Morgunblaðið - 06.12.2000, Síða 50

Morgunblaðið - 06.12.2000, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ 30 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000_________________ MINNINGAR UNA HALLDÓRSDÓTTIR + Una Halldórs- dóttir fæddist á ísaflrði 12. ágúst 1931. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu 5. nóvember síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 1. des- ember. í dag kveðjum við hinstu kveðju okkar kæru vinkonu Unu Halldórsdóttur. Ót- ímabært andlát hennar bar brátt að. Ekki grunaði mig að hennar hinsta ferð væri framundan. Einhvern veginn er þessi staðreynd svo óraunveru- leg. Una stendur mér svo ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, en vegir Guðs eru órannsakanlegir. A 50 ára afmælishátíð ísfirðinga- félagsins 1995 var birt í afmælis- skránni ljóð eftir mann frá heimabæ mínum Selfossi og finnst mér vel við hæfi að birta hluta þess í minningar- grein um Unu. ísfirðingur aldrei sparar orku fyrir land og þjóð. Þó í kuldasárin svíði sindrar bjart hans innri glóð. Isafjörður alið hefur upp með reisn og glæsibrag morgunroðans menn og konur með sitt trausta hjartalag. (Hafsteinn Stefánsson.) Kona með traustara hjartalag var vandfundin og Una sparaði ekki orkuna ef því var að skipta og voru henni þess vegna falin mörg trúnað- arstörf. Una var stolt af því að hafa alist upp á ísafirði og naut hún þess að heimsækja Isafjörð eftir að þau hjónin fluttu til Reykjavíkur og var gaman að heyra hana segja ferða- sögur að vestan. Eg tel það mitt lán að hafa fengið að kynnast Unu og Þorgeiri (Geira) föðurbróður mínum og fyrir mér voru þau alltaf sem eitt, alveg sér- lega elskuleg og samhent. Þess vegna er ekki hægt að minnast Unu án þess að nefna Geira í sömu andrá. Una var einstök kona, laus við l v/ FossvogskiKhjugaiA o V Sfmi. 554 0500 fordóma og látalæti. Traust, jákvæði og heiðarleiki voru henn- ar aðalsmerki. Síðustu daga hafa farið í gegnum huga mér margar ljúfar minningar, minningar frá því við systkinin vorum að alast upp í Hnífsdal og vorum full tilhlökkunar að fá Unu, Geira og krakkana í heimsókn. Sérstaklega eru minnisstæðar sam- verustundir okkar á jóladag ár hvert þar sem við sátum saman og hlustuðum á jólabarnatímann í útvarpinu og borðuðum jólaeplin og appelsínum- ar. Þegar ég var 16 ára fór ég að heiman til vinnu á sjúkrahúsi Isa- fjarðar og leigði þar herbergi. Þá var gott að geta hlaupið yfir til Unu og Geira í spjall og alltaf jafn nota- legt að koma til þeirra. Þau tóku mér sem fullorðinni manneskju, sem vakti hjá mér ábyrgðartilfínn- ingu. Una var skemmtilega fljót að til- einka sér nýjungar og átti hún marga fáséða og nýtilega hluti, hluti sem hún sá í verslunum og var fljót að sjá notagildi þeirra en við hin sá- um ekki við fyrstu sýn til hvers voru. Unun var að fylgjast með Unu bæði vegna vinnugleði hennar og út- geislunarinnar sem stafaði frá henni vegna þess að hún naut þess svo að vera til. Una fylgdist vel með og hafði ákveðnar en heilbrigðar skoð- anir á lífinu. Mér hlotnaðist sú gæfa að fá að vera á heimili þeirra Unu og Geira í tæpan mánuð fyrir 18 árum þegar ég gekk með tvíburana mína og var að bíða eftir að þeir fæddust. Sá tími var mjög dýrmætur og fyrir hann vii ég þakka. Ég lærði margt af þeim og var gaman að fylgjast með sam- heldni þeirra hjóna og jafnræði. Þegar þau töluðu t.a.m. í síma við nána ættingja og vini töluðu þau bæði í einu í tvíburasíma, sem sýnir samheldnina og hversu fljót þau voru að tileinka sér tækninýjungar. Samverustundirnar síðustu ár hafa verið allt of fáar en síðustu samver- ustund mína með Unu mun ég varð- veita vel. Við skoðuðum saman myndir eins og við gerðum svo oft því þau Geiri voru mjög dugleg að festa atburði hversdagslífsins á filmur. Hún sýndi mér stolt mynd af sonardóttur sinni í upphlut sem Una Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista MOSAIK Marmari Graníl Blágrýti Gahbró Líparít Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 .sturhlíð 2 Fossvogi 551 1266 rtv.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja % ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. hafði saumað, einnig hafði hún saumað annan á dóttur sína. Unu féll aldrei verk úr hendi og ótrúlegt hvað hún áorkaði miklu og hafði svo sannarlega skilað sínu þó hún yrði ekki eldri. Þegar við kvöddumst, en þá vissi ég ekki að það yrði okkar hinsta kveðja, féllu yndisleg vinatár milli okkar sem ég mun ekki gleyma. Samheldni föðurfjölskyldu minnar „Hjörleifsfjölskyldunnar" hefur verið sérlega mikil og bundin traustum vináttuböndum. Höfum við því misst mikið að missa Unu sem bar hag okkar allra fyrir brjósti. Hennar er því sárt saknað og verðum við sem eftir lifum að vera dugleg að halda hópinn og styðja hvert annað nú þegar Guð hefur kallað hana til sín. Kæru vinir: Geiri, Elsa, Arnaldur, Dúddi, Heiða, Berglind og Hákon Atli, ég vil fyrir hönd mömmu, pabba, Bettýjar, Hjölla, Öllu og fjöl- skyldna okkar senda ykkur innileg- ar samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja ykkur og varðveita á þess- um erfiðu tímum. Til þín að lokum, elsku Una, frá ökkur öllum: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Ljúfar minningar um þig munu lifa meðal okkar. Sigríður Jensdóttir. Hún Una okkar er „farin heim“, eins og sagt er á skátamáli. Aðeins örfáum dögum fyrir iát hennar var ég stödd í Reykjavík og átti þá morgunstund með þeim hjónum, Unu og Þorgeiri. Fyrir þær stundir er ég nú óendanlega þakk- lát. Minningarnar þyrlast fram í hug- ann og hvílíkar minningar sem hún Una skilur eftir fyrir okkur öll sem þekktum hana. Hjartað fyllist af þakklæti fyrir að hafa átt hana að. Lítið ísfirzkt skátaljóð leitar á hugann: Nú hugann læt ég líða í litla dalinn minn þar birkilautin blíða, mig býður velkominn. Æskan þar undi í iðgrænum lundi við skátavarðeldinn. Ég minnist margra stunda, hinmildusumarkvöld. í skjóli lágra lunda, líður áin köld. Ánægjan ómar, eldurinn ljómar og skín á skátatjöld. (Har.Ól.) Una var ung þegar hún kynntist manngildishugsjón skátahreyfing- arinnar og gekk í kvenskátafélagið Valkyrjuna á ísafirði. Einkunnar- orð skáta: „Orðinn skáti, ávallt skáti,“ sönnuðust svo sannarlega á Unu í öllum sína bezta skilningi. Og það var einmitt í skátastarfinu sem leiðir okkar Unu lágu saman. Það var alltaf óskaplega mikið um að vera hjá ísafjarðarskátunum og Valkyrjumar og Einherjamir stöð- ugt eitthvað að bralla. Skátamót vom undirbúin, farið í útilegur, staðið í byggingum og endalaust verið að. Una var góður félagi sem alltaf var hægt að treysta og alltaf lagði gott til mála. Henni var gefin frábær verkgreind og var ómetan- legt að eiga hana að við hvers konar störf. Var þá sama hvort verið var að sauma varðeldaskikkjur, búa til heilt eldunartjald eða smíða, allt lék í höndunum á henni og svo hafði hún líka þann eiginleika sem stundum gat komið sér vel, nefnilega að vera svo þrjósk, að gefast aldrei upp fyrr en lausn fannst á hlutunum! Það var gaman að vera með Unu að skoða fallegt handbragð, hún kunni svo vel að meta haglega unnið verk, sama hver efniviðurinn var, gerði sér svo glögga grein fyrir því sem lá að baki. Mér verður hugsað til Unu og Geira í tjaldinu sínu í útilegum og á skátamótum, fyrst með Elsu og Dúdda, síðan bara tvö, til allra stundanna í skátahópi. Einu sinni fómm við sjö Valkyrjur úr Svanna- sveitinni í ferðalag norður í Húna- vatnssýslu að heimsækja eina úr hópnum sem þá var orðin bónda- kona að Torfalæk og hver ætli hafi svo sem tekið að sér að keyra okkur alla þessa leið og hafa okkur skvaldrandi og syngjandi hástöfum báðar leiðir, nema hann Þorgeir Hjörleifsson. Hann hefur þolað okk- ur ýmislegt í gegnum tíðina og mik- ið óskaplega þykir okkur vænt um hann. Mörgum árum seinna fórum við svo aðra ferð að Torfalæk til El- ínar og Jóhannesar, Una, Þorgeir og við Snorri, maðurinn minn. Þá fögnuðum við 100 ára sameiginlegu afmæli þeirra Torfalækjarhjóna og áttum yndislega helgi saman, en reyndar var ekki sungið eins mikið á leiðinni... Það hefur komið glöggt í ljós þennan tíma sem liðinn er frá frá- falii Unu, hvern hug skátasystkin bera til þeirra hjóna og hljóðar bæn- ir og hlýjar kveðjur frá þeim hópi fylgja Þorgeiri og fjölskyldu þeirra Unu um leið og hennar er minnst sem einstaklega góðs vinar og fé- laga. Una og Þorgeir hafa alltaf verið sérlega gestrisin og leiðir ættingja og vina hafa legið á heimili þeirra, fyrst á Isafirði ög síðar í Reykjavík. Unu þótti vænt um húsmóðurstarfið og lagði mikla alúð við uppeldis- og heimilisstörfin og það var ákaflega gott að leita til hennar um hvers kyns hollræði á því sviði. Henni þótti gaman að veita fólki og það var t.d. fjarri henni að rjúka að heiman á stórafmælum. Gerði hún óspart grín að undirritaðri fyrir slíkt til- tæki og var eiginlega fastmælum bundið að það yrði ekki endurtekið. Vináttuböndin úr skátastarfinu rofnuðu aldrei heldur þróuðust í vin- áttu sem náði til fjölskyldna okkar beggja og Una og Þorgeir löngu sjálfsögð í hópnum á stórum stund- um í fjölskyldu okkar Snorra. Árið 1978 tóku Una og Þorgeir þá ákvörðun, að flytja til Reykjavíkur og lágu til þess ýmsar ástæður en heilsufar Unu réð þar mestu, hún var þá komin með slæman astma. Fyrir átta árum greindist hún með krabbamein og þurfti að gangast undir erfiða læknismeðferð. Með sínu jákvæða hugarfari og dugnaði, umvafin umhyggju eiginmanns og fjölskyldu og hjálp læknavísind- anna, tókst henni að sigrast á þeim veikindum. Talaði hún oft um hve lánsöm hún væri, að hafa komizt yfir þau og þakkaði tímann sem henni fannst sér vera gefinn. Hún Una var svo einstakiega vel af Guði gerð, við- kvæm og hjartahlý, tók hlutunum af æðruleysi eins og þeir komu fyrir, hrein og bein, lá ekki á skoðunum sínum ef því var að skipta, en gerði sér ætíð far um að skilja sjónarmið annarra. Hún kom víða við á lífsleið- inni og var óspör á starfskrafta sína. Þau hjónin voru einstaklega samst- iga í sínum félagsstörfum en ekki síður í því er sneri að fjölskyldu og vinum. I þeirra tilfelli var ekki hægt að segja að leiðin frá Reykjavík til Isafjarðar væri lengri en frá Isafirði til Reykjavíkur eins og stundum er sagt, því að þau hafa komið býsna margar ferðirnar vestur síðan þau fluttu suður og alltaf verið miklir aufúsugestir. Og nú er komið að kveðjustund. Una er horfin til nýrra heimkynna og eflaust bíða hennar þar ný verk- efni. Ég er sannfærð um að hún var vel undir vistaskiptin búin og að vel hefur verið tekið á móti henni. Henni fylgja góðar bænir og einlæg- ar þakkir okkar allra. Við Snorri, börnin okkar og fjöl- skyldur biðjum vini okkar Þorgeiri, Elsu og Dúdda, Heiðu, barnabörn- unum þremur, bræðrum Unu og ástvinum öllum, styrks og blessun- ar. Minning Unu mun varðveitast með okkur og ljósið sem hún tendr- aði á lífsleiðinni mun lýsa ástvinun- um á erfiðum stundum. Guð blessi minningu vinkonu minnar, Unu Halldórsdóttur. Auður H. Hagalín. Hún hafði ekki gengið heil til skógar í nokkuð mörg ár en við átt- um ekki von á að tíminn væri kom- inn. Það er hægt að líkja minningum við myndir sem við flettum í gegn- um í huganum og myndir mínar um Unu eru góðar og failegar. Margar þeirra tengjast ísafirði þar sem við ólumst báðar upp í sömu húsalengju „í faðmi fjalla blárra". Ég kom oft inn á heimili foreldra hennar, enda yngsti bróðir hennar jafngamall mér og lékum við okkur gjarnan saman áður en við uppgötvuðum að ég ætti að leika við stelpur og hann við stráka. Foreldrar Unu, Kristín og Halldór, voru einstaklega sam- hent hjón sem bjuggu börnum sín- um öruggt skjól á efri hæð Hrann- argötu 10. Við Una áttum það sameiginlegt að vera hvor um sig eina stelpan í strákahóp en talsverð- ur aldursmunur var á okkur. Við krakkarnir urðum ekki vör við að fólk velti því mikið fyrir sér hvort einhver hafði meira eða minna á milli handanna eða hvort húsnæð- ið hentaði fjölskyldunni. Aðalmálið var að hafa til hnífs og skeiðar og að koma börnum sínum til manns á eðlilegan og farsælan hátt. Gatan var okkar leikvöllur, mömmurnar til staðar í húsunum og samfélagið ör- uggt þar sem allir þekktu alla. Það vissu allir hver um annars hagi og ef eitthvað bjátaði á var ekki verið að fjargviðrast yfir því, heldur reynt að leysa málin á einhvern veg, síðan gjarnan sagt: „Ja svona er nú það.“ Það fólk sem nú er óðfluga að verða „eldra fólkið“ átti flest því láni að fagna að kynnast þessum kring- umstæðum í uppvexti sínum. Það er ekki víst að öllum finnist það hafa verið lán. En að eiga rætur í nægju- semi, réttsýni, heiðarleika og að vera samkvæmur sjálfum sér veitir einstaklingnum mikinn þroska. Það var einmitt þetta veganesti sem Una bjó að. Hennar lífsýn var að vera heiðarleg, heilsteypt og um- fram allt góð manneskja. Umkvart- anir voru henni ekki að skapi og ef einhver mál voru snúin, þá var að hugsa þau upp á nýtt og leggja á annan hátt niður fyrir sér og leysa. Það er vart hægt að nefna Unu án þess að Þorgeir sé nefndur í sömu andrá, svo mjög voru þau hjón sam- hent og samrýnd. Þau voru bæði skátar, en skátastarf var mjög öfl- ugt á ísafirði og átti þar samleið fólk á öllum aldri. Við litlu ljósálfarnir, íklæddar svörtum felidum pilsum og hvítum skyrtum með bláan klút, litum mjög upp til stóru skátastelpnanna, sem okkur fannst kunna allt og geta allt. Þar var Una framarlega í flokki og af öllum öðrum leyfi ég mér líka sér- staklega að nefna Huldu Pálmadótt- ur, mágkonu Unu, og Auði Hagalín. En við urðum stórar skátastelp- ur, sem smátt og smátt öxiuðum ábyrgð með nýjum ljósálfum í leik og starfi. Oft þurftum við á leiðbein- ingum að halda og vorum þá ævin- lega velkomnar hvort sem var á heimili Unu og Geira, Huldu og Jóns Páls eða Auðar og Snorra. Hlýjan og alúðin hjá þessu fólki gagnvart okkur unglingunum var einstök. Það var ævinlega talað við okkur sem jafningja og tekið á móti okkur eins og við værum fullorðnar. Ég hef oft hugleitt hve mikil upp- eldisleg forréttindi þetta voru og stundum held ég að þetta ágæta fólk hafi alls ekki gert sér grein fyrir hversu miklu það miðlaði til þeirra sem yngri voru. A einfaldan og eðli- legan hátt brúuðu þau bil kynslóð- anna, urðu fyrirmyndir okkar. Við kynntumst þeim og börnum þeirra og grunnur var lagður að einlægri vináttu. Una og Geiri fluttu ásamt börnum sínum til Reykjavíkur og margar okkar „stelpnanna" settust að fjarri heimabyggð. En sambandið rofnaði ekki heldur breyttist og þróaðist rétt eins og lífíð í margbreytileika sínum. Una starfaði um árabil hjá yef- stofu Guðrúnar Vigfúsdóttur á ísa- firði og eftir að til Reykjavíkur kom vann hún á saumastofum. Hún var mjög hög í höndum og lagði mikla alúð í verk sín. Síðastliðið sumar áttum við sam- an ánægjulega dagstund er þau hjón komu við hjá okkur í sveitinni. Við lögðum drög að því að hittast á rólegri nótum með haustinu. En Una lagði upp í lengri ferð og mér finnst ég heyra hana segja svo sann- færandi og ákveðið: „Við ráðum ekki alltaf við tímann Ella, þessu verður ekki breytt og þá er að taka því.“ Ég kveð kæra vinkonu með sökn- uði og sendi ásamt fjölskyldu minni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.