Morgunblaðið - 06.12.2000, Síða 60

Morgunblaðið - 06.12.2000, Síða 60
'30 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 DAGBÓK MORGUNBLADIÐ í dag er miðvikudagur 6. desem- ber, 341. dagur ársins 2000. Niku- lásmessa. Orð dagsins: Takið því hver annan að yður, eins og Kristur tók yður að sér, Guði til dýrðar. (Róm. 15,7.) Skipin Reykjavikurhöfn: Emma og Freyja Re koma í dag. Zulujala fer ídag. __________ Hafnarljardarhöfn: Heltrmaa kom í gær, Ramnes kemur í dag, Lagarfoss fer í dag. Fréttir Bókatfðindi 2000. Núm- er miðvikudagsins 6. desember er 94086. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sólvalla- götu 48. Flóamarkaður og fataúthlutun. Opið kl. 14-17. Mannamót Aflagrandi 40. Verslun- arferð í Smárann 7. des. lagt af stað frá Granda- vegi 47, kl. 13. með við- komu á Aflagranda 40. Skráning í afgreiðslu. Árleg aðventuferð sam- starfsverkefni Olíufé- lagsins hf. Essó og lög- reglunnar í Reykjavík, lagt af stað kl. 13. frá Aflagranda 8. des. kl. 13. Uppl. í síma 562- 2571. Árskógar 4. Kl. 9-16.30 klippimyndir, útsaumur o.fl., kl. 13 smíðastofan opin og spilað í sal, að- ventukaffi í dag kl. 15. Bólstaðarhiið 43. Kl. 9- 12 vefnaður, kl. 9-16 handavinna og fótaað- gerð, kl. 10 banki, kl. 13 spiladagur og vefnaður. Jólahlaðborðið verður 7. des kl. 18. Salurinn opn- aður kl. 17.30. Jólahug- vekja. Jónas Þ. Dagbjartsson og Jónas Þórir leika á píanó og fíðlu. Aron Dalin Jónas- son 12 ára leikur á fiðlu, Signý Sæmundsdóttir syngur. Tvær 11 ára stúlkur Berglind Jóns- dóttir og Katrín Þor- steinsdóttir lesa jóla- sögur. Skráning í s. 568-5052. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9 og kl. 13 opin handa- vinnustofan. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 10 verslunin opin til kl. 13, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Myndmennt kl. 13. Pílu- kast kl. 13:30. Púttæf- ing á morgun í Bæjar- útgerðinni kl. 10-12. Félag eldri borgara í Reykjavík, Asgarði Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Asgarði Glæsibæ kl. 10. Söngfé- lag FEB kóræfing kl. 17. Línudanskennsla fellur niður í kvöld. Jólavaka FEB verður 9. des. Söngfélag FEB syngur jólalög, hug- vekja Þórir Bergs, 12 ára piltur, leikur á hom, lesin ljóð, tvísöngur o.íl. Kaffi og meðlæti. Skráning á skrifstofu FEB. Jólaferð á Suður- nesin 16. des. Upplýst Bergið í Keflavík skoð- að. Ekið um Keflavík, Sandgerði og Garð. Brottför frá Asgarði, Glæsibæ kl. 15. Æski- legt að fólk skrái sig sem fyrst. Uppl. í síma 588-2111 kl. 10-16. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur op- inn, leiðsögn í vinnu- stofu fellur niður. Myndlistasýning Hrefnu Sigurðardóttur stendur yfír. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, kl. 10-17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 16 hringdansar, kl. 17 bobb og tréskurður. GuIIsmári, Gullsmára 13. Opið kl. 9-17. Leik- fimi kl. 9 og kl. 10, vefn- aður kl. 9, keramikmál- un kl. 13, enska kl. 13.30. Hraunbær 105. Kl. 9- 16.30 bútasaumur, kl. 9- 12 útskurður, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Jólafagnaður verður 8. des. Jólahlaðborð, tón- list Pavel Manásek, heiðursgestir og ræðu- menn Guðrún Péturs- dóttir, Ólafur Hanni- balsson og sr. Hjörtur Magni Jóhannesson Fríkirkjuprestur. Lög- reglukórinn syngur, fjöldasöngur. Veislu- stjóri Þórdís Ásgeirs- dóttir. Uppl. í síma 587- 2888. Hæðargarður 31. Kl. 9 opin vinnustofa. Jóla- fagnaður verður föstu- daginn 8. des. kl. 18.30. Tilkynna þarf þátttöku. Hvassaleiti 58-60. Kl. 9 keramik, tau, og silki- málun og jóga, kl. 11 sund í Grensáslaug, kl. 15 teiknun og málun. Jólahlaðborð verður fóstudaginn 8. des kl. 19. Skemmtiatriði. Uppl. og skráning í s. 588-9335. Norðurbrún 1. Kl. 9- 12.30 útskurður, kl. 9- 16.45 handavinnustof- urnar opnar, kl. 10 sögustund, kl. 13-13.30 bankinn, íd. 14 félags- vist, kaffi og verðlaun. Fimmtud. 7. des. kl. 13, samstarfsverkefni Olíu- félagsins hf., Esso og lögreglunnar. Jólagleði verður 8. des. kl. 14. Jólahugvekj, lesin jóla- saga. Inga Backman syngur. Hátíðakaffi- hlaðborg. Uppl. og skráning í s. 568-6960. Vesturgata 7. Jólafagn- aður verður 7. desem- ber. Pavel Smid við flygilinn, jólahlaðborð. Tvísöngur Bergþór Pálsson og Helgi Björnsson. Kór leikskól- ans Núps. Strengjasveit frá Suzuki-skólanum Upplestur, hugvekja, fjöldasöngur. Uppl. og skráning í s. 562-7077. Aðventuferð. 8. desem- ber kl. 13 Samstarfs- verkefni Olíufélagsins hf. Essó og lögreglunn- ar. Fimmtud. 7. des. er þjónustumiðstöðin lok- uð frá kl. 13 vegn undir- búings jólafagnaðar sem hefst kl. 17. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan kl. 9.30 bankinn kl. 10 morgunstund, bókband og bútasaumur, kl. 13 handmennt og kóræf- ing, kl. 13.30 bókband, kl. 14.10 verslunarferð. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, hittast á morgun kl. 10, á Korpúlfsstöðum. Pútt- að, kaffi og spjallað. Háteigskirkja. Opið hús í dag fyrir 60 ára og eldri í safnaðarheimili Háteigskirkju frá kl. 10-16. Á morgun kl. 10 „foreldramorgunn“, kl. 1617.30 „bros og bleiur" fyrir foreldra um og undir tvítugt. Bústaðakirkja starf aldraðra, miðvikudaga kl. 13-16.30 spilað, fondrað og bænastund. Barðstrendingafélagið spilað í kvöld í Konna- koti, Hverfisgötu 105, 2 hæð kl. 20.30. Áhugahépurinn um sjögrens-sjúkdóminn Hádegispjall í dag á Cafe Victor kl. 12-13. ITC-deildin Irpa. Jóla- fundurinn í kvöld kl. 20 í Hverafold 5 í sal sjálf- stæðismanna i Grafar- vogi. Kvenfélag Köpavogs. Jólafundur verður 7. des. kl. 20.30 að Hamra- borg 10. Gestur fundar- ins: Lillja Hallgríms- dóttir djákni. Hana-nú Kópavogi Fundur í Bókmennta- klúbbi kl. 20 í kvöld á Lesstofu Bókasafns Kópavogs. Dagskrá: Frjáls kynning á bók- menntum og upplestur. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík. Jólafundurinn verður 7. des. kl. 20 í Grandhóteli v/Sigtún. Kaffiveitingar, upplestur, einsöngur, happdrætti, jólahug- vekju flytur sr. Ólöf 01- afsdóttir. Konur, munið jólapakkana. Hvítabandsfélagar. Jólafundurinn verður í kvöld í Skála á Hótel Sögu 2. hæð kl. 19. Sr. Auður Eir Vilhjálms- dóttir flytur hugvekju. Kvenfélags Hallgrímsk- irkju. Jólafundurinn verður 7. des. kl. 20. Börn úr barnakór Hall- grímskirkju syngja Sig- ríður Hannesdóttir leik- kona skemmtir. Sr. Jón Dalbú flytur hugvekju. ITC-deildirnar Fífa og íris. Sameiginlegur jólafundur verður hald- inn í Hjallakirkju, Álfa- heiði, 17, Kópavogi, kl. 20.15. Kvenfélag Bústaða- sóknar jólafundurinn verður í Safnaðarheim- ilinu 11. des. kl. 19.15. Jólamatur, upplestur, happdrætti og helgi- stund. Skráning í s. 553- 8500. Kvenfélagið Hringur- inn í Hafnarfirði. Jóla- fundurinn verður 7. des. kl. 20. í Hraunholti. Veitingar og skemmti- atriði, happdrætti. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. vELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Morgunblaðið/Ásdís Enginn til að vega við. Monthús Davíðs ÞAÐ er merkilegt hvað forsætisráðherra vorum tekst vel upp með að koma sér upp húsum á kostnað þjóðarinnar, sem vaða fram úr fjárhags- áætlunum. Ráðhús borgarinnar fór einhverja milljarða fram úr öllu peningalegu vel- sæmi undir hans stjórn og þjónar samt ekki fullkom- lega þörfum borgarfull- trúa að sagt er. Síðan tek- ur hann gamla góða Sjafnarhúsið, sem átti svo góða sál, í gegn fyrir góð- an flokksmann, sem féll út í kosningu og nú kemur á daginn að kostnaðurinn sem átti að vera 95 millj- ónir er rétt eina ferðina undir hans stjórn, kominn hundrað milljónir fram úr áætlun, segi og skrifa, í 195 milljónir og það sem líka er vont að húsið virð- ist eftir tiltekt hans hafa glatað þeirri góðu sál sem það átti og er orðið að köldu snobb- og monthúsi, þar sem nafn Davíðs Oddssonar er vel þrykkt á skjöld í anddyri hússins. Svo kemur forsætisráð- herra vor fullur vandlæt- ingar á framúrkeyrslu sveitarfélaga og segir bæjarfulltrúa fara illa með fé almennings. Það hlýtur að vera létt verk fyrir ráðherrann að semja við kennara fyrst hann getur eytt 195 millj- ónum til þæginda fyrir einn góðan flokksmann. Hrafnhildur Guðmundsdóttir Markarflöt 37 Garðabæ. Hjálpsamur bflsljóri 27. NÓVEMBER sl. vildi svo óheppilega til að móð- ir okkar datt í hálku þegar hún var á leið frá öldrun- arþjónustunni í Lönguhlíð og heim til sín. Þetta átti sér stað á Flókagötunni. Ungur hugulsamur bíl- stjóri varð vitni að þessu, gaf sig á tal við hana og keyrði hana heim. Viljum við þakka þessum unga manni kærlega fyrir að- stoðina. Þar sem mikil- vægt er að fá lýsingu á óhappinu vegna meiðsla er hún hlaut í fallinu, viljum við biðja þennan bjarg- vætt um að hafa samband við okkur, því móðir okkar veit ekki alveg hvernig þetta átti sér stað. Síma- númerin eru: 568-3856, 557-8070 eða 557-4166. Dætur. Afnám jólagleði í skólum GUÐRÚN hafði samband við Velvakanda og sagði að það færi fyrir brjóstið á sér, að það ætti að afnema jólagleði í skólum í því formi sem hún hefur ver- ið. Jólagleðin er ákveðin menning, þar eru leikrit, sungið og fleira. Þetta er ákveðin kennslustund í öðru formi en þessi hefð- bundna. Tapad/fundið Húslykill í óskilum HÚSLYKILL fannst við bensínstöðina við Kringl- una, föstudaginn 1. des- ember sl. Upplýsingar i síma 557-6523. Dýrahald Köttur hvarf að heiman YNDILSEGUR gulur og hvítur köttur hvarf frá Laugarnesveginum. Hann er með blátt eyrnamerki. Ef einhver hefur orðið hans var, vinsamlegast hringið í síma 581-3051. Kisa í óskilum LÍTIL læða, mjög loðin, silfurgrá og dökk á baki og ofan á skotti með dökka díla í hliðunum, sennilega skógarköttur. Hún er mjög falleg. Hún fannst á Hofteigi 28. nóv- ember sl. Upplýsingar í sima 557-3461 eða 696- 4843. Krossgáta LÁRÉTT: 1 mýrarljós, 8 lýkur, 9 sælu, 10 hrós, 11 mæla fyrir, 13 líkamshlutann, 15 ullarsnepla, 18 smá- kornið, 21 eyktamark, 22 sverð, 23 rándýrs, 24 trassafenginn. LÓÐRÉTT: 2 hrotti, 3 tæplega, 4 ull, 5 var fastur við, 6 sálmur, 7 kvenfugl, 12 erfiði, 14 háttur, 15 hægur gangur, 16 tapi, 17 dáið, 18 krók, 19 nísku, 20 boli. LAUSN SIÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fjörs, 4 hadds, 7 nældi, 8 lófar, 9 get, 11 regn, 13 engi, 14 andar, 15 fálm, 17 rusl, 20 arg, 22 kopar, 23 arður, 24 reisa, 25 tórði. Lóðrétt: 1 fánar, 2 öflug, 3 seig, 4 holt, 5 dofin, 6 sorti, 10 eldur, 12 nam, 13 err, 15 fákur, 16 Lappi, 18 urðar, 19 lerki, 20 arða, 21 galt. Víkverji skrifar... AKVEÐIN bjórtegund hefur öðru hverju verið auglýst í sjónvarpi í haust og sérstaklega vak- in athygli á því að um léttöl sé að ræða, þ.e. að tegundin hafi sama áfengisstyrkleika og pilsner. Er það erlendur framleiðandi sem þannig auglýsir. Það er svo sem allt í lagi en hins vegar dregur Víkverji mjög í efa að þessi tegund sé til sem pilsner hér- lendis. Hér sé miklu fremur verið að reyna að vekja athygli á nafninu og framleiðslunni sem slíkri þannig að menn muni eftir henni næst þegar þeir kaupa bjór. Þarna er því ekki verið að brjóta lög um bann við áfengisauglýsingum með því að auglýsa léttöl eða bjór eða hvað? Enda þykir sjálfsagt að reyna að fara kringum hlutina eins og hægt er og kannski verður aldrei hægt að koma í veg fyrir auglýsingar um áfengi þrátt fyrir bann. Víkverji er heldur ekki beint hlynntur boðum og bönnum og í þessum málum hlýtur uppeldi og mótun þeirra fullorðnu að skipta mestu máli um velfarnað ung- menna á sviði áfengismála en ekki hvort þessar ákveðnu auglýsingar eru bannaðar eða ekki. Ætli fyrir- mynd okkar og fordæmi sé ekki dá- lítið á reiki þegar áfengismál eru annars vegar? XXX SVO virðist sem líkamsárásir séu að færast í aukana eða í það minnsta hafa birst fleiri fréttir af slíkum atburðum síðustu daga og vikur. Það sem virðist nýtt í þessum efnum er líka að menn veitist að lög- reglunni þegar hún kemur á vett- vang til að skakka leikinn eða kanna hvað sé á seyði. Ekki kann Víkverji skýringu á þessu en menn virðast svífast einskis ef þeir ætla á annað borð að berja náungann. Vitanlega eru svona barsmíðai- alltaf jafn slæmar hvert sem fórnarlambið er og það getur varla borið vott um annað en vægast sagt undarlegan hugsunarhátt þegar menn þurfa að níðast þannig á náunganum að hann liggur limlestur eftir. Stundum svo illa að hann ber þess ekki bætur. Þetta eru líka allt annars konar barsmíðar en smávegis tusk eða „venjuleg slagsmál" (ef hægt er að taka svo til orða) sem stundum urðu á sveitaböllum í eina tíð og mönnum varð ekki ýkja meint af slíku að því er Víkverja hefur skilist af fregnum sér fróðari manna. Hér er á ferðinni ofbeldi þar sem verið er að berja til að ræna, berja einhvern til hlýðni eða bara lemja einhvern sem óvart verður á vegi ofstopamanna. Hvað gengur mönnum eiginlega til? xxx TALSVERÐ gróska virðist vera í íslenskri flugstarfsemi um þessar mundir jafnvel þótt heldur illa ári hjá Flugleiðum. A Víkverji þá einkum við þá sem stunda leiguflug, fraktflug og flugrekstur fyrir aðra aðila úti í hinum stóra heimi, því ís- lenskur markaður tekur ekki enda- laust við eins og menn vita. Þetta eru áhugaverðir vaxtarbroddar í at- vinnulífinu og kannski eru vöruflutn- ingar sífellt meira að færast úr skip- um í flugvélar. Kröfur eru sífellt meiri um hraða á afgreiðslu send- inga og matvæli verða að vera sem ferskust þegar þau koma á markað. Allt þetta þýðir aukna möguleika í fluginu sem íslenskir athafnamenn virðast kunna að nýta sér.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.