þessa árs, að fólk yrði að geta gagnrýnt ým- islegt, án þess að mega búast við því að vera sniðgengið eða refsað á hinn grófasta hátt. Slík orð forseta okkar em í tíma töluð, því að ekki mun ótítt að réttmætri gagnrýni sé mætt með fyrrnefndum hætti. Ekki minnist ég þess að annar forseti íslenska lýð- veldisins hafi minnst á mál sem þetta og sé honum þökkin tjáð hér fyrir það manntak. Við búum í lýðræðisríki þar sem mál- og ritfrelsi á að ríkja. Sé sá réttur fyrir borð borinn búum við í bananalýðveldi, en ekki í réttarríki. Ég er ekki viss um að margir hafi tekið eftir fyrrgreindu atriði í ára- mótaræðu forsetans, en vil þá þeim mun meir leggja áherslu á það. Höfundur er félagi í Rithöfunda- sambandi Islands. stæðum er ekki hægt að kalla þessar aðgerðir hryðjuverk þar sem Isra- elsher er oftar en ekki að berjast gegn vopnuðum Palestínumönnum í felum. Á hinn bóginn má kalla að- gerð „hryðjuverk" þar sem sprengju er komið fyrir í þeim eina tilgangi að drepa eða limlesta saklaust fólk. Orð eins og hryðjuverk em því miður notuð meira þegar ritað er um Pal- estínumenn. Þetta er að miklu leyti vegna þeirra fjöldamörgu sprengju- tilræða sem íslamskir öfgahópar eins og Hamas eða Hezbollah hafa staðið fyrir. Það er ógjörningur að ætla fjölmiðlum að taka sterkar til orða í fordæmingu þeirra á aðgerðum ísra- elska hersins. Starf fréttamannsins, ólíkt starfi stjómmálaskýrandans, er fólgið í því að skýra frá staðreyndum málsins en geta sér ekki til um þær. Fréttamaðurinn verður að segja frá fréttinni á nákvæman og hlutlausan hátt og skýra frá atburðum eins og þeir em í raun og vera. Skoðunum hans og spádómum má aldrei vera þröngvað uppá þann sem les frétt- ina. Flestir fréttamenn fara eftir þessum óskráðu siðareglum og tel ég að fjölmiðlar hér á landi séu með fréttaflutning eins og hann gerist bestur í heiminum. Fréttir hér á landi af þeim atburðum sem nú eiga sér stað í Miðausturlöndum, sem og annars staðar í heiminum, virðast vera settar fram á sanngjarnan hátt og taka mið af öllum hliðum. Að mínu mati hjálpar Eldar Ástþórsson ekki málstað sínum með því að ásaka ís- lenska fjölmiðla um hlutdrægni. Aukinn alþjóðlegur þrýstingur á Israela, um að láta land eftir til Pa- lestínumanna, ýtir undir þá von hjá flestum að fljótlega komi til lausn á þessari deilu. Á hinn bóginn ætti ekki að beina pólitískri gremju óréttilega að fjölmiðlum. Höfundur hefur higt stund á fjölmiðiafræði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.