Morgunblaðið - 06.12.2000, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 06.12.2000, Qupperneq 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN Hámarksbið eftir læknis- aðgerð UNDANFARIN ár hafa um 7.000 manns verið á biðlistum eftir læknisaðgerðum árlega hér á landi. • I lögum um réttindi sjúklinga er kveðið á um rétt sjúklinga sem bíða læknisaðgerðar. Þar segir að ef sjúklingur þarf að bíða eftir með- ferð skuli læknir, sem hann leitar til, gefa skýr- ingar á biðinni ásamt upplýsingum um áætlað- an biðtíma og jafnframt gefa sjúklingi kost á bók- un aðgerðar. Ekki er ákvæði um hámarksbið í íslenskum lögum eins og er í ná- grannalöndum okkar. Lögfesta þarf hámarksbið j~ Mikilvægt er að við lögfestum hámarksbið eftir aðgerð eins og gert hefur verið annars staðar á Norður- löndum. Þingmenn Samfylkingar- innar hafa lagt til að lögleiða skuli hámarksreglur um biðtíma eftir að- gerð. Við teljum að miða skuli við að biðtími eftir aðgerð sé að jafnaði ekki lengri en þrír til sex mánuðir eftir eðli sjúkdóms. Sú afstaða er í sam- ræmi við niðurstöðu nefndar heil- brigðisráðherra um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Við umfjöllun um frumvarp um réttindi sjúklinga lögðu fwigmenn Samfylkingarinnar í heil- brigðisnefnd til að ákvæði um 3-6 mánaða hámarksbiðtíma eftir aðgerð eftir eðli sjúkdóms verði lögfest og nú er sambærileg lagabreyting frá okkur til umfjöllunar í heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis. Ymis rök mæla með því að kveðið sé á um það í lögum hvað skuli teljast hámarksbiðtími eftir aðgerð að öllu jöfnu. Engar reglur eru til um þetta aðrar en verklagsreglm- sjúkrahúsa og annarra heilsustofnana. Á ein- staka sviðum eru alls engar reglur til. Þetta fyrirkomulag verður að telj- ast ófullnægjandi þegar svo mikil- vægt málefni er ann- ars vegar. Löng bið er böl Langur biðtími eftir aðgerð hefur í för með sér mikil óþægindi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Vanlíðan, streita, kvíði og óvissa eru algeng einkenni þeirra sjúkl- inga sem lengi þurfa að bíða eftir aðgerð. Þá upplifir fólk langa bið sem virðingarleysi við líf sitt og heilsu ef það á annað borð stendur í þeirri trú að aðgerð geti læknað mein og linað þjáningar þess. Langur biðtími hefur ekki einung- is slæm áhrif á tilfinningalegt og líka- mlegt ástand sjúklings, heldur er það viðurkennt að langir biðlistar eru kostnaðarsamir, bæði fyrir sjúkling- ana sjálfa og þjóðfélagið í heild. Hér er fyrst að nefna að sjúklingar eru oft frá vinnu vegna veikinda sinna. Löng bið eftir aðgerð hefur þau áhrif að vinnutap verður meira en ella hefði orðið, sem oft hefur al- varleg áhrif á fjárhag sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Vinnutapið leiðir síðan til minni skatttekna ríkissjóðs og lyfjakostnaður Tryggingastofn- unar eykst í hlutfalli við lengd veik- indanna. Auk þessa má nefna aukinn kostnað ríkis og sveitarfélaga vegna heimaþjónustu, heimahjúkrunar, annarra læknismeðferða og vistun- arplássa. Gera má ráð fyrir að aðgerð verði umfangsmeiri og erfiðari og þar með kostnaðarsamari eftir því sem hún dregst lengur. Loks má benda á að aukið álag og fjölgun inn- lagna á bráðadeildir sjúkrahúsanna má að hluta til rekja til biðlistanna. Þjóðhagslega óhagkvæmir biðlistar Af þessu má sjá að langur biðtími er bæði þjóðhagslega og heilsuhag- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Biðlistar Langur biðtími hefur ekki einungis slæm áhrif á ástand sjúklings, segir Ásta R. Jóhannesdóttir, heldur eru langir biðlistar kostnaðarsamir, bæði fyrir sjúklinga og þjóð- félagið í heild. fræðilega óhagkvæmur. Ekki er unnt að setja einhlítar reglur sem gilda skuli við allar að- stæður, enda biðlistar misjafnlega al- varlegir. Ymsar ástæður geta valdið því að biðtími eftir aðgerð verði lang- ur, til dæmis skortur á læknum með næga sérþekkingu, skortur á nauð: synlegum áhöldum og tækjum o.fl. í aðstæðum sem þessum getur langur biðtími oft reynst óhjákvæmilegur. Af þessum sökum leggjum við til við- miðunarákvæði um hámarksbiðtíma að öllu jöfnu. Ein er sú ástæða sem aldrei ætti að réttlæta langan bið- tíma, en það er fjárskortur, þar sem ljóst er að biðlistar spara enga pen- inga heldur er einungis verið að kasta peningum á glæ með myndun þeirra. Viðmiðunarregla um 3-6 mánaða hámarksbið að jafnaði er fallin til þess að skapa samræmi og eyða óvissu við meðferð þessara mála, auk þess að vera spamaður fyrir samfé- lagið. Það er spamaður fyrir ríkis- sjóð að koma á reglum um hámarks- bið. Kostnaður við biðina er oft meiri en kostnaðurinn við aðgerðina, sem kemur síðan til viðbótar. Reglur á Norðurlöndum Víða erlendis hafa verið settar reglur um hámarksbið eftir aðgerð- um og heilbrigðisþjónustu. Má nefna að í Svíþjóð vom settar reglur um þriggja mánaða hámarksbiðtíma eft- ir aðgerðum á sjúklingum með til- tekna sjúkdóma. Svipaðar reglur voru settar í Dan- mörku. í Noregi er miðað við að sjúklingar með alvarlega sjúkdóma eigi rétt á nauðsynlegri meðferð eða aðgerð innan sex mánaða. Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar í Reykjavík. ‘Aida setti heims- met í Shanghai ÞEGAR óperan Aida var flutt í Shanghai 3. nóvember sl. reyndist það stærsta sviðsupp- færsla óperusögunnar. Aida, sem er ein frægasta ópera Verdis, var ílutt á íþróttaleik- vangi Shanghai sem hluti af dagskrá alþjóð- lí'grar listahátíðar Dorgarinnar. Tröllaukin sviðs- mynd óperunnar gagn- tók áhorfendur, en þar gat að líta 30 metra háa Sfinx-styttu og yfir 4.000 leikmuni á 5.000 fermetra leiksviði. Fram komu yfir 5.000 flytjendur í búningum og lif- andi tígrisdýr, ljón, fílar, úlfaldar, hlébarðar og kyrkislöngur. Þetta er í fyrsta sinn í óperusögunni sem Aida er flutt á íþróttaleikvangi. Uppfærsl- an var hönnuð sérstaklega fyrir -^umsýninguna í Shanghai, og verð- ur óperan síðar flutt víða í löndunum við Kyrrahaf. Aida, sem er í fjórum þáttum, er ein af tíu vinsælustu óperunum og var samin af Giuseppe Verdi árið 1871 til að halda hátíðlega opnun Su- ez skipaskurðarins í Egyptalandi. Hún hefur verið ein vinsælasta óp- éra heims allt frá því hún leit fyrst dagsins ljós. í upp- færslunni í Shanghai var þáttum úr þjóð- legri, kínverskri leik- list á nærfærinn hátt fléttað inn í sígilda ást- arsöguna í verki Verd- is. Til dæmis breytast söguhetjumar báðar í tvö falleg fiðrildi í sögulok. Þetta hrífandi atriði er undir greini- legum áhrifum frá þjóðlegu kínversku leikriti, Liang Zhu. Áhorfendur tóku flutningi óperunnar opnum örmum. Meira en 45.000 miðar á frumsýninguna seldust á augabragði og skipuleggj- endumir urðu að bæta annarri sýn- ingu við enda þótt upphaflega hafi ætlunin verið að halda aðeins eina sýningu í Shanghai. Samt sem áður reyndi fjöldi manns að komast á að- alæfinguna þar sem þeim reyndist ómögulegt að fá neina miða. Eins og kínverski óperustjórnandinn benti á þá er eitt mikilvægasta atriðið varð- andi uppfærslu sem þessa að hvetja almenning til að koma og sjá ópera, og einnig að færa óperana aftur til fólksins. Einmitt með það í huga lét stjómandinn tíu þúsund manns með- al áhorfenda syngja kóratriði í sýn- Zhang Chi Heimsmet Þessi uppfærsla í Shanghai á Aidu fékk skráð þrjú heimsmet í Heimsmetabók Guinn- ess, segir Zhang Chi, þ.e. fyrir stærsta sviðið, mesta fjölda flytjenda og mesta fjölda áhorf- enda. ingunni. Sýningin vakti einnig mikla at- hygli erlendis. Yfir 4.500 áhorfendur frá Austurríki, Japan, Frakkland, Singapúr og Bretlandi vora við- staddir frumsýninguna, sem allir nutu hennar til hins ýtrasta. Eftir sýningamar tvær í Shanghai náði þessi uppfærsla á Aidu að fá skráð þrjú heimsmet í Heimsmeta- bók Guinness, þ.e. fyrir stærsta svið- ið, mesta fjölda flytjenda og mesta fjölda áhorfenda. Höfuðstöðvar Gu- inness í Bretlandi hafa falið útibúi sínu í Shanghai að afhenda skipuleggjendum uppfærslunnar, Shanghai Oriental sjónvarpsstöðinni og Shanghai Entertainment Coop- eration, staðfestingarvottorð um þessi heimsmet. Höfundur er menningarfulltrúi kín- veraka sendiráðsins. Brandi brugðið UNDARLEG frétt leit dagsins ljós í Morgunblaðinu hinn 28. nóvember þar sem „kennarar" í Engja- skóla ályktuðu um sanngjama kröfu mína um að formaður For- eldra- og kennarafé- lags Engjaskóla segði af sér vegna slúðurs og rógburðar eftir að siðanefnd Blaða- mannafélagsins hafði óvefengjanlega svarað erindi hans um að und- irritaður væri sýkn. Reynir Kennarar segjast Traustason styðja formanninn í einu og öllu og harma jafnframt skrif undirritaðs. Svo er að sjá að kennararnir, sem reyndar fengu mikið lof í greininni, hafi ekki gert sér grein fyrir því út á hvað málið gengur. Það skal skýrt hér nánar en rétt er að benda á að það kom skýrt fram í grein minni, Burt með Brand, sem birtist í Grafarvogs- blaðinu. Málið snýst ekki um það að ég hafi verið kærður til siðanefndar Blaðamannafélags íslands fyrir fréttaskrif í DV um áhyggjur for- eldra í Engjahverfi af unglingum sínum sem þeir töldu að verið væri að fóðra á tóbaki og landa gegn því að þau færu í sendiferðir með eitur- lyf. Eftirmál vegna kærannar er það sem skrif mín snúast um. Siða- nefnd sýknaði nefnilega þann sem þetta skrifaði og þar með hefði mál- inu átt að ljúka. En því lauk ekki því kærandinn vildi heldur rétta sinn hlut og grobbaði af því í hópi for- eldra um að það hefði verið mér „þörf áminning“ að þurfa að verjast í málinu. Með slíkum yfirlýsingum er vegið að heiðri mínum. Einstakl- ingur sem tekst á forystustörf í fé- lagi verður að gæta orða sinna og gjörða. Að lýsa þvi að sá sem sak- laus var fundinn í einhverju máli hafi hlotið áminningu getur ekki skoðast með öðram hætti en þeim að Gróa á Leiti vilji koma því á framfæri að „hinn granaði“ sé þrátt fyrir allt sekur. Sá sem ekki skilur að blaðamaður sem fer fyrir siða- nefnd og svarar þar samviskusam- lega öllum spurningum vill njóta sannmælis eftir að þrefinu lýkur er með eindæmum sljór eða illgjam með afbrigðum og ætti helst að halda sig í skúmaskotum með slúð- ur sitt. Menn geta sett málið í það sam- hengi að prestur væri kærður til siðanefndar Prestafélagsins fyrir áreiti við sóknarbam eða aðrar sak- ir. Imyndum okkur að einhver úr sóknamefnd væri kærandinn. Siða- nefndin kæmist að óyggjandi niður- stöðu um að presturinn væri sak- laus. Kærandinn heldur sínu striki og slúðrar um það við söfnuðinn að þetta hafi verið klerki „þörf áminn- ing“. Flestir og meira að segja kennar- ar í Engjaskóla hljóta að geta fallist á að slíkt væri rógur í garð guðs- mannsins. Nú skal skýrt tekið fram að sá er þetta ritar er ekki guðsmaður en eigi að síður starfa ég með sannleik- ann að vopni. Verði mér á í mess- unni vil ég axla þá ábyrgð en mistök gengisfella auðvitað blaðamenn jafnt og presta svo ekki sé minnst á kennara. Eftir sjö ára starf í blaða- mennsku er ég með hreinan skjöld hvort sem litið er til dómstóla eða siðanefndar Blaðamannafélagsins. Fráleitt mun ég una því að slúður- beri í Engjahverfi komi á mig sínum óþverrastimpli. Ályktun kennara í Engjaskóla er harmsefni öllum þeim er eiga eitt- hvað undir þeim. Hafi þeir skilið um hvað málið snýst era þeir vísvitandi að slá skjaldborg um einstakling sem ekki veldur hlutverki sínu. Skilaboð kennaranna til nemenda sinna era þá skýr. Illmælgi er í lagi og það ber að vernda þá er henni beita. Kennarar hafa bragðið brandi til vamar formanni sínum en lögin geiga eins og gjaman þegar um er að ræða slæman málstað. Þeir um það en ég mælist til þess að þeir beini árásum sínum að mér en ekki öðram. Eg á mikið undir Engjaskóla þar sem bam mitt stundar nám. Góð hlið þess máls er að nemandinn hefur náð árangri sem hægt er að vera stolt- ur af. Það þakka ég góðum kennara og skóla sem verið hefur til sóma. Til þess að enginn vafi leiki á því að greinin Burt með Brand var send til birtingar að undangenginni viðvör- un vil ég taka fram að Hildur Haf- stað skólastjóri fékk hana senda hálfunna í tölvupósti. Með því vildi ég tryggja að ekki væri hægt að lesa úr henni árás á kennara eða Samskipti Ályktun kennara í Engjaskóla, segir Reynir Traustason, er harmsefni öllum þeim er eiga eitthvað undir þeim. skólastjórn Engjaskóla. Hildm- hringdi í undirritaðan og lagði til að greinin yrði ekki birt. Þá er ljóst að hún hefur reifað efni hennar fyrir öðrum því tveimur dögum síðar hringdi formaðurinn og kærandinn og vildi fund um málefni unglinga í Engjahverfi. Formanninum var þá gerð grein fyrir því að engin fund- arhöld yrðu fyrr enn hann bæðist afsökunar á illmælginni. Það vildi hann ekki en sagði „mistök“ að hafa reifað álit sitt um „verðuga áminn- ingu“ fyrir foreldram sem færðu undirrituðum boðin. Ljóst varð í samtalinu að Gróa á Leiti var í fullu fjöri. Og hún er ekki ein því kennar- ar Engjaskóla hafa gengið í lið með henni. Það er sorglegt. Önnur hlið þessa máls er krana- blaðamennska Morgunblaðsins sem birtir undir hausnum „fréttir" ályktun sem samþykkt er á kaffi- stofunni í Engjaskóla án þess að leitað sé viðbragða þess er þetta rit- ar og er nafngreindur. Morgunblaðið hefur hvorki fjallað um úrskurð siðanefndar né sjálfa greinina sem birt var í Grafarvogs- blaðinu. Morgunblaðið birtir ein- faldlega ályktunina staf fyrir staf og svertir þar með þann er kennarar lýsa harmi sínum yfir. Rétt er að upplýsa að fréttastjóri Morgun- blaðsins var spurður hvort þetta væru hefðbundin vinnubrögð fjöl- miðils sem sífellt heldur því á lofti að hann sé verður trausts. Svarið var að ályktunin hafi verið birt vegna óska frá kennuram og sá er nafngreindur var í „fréttinni" gæti beðið um sömu þjónustu. Það þarf semsagt bara að panta fréttir hjá Mogganum. Þetta mál er ekki einstakt hvað Morgunblaðið varðar því blaðið hef- ur þá undarlegu áráttu að reyna blygðunarlaust að koma höggi á samkeppnisaðila og þá einstaklinga er þeim tengjast. Morgunblaðinu til hróss verður þó að segjast sem er að sjaldnast hefur áráttan náð inn í fréttaskrif. En nú er komið að því. Þær kröfur sem settar vora fram í fyrri greininni standa þrátt fyrir aðför kennaranna. Málið í heild sinni er á milli mín og formannsins en ekki skólans sem er í hæsta gæðaflokki. Eg mun ekki standa í frekari illdeilum við kennara og skólalið Engjaskóla en er fús til að fyrirgefa þeim er það verðskulda. Höfundur er fyrrverandi félagi í Foreldra- og kennarafélagi Engja- skóla og starfar við blaðamennsku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.